Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2018, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2018, Blaðsíða 32
32 umræða Sandkorn 9. mars 2018 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Heimilisfang Kringlan 4-12, 4. hæð 103 Reykjavík Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur fréttaskot 512 7070 abending@dv.is Ofbeldismennirnir og kerfið sem styður þá S íðastliðin 30 ár hafa tíu konur verið myrtar af mök- um eða elskhugum. Þetta kemur fram í DV í dag þar sem fjallað er um ofbeldi og kvenmorð á Íslandi. DV hafði til hliðsjónar rannsókn Bjarn dísar Hrannar Hönnudóttur en hún telur ljóst að úrræði vantar fyrir konur í ofbeldisfullum sambönd- um. Í DV í dag er einnig að finna viðtal við Hildi Þorsteinsdóttur sem tjáir sig um ofbeldi sem hún kveðst hafa sætt í fjölda ára. Frásögn Hildar varpar ljósi á meingallað kerfi sem heldur áfram að beita konur ofbeldi eftir að þeim hefur með átaki loks tekist að brjótast út úr skelfileg- um aðstæðum. Þrátt fyrir að hafa slitið sambandi sínu fyrir rúm- um þremur árum er enn ekki búið að skipta eignum Hildar og Magnúsar Jónssonar. Skiptastjóri úthlutaði einnig Magnúsi félög- um sem í voru miklir fjármunir í stað þess að frysta þá. Hefur það valdið ómældu tjóni. Hefur Magnúsi því tekist með aðstoð lögfræðinga að tefja málið nánast út í hið óendan- lega. Í raun er um mannréttinda- brot að ræða sem svifaseint kerfi tekur þátt í. Hildur fékk neyðar- hnapp en ekki nálgunarbann! Hún er heppin að því leyti að hún á gott fólk að sem stendur vel fjárhagslega. Án þeirra hefði sambýlismaðurinn fyrrverandi gengið glaðhlakkalegur í burtu með meirihluta eigna þeirra. Hildur lifði af til að segja sína sögu og er enn að byggja sig upp. Ekki eru allar konur svo heppn- ar. Eins og segir í ritgerð Bjarn- dísar þá er kvenmorð grófasta mynd ofbeldis gegn konum. Konur búa við ótal mismunandi gerðir af samfelldu ofbeldi, hvort sem er innan fjölskyldunnar, í samfélaginu, eða af hálfu hins opin bera. Konur eru ekki myrtar skyndilega og að ástæðulausu, heldur er morðið yfirleitt enda- lok lengri atburðarásar sem ein- kennst hefur af miklu ofbeldi. Það eru ekki aðeins konur sem þjást í ofbeldissamböndum. Í hverri einustu viku verða fimm til sex börn vitni að því þegar for- eldrar beita hvort annað ofbeldi. Um 40 prósent þeirra þurfa á áfallameðferð að halda. Það eru tvö til þrjú börn í viku sem þurfa áfallahjálp vegna þess að þau sjá mömmu sína eða pabba sæta of- beldi. Ég hef sjálfur orðið vitni að heimilisofbeldi og sá ýmis- legt sem ekkert barn á að verða vitni að og var á endanum tek- inn af heimilinu. Mín minning er ömur legasta minning æsku minnar og það á enginn skilið að drattast með slíkar minningar í gegnum lífið. Í dag tek ég hatt minn ofan fyrir Hildi fyrir að segja sína sögu og um leið fagna ég því að í gær stigu konur fram til að greina frá ofbeldi í nánum samböndum með herferðinni #Aldreiaftur. Það er óskandi að þær konur hafi hátt og rödd þeirra berist sem víðast. n Geislahverfið nötraði Hávært andvarp og bölv heyrð- ist í Þorláksgeisla skömmu eftir miðnætti aðfaranótt síð- asta miðvikudags. Segja má að Geislahverfið í Grafarholtinu hafi hreinlega nötrað af skelf- ingu og bræði. Á þriðju hæð í Þorláksgeisla býr Gylfi Arnbjörns- son, forseti ASÍ til tíu ára, og lík- legast er tímasetning titrings- ins ekki tilviljun þar sem ljóst var upp úr miðnætti á miðviku- dag að Sólveig Anna Jónsdóttir yrði formaður Eflingar. Gylfi mun mæta á ársþing ASÍ næsta haust með Sólveigu Önnu og Ragnari Þór úr VR, en allt stefn- ir í að þetta verði hans síðasta ársþing þar sem Efling, VR, Vilhjálmur Birgisson á Akranesi og Aðalsteinn Baldursson á Húsavík eru með tæp 53 pró- sent atkvæða innan ASÍ. Það sem Vinstri - græn segja þér ekki Vantrauststillagan á Sigríði And- ersen dómsmálaráðherra var felld í vikunni og voru and- stæðingar ríkisstjórnarinnar fljótir að hrópa svik og segja VG hvítþvo syndir ráðherrans. VG-liðar segja lítið, taka helst undir með formanninum og forsætisráðherranum um að vantraust á dómsmálaráðherra hafi litla þýðingu. Það sem Vinstri - græn vilja ekki segja opinberlega er að ástæðan fyrir traustinu á Sigríði Andersen sé ekki hrifning af henni heldur til að vernda eigin ráðherra. Ef þingmenn VG hefðu fylgt sann- færingu sinni og kosið með vantrausti myndi ekkert stöðva Sjálfstæðismenn í að lýsa yfir vantrausti á Svandísi Svavars- dóttur heilbrigðisráðherra og Guðmund Inga Guðbrandsson um- hverfisráðherra, en segja má að þingmenn Sjálfstæðisflokks séu álíka hrifnir af þeim og Vinstri - græn af Sigríði Andersen. É g lít á það þannig að ef það er samþykkt vantraust á staka ráðherra þá þýðir það í raun að ríkisstjórnin er ekki leng- ur starfhæf. Í samsteypustjórnum er hver flokkur ábyrgur fyrir skip- an sinna ráðherra, en með því að ganga til samstarfs yfirleitt lýsa hinir flokkarnir stuðningi við hver annan og slíkt er í raun forsenda samstarfsins. Vinstri - græn voru ekki sammála embættisfærslu í tengslum við skipan Landsréttar á síðasta kjörtímabili en ákváðu engu að síður að mynda ríkis- stjórn með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki eftir kosningar. Sú ákvörðun stendur. É g tel að það sé nauðsyn- legt til þess að auka til- trú á hinu nýja dómstigi í landinu, Landsrétti. Dóms- málaráðherra hefur í tvígang verið dæmdur í Hæstarétti fyr- ir ólögmæta embættisfær- slu. Það er fyrirséð og hefur nú þegar hafist að málaferli verða í gangi um nokkurt skeið vegna hennar starfa. Hennar ólög- mætu embættisfærslur hafa þegar valdið skattgreiðendum miklu fjárhagstjóni, ófyrirséð er hversu langan tíma málaferl- in taka og hversu mikið fjár- hagstjón verður þegar upp er staðið. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri - grænna Með og á Móti VantrauSt á Sigríði anderSen með á móti Spurning vikunnar Styður þú Ragnar Þór Ingólfsson eða Gylfa Arnbjörnsson sem málsvara verkalýðsins? „Gylfa Arnbjörnsson, mér líst betur á hann.“ Sigurbára Sigurðardóttir „Ég styð Gylfa því mér finnst hann allt í lagi.“ Brynjar Örn Bragason „Ragnar Þór í VR. Mér finnst kominn tími á nýliðun og Gylfa út.“ Þorbjörg Karlsdóttir „Örugglega ekki Gylfa Arnbjörnsson.“ ingi Ragnar Pálmason Leiðari Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@dv.is „Frásögn Hildar varpar ljósi á mein- gallað kerfi sem heldur áfram að beita konur of- beldi eftir að þeim hefur með átaki loks tekist að brjótast út úr skelfilegum aðstæðum. Orðið á götunni Sigmundur Davíð fluttur í garðabæinn Lögheimili Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Mið- flokksins, er nú skráð í Reykjavík að Skrúðási 7 í Garðabæ. Þar býr Sigmundur ásamt Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur í 370 fermetra glæsihýsi en húsið er í eigu foreldra Önnu. Samkvæmt heimildum DV færðu lögfræðingar Þjóðskrár lögheimili Sigmundar um síðustu mánaða- mót. Sigmundur var áður skráður til heimilis á Hrafnabjörgum III í Jökuls árhlíð. Í desember í fyrra flutti hann svo lögheimilið til Akureyrar eftir að fyrri lögheim- ilisskráning var kærð. Þetta þýðir að Sigmundur ætti því ekki að fá greiðslur vegna húsnæðis upp á 134 þúsund krónur skattfrjálst. Orðið á götunni er að Steingrímur J. Sig- fússon sé næstur í röðinni og verði færður í glæsihýsið sitt í Breiðholti þar sem hann hefur búið í fjölda ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.