Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2018, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2018, Blaðsíða 14
14 9. mars 2018fréttir Bjóst ekki við skítkasti fyrir að fella tár n Eurovision-farinn á leið til Litháen n Álit annarra skiptir ekki máli A ri Ólafsson kom eins og þruma úr heiðskíru lofti inn í meðvitund Íslendinga eftir sigur í undankeppni Eurovision með lagið Our Choice. DV náði tali af Ara sem er á leið til Kaunas í Litháen þar sem hann mun stíga á svið á sunnudaginn. Ari er 19 ára leikari úr Vesturbæn- um, hefur leikið og sungið í tíu ár, og veit alveg hvað hann ætlar að gera í lífinu. Ómetanlegt tækifæri „Ég er ekki í neinum vafa, það er alveg skothelt hvað ég ætla að gera í framtíðinni. Ég ætlaði alltaf að verða uppistandandi, svo var það var draumur að fara til Hollywood, en ég held að ég stefni frekar á Broadway í New York eða West End í London. Mig langar afar mikið að leika í söngleikjum og að halda áfram að búa til tónlist.“ Það náðist mynd af Ara þegar hann stóð stjarfur á sviðinu og trúði hreinlega ekki að hann væri á leið til Lissabon til að keppa fyrir Íslands hönd. „Það var margt fólk sem sá þetta, ég trúði ekki að ég myndi vinna. Nú er ég bara ótrú- lega þakklátur og vakna brosandi á hverjum degi, núna þegar ég er á leið til Litháen er ég að ná því almennilega að ég sé að fara að syngja fyrir framan mörg hundruð milljónir. Þetta er ómetanlegt tækifæri.“ Alveg sama um álit annarra Netverjar fóru hamförum vegna þess að Ari grét í beinni útsendingu og var honum meðal annars líkt við Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, sem grét í sjónvarpssal fyrir síðustu alþingiskosningar. Ari segir að hann hafi ekki séð neinar neikvæðar athugasemdir. „ Maður má alveg búast við þessu, mér er alveg sama hvað fólk segir. Ég veit að flestir vita að það er í lagi að sýna tilfinningarnar sínar og leyfa sér að vera hamingjusamur.“ Ari segist vera orðinn vanur því að fá háðsglósur og neikvæðar athugasemdir. „Þegar ég var ungur í söngleikjum þá voru litlir krakk- ar afbrýðisamir og sögðu eitthvað særandi. Ég bjóst alveg við þessu, ekki reyndar með grátinn, frekar að fólk myndi segja að ég ætti ekki að komast áfram eða eitthvað á þá leið. Hvað á ég að gera? Eina sem ég get gert er bara að brosa,“ segir Ari og hlær. n Ari Brynjólfsson ari@dv.is Ari Brynjólfsson ari@dv.is Segir hugmyndir Sjálfstæðisflokksins í borginni óraunsæjar n Pawel Bartoszek ræðir borgarmálin á Snapchat n Fór með DV upp í Árbæ P awel Bartoszek ætlar sér að verða borgarfulltrúi fyrir Viðreisn. Pawel var þingmaður Viðreisnar en datt út af þingi í síðustu al- þingiskosningum, síðan þá hef- ur hann eytt tímanum í að kynna sér Reykjavíkurborg og hefur síð- ustu vikur farið á milli staða í borginni og rætt málefni borg- arinnar á Snapchat. DV fékk að fylgja Pawel upp í Árbæ þar sem hann var að snappa í Rofabæ og fyrir utan leikskólann Árborg. „Ég er ekki viss hvað ég er með marga fylgjendur á Snapchat, það eru rúmlega þúsund manns, stund- um eru það tvö þúsund manns sem horfa á myndböndin,“ segir Pawel. „Ég fékk bók um Reykjavík í jólagjöf, þar var grein eftir Reyni Vilhjálmsson sem hannaði þetta hverfi, Árbæ. Það er skemmtilegt að sjá pælingarnar að baki. Hérna fyrir neðan var byggð fyrir þegar hverfið byggðist upp á sjötta ára- tugnum, lágreist byggð. Hérna norðanmegin við Rofabæinn er háreistari byggð, lengra í burtu er verslun og svo iðnaður. Þeir sem hafa spilað Sim City-tölvuleikina kannast vel við þetta.“ Það er kalt úti þennan fimmtu- dag og Pawel gengur rösklega áfram. „Það er gaman fyrir okkur miðbæjarrotturnar að sjá hjart- að og sálina sem lögð var í hverfi eins og þetta. Þegar verið var að byggja upp hérna þá var vinstri umferð, það sem margir vita ekki er að þá var Rofabærinn gamli Suðurlandsvegurinn, hérna keyrði fólk á leið til Selfoss. Eins og allir vita er búið að koma fyrir sjö hundruð þúsund hraðahindr- unum hérna en fólk vill keyra þessa leið því þetta er vingjarnleg akstursleið.“ Það heyrist á Pawel að hann vill 1. eða 2. sætið á lista Við- reisnar, búast má við niðurstöðum uppstill- ingarnefndar flokksins á næstu vikum og enn óvíst hvort Pawel verði yfirleitt á listanum. „Uppstillingarnefndin er á fullu að setja saman sigurlista,“ segir Pawel og hlær. „Að öðru leyti verð ég að segja: „No comment.“ Leiðin liggur í átt að leikskólan- um Árborg alveg við Elliðaá. Pawel byrjaði að fjalla um þéttingarreiti í borginni á Snapchat en hefur að undan- förnu verið að taka myndbönd fyrir utan leikskóla. Það er búið að tala um það í Face- book-hópum að það sé dularfull- ur maður að taka myndir fyrir utan leikskóla, hvað segir þú við því? Pawel hlær. „Þú kynnist ekkert borgarlandinu með því að fletta heimasíðu Reykjavíkurborgar og sumt af því sem maður er að skoða verður maður að fá til- finningu fyrir með því að mæta á staðinn. Það er líka gott að kíkja inn í skólana til að kynnast starf- inu, ég hef gert töluvert af því, sérstaklega á Stakkaborg þar sem sonur minn er á leikskóla. En ég geri mér grein fyrir því að þetta er ekki áhugamál meirihlutans,“ segir Pawel. Hann tekur fram að hann taki aldrei myndir af krökk- unum, enda eigi þau ekki heima í stjórnmálabaráttu. Varðandi hugmyndir Sjálf- stæðisflokksins um þrjú ný hverfi segir Pawel þær óraunsæjar. „Til lengdar þá finnst mér allar hug- myndir um að breyta iðnaðar- svæðum í íbúðabyggð góðra gjalda verðar en ég held að því miður, miðað við áherslur Sjálf- stæðisflokksins, þá séu allar þess- ar óraunhæfu hugmyndir ekki það sem verði að veruleika held- ur að menn drífi sig í að byggja mjög mikið af úthverfum, mjög hratt því það er einfaldast. Þá þenst borgin út og það hugnast mér ekki.“ Má segja það að þú og Viðreisn vilji höfða til þeirra sem styðja skipulagshugmyndir vinstri- flokkanna en vilja minnka yfir- byggingu og fjárútlát? „Ég myndi ekki stilla þessu þannig upp. Hugmyndir mínar í skipulagsmálum hafa verið inni á þeirri línu sem er nú í borginni, hluti Sjálfstæðisflokksins var þar líka en hann er búinn að losa sig við þann hluta flokksins. Borgin þarf að byggjast upp með því að þétta byggð og bjóða upp á öfl- ugar almenningssamgöngur. Á sama tíma þarf að halda vel utan um fjármál borgarinnar, sú hít er ekkert botnlaus, að mörgu leyti hefur núverandi meirihluti farið full bratt í að seilast í vasa skatt- greiðenda.“ n Mynd SkjáSkot Af fAceBook. Pawel Bartoszek Varaþingmaður Viðreisnar. Mynd Ari Myndir MuMMi Lú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.