Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2018, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2018, Blaðsíða 43
fólk - viðtal 439. mars 2018 Tveimur árum yngri og sambandið þróaðist hratt Hildur kynntist Magnúsi, eins og fyrr segir, á Hótel Íslandi. Hún hafði sett stefnuna á Benidorm daginn eftir ásamt vinkvenna- hópnum. Eftir að Hildur kom heim frá Benidorm tóku hún og Magn- ús upp þráðinn. Hildur var enn búsett á Akureyri. Unga parinu til happs var hörð samkeppni í inn- anlandsflugi og oft hægt að kom- ast á milli landshluta fyrir lítinn pening. Það nýttu Hildur og Magn- ús sér óspart. Sambandið þróaðist hratt og dvaldi Magnús hjá fjöl- skyldu Hildar á Akureyri um ára- mótin 1997/1998. Hildur segir að Magnús hafi komið vel fram við hana í upphafi sambandsins. „Þegar ég flutti suður til Magn- úsar bjuggum við fyrstu mánuðina hjá móður hans og systrum en for- eldrar Magnúsar höfðu skilið ári áður. Magnús hafði klárað Verzló um vorið og var nýbyrjaður í við- skiptafræði þegar við kynntumst. Samhliða náminu fékk hann vinnu í Kaupþingi. Þar áskotnaðist hon- um fleiri verkefni og hætti hann í háskólanum eftir eitt eða tvö ár og fór að vinna,“ segir Hildur. Parið keypti sína fyrstu íbúð haustið 1998. Tveimur árum síð- ar, í febrúar árið 2000, kom frum- burðurinn í heiminn. Leiðinlegur undir áhrifum Hildur og Magnús eignuðust annað barn þremur árum síðar. Aðspurð hvort Magnús hafi beitt hana ofbeldi á þessum árum svar- ar Hildur að líkamlegt ofbeldi hafi ekki átt sér stað en margir orðið vitni að grimmu andlegu ofbeldi. „Ég áttaði mig á hversu sjúkt sambandið var eftir að ég fór frá honum. Ég gerði mér ekki grein fyr- ir öllu ofbeldinu og þar sem ég var brotin niður smám saman áttaði ég mig ekki á að hlutir sem mér fannst eðlilegir þá voru í raun helsjúkir. Hann byrjaði ekki á að berja mig en hann braut mig smám saman nið- ur. Dæmi um minni atriði voru að ef ég bauð stelpunum upp á pítsu langaði hann kannski í naut og þá var hvort tveggja eldað,“ segir Hild- ur og kveðst vera hætt að geta eld- að kjöt með sósu og kartöflum. „Ef hann vildi það sama og við í matinn var dansað í kringum hann af gleði af meðvirkni. Síðan kom það fyr- ir að ég eldaði handa honum mat sem hann langaði í og annað fyr- ir mig og krakkana. Stundum þótti honum það ekki gott sem ég bauð upp á, svo ég fór aftur í eldhúsið að útbúa nýjan rétt fyrir hann. Síðan borðaði ég minn mat á eftir, kald- an. Hann varð að hafa stjórnina, í stóru og smáu.“ Hildur kveðst hafa orðið snemma meðvirk og fest í neti ofbeldismanns sem hafi brotið hana markvisst niður „Hin ljóta framkoma byrjaði rólega og vatt upp á sig með árunum og endaði í hrottalegu ofbeldi þar sem ég var barin sundur og saman fyrir fram- an börnin og ógnað með vopnum. Ég hélt að ég myndi ekki lifa þetta samband af.“ Hildur telur að sambandið hafi staðið yfir í tvö ár þegar Magnús lagði fyrst á hana hendur. „Ég var sár og reið. Hann byrj- aði strax að segja að þetta myndi aldrei gerast aftur og hvað honum liði illa.“ Til að reyna bæta fyrir of- beldið gaf Magnús Hildi gjafir, arm- bandsúr og skartgripi. Og á næstu árum stækkaði skartgripasafnið ört, en börnin fengu leikföng af öll- um stærðum og gerðum í staðinn fyrir það sem þau máttu horfa upp á á heimilinu. Hugsaðir þú um að fara á þess- um tímapunkti? „Í gegnum árin hótaði hann mér. Hann kvaðst þekkja alla bestu lögfræðingana á landinu. Undir niðri vissi ég að það myndi aldrei gerast en á móti kom að þá var hann valdamikill og hvað ef honum tækist ætlunarverkið og næði af mér börnunum. Þetta er fjarstæðukennt, en mitt í þess- um aðstæðum og niðurbroti nær ofbeldis maðurinn tökum á þér og þú trúir ótrúlegustu hlutum.“ Hildur bætir við: „Hann sagði: Ég mun segja öllum að þú sért geð- veik. Það mun enginn trúa þér.“ Á hverjum morgni var hann að biðj- ast afsökunar á hegðun sinni og orðið fyrirgefðu varð á endanum innihaldslaust.“ Andlegt ofbeldi var mikið að sögn Hildar. „Á hverjum einasta degi kallaði hann mig ljótum nöfnum, hóru, tussu, lygara og illa innrætta,“ segir Hildur: „Þetta er það sem ég man eftir. Þetta var á hverjum degi, frá manninum sem á að elska mig og virða, en ég var kölluð andskotans tussa. Ég var kölluð helvítis hóra. Það mátti ég þola daglega síðustu árin.“ Hélt vöku fyrir fjölskyldunni Haustið 2001 hóf Magnús störf fyrir tengdaföður sinn og sá um fyrirtækið Ránarborg. Það varð síðar að Afli í samstarfi við Lands- bankann og MP verðbréf. Seinna sameinaðist Afl Atorku og átti það félag eftir að verða áberandi í íslensku viðskiptalífi. „Þegar ég réð hann hafði hann verið aðstoðarforstjóri Straums,“ segir Þorsteinn. „Hann staldraði stutt við þar, í tvo þrjá mánuði. Hann var rekinn frá Straumi og Kaupþingi en það fékk ég ekki að vita fyrr en eftir skilnað þeirra árið 2015. Þá fóru menn að tjá sig við mig.“ Hildur segir að á sama tíma og Magnús hafi halað inn peninga hafi áfengisneyslan og ofbeldið aukist. Þá hafi Magnús drukkið mikið einn heima og haldið vöku fyrir henni og börnunum með tón- list sem hafi verið spiluð nánast á hæsta styrk. „Hann hlustaði einn, á allt frá rokki og poppi niður í rólega og rómantíska tónlist, stundum sama lagið aftur og aftur. Ef ég fór fram og lækkaði brjálaðist hann og hækkaði aftur. Ég tók stelpurnar upp í til mín og svo lá ég og hélt fyrir eyrun á Söru svo hún gæti sofið. Í nokkur ár gat ég ekki hugs- að mér að hlusta á tónlist því það kveikti vondar minningar.“ Hildur segir að tónlistar- tímabilið hafi staðið yfir í nokkur ár en þegar því lauk tók ekki betra við að hennar sögn. „Hann elti mig inn í rúm á kvöldin. Oft byrjaði hann á að láta renna í bað en baðherbergi var inn af hjónaherberginu. Þá kveikti hann á sjónvarpinu og lagðist upp í rúm með áfengisflösku. Síðan potaði hann í öxlina á mér til að spyrja hvort ég væri vakandi og það gerði hann hvað eftir annað og hélt mér vakandi í marga klukku- tíma. Ef ég flúði inn til barnanna kom hann og barði á dyrnar þar til ég kom aftur inn í hjónaherbergi til að hann vekti ekki börnin. Hann drakk stundum 4–6 flöskur af létt- víni yfir nóttina og jafnvel nokkrar bjórdósir með. Þetta stóð yfir í sjö til átta ár. Eftirköstin af þessu eru að það má ekki pota í mig, þá rýk ég upp, eins er ég alltaf að leggja mig. Þá þarf ég stöðugt að reyna næla mér í auka blund, ef ég skyldi ekki fá nægan svefn,“ segir Hildur og telur að líkamleg eftirköst vegna þessa ofbeldis sé vanhæfur skjaldkirtill en undir það síðasta í sambandinu var Hildur algjörlega orkulaus. Bréf til dætra „Ég nennti ekki að fá hann upp á móti mér. Það voru ófá skiptin sem ég grét und- an honum á nóttunni að reyna að halda Söru sofandi og hélt jafnvel fyrir eyrun á henni svo að hún gæti sofið og hugsaði með mér að við ættum þetta ekki skilið. Ég fór svo auðvitað á fætur með ykkur á morgnana undan- tekningarlaust alveg svefn- laus meðan hann svaf úr sér áfengið fram á dag.“ Óttast um líf sitt Magnús og Hildur fóru reglulega til útlanda með börnin. Eftir eina slíka ferð til New York í kringum 2006 óttaðist Hildur um líf sitt. Fjölskyldan hafði lent í Keflavík klukkan sex um morguninn. Þegar heim var komið segir Hildur að Magnús hafi viljað slá upp eins manns samkvæmi í húsinu með tónlist og áfengi við hönd. Hún og börnin vildu hvíla lúin bein eftir langt flug. „Magnús hafði drukkið í fluginu alla leiðina heim. Hann kom heim og setti útvarpið í botn. Ég sagði að þetta væri ekki í boði og slökkti á útvarpinu. Þá sá ég hann allt í einu koma með risastóran hníf. Í húsinu okkar var langur gang- ur, ég hljóp á undan honum fram ganginn skelfingu lostin. Þegar ég kom inn í anddyri og sá stelpurnar náfölar af hræðslu sneri ég mér við og spurði: „Ætlar þú að drepa mig hér fyrir framan börnin?“ Þá lagði hann hnífinn niður og sagði: „Guð minn góður, hvað er ég að gera.“ Þá var hann í svo mikilli bræði að hann áttaði sig ekki á alvar- leika málsins. Ef þær hefðu ekki verið þarna hefði hann örugglega stungið mig.“ Alvarlegt atvik í New York og kynferðislegt ofbeldi Þegar Hildur var spurð hvort hún væri hamingjusöm var svarið alltaf það sama. Lífið var gott og hún hélt ástandinu heima fyrir leyndu. Þegar þau voru erlendis og Hildur var óttaslegin og vildi hringja heim segir hún Magnús hafa brotið síma hennar. Það hafi gerst ítrekað. Sú frásögn rímar við frásögn annarr- ar konu, Hönnu Kristínar Skapta- dóttur, sem Magnús átti í stuttu sambandi við eftir skilnað Hildar og Magnúsar. „Það gerðist alltaf eitthvað í hverri ferð. Ég veit ekki hvað hann braut marga síma.“ Varst þú oft hrædd? „Já, erfiðasta atvikið var líklega í New York en það gerðist úti á götu fyrir framan hóp af fólki. Við höfð- um farið út að borða. Magnús var ofurölvi og á leiðinni heim hafði hann farið inn á bar að pissa og kom út með bjórglas. Sonur þeirra var á fyrsta ári og bar Hildur hann í fanginu. Þá sagði Sunna greyið, sem var bara sex ára: „Pabbi þarftu að drekka meira? Og hún var eitt- hvað að skammast í pabba sínum og skyndilega á Broadway „down town“ New York og það var mikil umferð á þessum tíma, varð hon- um nóg boðið yfir að stelpan væri að tuða yfir drykkjunni. Hann tók hana upp og hristi hana,“ seg- ir Hildur og bætir við að á sama augnabliki hafi bílstjórar stöðvað bifreiðir sínar og fólk kallað að ein- hver ætti að óska eftir aðstoð lög- reglu. „Þetta var svo yfirþyrmandi og meðvirknin tók fram fyrir hend- urnar á mér. Ég hrópaði á móti að það væri allt í lagi, en auðvit- að hefði ég átt að láta lögregluna hirða hann.“ Í ferðinni í New York var sonur þeirra aðeins tveggja mánaða. Eftir að vegfarendur skiptu sér af héldu Magnús og Hildur upp á hótel. Segir Hildur að stúlkurnar þeirra tvær hafi grátbeðið föður sinn að beita ekki móður þeirra of- beldi. „Þar trylltist Magnús aftur og hrifsaði drenginn úr fangi mínu og fór með hann eins og dúkku. Ég náði honum loks af honum en þorði ekki að sofna því ég var hrædd um að hann myndi taka barnið aftur af mér. Daginn eftir tók það sama við, að biðjast af- sökunar,“ segir Hildur. Fjölskyldan ferðaðist töluvert en Hildur kveðst yfirleitt hafa komið úrvinda heim. „Í öllum fríum átti ég að vaka með honum fram á morgun til að halda honum félagsskap og svo átti ég að vakna með börnunum.“ Þá segir Hildur: „Oft þröngvaði hann sér á mig á nóttunni þegar ég var að reyna að sofa.“ Hún bætir við: „Hann fór inn í mig aftan frá, ofan á drykkjuna, pikkið og potið. Ég var löngu hætt að reyna að mótmæla, lá bara kyrr a meðan hann lauk sér af.“ Bréf til dætra „Þegar ég slökkti á tónlistinni og sagði honum að það yrði engin tónlist spiluð þennan morguninn að þið þyrftuð að fá að leggja ykkur tromp- aðist hann, sótti eldhús- hníf og hljóp á eftir mér út ganginn inn í forstofu og hótaði að drepa mig. Ef þið hefðuð ekki staðið í and- dyrinu grátandi og hræddar hefði hann kannski gengið alla leið, hver veit? Ég væri þá ekki hér.“ Með hnefann á lofti Í London, fyrir nærri tíu árum, sakar Hildur Magnús um að hafa ráðist á hana með offorsi. Hann hafi reynt að kyrkja hana. Starfs- mannafélag Atorku var þá í ferð í London. „Þetta voru svo mikil átök og ég var að missa andann. Ég náði að draga hnén upp undir mig og þrýsta honum frá mér,“ segir Hild- ur sem hringdi svo strax í móttöku hótelsins. Magnús í fjölMiðluM n Þann 14. mars 2017 greinir dv.is frá því að íslenskur karlmaður á fertugsaldri hafi verið handtekinn af lög- reglunni í Austin í Texas fyrir að beita fjölskyldumeðlim ofbeldi. n Þann 6. apríl 2017 birtist frétt á Vísi um að Magnús hefði verið handtekinn í Borgarnesi vegna gruns um ölvun við akstur. n Í apríl 2017 greinir DV frá því að Magnús hafi farið í áfengismeðferð á Vogi í apríl. n Þann 11. apríl 2017 birtir Magnús opinbera afsök- unarbeiðni til Þorsteins Vilhelmssonar. n Þann 22. maí 2017 stígur Hanna Kristín fram í viðtali og segir frá ofbeldinu af hálfu Magnúsar, sýndi myndir og áverkavottorð. n Þann 29. júlí 2017 greinir Hanna Kristín frá því á Facebook að Magnús hafi stefnt henni fyrir meiðyrði. n Þann 8. ágúst 2017 greinir DV frá því að Magnús hafi verið handtekinn vikuna áður vegna umferðaróhapps. Hann var grunaður um ölvun við akstur. n Þann 24. ágúst 2017 greindi DV frá, að beiðni Hönnu Kristínar, að nálgunarbann á hendur Magnúsi hefði verið hafnað af lögreglunni. n Þann 11. september 2017 greinir DV frá því að Magnús hafi brotið gegn nálgunarbanni og sent Hönnu Kristínu sms rúmlega viku eftir að dómur féll í Hæstarétti. n Þann 12. febrúar 2018 greinir DV frá því að Magnús hafi samþykkt að greiða Hönnu Kristínu samtals 1,6 milljónir króna í dómsátt. „Þetta er lífsreynsla sem enginn á að upplifa. Þess vegna segi ég þessa sögu, fyrir mig. Fyrir aðrar konur. Hildur Þorsteinsdóttir Flúði Magnús eftir 17 ára samband. Hún er enn að vinna í að ná bata.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.