Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2018, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2018, Blaðsíða 24
24 9. mars 2018fréttir Karlmenn sem drepa Konur n Konur sem hafa verið myrtar af mökum eða elskhugum n Ofbeldi gegn konum vandamál á Íslandi n Algengasta ástæðan að karlmaðurinn var ósáttur og vildi ekki missa konu sína Í gær stigu konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánum sambönd- um fram og fóru af stað með herferðina #Aldreiaftur. Fólk getur notað fjólubláar og bleikar myndir á Facebook til að láta vita hvort það hafi orðið fyrir of- beldi í nánu sambandi eða þekki einhvern sem hefur sætt ofbeldi í slíku sambandi. Með notkun myndanna ætla konur sér að vekja athygli á málefninu. Áður hafa sömu myndir verið notaðar í öðru- vísi litum í samfélagshreyfingunni #þöggun árið 2015. Þá voru mynd- irnar gular og appelsínugular og voru til þess að vekja athygli á hve algengt kynferðisofbeldi var og til að rjúfa þöggun um málefnið. Rannsakaði kvenmorð á Íslandi Bjarndís Hrönn Hönnudóttir framkvæmdi rannsókn sem loka- verkefni til meistaragráðu og starfsréttinda við félagsráðgjafa- deild Háskóla Íslands. Mark- mið rannsóknar Bjarndísar var að kanna hvort til séu dæmi um kvenmorð (e. femicide) á Íslandi. Bjarndís skoðaði dóma frá árun- um 1994–2014. Niðurstöður henn- ar gáfu til kynna að kvenmorð séu framin hér á landi. Algengast var að konur væru myrtar í kjölfar of- beldissambands, þá oftast í skiln- aðarferli eða eftir skilnað. Í rit- gerðinni kemur fram að ofbeldi í nánum samböndum skiptist í fjóra flokka, líkamlegt ofbeldi, fjár- hagslegt ofbeldi, tilfinningalegt of- beldi og kynferðislegt ofbeldi. Í ritgerð sinni fjallaði Bjarndís um mismunandi kenningar sem fræðimenn hafa sett fram um of- beldi í nánum samböndum. Til dæmis um ógnarstjórn feðra- veldisins og kenningar um maka- ofbeldi. Þá kemur fram að sam- kvæmt ýmsum rannsóknum séu kynin álíka líklega til að beita of- beldi. Karlmenn geta því einnig orðið fyrir ofbeldi í nánum sam- böndum og upplifað sig sem fórn- arlömb. Kenningin um ógnarstjórn feðraveldisins er líklega í takt við hugrenningar flestra þegar talað er um heimilisofbeldi. Hún vísar í yfirráð karla og yfirburði þeirra í samfélaginu sem sprottinn var af valdamisvægi og ójöfnuði. Þannig vísar einn angi kenningarinnar til þess að hluti eiginmanna hafi löngum beitt konur sínar ofbeldi til að að stjórna þeim og refsa. Karlar eru ekki einir ábyrgir þegar kenningin um makaofbeldi er skoðuð. Sú kenning leggur áherslu á að þegar deilur maka fara úr böndun- um geti annar aðilinn gripið til of- beldis án þess að vera að reyna að ná völdum yfir maka sínum. Rannsóknir hafa sýnt að slíkt of- beldi sé til en taka verður fram að þær rannsóknir hafa verið gagn- rýndar. Hvað eru kven- morð? Í rannsókn Bjarn- dísar kemur fram eftirfarandi um kvenmorð: „Kvenmorð vísa til ofbeldisfulls dauða kvenna eða einstaklinga sem samkvæmt skrám eru kven- kyns. Dauðsfall sem grundvallast á kynferði þeirra og getur hvort sem er orðið innan fjölskyldna, á heim- ili eða öðrum vettvangi mannlegra samskipta eða samfélags. Gerend- ur geta verið einstaklingar, ríki eða fulltrúar stjórnvalda, dauði þeirra getur orðið vegna beinna aðgerða eða aðgerðarleysis […] Kvenmorð eru angi af ofbeldi sem konur verða fyrir af hendi einstaklinga oft á tíðum í skjóli aðgerðar leysis stjórnvalda. Algengustu dæmi kvenmorða í vestrænum samfé- lögum eru morð í nánum sam- böndum. Kvenmorð er grófasta mynd ofbeldis gegn konum. Of- beldi gegn konum er að jafnaði skilgreint sem kynbundið ofbeldi […] Ofbeldi gegn konum í nán- um samböndum hefur verið skil- greint sem kynbundið ofbeldi, þar sem konur verða frekar fyrir þess háttar ofbeldi vegna stöðu sinnar í samfélaginu […] Kynbundin morð á konum eru ekki nýtt afbrigði of- beldis gegn konum, heldur gróf- asta birtingarmynd þess. Konur búa við ótal mismunandi gerðir af samfelldu ofbeldi, hvort sem er innan fjölskyldunnar, í samfé- laginu, eða af hálfu hins opinbera. Konur eru ekki myrtar skyndilega og að ástæðulausu, heldur er of- beldið yfirleitt endir á lengri at- burðarás þegar kona lætur lífið.“ Helstu niðurstöður Bjarndís kannaði átta mál frá ár- unum 1994 til 2014 þar sem kon- ur voru sviptar lífi. Sex þeirra voru kvenmorð. „Tengslin voru með misjöfnum hætti en algengast var að brota- þoli væri eiginkona eða sam- búðaraðili geranda,“ segir í rann- sókn Bjarndísar. Niðurstöður Bjarndísar Hrannar samræmast niðurstöðum erlendra rannsókna á kvenmorð- um og ofbeldi gegn konum. Í 70 prósentum tilvika var kona myrt af þeim er hafði áður beitt hana ofbeldi. Einnig kemur fram að það sam- ræmist niðurstöðum rannsókna að konur kæri sjaldan þegar brotið er gegn þeim, þá sérstaklega þegar um náin tengsl er að ræða. Bjarn- dís bendir einnig á hvernig rétt- arkerfið kannar ekki ofbeldissögu gerenda og fórnarlambs. „Ekki var spurt sérstaklega um sögu ofbeldis í sambandi, þá voru gerendur eða vitni ekki innt sér- staklega eftir upplýsingum um það eða sambandsstöðu. Kemur það heim og saman við niðurstöður erlendis frá þar sem saga um ofbeldi virðist sjaldan rata inn í réttarkerfið.“ Skilnaður áhætta Samkvæmt niðurstöðum Bjarn- dísar er skilnaður áhættuþáttur fyrir konur. „Sama á hvaða stigi hann er. Öll mál þar sem hafði verið samband milli geranda og brotaþola mátti tengja við skiln- að, eða voru í skilnaðarferli, að undanskildu einu, þar sem ekki nægilegar upplýsingar lágu fyrir. Algengast var að karlmaðurinn væri ósáttur og vildi ekki missa Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is Kynbundið ofbeldi og kvenmorð eiga sér stað á Íslandi. Síðastliðinn 30 ár hafa tíu konur verið myrtar af mökum eða elskuhugum. DV fór yfir morðin og skoðaði rannsókn Bjarndísar Hrannar Hönnudóttur á kvenmorðum á Íslandi. Bjarndís telurl ljóst að úrræði vantar fyrir konur í ofbeldisfullum samböndum. Áslaug Óladóttir Rúnar Bjarki Er laus úr fangelsi, en hann afplánaði aðeins tólf ár af átján ára dómi. Alda Rafnsdóttir Alda ásamt syni sínum. Húsið við Klapparastíg Bragi myrti Grétu á heimili þeirra við Klapparstíg í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.