Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2018, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2018, Síða 32
32 umræða Sandkorn 9. mars 2018 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Heimilisfang Kringlan 4-12, 4. hæð 103 Reykjavík Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur fréttaskot 512 7070 abending@dv.is Ofbeldismennirnir og kerfið sem styður þá S íðastliðin 30 ár hafa tíu konur verið myrtar af mök- um eða elskhugum. Þetta kemur fram í DV í dag þar sem fjallað er um ofbeldi og kvenmorð á Íslandi. DV hafði til hliðsjónar rannsókn Bjarn dísar Hrannar Hönnudóttur en hún telur ljóst að úrræði vantar fyrir konur í ofbeldisfullum sambönd- um. Í DV í dag er einnig að finna viðtal við Hildi Þorsteinsdóttur sem tjáir sig um ofbeldi sem hún kveðst hafa sætt í fjölda ára. Frásögn Hildar varpar ljósi á meingallað kerfi sem heldur áfram að beita konur ofbeldi eftir að þeim hefur með átaki loks tekist að brjótast út úr skelfileg- um aðstæðum. Þrátt fyrir að hafa slitið sambandi sínu fyrir rúm- um þremur árum er enn ekki búið að skipta eignum Hildar og Magnúsar Jónssonar. Skiptastjóri úthlutaði einnig Magnúsi félög- um sem í voru miklir fjármunir í stað þess að frysta þá. Hefur það valdið ómældu tjóni. Hefur Magnúsi því tekist með aðstoð lögfræðinga að tefja málið nánast út í hið óendan- lega. Í raun er um mannréttinda- brot að ræða sem svifaseint kerfi tekur þátt í. Hildur fékk neyðar- hnapp en ekki nálgunarbann! Hún er heppin að því leyti að hún á gott fólk að sem stendur vel fjárhagslega. Án þeirra hefði sambýlismaðurinn fyrrverandi gengið glaðhlakkalegur í burtu með meirihluta eigna þeirra. Hildur lifði af til að segja sína sögu og er enn að byggja sig upp. Ekki eru allar konur svo heppn- ar. Eins og segir í ritgerð Bjarn- dísar þá er kvenmorð grófasta mynd ofbeldis gegn konum. Konur búa við ótal mismunandi gerðir af samfelldu ofbeldi, hvort sem er innan fjölskyldunnar, í samfélaginu, eða af hálfu hins opin bera. Konur eru ekki myrtar skyndilega og að ástæðulausu, heldur er morðið yfirleitt enda- lok lengri atburðarásar sem ein- kennst hefur af miklu ofbeldi. Það eru ekki aðeins konur sem þjást í ofbeldissamböndum. Í hverri einustu viku verða fimm til sex börn vitni að því þegar for- eldrar beita hvort annað ofbeldi. Um 40 prósent þeirra þurfa á áfallameðferð að halda. Það eru tvö til þrjú börn í viku sem þurfa áfallahjálp vegna þess að þau sjá mömmu sína eða pabba sæta of- beldi. Ég hef sjálfur orðið vitni að heimilisofbeldi og sá ýmis- legt sem ekkert barn á að verða vitni að og var á endanum tek- inn af heimilinu. Mín minning er ömur legasta minning æsku minnar og það á enginn skilið að drattast með slíkar minningar í gegnum lífið. Í dag tek ég hatt minn ofan fyrir Hildi fyrir að segja sína sögu og um leið fagna ég því að í gær stigu konur fram til að greina frá ofbeldi í nánum samböndum með herferðinni #Aldreiaftur. Það er óskandi að þær konur hafi hátt og rödd þeirra berist sem víðast. n Geislahverfið nötraði Hávært andvarp og bölv heyrð- ist í Þorláksgeisla skömmu eftir miðnætti aðfaranótt síð- asta miðvikudags. Segja má að Geislahverfið í Grafarholtinu hafi hreinlega nötrað af skelf- ingu og bræði. Á þriðju hæð í Þorláksgeisla býr Gylfi Arnbjörns- son, forseti ASÍ til tíu ára, og lík- legast er tímasetning titrings- ins ekki tilviljun þar sem ljóst var upp úr miðnætti á miðviku- dag að Sólveig Anna Jónsdóttir yrði formaður Eflingar. Gylfi mun mæta á ársþing ASÍ næsta haust með Sólveigu Önnu og Ragnari Þór úr VR, en allt stefn- ir í að þetta verði hans síðasta ársþing þar sem Efling, VR, Vilhjálmur Birgisson á Akranesi og Aðalsteinn Baldursson á Húsavík eru með tæp 53 pró- sent atkvæða innan ASÍ. Það sem Vinstri - græn segja þér ekki Vantrauststillagan á Sigríði And- ersen dómsmálaráðherra var felld í vikunni og voru and- stæðingar ríkisstjórnarinnar fljótir að hrópa svik og segja VG hvítþvo syndir ráðherrans. VG-liðar segja lítið, taka helst undir með formanninum og forsætisráðherranum um að vantraust á dómsmálaráðherra hafi litla þýðingu. Það sem Vinstri - græn vilja ekki segja opinberlega er að ástæðan fyrir traustinu á Sigríði Andersen sé ekki hrifning af henni heldur til að vernda eigin ráðherra. Ef þingmenn VG hefðu fylgt sann- færingu sinni og kosið með vantrausti myndi ekkert stöðva Sjálfstæðismenn í að lýsa yfir vantrausti á Svandísi Svavars- dóttur heilbrigðisráðherra og Guðmund Inga Guðbrandsson um- hverfisráðherra, en segja má að þingmenn Sjálfstæðisflokks séu álíka hrifnir af þeim og Vinstri - græn af Sigríði Andersen. É g lít á það þannig að ef það er samþykkt vantraust á staka ráðherra þá þýðir það í raun að ríkisstjórnin er ekki leng- ur starfhæf. Í samsteypustjórnum er hver flokkur ábyrgur fyrir skip- an sinna ráðherra, en með því að ganga til samstarfs yfirleitt lýsa hinir flokkarnir stuðningi við hver annan og slíkt er í raun forsenda samstarfsins. Vinstri - græn voru ekki sammála embættisfærslu í tengslum við skipan Landsréttar á síðasta kjörtímabili en ákváðu engu að síður að mynda ríkis- stjórn með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki eftir kosningar. Sú ákvörðun stendur. É g tel að það sé nauðsyn- legt til þess að auka til- trú á hinu nýja dómstigi í landinu, Landsrétti. Dóms- málaráðherra hefur í tvígang verið dæmdur í Hæstarétti fyr- ir ólögmæta embættisfær- slu. Það er fyrirséð og hefur nú þegar hafist að málaferli verða í gangi um nokkurt skeið vegna hennar starfa. Hennar ólög- mætu embættisfærslur hafa þegar valdið skattgreiðendum miklu fjárhagstjóni, ófyrirséð er hversu langan tíma málaferl- in taka og hversu mikið fjár- hagstjón verður þegar upp er staðið. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri - grænna Með og á Móti VantrauSt á Sigríði anderSen með á móti Spurning vikunnar Styður þú Ragnar Þór Ingólfsson eða Gylfa Arnbjörnsson sem málsvara verkalýðsins? „Gylfa Arnbjörnsson, mér líst betur á hann.“ Sigurbára Sigurðardóttir „Ég styð Gylfa því mér finnst hann allt í lagi.“ Brynjar Örn Bragason „Ragnar Þór í VR. Mér finnst kominn tími á nýliðun og Gylfa út.“ Þorbjörg Karlsdóttir „Örugglega ekki Gylfa Arnbjörnsson.“ ingi Ragnar Pálmason Leiðari Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@dv.is „Frásögn Hildar varpar ljósi á mein- gallað kerfi sem heldur áfram að beita konur of- beldi eftir að þeim hefur með átaki loks tekist að brjótast út úr skelfilegum aðstæðum. Orðið á götunni Sigmundur Davíð fluttur í garðabæinn Lögheimili Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Mið- flokksins, er nú skráð í Reykjavík að Skrúðási 7 í Garðabæ. Þar býr Sigmundur ásamt Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur í 370 fermetra glæsihýsi en húsið er í eigu foreldra Önnu. Samkvæmt heimildum DV færðu lögfræðingar Þjóðskrár lögheimili Sigmundar um síðustu mánaða- mót. Sigmundur var áður skráður til heimilis á Hrafnabjörgum III í Jökuls árhlíð. Í desember í fyrra flutti hann svo lögheimilið til Akureyrar eftir að fyrri lögheim- ilisskráning var kærð. Þetta þýðir að Sigmundur ætti því ekki að fá greiðslur vegna húsnæðis upp á 134 þúsund krónur skattfrjálst. Orðið á götunni er að Steingrímur J. Sig- fússon sé næstur í röðinni og verði færður í glæsihýsið sitt í Breiðholti þar sem hann hefur búið í fjölda ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.