Fréttablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 33
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga setur kjaramálin á oddinn. F.v. Gunn­ ar Helgason, sviðsstjóri kjarasviðs, Guðbjörg Pálsdóttir formaður og Eva Hjörtína Ólafsdóttir kjararáðgjafi. MYND/EYÞÓRFélag íslenskra hjúkrunar-fræðinga setur í forgang að í kjarasamningum árið 2019 komi fram skýr stefna stjórnvalda um hvernig taka eigi á mönnunar- vanda hjúkrunarfræðinga innan heilbrigðiskerfisins. „Setja þarf aukna fjármuni í laun hjúkrunarfræðinga þannig að hægt sé að hækka launin, bæta starfsum- hverfið og bæta vinnutímann. Starf innan heilbrigðiskerfisins þarf að vera eftirsóknarverðara þannig að ungt fólk fáist áfram til að læra hjúkrunarfræði, nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar ráði sig til starfa innan heilbrigðiskerfisins, þeir hjúkrunarfræðingar sem eru í öðrum störfum sjái hag sinn í að snúa aftur til starfa í heilbrigðis- kerfið og gera þarf betur við þá sem eru þegar í starfi,“ segir Gunnar Helgason, sviðsstjóri kjarasviðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Bæta þarf laun, starfs­ umhverfi og vinnutíma Verkefni félagsins þegar kemur að kjarasamningum á næsta ári er því margslungið en megináherslur félagsins í þeirri baráttu munu snúa að því að bæta laun, starfsumhverfi og vinnutíma, að sögn Gunnars. „Þegar kemur að launum þarf að gera heilbrigðisstofnanir sam- keppnishæfar um starfskrafta hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunar- fræðingar eru eftirsóttir starfs- kraftar og eru fjölmargir hjúkrunar- fræðingar í öðrum störfum. Því þurfa nýir kjarasamningar félagsins að taka mið af því að hækka grunn- laun hjúkrunarfræðinga. Byrjunar- laun upp á 395 þúsund krónur á mánuði virðast illa duga til þess að fá nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga til starfa. Starfsumhverfi hjúkrunar- fræðinga þarf að laga, huga þarf að því að setja fram viðmið um mönnun innan kerfisins þannig að vinnuálag sé ekki úr hófi. Aukin tíðni veikinda innan stéttarinnar sýnir að gera þarf breytingar í starfsumhverfinu,“ segir Gunnar. Vinnutíminn er órjúfanlegur hluti af starfsumhverfinu og þarf að taka kjarasamninginn til endur- skoðunar þannig að hann taki í auknum mæli mið af því að stór hluti hjúkrunarfræðinga vinnur vaktavinnu. „Vaktavinna er á margan hátt ólík hefðbundinni dagvinnu. Rannsóknir sýna að langvarandi vaktavinna getur leitt til ýmiss konar sjúkdóma og stoð- kerfisvandamála. Lágt starfshlutfall er einnig hlutur sem verður að mati Fíh að vera hluti af þeim málum sem vinna þarf að við kjarasamn- ingsgerðina. Gera þarf breytingar á vinnutíma þannig að fólk geti unnið í hærra starfshlutfalli, skoða þarf í því sambandi vinnutímann, greiðslur fyrir vaktavinnu, hlut yfir- vinnu og þau laun sem verið er að greiða fyrir hana,“ segir Gunnar. 3.000 starfandi hjúkrunar­ fræðingar Í heild eru um 3.000 hjúkrunar- fræðingar í starfi. Stærstur hluti þeirra vinnur hjá hinu opinbera og Landspítali er stærsti vinnustaður hjúkrunarfræðinga með um 1.300 hjúkrunarfræðinga í starfi. Hjúkr- unarfræðingar eru í að meðaltali 71% starfshlutfalli. „Helstu mögu- legu skýringar á lágu starfshlutfalli eru álag vegna vaktavinnu, síbreyti- legur vinnutími og að starfsum- hverfi er ábótavant,“ segir Gunnar. Samkvæmt niðurstöðum Vinnu- eftirlitsins er helsti ókosturinn við vaktavinnu talinn vera sá að erfitt sé að samræma fjölskyldulíf, frítíma og vaktavinnu. „Talið er að hærri greiðslur fyrir vaktaálag og færri vinnustundir að baki fullu starfi geti hvatt vakta- vinnufólk til að halda áfram í vakta- vinnu. Í Evrópu hefur víða verið tekin upp styttri vinnuvika meðal hjúkrunarfræðinga sem vinna vaktavinnu, og er það þekkt t.a.m. í Noregi, Svíþjóð, Írlandi og Bret- landi. Hjúkrunarfræðingar vinna flestir vaktavinnu. Þó er talsverður hluti stéttarinnar sem vinnur ein- göngu dagvinnu og þá aðallega á dag- og göngudeildum,“ greinir Gunnar frá. 400 hjúkrunarfræðinga vantar til starfa Talsvert marga hjúkrunarfræðinga vantar til starfa á heilbrigðis- stofnunum og segir Gunnar ýmsar skýrslur hafa verið skrifaðar um skort á hjúkrunarfræðingum. „Á síðasta ári gaf Fíh t.d. út skýrslu um vinnumarkað hjúkrunarfræðinga sem sýndi fram á að yfir 400 hjúkrunarfræðinga vanti til starfa á heilbrigðisstofnunum á Íslandi. Skýrsla Ríkisendurskoðunar sem gefin var út í nóvember á síðasta ári er samhljóða skýrslu félagsins um skort á hjúkrunarfræðingum. Þrátt fyrir þessar skýrslur ber ekkert á til- lögum stjórnvalda um hvernig eigi að bregðast við vandanum og fjölga hjúkrunarfræðingum í starfi en félagið kallar eftir því,“ segir hann að lokum. Hjúkrunarfræðingar eru eftirsóttir starfskraftar Félag íslenskra hjúkrunarfræð- inga kallar eftir skýrri stefnu stjórnvalda til að fá fleiri hjúkr- unarfræðinga til starfa innan heil- brigðiskerfisins. Það er stefna stjórnar Brúar að safna ekki digrum sjóðum heldur gera vel við félagsmenn sína svo þeir njóti þess í lífi sínu og starfi að hafa greitt í félagið,“ segir Eygló Guðmundsdóttir, skrifstofu- stjóri hjá Brú – félagi stjórnenda. Félagið er gamalgróið og sterkt á velli. „Við gætum þess vitaskuld að félagið eigi nóg fé til að standa undir öllum rekstri, en fésöfnun er ekki markmið félagsins heldur að félags- menn njóti frábærra orlofs úrræða, trausts sjúkrasjóðs og ríkulegs menntunarsjóðs til fulls.“ Einstök réttindi Brú – félag stjórnenda verður hundrað ára á næsta ári. „Félagið var stofnað 3. mars 1919 og hét upphaflega Verkstjórafélag Reykjavíkur. Nafninu var síðar breytt í Brú – félag stjórnenda vegna þess að starfsheitið verkstjóri er hverfandi í þjóðfélaginu,“ útskýrir Eygló um Brú sem er langstærsta aðildarfélag Sambands stjórnenda- félaga (STF). Í félaginu eru stjórn- endur af öllu tagi og eru félagsmenn um 800 talsins. „Sá sem gerist félagi í Brú verður félagsmaður til æviloka. Hér greiðir enginn félagsgjöld eftir sjötugt og þegar stjórnandi lætur af störfum vegna aldurs eða örorku verður hann áfram félagsmaður og nýtur allra þeirra réttinda sem félagið býður upp á.“ Orlofsúrræði Brúar njóta sérstöðu og er sífellt leitað nýrra leiða til að gleðja félagsmenn. „Brú á tvö glæsileg sumarhús í Skorradal, sumarbústað í Gríms- nesi og keypti nýbyggt heilsárshús á Akureyri í fyrra. Þá keyptum við hjólhýsi fyrir félagsmenn okkar og til að koma til móts við sem flesta í orlofsúrræðum bjóðum við einnig orlofsstyrk að upphæð 28.500 sem hentar til dæmis þeim sem eiga fyrir eigið sumarhús,“ segir Eygló. Ríkulegir styrkir Eygló hvetur félagsmenn Brúar til að nýta sér enn betur réttindi í sjúkra- og menntunarsjóði. „Við Háskólann á Akureyri er til dæmis spennandi stjórnendanám sem hægt er að stunda í fjarnámi og hefur verið einkar vinsælt hjá félagsmönnum Brúar. Það er alltaf gott að stíga út fyrir þæginda- rammann og styrkja sig í starfi, og fólk er mjög ánægt með námið sem fer fram í lotum og er að fullu greitt af félaginu,“ upplýsir Eygló, en menntastyrkur Brúar er 150 þúsund krónur á ári vegna starfs- tengds náms og 45 þúsund krónur vegna tómstundanáms. Þess má geta að hægt er að taka sem svarar þriggja ára greiðslu, eða 3x150.000, ef vill. Þann 1. júní hækkar íþrótta- styrkur Brúar upp í 25 þúsund krónur á hverju 12 mánaða tímabili en auk þess er hægt að sækja um styrki í sjúkrasjóð vegna sálfræði- kostnaðar, ættleiðingar, glasafrjóvg- ana, sjúkraþjálfunar, gleraugna og heyrnartækja, og félagsmenn Brúar, bæði konur og karlar, fá 100 þúsund krónur í fæðingarstyrk. „Við leitumst við að gera vel við félagsmenn í gleði og sorg. Þannig njóta félagsmenn Brúar styrkja og bóta vegna veikinda í tólf mánuði. Að auki greiðir félagið 150 þúsund króna auka útfararstyrk umfram það sem greitt er úr sjúkrasjóði,“ upplýsir Eygló. Falli stjórnandi í starfi frá eru bætur fyrir maka 520 þúsund krónur og fær barn hins látna, undir 18 ára, sömu upphæð. Séu börnin fleiri eru greiddar 260 þúsund krónur með hverju barni eftir það. „Vegna fráfalls barns starfandi stjórnanda veitum við 260 þúsund króna styrk og vegna fráfalls maka 300 þúsund krónur. Vegna langveiks barns 315 þúsund krónur á hverju tólf mánaða tímabili,“ útskýrir Eygló sem starfað hefur hjá Brú í 20 ár. „Brú er persónulegt stéttarfélag sem við rekum eins og heimili. Við fáum oft að heyra að hér sé vel í lagt og ánægjuraddir félagsmanna. Við leggjum okkur fram um að gera þjónustuna persónulega og eftir tuttugu ár er maður farinn að þekkja félagsmennina með nafni,“ segir Eygló og er strax farin að hlakka til aldarafmælisins að ári. „Við erum þegar farin að undir- búa afmælið en verðum ekki með hefðbundin veisluhöld. Afmælisins verður minnst með öðrum hætti og á eftir að koma ánægjulega á óvart.“ Brú – félag stjórnenda er í Skipholti 50d. Sími 562 7070. Allar nánari upplýsingar á bfs.is og á Facebook undir Brú félag stjórnenda. Persónuleg og sterk Brú Brú – félag stjórnenda er stéttarfélag fólks í stjórnunarstöðum. Félagið er sniðið fyrir alla stjórnendur, þá sem stjórna viðamiklum verkefnum eða eru sjálfstæðir atvinnurekendur. Eygló Guðmundsdóttir, skrifstofustjóri í Brú – félagi stjórnenda. MYND/ERNIR KYNNINGARBLAÐ 3 Þ R I ÐJ U DAG U R 1 . m A í 2 0 1 8 1. MAí 0 1 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F A 3 -5 2 9 8 1 F A 3 -5 1 5 C 1 F A 3 -5 0 2 0 1 F A 3 -4 E E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.