Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2018, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2018, Blaðsíða 19
9. mars 2018 fréttir 19 fyrir hversu mikið inngrip þetta væri. Ég elska mat, meira en allt. Að fara úr því að borða eins og ég borðaði, yfir í að borða svona eins til tveggja desilítra máltíðir í senn er rosalegt áfall fyrir matarfíkill- inn minn,“ segir Valgeir. „Eftir aðgerðina var ég mjög fúll. Sérstaklega á annarri viku eftir aðgerðina. Þá var ég byrj- aður að borða maukaðan mat og hugsaði: hvað var ég eiginlega að hugsa með að fara í aðgerðina. En ástæðan fyrir því að ég gerði þetta var sú að ekkert annað virkaði fyrir mig. Ég var búinn að prófa alls konar matarkúra og ólöglegar leiðir til að grennast.“ Varstu búinn að kynna þér hvaða áhætta fylgdi aðgerðinni áður en þú fórst í hana? „Nei, ef ég á að segja alveg eins og er. Ég gerði það eftir á. Ég fór að skoða YouTube-myndbönd og slíkt. Eitt sem ég tek eftir er að mér er eiginlega alltaf kalt núna. Það er aukaverkun af þessu. Mér var aldrei kalt áður fyrr. En mér er kalt því eins og er, þjáist ég af hálf- gerðum næringarskorti og svo í þokkabót er ég að missa alla fóðr- unina mína.“ Þyngdarsaga Valgeirs Valgeir var ætíð þéttur sem barn að hans sögn. Þegar hann var sautján ára greindist hann með sjálfsofnæmissjúkdóm. Eftir það missti hann alla stjórn á þyngd sinni. „Ég fékk sjálfsofnæmi í miltað og þurfti að fara á mikið af steralyfjum. Ég blés út. Á hálfu ári fór ég úr því að vera 90 kíló í 140 kíló. Eftir það hef ég alltaf verið feitur,“ segir Valgeir og bætir við að hann hafi alltaf átt mjög sér- stakt og óheilbrigt samband við mat. „Alltaf þegar mér leið illa borð- aði ég, ef mér leið vel borðaði ég, ef mér leiddist borðaði ég. Ég gat alltaf borðað. Ég er fíkill í allt sem er gott og matur veitir mér vellíðan.“ Hve þungur varstu þegar þú fórst í aðgerðina og hvað ertu þungur í dag? „Ég var 117,8 kíló og er í dag 100,8 kíló. Á sex vikum hef ég misst sautján kíló. Ég mun halda áfram að missa kíló og svo hægist á því. Það er talað um að maður megi byrja hreyfa sig almennilega þremur mánuðum eftir aðgerð. En ég er mjög spenntur að fara í Brazilian Butt Lift.“ Nýtur hvers bita Valgeir segir að hann hafi þurft að læra að borða upp á nýtt. „Það er ýmislegt sem ég þarf að hafa í huga núna þegar ég borða. Eins og að setja hnífapörin niður á milli bita og tyggja hvern bita almenni- lega þar til hann verður nánast að engu. Ég verð að einbeita mér þegar ég borða. Vegna hversu lít- inn matarskammt ég get borðað í senn nýt ég hvers bita mikið betur. Ég veit að ég fæ aðeins fjóra, fimm bita í viðbót. Ekki eins og áður, tvo stútfulla diska,“ segir Valgeir. „Ég er enn að læra hvað ég get og get ekki borðað og hversu mik- ið ég get borðað. Ég þarf að stilla klukku á símanum mínum því ég þarf að vera í um 25 mínútur að borða máltíðina, annars verður mér flökurt og líður illa. Ég þarf einnig að passa vel upp á að fá öll nauðsynleg vítamín, steinefni og næringarefni,“ segir Valgeir. Valgeir hefur þurft að gefa ýmis matvæli upp á bátinn eftir aðgerðina. „Ég get ekki borðað brauðmeti, en mér líður eins og það sé steinn sem er að gera sér ferð um meltingarveginn þegar ég borða það. Ég get ekki borð- að mjólkurvörur því ég fæ ég illt í magann. Ég byrja morgnana alltaf á því að fá mér vítamín, ég verð eig- inlega saddur af öllum vítamínun- um sem ég tek.“ Hvernig er hefðbundin máltíð hjá þér í dag? „Í morgunmat fæ ég mér laktósafría AB mjólk frá Örnu, sem er um 150 grömm. Ég er um hálf- tíma að borða hana. Svo í hádegis- mat fæ ég mér til dæmis kjúkling, kúskús, smá grænmeti og sósu. Svona um eins til tveggja desilítra máltíð. Ég fæ mér oftast prótein- stykki í millimál, eða hrökkkex með lárperu. Kvöldmatur er svip- aður og hádegismatur, kjúklingur og sætar kartöflur til dæmis,“ segir Valgeir og bætir við að þótt hann borði sjaldan og litla skammta þá kaupir hann enn í matinn eins og áður. „Pabbi er mjög sáttur við þá þróun,“ segir Valgeir og hlær. Eftirsjáin nánast horfin Ertu enn þá með eftirsjá? „Nei, hún er eiginlega horfin. Ég er mikill matarkarl. En númer eitt, tvö og þrjú er að ég þarf að vinna í hausnum á mér. Matur var þannig lagað ekki vandamálið heldur af hverju ég borðaði svona mikið, af hverju ég leitaði svona mikið í mat, af hverju borðaði ég miklu meira en manneskjan við hliðina á mér og af hverju borðaði ég þar til mér var orðið illt. Ég held að flestir sem fara í aðgerðina haldi að það sé nóg að leggjast undir hnífinn og gera ekkert meira. En það er ekki þannig. Það er nauðsynlegt að finna út af hverju matur hafi ver- ið vandamál og laga vandamálið. Það er ekki nóg að hætta að borða, það þarf að vinna í sjálfum sér,“ segir Valgeir. „Ég er matarfíkill og með smá lotugræðgi. Ég var að borða óhóf- lega mikið. Ég hafði tekið tímabil þar sem ég stóð mig afar vel og grenntist, en blés alltaf út aftur því ég hafði enga stjórn á þessu.“ Alvarleg tilvik Nýlega hefur verið fjallað um konu sem lést vegna fylgikvilla eftir magaermiaðgerð og aðra konu sem er haldið sofandi á Landspít- alanum. Hvernig líður þér að heyra um það? „Sko, þetta ætti að hræða mig mjög mikið. En það eru meiri lík- ur á að ekkert gerist, en eitthvað massíft,“ segir Valgeir. Heldurðu að þú værir hræddari ef þú hefðir farið í aðgerðina á Ís- landi? „Já. Því úti eru gerðar mikið ítarlegri rannsóknir á sjúklingum áður en þeir fara í aðgerðina. Það var til dæmis ein sem fékk ekki að fara í aðgerðina. Ég er ekkert á móti þessum sem gerir aðgerðirn- ar hér á Íslandi, en ég myndi ekki treysta honum nálægt mínum lík- ama. Ég vil frekar fara þar sem vinnubrögð eru vandaðri, ekkert illa meint.“ Engin kraftaverkalausn Aðspurður hvort hann sé í sam- bandi við Íslendingana sem fóru í aðgerðina á sama tíma og hann svarar Valgeir játandi. „Já, við erum saman í Facebook-hóp. Það gengur almennt vel hjá öllum.“ Valgeir segist mæla með að- gerðinni. „Þetta virkar en þetta er engin kraftaverkalausn. Þetta er miklu meira en bara aðgerðin. Ég mæli með að fólk íhugi aðgerðina vandlega fyrirfram, ekki stökkva á þetta eins og ég.“ n Valgeir fór í magaermiaðgerð í Lettlandi n Mikil eftirsjá fyrst n Mikilvægt að skilja matarfíknina n Fór ásamt átta öðrum Íslendingum 2 alvarleg tilvik á stuttum tíma n Þann 4. janúar síðastliðinn lést 37 ára gömul kona á Landspítalan- um vegna fylgikvilla eftir að hún undirgekkst magaminnkunaraðgerð. Hún fór í aðgerðina hjá einkafyrir- tækinu Gravitas, sem er í eigu Auðuns Sigurðssonar læknis, sem framkvæmir magabands- og magaermiaðgerðir. n Í lok janúar var kona á sjötugsaldri lögð inn á Landspítalann vegna fylgi- kvilla eftir magaermiaðgerð. Henni er haldið sofandi. Hún fór einnig í aðgerð hjá Gravitas. „Það er ekki nóg að hætta að borða, það þarf að vinna í sjálfum sér. Eftirsjá „Ég gerði mér ekki grein fyrir hversu mikið inngrip þetta væri. Ég elska mat, meira en allt.“ MyNd Sigtryggur Ari Skurðir Valgeir eftir aðgerðina. Á myndinni má sjá hvar hann var skorinn upp, en hann var ekki saumaður saman heldur límdur. Ekki nóg að fara í aðgerðina „Það er nauðsynlegt að finna út af hverju matur hafi verið vandamál og laga vandamálið.“ MyNd Sigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.