Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2018, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2018, Blaðsíða 54
54 9. mars 2018 Þ ann 30. mars, 1960, var James W. Rodgers leiddur fyrir aftökusveit í Utah í Bandaríkjunum. James þessi kom í heiminn 3. ágúst, 1910, í Lubbock í Texas og var elstur ellefu systkina; fimm bræðra og sex systra. Skólagöngu James lauk um átta ára aldur og tólf ára gamall sagði hann skilið við æskustöðvarnar þar sem faðir hans þrælaði börn- unum út. Sextán ára var hann bendlaður við ólöglega sprúttframleiðslu og -sölu og í særðist á fótleggjum vegna vélbyssuskothríðar í tengsl- um við þá iðju. Svo fór að James tók þátt í vopnuðu ráni og dvaldi um tuttugu ára skeið á bak við lás og slá. Léttvæg deila Vindur nú sögunni fram til ársins 1957. Það ár kom James frá Nýju- Mexíkó til La Sal í Utah. Þar hafði hann fengið hlutastarf sem öryggisvörður við Rattlesnake úrannámu Continental Uranium Company. Þann 19. júní sama ár sló í brýnu með James og námamann- inum Charles Merrifield. Þegar upp var staðið, eða þannig séð, lést Charles Merrifield, enda erfitt að halda í tóruna eftir að hafa ver- ið skotinn ótal skotum í höfuð, handleggi og bringu. Deiluefnið var ekki merkilegt; hvernig átti að bera áburð á skóflu gröfu til að koma í veg fyrir að jarðvegur fest- ist við hana. Fannst sér ógnað James lagði á flótta á jeppanum sínum en var gripinn í Colorado og skilað í fangelsið í San Juan í Utah. Hann útskýrði gjörðir sínar á þann veg að honum hefði fund- ist sér ógnað af Charles og verið hræddur um að Charles myndi „berja hann í kássu“. Hann hefði því gripið til byssunnar og skotið hann þegar Charles óð að honum með stóran skiptilykil að vopni. James var leiddur fyrir rétt und- ir lok júní 1957 og formlega ákærð- ur fyrir morð. Bar við sárasótt og sjálfsvörn James bar því við að hann væri með sárasótt og ekki sakhæfur vegna geðveiki. Einnig sagðist hann hafa orðið Charles að bana í sjálfsvörn, en það þótti hæp- in útskýring því Charles hafði verið undir stýri stórrar gröfu við námuna þegar James raðaði í hann skotunum. James var sakfelldur og dæmd- ur til dauða. Honum voru boðn- ir tveir kostir; aftökusveit eða henging. Hann valdi aftöku- sveitina og sagðist ekki hafa áhyggjur því sárasóttin myndi draga hann til dauða áður en að af- tökunni kæmi. Það reyndist rangt því læknisskoðun leiddi í ljós að hann glímdi ekki við sárasótt. James áfrýjaði dómnum í þrí- gang en hafði ekki erindi sem erf- iði. Á leið á hlýjan stað Charles var í ríkisfangelsi Utah síð- ustu tvö ár ævi sinnar og var fyrir- myndarfangi. Sem fyrr segir stóð hann frammi fyrir aftökusveit 30. mars, 1960, við sól- arupprás. „Ég hef nú þegar lagt fram mína hinstu ósk … skothelt vesti,“ sagði hann. Hann var íklædd- ur gallafatnaði og var boðinn frakki sem hann afþakkaði með orðunum: „Engar áhyggjur, brátt verð ég kominn á heitan stað.“ Aftökusveitin samanstóð af fimm karlmönnum. Einn þeirra, enginn vissi hver, var með riffil hlaðinn púðurskoti. Þannig var komið í veg fyrir að þeir gætu vitað með vissu hverjir skutu banaskot- unum. Sautján ár liðu frá aftöku James W. Rodgers þar til aftöku- sveit var beitt aftur við aftökur í Bandaríkjunum. n 30 ára dóm fékk belgíska konan Els Clottemans í október 2010. Els var sakfelld fyrir að hafa, 18. nóvember 2006, í afbrýðisemi unnið skemmdarverk á fallhlíf vinkonu sinnar, Els Van Doren, með þeim afleiðingum að hún hrapaði til bana. Els Van Doren var 38 ára, gift og tveggja barna móðir. Það kom þó ekki í veg fyrir að hún stæði í kynferðislegu sambandi við fallhlífarstökkvara að nafni Marcel Somers. Slíkt hið sama gerði Clottemans og vildi hún ekki deila Marcel með nöfnu sinni Van Doren. Því fór sem fór.Sakamál SáraSótt og SjálfSvörn n James átti eymdarlíf í æsku n Lenti snemma uppi á kant við lögin Dómhús San-Juan-sýslu Hér voru örlög James W. Rodgers ráðin. James W. Rodgers Reiknaði ekki með að standa frammi fyrir aftökusveit. n Morfínfíkn herjaði á herlækninn fyrrverandi n Fjárhagsvandann varð að leysa E inu sinni var læknir að nafni George Henry Lamson. Hann var enskur og hafði dvalið um skeið utan land- steinanna og sinnt læknisstörfum á vegum breska hersins. Um síðir sneri hann þó heim til Englands, kvæntist og árið 1880 fjárfesti hann í eigin læknastofu í Bournemouth. Læknastofuna kostaði hann með því að seilast í pyngju eiginkonu sinnar, en hún og bræður hennar tveir höfðu erft eignir foreldra sinna og voru ekki á nástrái. Árið 1879 dó annar bræðranna og með einhverjum hætti rataði arfur hans, 700 sterlingspund, í vasa læknisins. Morfínfíkill Læknastofan reyndist slæm fjár- festing. Svo litlu skiluðu læknis- störfin að Lamson seldi stofuna. Til að bæta gráu ofan á svart hafði Lamson ánetjast morfíni þegar hann var herlæknir á Balkanskag- anum. Svo mikið kreppti skóinn fjárhagslega að hann neyddist til að veðsetja sitt lítið af hverju, þar á meðal læknisáhöld sín og úr. Þegar þarna var komið sögu var Lamson um þrítugt. Lausn í augsýn Lamson taldi sig þó sjá leið út úr ógöngunum. Þannig var mál með vexti að eftirlifandi bróðir eiginkonu Lamson, Percy John, 18 ára, var bæklaður og notaðist við hjólastól. Percy John stundaði nám í Blenheim House-skólanum í Wimbledon og 2. desember, 1881, sendi Lamson honum bréf. Í því boðaði komu sína daginn eftir; hann vildi aðeins sjá drenginn áður en hann sjálfur héldi til Frakklands. Ein sneið á mann Klukkan sjö að kvöldi næsta dags bankaði Lamson upp á í Blenheim House. John Percy var borinn í hjólastólnum upp í matsalinn þar sem Lamson beið hans. Inn- an skamms bættist skólastjórinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.