Morgunblaðið - 16.09.2017, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2017
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Aðventuprýði í Prag
Í þessari skemmtilegu aðventuferð gistum við í þremur heillandi
borgum. Í hverri þeirra kynnumst við fagurlega skreyttum
jólamörkuðum með fjölbreyttum varningi og sýnishorni af því
dæmigerða í mat og drykk heimamanna.Við hefjum ferðina í
Pilsen í Tékklandi, förum svo til heimsborginnar Prag og endum
ferðina í Nürnberg í Þýskalandi.
Verð: 186.600 kr. á mann í tvíbýli. ÖRFÁ SÆTI LAUS
Mjög mikið innifalið!
sp
ör
eh
f.
2. - 9. desember Fararstjóri: Pavel Manásek
Ríkisstjórnin fallin
Erlendir fjölmiðlar hafa margir
fjallað um fall íslensku ríkisstjórn-
arinnar. Á vef BBC segir að ríkis-
stjórnin hafi fallið vegna reiði al-
mennings yfir málum tengdum
barnaníði. Þá fjallar NRK ítarlega
um málið frá því þegar Björt framtíð
kaus um að slíta samstarfinu vegna
hneykslis sem tengist Benedikt
Sveinssyni, föður forsætisráðherra.
Franska fréttastofan AFP segir frá
blaðamannafundi forsætisráðherra
þar sem hann er sagður kalla eftir
skyndikosningum og bent er á að að-
eins sé um ár frá síðustu skyndi-
kosningum sem komu til vegna Pan-
ama-skjalanna. Þá segir að Björt
framtíð hafi slitið samstarfinu því
forsætisráðherra hafi ekki upplýst
um það að faðir hans hafi skrifað
undir meðmælabréf fyrir dæmdan
barnaníðing, sem óskaði eftir því að
fá glæpi sína afmáða af sakaskrá.
Stjórnarslit í
sviðsljósinu
Morgunblaðið/Eggert
Stjórnarslit Fall ríkisstjórnarinnar
vekur nokkra athygli erlendis.
Guðlaug Kristjánsdóttir,
stjórnarformaður Bjartrar
framtíðar, er ósammála for-
sætisráðherra um að ekkert
hafi kallað á að hlaupa til og
slíta stjórnarsamstarfinu.
„Stjórn Bjartrar framtíðar
fór ítarlega yfir málið og það
var ekki neinn vafi í okkar
huga að það væri ástæða til
að bregðast við.“
Guðlaug er jafnframt
ósammála þeirri fullyrðingu
að málið er varðaði Benedikt
Sveinsson, föður forsætisráð-
herra, hafi ekki fengið öðru-
vísi meðhöndlun en önnur.
Þá segir Guðlaug ekkert
til í þeim orðrómi að Björt
framtíð hafi hlaupið til og
fundað seint í fyrrakvöld, í
kjölfar fregna um að Við-
reisn hafi ætlað sér að funda
og slíta stjórnarsamstarfinu í
gær, til að vera fyrri til með
gott veganesti inn í kosn-
ingar.
„Við funduðum einfald-
lega við fyrsta tækifæri eftir
að þetta kom fram.“
Björt framtíð Guðlaug segir
nauðsynlegt að hafa brugðist við.
Snerist ekki um
að vera fyrri til að
slíta samstarfinu
Þorsteinn Víglundsson, fé-
lagsmálaráðherra og þing-
maður Viðreisnar, segir að
ekki hafi verið neinn annar
kostur í stöðunni en að blása
til kosninga. „Atburðarásin
hefur verið gríðarlega hröð
og nýjustu upplýsingar í
þessu máli valda okkur mjög
miklum vonbrigðum. Það er
enginn annar kostur en að
boða til kosninga sem fyrst.“
Hann segir nauðsynlegt að
rannsaka málsmeðferð
stjórnvalda í málum um upp-
reist æru. „Stjórnskipunar-
og eftirlitsnefnd er eðlilega
best til þess fallin að sinna
því og kalla eftir öllum upp-
lýsingum og fá þær allar upp
á borðið.“ Spurður um hvort
ríkistjórnin sé starfhæf
næstu daga segir hann það
koma í ljós.
„Það er á ábyrgð allra
flokka sem eiga fulltrúa á
þingi núna með hvaða hætti
unnið verði úr – þá með
starfsstjórn – á næstu vikum
fram að kosningum.“
Viðreisn Þorsteinn vill fá allar
upplýsingar upp á borðið.
Enginn annar
kostur en að boða
til kosninga
Lilja Alfreðsdóttir, varafor-
maður Framsóknar-
flokksins, segir kosningar
skynsamlegasta kostinn.
Spurð um viðræður forystu
flokksins við Bjarna Bene-
diktsson forsætisráðherra og
hvort Framsóknarflokknum
hafi verið boðið til stjórn-
arsamstarfs, segir Lilja að
auðvitað hafi „allir talað
saman og velt upp öllum
möguleikum“.
„En það vill auðvitað
þannig til að við vorum í
þessum æfingum alveg frá
októberlokum og fram í byrj-
un janúar. Þannig að mínu
mati var búið að fullreyna
allt,“ segir Lilja og rifjar upp
aðdragandann að myndun
stjórnarinnar sem er fallin.
„Þetta stjórnarsamstarf
skorti líka ákveðna stefnu-
mótun og framtíðarsýn. Svo
kemur svona erfitt mál og þá
þurfti ekki meira til. Það
segir svolítið mikið um hvar
stjórnmálin eru stödd í dag,“
segir Lilja.
Framsókn Lilja Alfreðsdóttir, vara-
formaður Framsóknarflokksins.
Framsókn taldi of
mikið bera í milli
til að fara í stjórn
Katrín Jakobsdóttir, formað-
ur Vinstri grænna (VG),
kveðst ekki hafa séð aðra
möguleika í stöðunni en að
rjúfa þing og efna til kosn-
inga. Að fara í ríkisstjórn
með Sjálfstæðisflokki hafi
ekki verið inni í myndinni.
Spurð út í afstöðu sína til
síðustu daga segir Katrín
ljóst að stjórnin hafi verið
ósamstiga frá fyrsta degi.
„Ég held að það sé morg-
unljóst að þessi stjórn hefur
verið ósamstiga frá fyrsta
degi í mörgum málum. Ekk-
ert bara þessum atburði. Ég
vitna þá til umræðu um ýmis
mál. Við höfum verið með
málefni sauðfjárbænda, fjár-
lög, hælisleitendur, þar sem
stjórnarflokkarnir hafa ekki
verið sammála.“
Hún segir stöðu VG vera
góða og margir hafi bæst við
flokkinn á undanförnum ár-
um. Spurð um möguleikann
á vinstristjórn eftir kosn-
ingar segir hún ótímabært
að ræða slíka stjórn.
Vinstri græn Katrín segir ljóst að
ríkisstjórnin hafi verið ósamstiga.
Ótímabært að
ræða um vinstri-
stjórn ennþá
Logi Már Einarsson, formað-
ur Samfylkingarinnar, segir
atburðarás síðustu daga ekki
endilega vera óvænta, enda
hafi ríkisstjórnin staðið höll-
um fæti í langan tíma. „Þessi
ríkisstjórn er búin að leika á
reiðiskjálfi frá því hún var
stofnuð því það logar allt í
innbyrðis átökum. Hún fellur
auðvitað á máli sem er af
allt annarri stærðargráðu og
snýst um siðferði.“
Spurður um næstu skref
segir hann Samfylkinguna
hlakka til að taka þátt í
kosningum. „Við erum ekki í
þeirri stöðu að vera stórir
gerendur í þessari atburða-
rás en við bara hlökkum til
að taka þátt, hvort sem það
verður í kosningum eða ein-
hverju samtali í framhald-
inu.“
Spurður hvort eitthvað
annað sé í stöðunni en kosn-
ingar segir hann að það
verði að koma í ljós. Segir
hann að kosningar séu það
líklegasta í augnablikinu.
Samfylkingin Logi Már segist
ganga brattur til kosninga í haust.
Logaði í innbyrðis
átökum allt frá
stofnun stjórnar
Birgitta Jónsdóttir, formaður
þingflokks Pírata, segir at-
burðarás síðustu daga vera
lygilega en sýni nýtt and-
rúmsloft í íslensku samfélagi.
„Það virðist bara vera kom-
ið þannig andrúmsloft í sam-
félaginu að fólk sætti sig ekki
við svona leyndarhyggju og
pólitíska leiki. Því líkar ekki
við þessa gömlu klíku sem
hefur fengið að gera bara það
sem henni sýnist.“
Birgitta segir atburði síð-
ustu daga m.a. afleiðingu þess
að ekki sé búið að lögfesta
þær stjórnarskrárbreytingar
sem séu í nýjum stjórnar-
skrársáttmála. „Við þurfum
að uppfæra lögin okkar svo
við séum ekki alltaf að lenda í
stjórnmálakreppum.“
Hún segir að nauðsynlegt
að breyta stjórnarskránni.
„Við þurfum að tala saman
aftur um hvernig samfélag við
viljum vera, taka aftur þjóð-
fund og taka þessa samræðu
um hvernig við viljum end-
urspeglast í æðstu lögum.“
Píratar Birgitta segir þörf á að
lögfesta stjórnarskrárbreytingar
Nýr þjóðfundur
og ný stjórn-
arskrá nauðsyn
Telja kosningar það eina rétta
Talsmenn allra þingflokka segja að kosningar séu það eina í stöðunni. Öll möguleg stjórnarmynstur
voru reynd í tilraunum á síðasta ári sem stóðu yfir frá októberlokum til janúar á þessu ári. Forsvars-
menn flokkanna sammælast um að ríkisstjórnin hafi staðið höllum fæti löngu áður en Björt framtíð
ákvað að slíta samstarfinu. Ríkisstjórnin er sögð ósamstiga og hafa skort stefnumótun og framtíðarsýn.
Eyrún Magnúsdóttir
eyrun@mbl.is
Dómsmálaráðherra, Sigríður Á. And-
ersen, upplýsti fjölmiðla um það á
fimmtudagskvöld að hún hefði greint
Bjarna Benediktssyni forsætisráð-
herra frá því í lok
júlí sl. að faðir
hans, Benedikt
Sveinsson, hefði
ritað undir bréf
sem sent var með
umsókn Hjalta
Sigurjóns Hauks-
sonar um upp-
reisn æru sem af-
greidd var í
september í fyrra.
Í kjölfarið hafa
vaknað spurningar um hvort þessi
miðlun upplýsinga frá dóms-
málaráðherra til forsætisráðherra
var yfirhöfuð heimil og einnig hvort
bar þá að upplýsa aðra ráðherra í rík-
isstjórn.
Skýrt er kveðið á um það í lögum
um persónuvernd að sá sem vinnur
með persónuupplýsingar þarf að hafa
til þess heimild. Á þeim tíma sem
dómsmálaráðherra veitti forsætisráð-
herra umræddar upplýsingar, þ.e.
nafngreindi einn umsagnaraðila, lá
ekki fyrir að úrskurðarnefnd upplýs-
ingamála myndi veita heimild til þess
að það yrði gert.
Reynt getur á eðli upplýsinga
Helga Þórisdóttir, forstjóri Per-
sónuverndar, segir að margt þurfi að
koma til skoðunar til að hægt sé að
leggja mat á hvort miðlun upplýsinga
milli ráðherra sé heimil.
„Þegar ráðherra veitir samráð-
herra upplýsingar getur reynt á ýmis
atriði, m.a. hvort upplýsingar eru
háðar þagnarskyldu eða ekki. Þá má
einnig ætla að það skipti máli að inn-
an ríkisstjórnar vinna ráðherrar sam-
an og má gefa sér að upplýsa þurfi
um atriði er varða stjórn landsins og
að sama skapi getur reynt á eðli
þeirra upplýsinga sem um ræðir. Við
höfum ekki tekið þetta mál formlega
fyrir og getum í raun ekki tjáð okkur
frekar um þetta einstaka mál á þessu
stigi. Sambærileg mál hafa ekki kom-
ið inn á borð Persónuverndar og eng-
inn úrskurður liggur því fyrir um
sambærileg mál,“ segir Helga.
Engin sam-
bærileg mál
Óljóst hvort dómsmálaráðherra
mátti deila upplýsingum með Bjarna
Helga
Þórisdóttir