Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2018, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2018, Blaðsíða 42
42 fólk - viðtal 9. mars 2018 Þ ú ert 22 ára. Þú stendur í röð fyrir utan Hótel Ísland ásamt vinkonum þínum. Sumri er tekið að halla og það er að- eins svalt. Sólin rúllar eftir sjón- deildarhringnum og brátt slökkvir nótt dag. Ein vinsælasta hljómsveit landsins, Sálin hans Jóns míns mun fljótlega stíga á svið. Árið er 1997. Þú veist ekki að í kvöld mun líf þitt breytast til frambúðar. Þið far- ið inn hlæjandi og fullar tilhlökk- unar. Svo kemur þú auga á hann. Ungan og ljóshærðan. Þú veist ekki að á þessari stundu ertu að horfa á manninn sem verður sam- býlismaður þinn. Faðir barnanna þinna. Þið verðið saman í tvo ára- tugi. Börnin verða þrjú, ljósgeisl- ar í lífi þínu og foreldra þinna. Þú átt eftir að verða svo ástfangin. Þú munt aldrei trúa neinu slæmu upp á hann. Þar til hann fer að berja þig. Og þá hrynur heimurinn. Þú finnur líkamlegan sársauka en það er sálin sem rotast og ástin deyr. Undir hvítri skyrtunni er svört brynja full af myrkri. Þú veist ekki á þessari stundu, þar sem þú stendur á dansgólfinu á Hótel Ís- landi, að þessi maður á eftir að gera þig skelfingu lostna. Þér hefði aldrei dottið í hug að hann myndi elta þig með hníf á lofti eins og í hryllingsmynd. Þegar þér loksins, mörgum, mörgum árum síðar tekst að fylla þig hugrekki til að flýja með börnin bregst kerfið okkar þér. Kerfið sem á að passa upp á þig. Þremur árum síðar er kerfið enn að bregðast þér. Þú færð ekki nálgunarbann, þrátt fyrir að bera neyðarhnapp. Þremur árum eftir flóttann mikla á enn eftir að skipta eignum ykkar þrátt fyrir að dómstólar hafi dæmt þér í vil. Hann ferðast um heim- inn, leikur sér og tefur málið með lögfræðingum. Eftir að þú skilur við manninn á hann eftir að verða þjóðþekktur þegar hann er kærður og grunað- ur um að beita aðra konu skelfi- legu ofbeldi í Texas. Er hann kall- aður Texas-hrottinn í fjölmiðlum. Það samband stendur stutt yfir. Sú kona fær nálgunarbann, ekki þú. Hún fær bætur, ekki þú. Þú missir næstum trúna á réttlætið en neit- ar svo að gefast upp. Þú ákveður að stíga fram og segja sögu þína. Fyrir þig og fyrir aðrar konur. Lífið snerist um skíði „Ekkert skipti var samt jafn slæmt og kvöldið sem hann reyndi að kyrkja mig. Ég man það eins og það hafi gerst í gær. Hvernig ég barð- ist á móti, sá brjálæðisglampann í augunum á honum, hélt að þetta væri mitt síðasta. Ég hugsaði til ykkar, að þið yrðuð móðurlausar. Ætli það hafi ekki gefið mér þann fítonskraft sem ég fékk til að losa hann ofan af mér.“ Þetta skrifaði Hildur Þorsteins- dóttir meðal annars í löngu átak- anlegu bréfi til barna sinna eftir að hún hafði flúið Magnús Jónsson, sambýlismann sinn til sautján ára. Hildur kveðst hafa mátt þola skelfilegt, andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi af hálfu Magnúsar. Magnús hafnar alfarið öllum ásökunum. Þegar Hildur kynntist Magnúsi Jónssyni, sem oft er kenndur við Atorku, var hún búsett á Akur- eyri ásamt foreldrum sínum og systkinum. Magnús hefur verið fastagestur á síðum fjölmiðla eft- ir að hann var handtekinn í Texas, grunaður um að beita þáverandi kærustu sína ofbeldi. Faðir Hildar er Þorsteinn Vil- helmsson sem hefur verið um- svifamikill í íslensku viðskiptalífi en móðir hennar er Þóra Hildur Jónsdóttir. Foreldrar hennar lýsa henni sem glaðlyndu barni sem var hugfangið af skíðaíþróttinni. Hún var bæði í unglinga- og full- orðinslandsliðinu í íþróttinni þrátt fyrir ungan aldur. Blaðamaður hitti Hildi, Þorstein föður hennar og Laufeyju systur hennar á heim- ili foreldranna. Saga Hildar er átakanleg og varpar ljósi á mein- gallað kerfi sem bregst konum þegar þær þurfa hvað mest á hjálp að halda. Eftir að Hildi hafði loks tekist að öðlast kjark eftir sautján ára eldfimt samband hélt ofbeldið áfram, nema nú var það kerfið sem braut á henni með grófum hætti. „Þegar ég kynntist Magnúsi var ég búin að vera erlendis í skíða- skóla þar sem ég bæði keppti og æfði af kappi. Ég meiddist sem varð til þess að ég lagði skíðin á hilluna. Líf mitt hafði snúist um skíði og vonbrigðin voru mikil. Á þessum tímapunkti fékk ég upp í kok og fór ekki á skíði aftur fyrr en níu árum síðar.“ Opinberaði sig fyrir fjölskyldunni Það var í júní 2010 sem Magnús opinberaði sig fyrir tengdafjöl- skyldunni. Foreldrar Hildar og börn þeirra og makar höfðu ákveðið að eiga glaðan dag í sum- arbústað norður í Eyjafirði. Hlýtt var í veðri, krakkarnir voru í leikj- um og til stóð að grilla ofan í liðið. Segir Laufey að Magnús hafi sparkað í barnakerru, en í henni lá eins árs gamall sonur Hildar og Magnúsar þar sem börnin voru að horfa á sjónvarpið, sem hentist utan í vegg. Varð uppi fótur og fit þegar fólkið reyndi að róa Magnús niður. „Hann reyndi að rífa af mér lyklana og ætlaði að keyra í bæinn. Ég neitaði að láta hann hafa þá þar sem hann var drukkinn. Þá braut hann hliðarspegil í bræði sinni á bílnum okkar,“ segir Hildur. Þor- steinn faðir hennar bætir við að hann hafi haft samband við yfir- völd en þegar lögregla kom á svæðið var Magnús búinn að panta leigubíl til að aka honum Reykjavíkur en það tekur minnst fjóra klukkutíma að keyra í bæinn. Eftir sat fjölskyldan í áfalli. „Þarna opinberaði hann sig fyrir fjölskyldunni,“ segir Laufey. „Þegar hann verður reiður, aug- un svört og hann umbreytist. Í því ástandi er Magnús til alls vís,“ bætir hún við. „Ég fékk sjálf bara taugaáfall,“ segir Hildur. „Ég sagði þarna frá hluta af því sem hafði átt sér stað í sambandinu,“ segir hún. „Hann einangraði þig samt. Við misstum nánast af þér í fjögur ár,“ segir Þorsteinn, faðir hennar. Bréf til dætra „Ég átta mig ekki á því fyrr en nýlega að líf mitt snerist að mestu leyti um að halda honum góðum og að reyna að gera hann hamingjusaman og glaðan. Það var mikil vinna fólgin í því.“ n Kerfið styður ofbeldismanninn n Fékk neyðarhnapp en ekki nálgunarbann „Þess vegna „Þegar ég kom inn í anddyri og sá stelpurnar náfölar af hræðslu sneri ég mér við og spurði: „Ætlar þú að drepa mig hér fyrir fram- an börnin?“ Kristjón Kormákur Guðjónsson Guðrún Ósk Guðjónsdóttir kristjon@dv.is / gudrunosk@dv.is segi ég söguna“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.