Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2018, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2018, Side 6
6 9. mars 2018fréttir Tvífarar vikunnar Tvífarar vikunnar að þessu sinni eru vinsælasti rannsóknarlög- reglumaður landsins, Grímur Grímsson, og tónlistarmaður- inn Megas. Grímur og Megas eiga það sameiginlegt að vera frábærir í sínu fagi. Hvaða ár? n Íslenska hljómsveitin GusGus var stofnuð n Ögmundur Jónasson settist fyrst á þing n Bandaríska kvikmyndin Die Hard with a Vengeance var frumsýnd n DVD-diskar voru kynntir til sögunnar Svar: Árið 1995 Hver er hann n Er 45 ára gamall, fimm barna faðir og uppalinn Breiðhyltingur n Skrifaði íslenska þýðingu söngleiksins The Commitments n Er mikill hjólreiðamaður og var verslunarstjóri í Erninum um tíma n Var í framboði fyrir Borgarahreyf- inguna 2009 og Dögun 2013 og 2016 en náði ekki inn n Var kjörinn formaður verkalýðs- félags árið 2017 með 63 prósentum atkvæða Svar: ragnar Þór ingólfSSon Ö gmundur Jónasson, fyrrver- andi ráðherra, segir það í besta falli hlægilegt að halda því fram að þingmenn og ráðherrar geti ekki afsalað sér laun- um og hlunnindum. Í versta falli sé um að ræða samtryggingarkerfi ráðamanna og embættismanna. Ögmundur var ráðherra í rúma 40 mánuði í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Fyrst heilbrigðis- ráðherra árið 2009, dómsmála- ráðherra árið 2010 og innanríkis- ráðherra frá 2011 til 2013. DV fjallaði ítarlega um greiðslur til þingmanna í síðustu viku en margt er á reiki um hvort þingmenn geti afþakkað greiðslur til sín frá Alþingi eða ekki. Í umfjölluninni kom fram að Ögmundur afsalaði sér ráð- herralaunum og þáði aðeins þing- fararkaup í tíð sinni sem ráðherra. Helgi Bern- ódusson, skrif- stofustjóri Al- þingis, sagði að þingmenn gætu ekki afþakkað starfs- greiðslur. „Það er ekki hægt að segja sig frá þessu.“ Varðandi ráð- herralaun segir Helgi þau vera á vegum stjórnarráðsins. „Ráðherralaunin eru tvískipt. Annars vegar þingfararkaup- ið og hins vegar ráðherra- parturinn. Við greiðum þingfararkaupið, við höfum ekkert með hitt að segja,“ sagði Helgi. Gunnar Björnsson, skrifstofustjóri kjara- og mannauðssýslu ríkisins, segir í svari við fyrirspurn DV að það sé ekki hægt að afþakka ráðherralaun. „Það eiga sömu reglur við hvað varðar möguleika á að afþakka greiðslur og gilda varðandi greiðslur frá þinginu, þar sem þær eru lögbundnar er ekki hægt að afþakka þær.“ Þetta þýðir að sömu reglur gilda um greiðslurnar sem Ögmundur afþakkaði og greiðslurnar sem skrifstofustjóri Al- þingis segir að sé ekki hægt að af- þakka. Í besta falli hlægilegt DV bar þetta undir Ögmund sem var nokkuð skemmt við svar skrif- stofustjórans. „Ef Gunnar Björnsson telur sig þess umkominn að lýsa því yfir fyrir hönd ríkissjóðs að ekki sé hægt að afsala sér ráðherralaunum eins og ég gerði þá vaknar sú spurning hvort hann hafi umboð til að gera þetta meinta lagabrot mitt upp og þá væntanlega einnig fyrir hönd ríkissjóðs,“ segir Ögmundur. Sam- kvæmt lauslegum útreikningum Ögmundar þá þýðir þetta að ríkis- sjóður skuldi honum rúmlega 29 milljónir króna fyrir mánuðina 40 ef miðað er við launin sem ákvörðuð voru af kjararáði árið 2016. Ef miðað sé við upphæðirnar sem voru í gildi á ráðherra- tíma Ögmundar sé upp- hæðin hins vegar nær 20 milljónum. Aðspurður hvað Ögmundur hafi gert til að afþakka launin, hvort hann hafi leitað til skrifstofu Alþingis eða skrifað Fjár- sýslu ríkisins, segir Ögmundur. „Ég man ekkert hvað ég gerði enda skiptir það engu máli. Það eina sem máli skiptir er niðurstað- an. Og hún var þessi. Allt tal um að þetta sé ómögulegt bæði varðandi afsal ráðherralauna eða hlunninda þingmanna er í besta falli hlægi- legt. Í versta falli erum við að verða vitni að samtryggingarkerfi læsa að sér. „Ég bara gat ekki annað, annars hefði ég brotið lög, mamma bann- ar mér að leifa matnum!“ Veruleik- inn hlýtur hreinlega að vera sá að lögin vísi til þess eins að ekki sé hægt að krefjast meira en þau kveða á um en að sjálfsögðu ekki til hins að taka minna í sinn hlut en þau heimila. Fyrr mætti nú vera. Fyrr má rota en dauðrota.“ Ætlar þú að sækja þessar 29 milljónir? „Að sjálfsögðu ekki. Ekki nú fremur en fyrri daginn. En væntanlega munu Gunnar Björnsson og ríkissjóður eiga það við samvisku sína hvernig þeir snúa sér gagnvart þessu meinta lögbroti mínu.“ n Útreikningar Ögmundar - Þingfararkaup er 1.101.194 kr. á mánuði miðað við úrskurð kjararáðs. - Ráðherralaun eru 1.826.273 kr. á mánuði. - Mismunur er 725.079 kr. - Ögmundur var ráðherra í 40 mánuði. 725.079 x 40 = 29.003.160 kr. 29 milljónir á Ögmundur inni Afsalaði sér ráðherralaunum og gefur lítið fyrir skýringar um að það sé ekki hægt ari Brynjólfsson ari@dv.is Ögmundur Jónasson Fyrrverandi ráðherra. Framleiða íslenskan ost úr sænskri mjólk Í byrjun árs kynnti Kú mjólkurbú ostinn Glaðning með pomp og prakt. Um er að ræða fyrsta líf- ræna hvítmygluostinn á mark- aðinum. Osturinn er þó ekki síð- ur merkilegur fyrir þær sakir að hann er búinn til úr lífrænni mjólk frá Svíþjóð, sem er sérstaklega flutt inn til landsins vegna framleiðsl- unnar. Ekki er ólíklegt að þetta sé í fyrsta skipti sem mjólk er flutt inn til ostaframleiðslu. „Þetta helg- ast af því að það er ekki framleitt nægilega mikið magn af lífrænni mjólk hér á landi,“ segir Guðni Þór Sigurjónsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Stjórnendur fyrirtækisins hafi því ákveðið að fara þessa leið og flytja inn sænska mjólk. „Þetta er fyrsti osturinn sem við framleiðum með mjólk erlendis frá. Það má því segja að um tilraunaverkefni sé að ræða en þetta fer ágætlega af stað,“ segir Guðni. Kú mjólkurbú var stofnað árið 2009 af Ólafi Magnússyni og hóf framleiðslu ári síðar. Markmið fyrirtækisins hefur frá upphafi verið að berjast gegn fákeppni á mjólkurmarkaði. Í júní 2017 var tilkynnt um kaup Ölgerðar Egils Skallagrímssonar á fyrirtækinu. n Sænskur glaðningur Hvítmygluosturinn lífræni er búinn til úr sænskri mjólk. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Megas og grímur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.