Morgunblaðið - 16.09.2017, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 16.09.2017, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2017 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Ríkisstjórnin fallin Baldur Arnarson baldura@mbl.is Stærstur hluti ræðu Bjarna Bene- diktssonar, forsætisráðherra og for- manns Sjálfstæðisflokksins, í Valhöll síðdegis í gær fór í að rökstyðja að engin rök væru fyrir stjórnarslit- unum. Aðdragandinn er rifjaður upp á blaðsíðu 14 hér í blaðinu í dag. „Við vitum öll að á undanförnum mánuðum hefur verið mikil umræða um uppreist æru í þjóðfélaginu í til- efni af málum sem fóru fyrir dóm- stóla. Við höfum öll verið að læra sitt- hvað um áhrif þess fyrirkomulags, sem við höfum um árabil og áratugi viðhaft til þess að fólk geti fengið að nýju möguleika til þess að taka þátt í þjóðfélaginu með því að öðlast borg- araleg réttindi. Það sem í lögum er kallað óflekkað mannorð. Það sem við höfum öll lært af þeirri um- ræðu … er að lög um þessi efni eru algjörlega úr takti við nútímaviðhorf í þjóðfélaginu. Ég, og við á Alþingi, sem höfum starfað þar undanfarin ár, höfum brugðist því að gera okkur grein fyrir þessu og grípa í taumana og gera viðeigandi breytingar. Af- leiðingin af þessari yfirsjón er sú að mjög margir hafa átt um sárt að binda. Og ég verð að segja það alveg eins og er að það hefur snert mann djúpt að sjá hvernig þeir sem þar hafa átt í hlut hafa stigið fram, að- standendur og aðrir, og opnað augu okkar allra fyrir því hversu erfið og þungbær þessi mál eru.“ Ekki breyst í takt við viðhorf Bjarni sagðist sannfærður um að Íslendingar ættu erfitt með að fyrir- gefa kynferðisbrot gegn börnum. „Þetta er alveg afskaplega við- kvæmur málaflokkur. Þess vegna hefur réttarframkvæmdin hér á landi meðal annars gert ráð fyrir því … að viss leynd þyrfti að vera um þessi mál. Til hvers? Jú, til þess að hlífa þeim sem brotið hefur verið gegn. Þannig eru dómar Hæsta- réttar kveðnir upp án þess að menn séu nafngreindir. Ekki til að hlífa þeim sem braut af sér, heldur til þess að hlífa þeim sem brotið var gegn. Og í grundvallaratriðum held ég að í þessari umræðu sem hefur átt sér stað hafi viðhorf okkar flestra til þessa þáttar málsins ekki breyst. Það sem stendur upp úr eftir um- ræðuna er að það … er ekki hægt með einhverri stjórnvaldsákvörðun að segja sem svo að hér hefur æra verið uppreist. Eftir að málið hefur fengið formlega meðferð í kerfinu hefur þú óflekkað mannorð. Það getur enginn tekið sér þá stöðu að ákveða þetta. Það er þetta sem er að lögunum og okkur hefur mistekist að breyta í takt við nútímaviðhorf.“ Ekkert að framkvæmd laganna Bjarni rifjaði svo upp meðferð þingsins. „Við erum hér að ræða um mál … sem ég held að megi segja að eigi fyrst og fremst rætur að rekja til þeirra mála sem voru afgreidd í sept- ember í fyrra. Þau mál hafa komið til skoðunar í stjórnskipunar- og eftir- litsnefnd. Niðurstaða stjórnskip- unar- og eftirlitsnefndar eftir ít- arlega athugun á málunum var sú að það væri í sjálfu sér ekkert at- hugavert við það hvernig lög voru framkvæmd. Nefndin var ekki að taka til skoðunar þessi atriði sem ég var að nefna um hvort menn hefðu fært lög til samræmis við nútíma- viðhorf í samfélaginu. En fram- kvæmdin sem slík stóðst skoðun Al- þingis. Og ég vil koma því enn og aftur á framfæri fyrir mitt leyti, vegna þess að það hefur gætt mis- skilnings um það, að ég hef aldrei á neinu stigi máls haft aðkomu að ákvarðanatöku í þessum málum. Það hefur aldrei verið,“ sagði Bjarni. Ráðuneytið að vinna í málunum „Á þessu kjörtímabili, sem hófst fyrr á þessu ári, hafa engin mál af þessum toga verið afgreidd. Og á þessu kjörtímabili erum við að sjá það í fyrsta skipti, að frumkvæði dómsmálaráðherra, að stunguskófl- unni er þrýst ofan í þennan jarðveg, og sagt, heyrðu hér ætlum við að stinga upp og við ætlum að breyta. Sú vinna hefur verið í gangi í dóms- málaráðuneytinu á undanförnum mánuðum. Í þessari viku kom fram að faðir minn hefði verið umsagnar- aðili í einu þessara mála. Ég vil taka það fram að það var mér áfall að heyra af því. Ég hefði ekki getað sjálfur skrifað undir slíkt meðmæla- bréf. Og ég mun aldrei reyna að verja þá gjörð. En þegar mér bárust þær upplýsingar, sem var seint í júlí á þessu ári, hafði dómsmála- ráðuneytið tekið ákvörðun um að það bæri að fara varlega með … allar upplýsingar af þessum sama toga og málið var komið í farveg til úrskurð- arnefndar um upplýsingamál. Þann- ig var mér tjáð þegar ég átti sam- skipti við dómsmálaráðherrann að við værum hér að ræða um trúnaðar- upplýsingar samkvæmt niðurstöðu ráðuneytisins frá því í júní í öðru máli. Þetta var dálítið vandasöm staða. Þarna var ég kominn með upp- lýsingar um að inni í kerfunum væri mál sem var svo sem ekki í fjölmiðla- umræðunni á þeim tíma; það var enginn að tala um það tiltekna mál neins staðar á þeim tíma. Meðal ann- ars vegna þess að í þeim undir- liggjandi dómi sem þar er að baki er engin nöfn að finna, af tillitssemi við brotaþola. En ég tók þá ákvörðun að þetta mál myndi ég meðhöndla með þeim hætti sem dómsmálaráðuneytið hafði þá þegar ákveðið. Það er að segja sem trúnaðarmál,“ sagði Bjarni og bætti við að umrætt mál hefði þurft að ganga sína leið til úr- skurðarnefndar. Fullt aðgengi væri óheimilt „Það var ýmislegt sem ég gat séð fyrir mér að kæmi út úr þessum skoðunum. Meðal annars hefði það getað verið niðurstaðan að þeir einir ættu rétt til aðgengis að þessum upp- lýsingum sem ættu beina aðild að málinu …En við höfum niðurstöðuna núna og hún er sú að í málinu sem var til skoðunar, sem var mál Ró- berts Downey, hefði dómsmálaráðu- neytið haft rétt fyrir sér um að það væri óheimilt að veita fullt aðgengi að þessum gögnum; ráðuneytinu bæri skylda til þess að afmá persónu- greinanlegar upplýsingar áður en gögnin yrðu gerð opinber. Og ég vænti þess að ráðuneytið muni þá meðhöndla sambærileg gögn með sambærilegum hætti í framhaldinu.“ Aldrei reynt að hylma yfir „Þegar ég stóð í þessum sporum var mér sem sagt mest umhugað um að þetta mál fengi enga sérmeðferð og þyrfti að lúta sömu lögum og reglum og öll önnur sambærileg mál. Ég hef aldrei á nokkrum tímapunkti beitt mér fyrir því að málinu yrði stungið undir stól, að því yrði haldið frá mönnum eða með einhverjum hætti yrði reynt að hylma yfir máls- meðferðina. En það er nú að miklu leyti það sem umræða vikunnar hef- ur jú snúist um. Mér varð það síðan ljóst fyrir nokkrum dögum, vegna þess að fjöl- miðlar höfðu lagt fram fyrirspurnir sem gáfu til kynna að þeir hefðu þá þegar upplýsingar um þetta viðkom- andi umsagnarbréf föður míns, … að það stefndi í opinbera umfjöllun um það mál, alveg óháð niðurstöðu úr- skurðarnefndarinnar. Á þeim tíma- punkti tók ég ákvörðun um að greina formönnum hinna stjórnarflokkanna beggja frá því að þess mætti vænta að málið kæmi fram í opinbera um- ræðu. Og ég lét þess um leið getið að þarna væri um að ræða mál sem mér hefði verið ókunnugt um meðan það var til málsmeðferðar … Þetta gaf ekki tilefni til mikillar umræðu milli mín og formanna hinna stjórn- arflokkanna á þeim fundi sem við sátum á.“ Málið fékk enga sérmeðferð „Það kom mér þess vegna alger- lega í opna skjöldu þegar ég fékk þau tíðindi í gær [í fyrradag] að menn segðu að þeir vildu ganga út úr stjórnarsamstarfi við Sjálfstæð- isflokkinn vegna alvarlegs trún- aðarbrests sem hefði orðið í þessu máli. Þau rök finnst mér ekki stand- ast neina skoðun. Í fyrsta lagi bendi ég á að mér var að lögum óheimilt að deila upplýsingum um þetta mál. Í öðru lagi greip ég fyrsta tækifæri sem ég hafði til þess að deila með samstarfsmönnum mínum upplýs- ingunum, sem þóttu jú þetta við- kvæmar. Og í þriðja lagi finnst mér … þegar menn eru að velta fyrir sér hvort hér sé eitthvert óhreint mjöl í pokahorninu hvað varðar mína aðkomu að málinu, eða stjórn- sýslulega meðferð málsins, að þá hljóti að ráða úrslitum hvort málið hafi fengið sérmeðferð eða hvort maður hafi með einhverjum hætti haft puttana í málinu. Það hefði ég haldið að væri kjarni máls. En ekkert af þessu átti við.“ Leggist ekki flatir í vindi Þriðji og síðasti hluti ræðu Bjarna var um stjórnmálaástandið. „Það er mín skoðun að við þurfum að endurheimta sterka ríkisstjórn fyrir Ísland, með öflugum stjórn- málaflokkum sem hafa góðar rætur, sem ekki leggjast flatir í vindi eins og strá,“ sagði Bjarni. Hann sagðist hafa rætt við for- menn stærstu flokkanna og kannað hvort hægt væri að ná samstöðu. Vegna þess hversu mikið bil sé milli manna sé ekki annað í spilunum en að efna til kosninga. Ræddi Bjarni um nóvember í því efni. Óheppilegt væri að hafa þingkosningarnar of nærri sveitarstjórnarkosningunum. „En aðalatriðið er að mér sýnist að það sé einfaldlega alltof langt á milli manna,“ sagði Bjarni að lokum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Í Valhöll Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi aðdragandann að stjórnarslitunum í ræðu sinni. Rökin standist ekki skoðun  Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir ekkert tilefni hafa verið fyrir stjórnarslitunum  Hann sagði það hafa verið sér áfall að heyra að faðir hans hefði ritað undir umdeilt bréf

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.