Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2018, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2018, Blaðsíða 56
56 lífsstíll - bleikt 9. mars 2018 É g hef í raun alltaf vitað að ég þyrfti að gera eitthvað í mín- um málum. Þegar ég var tvítug var ég orðin 100 kíló og fór þá á þreknámskeið sem mér þótti mjög skemmtilegt. Að nám- skeiðinu loknu fór ég í ræktina en léttist þó ekki og lenti í nokkrum leiðindum vegna fitufordóma sem ég hef alltaf verið mjög viðkvæm fyrir og gafst því fljótlega upp. Eft- ir það var ekki að ræða það að prófa ræktina aftur og þar sem ég er mjög þrjósk þá fór ég ekki aftur inn í tækjasal fyrr en haustið 2016,“ segir Guðný, sem starfar við verk- lega kennslu á rannsóknarstofum og sinnir rannsóknarverkefnum við Háskólann á Akureyri. „Næstu ár reyndi ég annað slagið ýmislegt misgáfulegt en segja má að allar þær aðferð- ir hafi átt tvennt sameiginlegt. Í fyrsta lagi leit ég alltaf á þetta sem tímabundnar breytingar þar sem ég ætlaði að rífa af mér kílóin svo ég gæti hætt á „kúrnum“ og far- ið að njóta árangursins og matar aftur. Hitt var að allar þessar til- raunir mínar skiluðu allar sama árangri; geðvonsku, vonbrigðum, nákvæmlega sömu tölu á vigtinni eða jafnvel hærri og sjálfsniður- rifi fyrir að hafa mistekist enn einu sinni.“ Guðný tók þó aldrei megr- unarlyf og offituaðgerðir komu ekki til greina að hennar mati. Gafst upp og sætti sig við að verða alltaf feit „Ég vissi alltaf að það var ekki mín leið. Síðan gerðist það á ákveðnum tímapunkti, eftir að mér hafði mistekist svo oft að það fór í gang svona „fokk-it“-ferli þar sem ég einfaldlega gafst upp. Ég væri feit og ég yrði það alltaf, það væri ekkert sem ég gæti gert. Það tók mig töluverðan tíma að koma mér upp úr þeim hugsunum og að öðlast trú á sjálfa mig aftur, að ég gæti þetta víst.“ Systir Guðnýjar fékk sér hund og hún fór að vera dugleg að draga Guðnýju með sér í göngutúra. „Hún notaði það sem afsökun að hún þyrfti hjálp við að hreyfa Sambó, hjálp sem gerði að verkum að hún var tvisvar til þrisvar sinn- um lengur að fara sömu vegalengd og þurfti að hlusta á tuðið í mér allan tímann. Við þetta fór mig að langa til þess að geta hreyft mig án þess að standa á öndinni og vera gjörsamlega búin á því þegar heim kæmi. Ég sá svo grein um konu sem, líkt og ég, hafði verið of þung en tekist að létta sig og ná mark- miðum sínum. Ég hugsaði með mér að þetta væri kannski hægt og þegar ég las greinina og skoð- aði myndirnar þá var eitthvað við frásögn hennar sem kveikti í mér.“ Guðný hóf því að taka til í sjálfri sér og þann 1. ágúst árið 2016 var hún tilbúin fyrir lífsstílsbreytingu. Hugurinn skiptir öllu máli „Ef hugurinn er ekki á réttum stað og þú trúir ekki á verkefnið þá mun það ekki ganga upp. Það er að minnsta kosti mín skoðun og því byrjaði ég á því að taka til í sjálfri mér. Ég velti því mikið fyrir mér hvað ég væri tilbúin að gera, hvaða breytingar ég gæti gert núna sem ég væri reiðubúin að viðhalda, myndi enn nota eftir fimm ár eða tíu ár, því ólíkt fyrri kúrum þá ætl- aði ég ekki að fara til baka heldur vildi ég búa til nýjar, góðar venjur og siði.“ Guðný byrjaði á því að taka út nánast allan sykur og mikið af því brauði sem hún innbyrti. „Það að taka út sykurinn var erfiðara en brauðið, sérstaklega vegna þess að ég var mjög mik- ið fyrir allt sem var sætt. Ég hætti einnig að drekka undanrennu því ég drakk alveg svakalega mikið af henni, eða um 2–3 lítra á dag sem eru um 600–1.000 hitaeiningar. Maður vill nefnilega gleyma hita- einingunum sem maður drekkur, eða ég gerði það allavega. Í dag borða ég aðallega skyr, hafra- graut, gríska jógúrt, múslí, mikið af ávöxtum og grænmeti, alls kon- ar fisk, kjöt og kjúkling. Ég borða í raun flestallan mat í hófi en reyni að gæta þess að borða ekki mik- ið unnin matvæli. Ég vigtaði allan mat í byrjun og skráði hjá mér, í dag vigta ég enn annað slagið en er hætt að skrá það niður nema eitthvað sérstakt sé.“ Guðný segir að ferlið að betri lífsstíl hafi verið erfitt en einnig gaman. Fékk ekki íþróttaföt sem pössuðu „Ákveðnir þættir voru mjög erf- iðir, eins og að leita sér aðstoðar, fara í ræktina og ýmislegt sem ég áleit ómögulegt, eins og að fá föt fyrir ræktina. Það var mjög erfitt að fá föt sem pössuðu yfirhöfuð, hvað þá íþróttaföt í stórum stærð- um, hér á Akureyri. Matarkostn- aðurinn er mun hærri þegar ver- ið er að kaupa hollari fæðu og þar sem þetta gerðist svo hratt þá var ég rétt búin að fá ný föt þegar þau voru orðin of stór, sérstaklega buxur og íþróttatoppar. Sem betur fer var ég í vinnu og gat gert þetta og sé sko alls ekki eftir því.“ Guðný fann fyrir mikilli þreytu og máttleysi þegar hún byrjaði að breyta mataræðinu og vissi að hún gæti ekki bætt hreyfingu við á sama tíma. „Um tíu dögum eftir að ég breytti mataræðinu bætti ég við hreyfingu í formi göngutúra. Þegar ég hóf lífsstílsbreytinguna sagði ég þó engum frá því vegna þess að ég var svo hrædd um að þetta myndi mistakast eins og í öll hin skiptin, jafnvel þótt ég væri á sama tíma ákveðin í þessu. Göngutúrarnir fóru því fram á kvöldin svo enginn sæi mig því sjálfsálitið var ekkert. Ég hafði niðurrifshugsanir og var alveg hætt að horfa framan í fólk því mér leið svo illa. Fljótlega urðu göngutúrarnir tveir á dag en frekar erfiðlega gekk þó að losna við aukakílóin í upphafi. Þá kom í ljós að ég var með vanvirkan skjald- kirtil og ég fékk lyf við því. Eftir það fór allt að ganga miklu betur, ekki bara hvað varðar þyngdar- tap heldur orkustigið og allt ann- að. Ég var ekki lengur jafn þreytt og ég hafði alltaf verið auk þess sem önnur einkenni sem vanvirk- ur skjaldkirtill getur valdið hurfu.“ Fljótlega áttaði Guðný sig á því að göngutúrarnir væru ekki nægi- leg hreyfing fyrir hana. Hún yrði að styrkja sig og bæta á sig vöðvum til þess að auka grunnbrennsluna. Bað um aðstoð „Ég vissi að ég þyrfti hjálp við þetta þar sem ég kunni ekkert á tækin né neitt sem viðkom æfingum og því leitaði ég til einkaþjálfara, sem er eitthvað sem ég mun aldrei sjá eftir að hafa gert. Hún Jóna Birna Óskarsdóttir, þjálfari í Átaki á Ak- ureyri, átti eftir að hjálpa mér á svo marga vegu og með miklum erf- iðismunum tókst henni að koma mér í réttan farveg. Ég hefði aldrei getað þetta án hennar.“ Guðný viðurkennir að fyrstu skrefin í ræktina hafi verið henni gríðarlega erfið. „Ég taldi einfaldlega að ég væri allt of feit fyrir ræktina, ég fór því ekki fyrr en eftir að ég hafði lést um 13 kíló. Þegar ég fór svo loks- ins í minn fyrsta tíma átti ég alveg eins von á að mér yrði vísað á dyr og hlegið að mér fyrir að halda að ég ætti heima þarna inni. Púkinn á öxlinni öskraði á mig: „Fíflið þitt, þú ert 127 kíló, komdu þér heim áður en fólk sér þig.“ Ég reyndi því að stinga af áður en Jóna mætti en sem betur fer í hræðslukastinu hafði ég ekki vit á að nota hliðið heldur reyndi að fara út um gler- vegg sem haggaðist auðvitað ekki, hvort sem ég reyndi að toga eða ýta í hann. Þannig að ég komst ekki út, sem betur fer. Ég kveikti á Kotasælubollur með fetaosti Innihaldsefni: n 400 g haframjöl n 1 stór dós kotasæla n 4 egg n 2 tsk. vínsteinslyftiduft n Salt/krydd eftir smekk n Fetaostur Aðferð: Byrjið á því að mala haframjölið, gott er að nota matvinnsluvél, blandara eða töfrasprota. Þegar það er tilbúið færið það þá yfir í skál. Bætið út í salti og kryddi eftir smekk ásamt lyftiduftinu. Hrærið saman kotasæluna og eggin í tækinu. Blandið öllu saman og mótið bollur, bætið fetaosti ofan á bollurnar fyrir bakstur. Bakið á blæstri við 200°C í 20 mínútur. Hanna Þóra Helgadóttir bloggari á fagurkerar.is deilir ljúffengri uppskrift að hollum og bragðgóðum kotasælubollum. Bollurnar eru einfaldar og fljótlegar í gerð. 8 góð ráð um sambönd, nánd og kynlíf 1 Sleipiefni! Ef þið hafið ekki prófað sleipiefni saman eða í hvort í sínu lagi þá er komin tími til þess. Sleipiefni gerir alla snertingu og örvun mýkri og betri. 2 Einföld leið til þess að kveikja neista og eiga gæðastund með hvort öðru er að fara saman í sturtu. Ég heyrði einu sinni um eldri hjón sem fara á hverjum morgni í sturtu saman og viðhalda þannig neistanum í sambandinu. 3Snerting er mikilvæg í daglegu lífi til þess að viðhalda spennu og ást. Haldist í hendur og sýnið hvort öðru ást á almannafæri jafnt sem heima fyrir. Það bætir sjálfstraust okkar í sambandinu og lætur okkur vera öruggari. 4Forleikur er lykillinn að góðu kynlífi og ekki má gleyma að hægt er að gera hann fjölbreyttan með því að bæta við kynlífstækjum eða færa hann út fyrir svefnherbergið. 5 Eftirleikur er eitthvað sem fólk gerir aldrei nóg af. Ræðið um kynlífið þegar það er yfirstaðið. Þá geta báðir aðilar rætt hvað þeim fannst gott, hverju þeir vilja gera meira af eða prófa næst. Það bæði lengir gæðastund ykkar, býr til nánd og er frábær leið til þess að kynnast hvort öðru betur. 6 Að veita hrós er eitthvað sem við gerum aldrei nóg af. Venjið ykkur á að hrósa makanum fyrir bæði stóra sem smáa hluti sem hann gerir. Það hvetur okkur til þess að langa að gera hlutina aftur og betur. 7 Munið að það er mikilvægt að viðhalda barninu í sjálfum sér og ekki taka lífið of alvarlega. Skellið ykkur í rennibraut- ina í sundlauginni. 8 Þakklæti er eitt af lykilatriðum þess að viðhalda góðu sambandi. Sýnum og segjum makanum okkar daglega hvað við erum þakklát fyrir. Það býr til jákvætt samskiptamynstur og smitar út frá sér jákvæðni. Gerður Huld Arinbjarnardóttir er eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush.is. Allt frá því að Gerður stofnaði verslunina, einungis tuttugu og eins árs gömul, hefur hún sankað að sér góðri vitneskju um allt sem viðkemur samböndum, nánd og kynlífi. Gerður deilir hér með lesendum nokkrum góðum ráðum: Gerður Huld Arinbjarnardóttir Gerður stofnaði sína eigin kynlífstækja- verslun einungis tuttugu og eins árs gömul. „Göngutúrarnir fóru því fram á kvöldin svo enginn sæi mig því sjálfsálitið var ekkert. Léttist um kíló á einu og hálfu ári Guðný Júlíana Jóhannsdóttir Með hundinum Sambó. Guðný Júlíana Jóhannsdóttir eyddi meirihluta ævinnar í ofþyngd. Guðný vissi alltaf að heilsa hennar væri slæm og að mikilvægt væri fyrir hana að gera eitthvað í sínum málum en það var ekki fyrr en hún var orðin 140 kíló og líkamleg og andleg heilsa hennar orðin virkilega slæm sem hún tók ákvörðun um að breyta lífi sínu til batnaðar. Aníta Estíva Harðardóttir anita@pressan.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.