Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2018, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2018, Blaðsíða 17
9. mars 2018 fréttir 17 til vegna reiði og hefndarþorsta og þetta er ofbeldi sem færist beint yfir á börnin,“ segir Huginn Þór. Rangar sakargiftir eru stórt vandamál Þeir nefna að annað sem sé stórt vandamál séu rangar sakargiftir í dómsmálum. „Það er mjög algengt að ofbeldi sé logið upp á feður. Í mínu máli hef ég til dæmis margar sannanir, svart á hvítu, um rangar sakargiftir og það á ekki að líðast að fólk komi fram með og komist upp með rangar sakargiftir og er­ lendis eru dæmi þess að mæður hafi verið sviptar forsjá eingöngu vegna þessa. Þetta sýnir svo ekki verður um villst að manneskjan er ekki fær um að sjá um réttindi barnsins,“ segir Huginn Þór. „Í forræðismálum ríkir öfug sönnunarbyrði,“ segir Stefán Páll. „Sem dæmi ef hinn aðilinn seg­ ir að ég sé í neyslu þá þarf ég að sanna að ég sé ekki í henni, eða ef hann ber upp á mig að ég hafi beitt hann ofbeldi, þá þarf ég að sanna að það hafi ég ekki gert það, en ekki aðilinn sem ber það upp á mig,“ segir Stefán Páll. „Það sóðalegasta sem er gert gagnvart karlmönnum er að ásaka þá um að hafa áreitt börnin kyn­ ferðislega og þetta gera mæður án viðurlaga,“ segir Hugi. „Danska heimildamyndin Farvel far fjallar um rangar sakargiftir og þar kem­ ur fram að Danir hafa rannsakað slík mál, sem hefur fjölgað úr 50 upp í 70 prósent,“ segir Hugi: „einstaklingar eru markvisst að beita röngum sakargiftum. Kerfið er vanhæft til að taka á brotum, um leið og upp koma mál þar sem kerfið er að gera mistök, þá byrjar kerfið að verja sig. Um leið og faðir fer fram á eitthvað þá fer kerfið að verja sig. Það er aug­ ljóst brot í mínu máli, en það vill enginn skoða það. Þeir viðurkenna ekki mistök og það er enginn vilji til að fara til baka og leiðrétta það.“ Dóttirin sett í fóstur án samþykkis Hugi Ingibjartsson leitast við að fá umgengni við dóttur sína og forræði ef til þess kemur að hann verði alveg sviptur umgengni. Bæði hann og barnsmóðir hans hafa sagt sögu sína í viðtölum við Stundina. Barnsmóðirin varð ófrísk eftir stutt kynni og ákvað að eiga barnið. Dóttirin var fyrirburi og grét stöðugt og var erfið. Þau fengu enga aðstoð og gafst meðal annars dagmóðir upp eftir þrjá daga. Hugi tók sér frí frá vinnu og var til staðar fyrir mæðgurnar, en eftir tíu mánuði gafst móðirin upp og ákvað að gefa barnið frá sér til fólks sem hún þekkti til. Hugi fékk litlu um það ráðið að eigin sögn og voru gefnir þeir valkostir að taka barnið alfarið eða setja það í fóstur, hann ákvað að skrifa und­ ir samþykki, en taldi sig ekki hafa gefið frá sér umgengni við dóttur sína. Gagnrýnir hann vinnubrögð barnaverndarnefndar og telur að það vanti alla aðstoð við for­ eldra sem eiga í tímabundnum erfiðleikum. Dóttir hans var sett í fóstur án nokkurrar aðlögunar og telur hann hana glíma við að­ lögunarkvíða í dag og segir hana gráta stöðugt þegar hún er tekin frá honum eftir umgengni. „Mér er bönnuð öll sönnunar­ byrði. Í mínu máli þá eru Barna­ vernd og fósturforeldrar að vinna saman, með sama lögfræðing. Kona frá Barnavernd kemur þegar mér er afhent barnið af því ég gæti nú verið hættulegur og þau eru með vitni ef eitthvað skyldi gerast. Ég má ekki taka upp á mynd­ band afhendingu eða neitt, mér er bannað það.“ Eigi að síður skrifaði Hugi nýlega stöðufærslu á Face­ book, þar sem hann gagnrýndi vinnubrögð Barnaverndarnefnd­ ar og deildi myndböndum frá því þegar dóttir hans fór frá honum eftir umgengni, umgengni sem í dag er tvær klukkustundir í senn á þriggja mánaða fresti. „Vilji dóttur minnar er fullkom­ lega hundsaður, sem er auðsjáan­ legur þeim sem vilja sjá það á ann­ að borð – að hún vill vera hjá mér, en ekki fara yfir til þeirra,“ segir Hugi, sem sjálfur var settur í fóstur hálfs árs gamall. Hann hitti föður sinn fyrst þegar hann var 25 ára. Hugi á níu hálfsystkini, en ólst upp einn hjá fósturforeldrum. Hann þekkir því vel sjálfur hvernig er að vera fósturbarn og finnst hann hafa misst af miklu við að eiga engin tengsl við fjölskyldu sína á uppvaxtarárunum. Varð allt í einu ofbeldismaður þegar hún kom aftur til Íslands „Það var engu ofbeldi logið upp á mig í Finnlandi fyrir dómstól­ um þar eða sýslumanni,“ segir Huginn Þór aðspurður um hans mál og ásakanir um ofbeldi sem barnsmóðir hans hefur bor­ ið á hann, meðal annars í við­ tali við Stundina. Hún hefur dval­ ið í Kvennaathvarfinu frá því því í ágúst í fyrra með son þeirra og hef­ ur kært Hugin til lögreglu fyrir of­ beldi. „Svo kemur hún hingað til lands og fær nýjan lögfræðing hjá Kvennaathvarfinu og allt í einu er ég orðinn ofbeldismaður á öllum sviðum, það er líkamlegt, andlegt og kynferðisofbeldi, og samt neit­ ar hún því hjá lækni. Hún er líka margsaga.“ Huginn Þór og barnsmóðir hans voru saman frá 2014 til byrj­ un árs 2017. „Hún byrjar að eiga mjög erfitt andlega og fer að hata dóttur mína, stjúpdóttur sína. Síðan fer hún að hóta mér, sam­ bandið fer að ganga illa og hún fer með son okkar til Finnlands og þá liggja fyrir fyrstu skriflegu hótanirnar frá henni um að hún ætli ekki að koma til baka með son okkar. Þarna erum við enn­ þá saman. Hún á flugmiða heim en kemur ekki. Og hún er búin að viðurkenna þessi brot. Á þessum tíma segir hún að ég muni aldrei sjá barnið aftur nema ég skrifi undir einhliða skilmála hennar. Þetta eru þvinganir og níðings­ gangur og hún er dæmd fyrir að halda barninu, meðan þetta gekk á erum við samt að virða jafna um­ gengni, ekkert vesen og engar til­ kynningar. Eftir dóminn verður hún reið og segir að hún muni gera hvað sem er til að taka af mér forsjána. Þegar hún kemur hingað heim segir hún á samfélagsmiðlum að hún hafi þurft að flýja í Kvenna­ athvarfið vegna mín. Hún kemur upp um sig í öðrum gögnum, þar sem kemur fram að hún var búin að ákveða að fara í Kvennaathvarf­ ið áður en hún kom heim. Ásakan­ ir hennar tengjast allar árinu 2015 og ég á skrifleg gögn um að hún viðurkenni þá að hún sé veik og sé að hóta mér. Allt í einu þegar hún kemur til Íslands er ég orðinn ofbeldismað­ ur og ég sé ekki son minn í þrjár vikur og veit ekki hvar hann er. Hún kemur til Íslands og heldur brotunum áfram. Ég er neyddur til að skrifa undir samning um um­ gengni þar sem ég má hitta hann þrjá daga í viku og hluta úr degi. Síðan byrjar hún að bera upp á mig ofbeldi á samfélagsmiðlum og víðar. Á sama tíma og hún er að fá vitnisburð gegn mér frá fólki sem ég þekki ekkert, fer hún og kærir mig fyrir kynferðisbrot gegn sér. Það eru til gögn, fyrir og eftir þessi brot, þar sem hún segist ætla að nauðga mér. Hún er búin að skrifa bók og annar hver kafli fjallar um konur sem nauðga litlum börnum eða mönnum. Manneskja með slíka hugmyndafræði er bara ekki heil. Nú er hún búin að birta á Face­ book hvernig eigi að þekkja og forðast ofbeldismenn. Og „when daddy hurts mommy“. Ég hef aldrei snert hár á höfði hennar. Þetta er bara kómískur fáránleiki,“ segir Huginn Þór. „Hún er búin að drepa mannorð mitt“ „Hún heldur syni mínum frá lög­ heimili hans, ég er með lögheimil­ ið og get ekkert gert þar sem sýslu­ maður braut lög. Ég sé hann af og til, aðra hverja viku er hann veik­ ur, en aðra hverja viku kemur hún með hann til að sýna smá lit fyrir dómsmálið. Hún er samt að rjúfa samband okkar. Það er verið að rífa hann frá mér og systur hans. Sýslumaður er að bjóða upp á þessi brot, með því að sleppa sáttameðferð og úrskurði um um­ gengni þá kemst hún upp með að halda barninu frá mér. Þeir gefa engin svör, nema að hún vilji ekki taka þátt í sáttameðferð, en það stendur í lögum að foreldrar geti ekki sleppt sáttameðferð,“ segir Huginn Þór. „Hún er búin að drepa mannorð mitt með þess­ um yfirlýsingum og ég mun leggja fram kæru með sönnunargögnum um að hún fari með rangt mál.“ Huginn Þór skilur ekki að barnsmóðir hans geti komið dæmd hingað til lands og haldið lögbrotunum áfram. „Það er for­ dómalaust og hefur ekki gerst áður að einstaklingur sem hef­ ur haldið barni ólöglega erlend­ is, að viðkomandi fái að fara aftur með það. Það er fráleitt að hún fái dóm og geti áfram haldið barninu frá mér. Kerfið er að klikka, sýslu­ maður með lögbrotum sínum og dómari með að vísa málinu ekki frá, meðvirknin er á öllum stig­ um. Eftir viku verður kveðinn upp bráðabirgðaúrskurður um umgengni og það verður rétt­ arskandall ef dómsúrskurður fell­ ur henni í hag.“ „Við sem feður megum ekki sýna tilfinningar“ „Við erum reiðir feður, en Ísland verður að segja: „ Fjölskyldan er smæsta eining samfélagsins og það verður að hlúa að henni,“ segir Friðgeir Örn Gunnarsson, sem situr í stjórn Foreldrajafnréttis. Hann á tvær dætur með tveimur konum og hefur barist fyrir um­ gengni við þær báðar, án árangurs hingað til. „Ef við verðum reiðir þá er það áttunda höfuðsyndin,“ segir nafni hans, Friðgeir Einarsson, en saga hans hefur verið nokkuð áber­ andi í fjölmiðlum síðustu ár. Hann á dóttur, sem nú er orðin tíu ára og hann hefur ekki séð í átta ár. „Pabbar mega ekki verða reiðir, við megum ekki sýna tilfinningar. Ef þú ert reiður eða hefur skoðan­ ir eða ert ósáttur við að mega ekki hitta barnið þitt, þá er það óeðlileg tilfinning.“ Þeir segja kerfið ekki ráða við þennan mikla fjölda mála og líftíma starfsmanna í barna­ verndarnefndum vera stuttan, starfsfólk þar einfaldlega brenni út undan álagi. „Heimir Hilmars­ son, sem situr í stjórn Foreldra­ jafnréttis og er jafnframt starfs­ maður Barnaverndar, segir þann líftíma vera um þrjú ár,“ segir Friðgeir Örn. „Fyrir nokkrum árum fóru starfsmenn sýslumanns í verk­ fall sem þýddi að verkefni hlóð­ ust upp og það var leyfð auka­ fjárveiting til að „spóla“ ofan af samningum sem töfðust í þing­ lýsingu,“ segir Friðgeir. „Hins vegar var ekki sett króna í sifja­ deildina, sem var þegar með allt eftir á.“ „Ég upplifði missi sem ég hefði ekki getað ímyndað mér“ „Ég missti mitt fyrsta barn,“ segir Friðgeir Örn, en fyrsta barn hans var fætt andvana: „og tel ég það grundvöll þess að tálmun byrjar, þar sem móðirin var illa stödd í kjölfarið. Ég upplifði missi sem ég hefði ekki getað ímyndað mér, þarna voru ólýsanleg and­ leg tengsl, þetta kom svo aftan að mér. Þetta var mitt fyrsta barn, ég var ekki farinn að átta mig á að þetta væri raunveruleiki.“ Frið­ geir Örn og barnsmóðir hans eignuðust síðan annað barn saman, en hann segir að svo virðist sem einlægur brotavilji hafi verið af hennar hálfu þegar tálmun hófst. „Af hverju er Barnavernd að eyða tekjum sínum í launa­ greiðslur til fósturforeldra þegar heilbrigðara væri að hlúa að fólki sem þarf á aðstoð að halda?“ spyrja þeir. „Eina sem við þurftum var aðstoð; fjölskyldu sem gæti tekið dóttur okkar helgi og helgi,“ segir Hugi. „Ég sem skattborgari sé alveg fyrir mér að ung kona, sem er ein­ stæð með barn og missir fótanna, fái 300 þúsund króna greiðslu úr ríkissjóði til að koma undir sig fót­ unum aftur, mennta sig og verða þegn. Það á ekki að taka af henni barnið,“ segir Friðgeir. „Það á ekki að vera hægt að rjúfa tengsl barns við föður, á eng­ um forsendum,“ segir Huginn Þór. „Ef þú elskar einhvern nógu mikið þá sleppirðu honum,“ segir Frið­ geir Örn: „við feðgar höfum verið beðnir um að yfirgefa barn til að vernda það.“ Löngu kominn tími á úrbætur „Þessi endalausu dæmi allt í kringum mann sýna manni að það er löngu kominn tími til að laga þessi mál, það eru lítil börn sem gjalda fyrir þetta. Þetta er of­ beldi sem varir í lengri tíma, í ár og áratugi, og snertir alla, börn, foreldra, afa og ömmur, og það verður að taka á þessu. Það verð­ ur að leggja mikla áherslu á að gripið sé strax inn í,“ segir Huginn Þór. „Það væri strax til bóta ef stjórnsýslan tæki sér jafn mikinn tíma í að vinna eftir Barnasátt­ mála Sameinuðu þjóðanna, eins og þeir taka sér í að hundsa hann, þá strax yrði hér allt frábært,“ segir Friðgeir. „Við erum að beina athygli að stærsta vandamálinu, sem er hvernig feður eru útilokaðir. En við hvetjum alla sem vilja tryggja réttindi barna til beggja foreldra til að slást með okkur í hópinn í #daddytoo,“ segir Huginn Þór. n „Mér hefur verið bent á að sækja um forræðið einn, en ég vil það ekki, ég vil að synir mínir umgangist báða foreldra sína. Feðurnir á bak við #daddy too-hópinn Friðgeir Örn Gunnarsson, Hugi Ingibjartsson, Stefán Páll Páluson og Huginn Þór Grétarsson. MynD EinaR RagnaR Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna 9. gr. 1. Aðildarríki skulu tryggja að barn sé ekki skilið frá foreldrum sínum gegn vilja þeirra, nema þegar lögbær stjórnvöld ákveða samkvæmt viðeigandi lögum og reglum um málsmeðferð að aðskilnaður sé nauðsynlegur með tilliti til hagsmuna barnsins enda sé sú ákvörðun háð endurskoðun dómstóla. Slík ákvörðun kann að vera nauðsynleg í ákveðnum tilvikum, svo sem ef barn sætir misnotkun eða er vanrækt af foreldrum sín- um, eða þegar foreldrar búa ekki saman og ákveða verður hver skuli vera dvalarstaður þess. 2. Við alla málsmeðferð samkvæmt 1. tölul. þessarar greinar skal veita öllum aðilum sem hagsmuna hafa að gæta kost á að taka þátt í málsmeðferð og að gera grein fyrir sjónarmiðum sínum. 3. Aðildarríki skulu virða rétt barns sem skilið hefur verið frá foreldri eða foreldrum sínum til að halda persónulegum tengslum og beinu sambandi við þau bæði með reglubundnum hætti, enda sé það ekki andstætt hagsmunum þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.