Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2018, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2018, Blaðsíða 22
22 9. mars 2018fréttir Sætoppur ehf. l Lónsbraut 6 l 220 Hafnarfirði l Sími 551 7170 l www.saetoppur.is Óþokkar nota drÓna til að ræna dÓpsala í reykjavík Heimildarmenn DV segja að það sé af sem áður var þegar virðing ríkti milli manna í undirheimunum M ikil harka hefur hefur færst í leikana í undir- heimum Reykjavíkur að undanförnu. Þá er orðið sérstaklega algengt að einstak- lingar í glæpastarfsemi séu að svíkja og ræna hver annan. „Einn sem ég þekki var rænd- ur öllu og það af félögum sínum. Meira að segja eldhúshnífarnir voru teknir,“ segir einn heimildar- maður DV. Annar bætir við: „Já, svo hefur maður heyrt að menn séu að nota hitamyndavélar á drónum til að finna ræktunarstaði og svo ræna þá. Það er eiginlega enginn örugg- ur í dag. Þetta hefur breyst frá því að vera stríð við lögregluna í að vera í stríði hver við annan í þess- um bransa. Kannski mögulega vegna aukins afskiptaleysis lög- reglunnar.“ Ljósin og hitatækin sem eru notuð við kannabisræktun valda miklu útstreymi af heitu lofti sem er sýnilegt á hitamyndavélum, sér- staklega í frosti. Þá er líka orðið algengt að spila á aðra með þeim hætti að gefa í skyn að kaup á varningi muni eiga sér stað en kaupandinn mæti þá vopnaður og reyni að hirða varninginn borgunarlaust. „Þetta er áhugaverð þróun því lengi vel ríkti ákveðin virðing milli fólks í þessum bransa, fólk gerði sitt í friði og þekktist jafnvel ágæt- lega. En þetta virðist vera að breyt- ast. Einstaklingar eru reiðubúnari til að svíkja og stela. Það er óljóst hverjar afleiðingarnar verða,“ segir annar þeirra. Ljóst er þó að afleiðingarnar hafa nú þegar gert vart við sig því það orðið mun algengara að skot- vopn, rafbyssur og skotheld vesti gangi kaupum og sölu samkvæmt öðrum heimildarmannanna. Honum hafði til að mynda verið boðin óskráð skammbyssa til sölu á 50 þúsund krónur og skothelt vesti á 15 þúsund krónur. Líklegt er talið að aðgerðir og handtökur lögreglunnar á mið- vikudag, sem beindust einna helst að Ægisíðunni í vesturbæ Reykja- víkur, tengist ósættis innan undir- heimanna. n ritstjorn@dv.is Mynd Óþekkt Eigandi bílaleigu segir bílinn enn ófundinn Þ að er ekki enn búið að skila bílnum og enginn hef- ur haft samband við mig vegna málsins síðan þetta gerðist. Ég hef heldur ekki feng- ið neina greiðslu fyrir bílinn enn þá.“ Þetta segir eigandi bílaleig- unnar sem Sigurður Kristinsson og Sunna Elvira Þorkels dóttir leigðu Renault Megane-bifreið af í desember síðastliðnum. Eins og DV hefur áður greint frá var bílnum ekki skilað og ekki held- ur greiðslu fyrir andvirði hans þegar bílaleigan gaf kost á því. Eigandinn sagðist ætla að kæra stuldinn til lögreglu. Eigandinn segist ekki enn hafa kært stuldinn til lögreglu. „Ég er í Bretlandi eins og er og hef ekki tekið neina ákvörðun. Ég er nú að leita ráða um hvað sé best að gera í þessu máli.“ Þá segist hann held- ur ekki vita hvort hvarf bílsins tengist þeim upplýsingum sem sjúkrahúsið, sem Sunna dvaldi á, veitti DV um að slys hennar væri skráð sem umferðarslys. n Sunna elvira þor- kelsdóttir Bifreiðin enn þá týnd. „Er nú að leita ráða um hvað sé best að gera í þessu máli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.