Fréttablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 38
Snyrtileg inn- rétting en plast- notkun mjög áberandi. Mjög þægileg opnun á skottrými. Reynsluakstur Finnur Thorlacius finnurth@frettabladid.is KoStir og gallar Ford EcoSport l 1,0 lítRa bensínvél l 125 hestöfl l fRamhjóladRif eyðsla frá: 5,3 l/100 km í bl. akstri mengun: 119 g/km CO2 hröðun: 10,1 sek. í 100 km hraða hámarkshraði: 190 km/klst. verð frá: 2.750.000 kr. Umboð: Brimborg l Vel búinn tæknilega l Verð í öllum útgáfum l Útlit l Efnisnotkun í innréttingu l aksturseiginleikar l Eyðsla Það er ekki óalgengt að smáir jepplingar séu smíðaðir upp úr vinsælum fólksbílum og þeir settir á „stultur“ en innviðirnir séu svo til alveg eins. Þannig er því farið með Ford EcoSport en hann er smíðaður á grunni Fiesta-fólks- bílsins. Það sama á t.d. við Mazda CX-3 sem er smíðaður á grunni Mazda2-fólksbílsins. Einmitt það sama ætlar Volkswagen að gera með tilvonandi T-Cross jeppling sem byggður verður á Polo. Þessi aðferð er kjörin að mörgu leyti, því með því sparast mikið við hönnun glænýs bíls og þar sem heims- byggðin hreinlega öskrar á jepp- linga um þessar mundir er þetta líka aðferð til að koma slíkum bílum fljótt á markað. Í sumum til- vikum hefur tekist verulega vel til með þessa aðferð er kemur að ytra útliti slíkra bíla og er CX-3 bíllinn frá Mazda þar besta dæmið, enda fallegastur smárra jepplinga. Það sama er þó ekki hægt að segja um Ford EcoSport sem fellur ekki vel að fegurðarsmekk greinarritara. Ford Fiesta er mjög fallegur bíll og vinsæll af skiljanlegum ástæðum, en þessi bróðir hans sprengir seint fegurðarskalann frómt frá sagt. Samt er hér kominn ágætur bíll á góðu verði og víst er að ekki eru allir sammála þegar kemur að fegurð bíla. Ástæðan fyrir lítt aðlaðandi ytra útliti EcoSport kann að liggja í því að hann var teiknaður og smíðaður fyrir allt annan markað en Evrópu og var fyrst smíðaður fyrir markaði í Ind- landi, Kína, Taílandi og Brasilíu frá og með árinu 2013 og smíðaður í verksmiðjum þar. Síðar var hann boðinn í Evrópu með uppfærslu á innréttingu bílsins og með fleiri vélarkostum. Ódýr bíll í öllum útgáfum Nokkrar jákvæðar breytingar voru gerðar á bílnum árið 2015 og enn meiri með 2018 árgerðinni og er bíllinn orðinn meira aðlaðandi en ef til vill hefðu brýnustu breyt- ingarnar átt að vera hvað varðar ytra útlit hans. Bíllinn hefur með þessum breytingum orðið mun aksturshæfari þó svo hann nái alls ekki aksturshæfni Fiesta-bróður- ins. Betri einangrun, betri fjöðrun og bætt stýring bílsins hefur lagað hann mikið, en hann virkar samt of þungur að ofan fyrir undirvagn sinn. Ford EcoSport er boðinn hér á landi með 1,0 lítra bensínvél í 125 og 140 hestafla útfærslum. Í sinni ódýrustu útfærslu kostar hann aðeins 2.750.000 kr. með beinskiptingu, en með 140 hestafla útgáfu hans kostar hann 3.290.000 kr. og þá í ST-line útgáfu. Sjálfskipt- ur er hann ódýrastur á 3.350.000 kr. með 125 hestafla vélinni en í ST-Line útgáfu á 3.490.000 kr. Ekki telst þetta hátt verð fyrir ágætlega útbúinn bíl. Akstur EcoSport er alveg ágætur innanbæjar og hætt er við því að þannig sé hann mest notaður þó veghæð hans bjóði upp á örlítið meiri vegleysur en Ford Fiesta á stultum Ford EcoSport er smíðaður á grunni Fiesta og með því fæst bíll í míní SUV-flokki þar sem ökumað- ur situr hátt. Skiptar skoðanir eru um útlit hans, en hér er kominn vel útbúinn bíll á góðu verði. Ford Ecosport er í raun háfætt útgáfa af Ford Fiesta bíllinn fæst hins vegar ekki með fjórhjóladrifi, er aðeins framhjóla- drifinn. Vel búinn en lítið skottrými Að innan er EcoSport alls ekki ólaglegur en mikil notkun plasts skýrir að einhverju leyti lágt verð hans. Ágætlega fer um framsætis- farþega og vissulega er setið hátt og útsýni úr bílnum því ágætt. Fótaplássi í aftursætum er ábóta- vant en höfuðrými ekki og gæti stærri maður en 180 cm greinar- ritari setið þar án vandkvæða. Skottrými er ekki mikið fyrir bíl í þessum flokki, en það er aðeins 355 lítrar og þar slá honum margir keppinautarnir við. Hvað varðar tæknibúnað er bíllinn ágætlega útbúinn og stór aðgerðaskjár, fínt hljóðkerfi með 7 hátölurum, hitastýrð miðstöð, halogen-aðal- ljós, upphitanlegir útispeglar, allar mögulegar tengingar og margþætt öryggiskerfi gleðja ökumann. Í Titanium-útgáfu bætist mikið við í útbúnaði bílsins og verðið hækkar ekki mikið. Enn bætist mikið við í ST-Line útgáfunni en ekki í verði og því ef til vill bestu kaupin, aldrei þessu vant, í þannig útfærslu bílsins. Þá er líka komið leður- áklæði á sætum og margt annað góðgæti sem gleður. Mikil eyðsla með lítilli vél Oft vill það verða með bíla með lítið sprengirými að eyðsla þeirra er ekki með besta móti og hugsan- lega betra að búa þá með öflugri vélar. Það virðist eiga við EcoSport því erfitt var að ná eyðslunni mikið undir 11 lítra í borgarakstrinum og mældist hann í reynsluakstrinum vera í kringum 10,7 lítrana. Auð- veldlega er hægt að gera þá kröfu að ekki stærri bíll en þetta með ekki öflugri vél eyði talsvert minna eldsneyti. Því verður honum vart hrósað fyrir litla eyðslu. Mikil og jákvæð breyting hefur orðið á fyrstu gerð EcoSport og er hér kominn ágætlega búinn bíll en hann stenst afar samkeppnisfær- um bílum í sama míní SUV-flokki ekki snúning, ekki hvað síst hvað varðar útlit og útfærslu innan- rýmis og efnisnotkunar. Er þá helst að nefna gullfallegan Mazda CX-3, Nissan Juke, Peugeot 2008 og Renualt Captur. 1 . m a í 2 0 1 8 Þ R i Ð j U d a G U R10 b í l a R ∙ f R é t t a b l a Ð i Ð Bílar 0 1 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F A 3 -7 F 0 8 1 F A 3 -7 D C C 1 F A 3 -7 C 9 0 1 F A 3 -7 B 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.