Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2018, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2018, Blaðsíða 48
48 9. mars 2018 Tímavélin Gamla auglýsinginMorgunblaðið 7. mars 1987Hvalveiðar H valveiðar hafa verið sam- ofnar sögu þjóðarinnar frá landnámi en haft mis- mikið vægi í gegnum ald- irnar. Í kringum aldamótin 1600 fóru erlendar þjóðir að hafa áhuga á hvölum við Íslandsstrendur og ráku þær stórútgerð héðan fram á 20. öldina. Smári Geirsson í Neskaupstað skrifaði sögu stór- hvalaveiða á Íslandi og ræddi við DV um málefnið. Baskar ruddu brautina Svo virðist vera sem Íslendingar hafi veitt hval frá upphafi byggð- ar og flutt með sér kunnáttuna frá Noregi. Í Grágás, fyrstu lögbók Ís- lendinga, segir: „Ef hval rekur á land manns, og á hann allan, en ef skot er í, þá á sá hvalinn hálf- an er skot á í, ef hann kemur til að skera.“ Í aldir sátu Íslendingar einir að þessum veiðum enda voru hvalveiðar ekki eiginlegur at- vinnuvegur heldur búbót. Í kringum aldamótin 1600 fóru baskneskir hvalveiðimenn að venja komur sínar hingað en talið er að þeir séu ein fyrsta þjóðin til að stunda hvalveið- ar sem atvinnuveg. Smári segir: „Menn grunar að Hollendingar hafi einnig verið á ferðinni hér á 17. öld, þótt menn hafi ekki fulla vitneskju um það. Fornleifarann- sóknir benda til þess en ekki eru til skriflegar heimildir.“ Vitað er að Baskar reistu að minnsta kosti þrjár hvalveiðistöðvar á Vestfjörð- um og er saga þeirra alþekkt vegna Spánverjavíganna svokölluðu árið 1615. Um miðja 19. öld hófust hvalveiðar af miklum móð við Ísland að nýju. Að mestu leyti voru það Norðmenn sem veiddu hval við Íslands- strendur en aðrar þjóðir stunduðu hér tilraunaveiðar, þar á meðal Bandaríkjamenn sem reistu verk- smiðju á Vestdalseyri við Seyðis- fjörð. „Bandaríkjamenn komu hingað árið 1863 og stunduðu veiðar til 1867. Þeir reistu fyrstu vélvæddu hvalstöðina í veraldar- sögunni. En sú útgerð gekk ekki.“ Einnig reyndu Danir og Hol- lendingar fyrir sér um miðja öldina í kjölfarið. Eiginleg gullöld hvalveiða hófst árið 1883 og var hún drifin áfram af Norðmönn- um. Hættulegt starf Á 19. öld prófuðu hvalveiðimenn sig áfram með nýjar aðferðir, sér- staklega sprengiskutulinn sem skotið var úr byssu. En fram að þeim tíma höfðu veiðimenn skutl- að hvalinn með handafli. Var þetta ekki hættulegt starf? „Jú, sérstaklega þegar skutl- að var með frumstæðum aðferð- um og það eru til ágætis frásagn- ir frá þeim veiðum. Það var hætta á að hvalirnir gætu dregið bátana með sér niður. Þegar menn fóru að sigla á stórum hvalveiðiskip- um voru veiðarnar sjálfar stund- aðar með litlum róðrarbátum. Það eru ekki til miklar heimildir um mannskaða en það hlýtur þó samt að hafa verið.“ Hvaða tegundir voru veiddar? „Fyrst og fremst var það slétt- bakurinn. En um upp miðri 19. öld stigu menn fyrstu skrefin í því að veiða reyðarhvali; langreyði, sandreyði og steypireyði. En það reyndist erfitt því að reyðarhval- irnir eru miklu erfiðari viðfangs en sléttbakarnir. Sléttbakarnir eru svolítið kubbslegir og feitir og hafa þá náttúrulegu eiginleika að fljóta þegar þeir drepast. En reyðarhval- irnir sökkva, þannig að það þurfti miklu meiri búnað til að ná þeim.“ Fyrsta vélvædda stóriðjan Smári segir að efnahagsleg áhrif erlendra hvalveiða á Íslendinga hafi verið nokkur og ekki síst á þeim stöðum þar sem veiðarnar voru stundaðar, Vestfjörðum og Austfjörðum. Íslendingar fengu atvinnu af starfseminni að ein- hverju leyti en mismikið eftir stöðvum. Þegar hvalveiðar voru í hvað mestum blóma störfuðu Norðmenn á öllum hvalstöðvum, líka þeim sem voru í sameiginlegri eigu Dana og Íslendinga og í eigu Þjóðverja. Var ekki verslun í kringum þessa starfsemi? „Jú, hvalveiðimenn keyptu landbúnaðarvörur og annað, en svo voru samfelldar skipaferð- ir milli Íslands og annarra landa, sérstaklega Skotlands. Því fengu veiðimennirnir mikið af sínum nauðsynjum annars staðar frá.“ Ef frá eru talin Spánverjavígin voru samskipti Íslendinga og erlendra hvalveiðimanna yfirleitt mjög góð. Sérstaklega átti þetta við Norð- mennina, frændur okkar, sem áttu mjög auðvelt með að laga sig að samfélaginu. „Þeir tóku þátt í ýms- um samfélagsverkefnum og veittu atvinnu upp að vissu marki. En vera þeirra setti mjög mikinn svip á þá staði þar sem hvalstöðvarnar voru. Þetta voru mikil umsvif og fyrsta vélvædda stóriðjan hér á landi.“ Flestir hvalir voru veiddir við Íslandsstrendur árið 1902, 1.305 talsins. Töldu hvalinn aðstoða við síldveiðar Hvalveiðar voru bannaðar með lögum árið 1913 og tók bannið gildi tveimur árum síðar. Megin- ástæðan fyrir banninu var sú að fólk trúði því að hvalirnir gegndu því hlutverki að reka fisk, sér í lagi síld, upp að landinu svo hann varð veiðanlegur. Kenningin hef- ur verið kölluð hvalrekstrarkenn- ing og á sér enga stoð í vísindum. „Menn trúðu þessu og ekki einungis hér á landi heldur í Noregi einnig. Þessi viðhorf voru í raun innflutt þaðan og margir lögðust hart gegn hvalveiðum vegna þeirra. Á Alþingi deildu þingmenn um hvort starfsemin ætti að vera leyfð og á endanum var samþykkt að banna hvalveið- ar.“ Reyndar höfðu hvalveiðar ver- ið á undanhaldi við Ísland áður en lögin voru sett og þegar bannið var samþykkt var einungis ein stöð enn í notkun. Ástæðan var sú að um- svifin höfðu færst að miklu leyti að suðurhveli jarðar. Til að mynda hafði Hans Ellefsen flutt sína miklu útgerð frá Mjóafirði suður til Suður- Afríku. Skoska fyrirtækið Salvesen, sem keypti hér fjórar stöðvar, flutti sína starfsemi til Falklandseyja og Suður-Georgíu. Hvalur hf. tók við Árið 1935 hófust hvalveiðar að nýju þegar Tálknfirðingar riðu á vaðið. Eftir það voru hvalveiðar við Ísland alfarið í höndum heima- manna. Árið 1948 hóf þekktasta hvalveiðiútgerð landsins, Hvalur hf., útgerð frá Hvalfirði og voru Norðmenn fengnir til að stýra tveimur af fjórum bátum félags- ins. Hvalstöðin var reist þar sem áður var flotastöð á stríðsárunum og var hluti af mannvirkjum flot- ans nýtt. Veiðarnar hjá Hval hf. gengu illa fyrstu árin en glæddust svo með betri bátum og breyttum veiðiaðferðum. Á áttunda ára- tugnum hófust mótmæli gegn hvalveiðum af umhverfis- og mannúðarástæðum og var veiðin loks bönnuð af Alþjóða hvalveiði- ráðinu árið 1986. Árið 2003 hófust hvalveiðar á Íslandi á ný í vísinda- skyni og í atvinnuskyni árið 2006. Vegna skorts á mörkuðum fyrir hvalaafurðir hætti Hvalur hf. veið- um árið 2016. n Baskíslenska B askneskt íslenskt blendingsmál var tungumál sem talað var hér á landi á 17. og 18. öld á milli baskneskra hvalveiðimanna en einnig að einhverju leyti af Íslending- um sjálfum. Íslenskar heim- ildir um tungumálið koma frá Vestfjörðum þar sem hvalveiðimennirnir voru staðsettir. Pólverjinn Dawid Kubicki heldur uppi áhuga- mannasíðu um þessa út- dauðu tungu sem er blanda af basknesku, spænsku, frönsku og þýsku. Íslenska kemur hvergi nærri. „Þetta byrjaði sem brandari en fólk er mjög áhugasamt um þetta.“ Tungan er að miklu leyti glötuð en meðal orða sem hafa varðveist eru balia ( hvalur), cammisola (blússa) og fenchia (að stunda hjú- skaparbrot). Baskíslenska Blendingsmál talað af hvalveiðimönnum. Halldór Blöndal skar hval í 20 ár H alldór Blöndal var al- þingismaður í hartnær þrjá áratugi fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og gegndi meðal annars embætti landbúnaðar- og samgöngu- ráðherra. Sem ungur maður bjó Halldór á Akureyri og sextán ára gamall fór hann í fyrsta skipti á vertíð í hvalveiðistöð- inni í Hvalfirði. Alls starfaði hann þar við hvalskurð fram á miðjan fertugsaldur samhliða námi og öðrum störfum. Vísir heimsótti stöðina haustið 1967 og var Halldór þá að flensa hval. Á þeim tíma unnu hátt í hund- rað manns á vertíð við að verka tæplega 400 skepnur í lýsi, mjöl, kjöt og súputeninga. Þegar Halldór var kjörinn á þing var hann einn dyggasti stuðnings- maður hvalveiða. Halldór flensar hval Vísir, 9. sept- ember 1967. Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Höfðaoddi (Framnes) í Dýrafirði 1891 Úr bókinni Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915. Varanger sem Hans Ellefsen gerði út Úr bókinni Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915. Hvalveiðar á Íslandi: „Fyrsta vélvædda stóriðjan“ Smári Geirsson „Það eru ekki til miklar heimildir um mannskaða en það hlýtur þó samt að hafa verið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.