Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2018, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2018, Blaðsíða 44
44 fólk - viðtal 9. mars 2018 „Þegar starfsmaðurinn kom þá stóð Magnús á bak við hurðina með hnefann á lofti. Ég sagði að allt væri í góðu lagi. Þá kom einnig meðvirknin upp í mér og ég hugs- aði: „Guð, hvað mun fólk halda ef ég fer í annað herbergi og allt starfsfólkið hans Magnúsar heyr- ir af því.“ Þegar Hildur vaknaði svo um morguninn var hún sárkvalin. „Ég gat ekki hreyft mig og rétt náði að leggjast í bað. Ég var í sjúkraþjálf- un í marga mánuði eftir árásina.“ Marin í Barcelona Fjölskyldan bjó í Barcelona 2013 til 2014. Hildur segir að á þessu ári sem þau voru búsett á Spáni hafi hún oft á næturnar reynt að flýja í önnur herbergi til að fá svefn. „Hann mætti þá á dyrnar öskrandi og bankandi. Það endaði með að því ég gafst upp og færði mig inn í hjónaherbergi,“ segir Hildur og heldur áfram: „Þar varð ég fyrir árás sem ég hélt að myndi binda enda á líf mitt. Hann réðst á mig fyrir fram- an börnin. Hann kýldi mig alla og sparkaði í mig og það blæddi úr eyranu á mér á eftir. Hann reif úr mér eyrnalokk og var svo trylltur og reiður að hann beyglaði eyrnalokkana með handafli. Ég lá á gólfinu og hann sparkaði og kýldi og krakkarnir stóðu þarna rétt hjá. Sonur okkar hljóp inn í vinnuherbergi og faldi sig undir stól, enda bara fjögurra ára og skelfingu lostinn og í áfalli en Magnús hætti ekkert. Stelpurn- ar okkar voru 11 og 14 ára. Það er sárt til þess að vita að þær hafi séð föður sinn fara svona með mömmu þeirra. Á meðan ég lá á gólfinu og horfði á hann berja mig hugsaði ég að hann væri bú- inn að gúgla hvernig hann ætti að valda sem mestum skaða. Ég var hrikalega aum í kringum maga- svæðið og óttaðist að ég væri með innvortis blæðingar. Þarna var ég hrædd um að deyja, að ég fengi aldrei að sjá börnin mín aftur.“ Kornið sem fyllti mælinn Hvað varð til þess að þú fékkst al- veg nóg? „Við höfðum verið á Akureyri og leigt hús og ætluðum að vera á skíðum. Það átti að vera internet í húsinu en svo var ekki. Svo fannst Magnúsi allir veitingastaðir á Akur eyri ömur legir og ekkert al- mennilegt var hægt að kaupa í matvörubúðum heldur til að elda. Þá meina ég gæðakjöt og svona gúrme mat. Það fannst Magnúsi ómögulegt og eftir nokkra daga fór hann til Reykjavíkur. Við vorum bara fegin. Við ætluðum að vera fram á sunnudag en á laugar- dag hafði hann samband og vildi að við kæmum heim. Við pökk- uðum saman og héldum heim á leið í trylltum stormi. Það var Eurovision í sjónvarpinu og hann vildi hafa fjölskylduna hjá sér.“ Hildur og börnin komust heim við illan leik. Á móti þeim tók Magnús og það geisaði stormur í hausnum á honum. „Hann var leiðinlegur yfir Eurovision og svo um nóttina barði hann mig illa. Þá hugsaði ég: Þetta er í síðasta skipti sem hann ber mig. Ég var margoft búin að segja við hann: „Það kemur að þeim tímapunkti að ég get ekki meira og þá fer ég“.“ Þetta kvöld brotnaði Hildur saman og lét for- eldra sína vita að hún ætlaði loks að yfirgefa Magnús. Bréf til dætra „Ég flúði upp á efri hæðina með ykk- ur, hann elti og hótaði mér öllu illu og endaði svo á að beita mig ofbeldi, barði mig meðal annars með belti. Þið urðuð vitni að þessu, grétuð og voruð hræddar og grát- báðuð hann um að hætta.“ Leiðin heim Hildur lá í rúminu og hvíslaði að dóttur sinni. „Þegar við vöknum í fyrramálið, farið þið í skólann og við komum ekki heim aftur.“ Hún treysti sér ekki til að fara þá um kvöldið. Taldi hún öruggi síns og barnanna vegna að best væri að yfir gefa Magnús um morguninn því hann var vanur að sofa til tvö þrjú um daginn. Léttirinn yfir að hafa tekið ákvörðunina var ólýsan- legur. „Hún lét okkur vita að hún kæmi um morguninn þegar Magnús væri sofandi,“ segir Þor- steinn faðir Hildar. „Það voru bestu fréttir sem við höfðum feng- ið, sérstaklega fyrir konuna mína.“ Næstu vikur og mánuði reyndi Magnús ítrekað að fá Hildi aftur heim. Hildur bjó fyrsta mánuðinn hjá foreldrum sínum. Magnús hætti að drekka um tíma en hóf neyslu á ný þegar hann áttaði sig á að Hildur myndi standa föst á sínu. Það rann upp fyrir honum að sambandið var búið og fór Magn- ús aftur að drekka. Í kjölfarið fékk Hildur ótal ljót skilaboð en DV hefur afrit af samskiptum Hildar og Magnúsar sem staðfesta frá- sögn hennar. „Ég ákvað strax að svara ekki skilaboðunum,“ segir Hildur. „Hann hótaði handrukkurum og Guð má vita hvað,“ segir Þor- steinn. „Ég sef með golfkylfu heima og sonur minn líka. Ég hef kært ótal sinnum og oft talað við lögregluna út af of- beldinu. Í hvert sinn sem mér bár- ust ný skilaboð fór ég með þau til lögreglunnar,“ segir Hildur. Hvað gerði lögreglan? „Það hefur ekkert komið út úr þessu, ekki neitt,“ segir Þorsteinn. Þá sneri ég hann niður „Hann hefur brotist inn hjá dóttur okkar, hann hefur gert húsbrot hjá annarri dóttur minni og reyndi að keyra hana niður í tvígang,“ seg- ir Þorsteinn og rifjar upp atvik frá hausti 2016. „Fyrir það hefur hann verið kærður. Þetta eru nokkur dæmi af mörgum. Hann keyrði á bílinn minn og niður tré í næsta húsi. Hann var með son sinn í bílnum og stoppaði úti á miðri götu. Við reyndum að ná strákn- um úr bílnum og hann var froðu- fellandi af reiði og ætlaði að berja Hildi,“ segir Þorsteinn. „Þá sneri ég hann niður. Ég sagði við lög- guna að ég ætlaði ekki að horfa upp á hann berja hana. Hann væri búinn að berja hana nóg. En auð- vitað kærði Magnús mig fyrir að brjóta gleraugun hans!“ Laufey, systir Hildar, lýsir þess- um örlagaríka degi og greinir frá því að hún hafði boðið yngri dóttur Magnúsar og Hildar í mat. Stúlkan hafði áður búið í nokkrar vikur hjá Laufeyju og var það hugsað til að hún gæti breytt um umhverfi. Var Magnús að sögn Laufeyjar ósáttur við að stúlkan væri á heimili hennar. „Hann tilkynnti að hann væri kominn að sækja stelpuna. Hann var froðufellandi svo ég taldi rétt að hafa samband við Hildi og maðurinn minn hringdi í hana og pabba sem óku undir eins hingað,“ segir Laufey. Þorsteinn bætir við að hús Laufeyjar sé í botnlanga og tók hann þá ákvörðun um að leggja þvert til að hindra að Magnús kæmist burt. „Hann hafði áður framið húsbrot og ég ætlaði ekki að láta hann sleppa enn einu sinni áður en löggan kæmi á vettvang,“ segir Þorsteinn. Hildur bætir við: „Ég vissi að hann myndi ekki þola að vera lokaður inni, að hafa ekki völdin og komast ekki burt. Son- ur okkar var í bílnum hjá honum og ég reyndi að ná honum út og koma honum inn í skjól.“ DV hefur undir höndum upp- töku sem tekin var þennan dag. Þar má heyra Hildi hella sér yfir Magnús. Segir Hildur að hún hafi skyndilega öðlast kraft og loks þorað að segja meiningu sína af fullum þunga, eitthvað sem hún hafði ekki þorað áður. Á upptök- unni má heyra Hildi hrópa að Magnús fái aldrei að berja hana aftur, að reyna að kyrja hana. Beita hana hrottalegu ofbeldi. „Vá, hvað ég er ánægð með mig þarna,“ segir Hildur og bros- ir þar sem hún situr á móti blaða- manni og hlustar á upptökuna frá þessum örlagaríka degi. Síðan má heyra Hildi á upptökunni bresta í grát, en hrópa svo á ný. Bréf til dætra „Hann vissi nákvæmleg hvar hann myndi hitta á mína veik- ustu punkta og það eruð þið börnin mín. Að hóta því að ég myndi missa for- ræðið yfir ykkur, að hann myndi gera mig eignalausa, að allir myndu trúa honum og halda að ég væri veik á geði og óhæf um að hugsa um ykkur og þar fram eftir götunum. Ég trúði virkilega að hann væri svona máttug- ur og að hann myndi standa við orð sín.“ Ætlaði að skíta á grafir skyld- menna barna sinna Magnús sendir barni sínu skilaboð. Skilaboð til Hildar Ein af mörgum skila- boðum Magnúsar til Hildar. Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn Magnús hyggur á hefnd. Magnús ræðir við barn sitt Kallar móðurina og fyrrverandi eiginkonu hóru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.