Morgunblaðið - 16.09.2017, Page 11
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2017
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Í vikunni voru haldnir á Suðurlandi
fyrstu fundirnir með fulltrúum
sveitarfélaga og íbúum á hverjum
stað vegna nýrra almannavarna-
áætlana fyrir landshlutann. „Hug-
tökin eru skilgreind vítt og talsvert
fleiri þættir en náttúruvá eru teknir
inn í þessa
vinnu,“ segir
Víðir Reynisson
sem stýrir þessu
verkefni á vegum
lögreglunnar og
sveitarfélaganna
á Suðurlandi.
„Jarðskjálftar,
eldgos, flóð og
stórbrunar eru
vissulega of-
arlega á blaði og
fyrsta hjálp þegar slíkir atburðir
gerast. Nú horfum við til mun fleiri
þátta, svo sem aðgerða ef veitu- og
fjarskiptakerfi bresta, velferð-
armálin koma inn í þetta og hvernig
sveitarfélög geti unnið sig sem fyrst
út úr áföllum. Sé ekki markvisst að
málum staðið strax í byrjun geta eft-
irköstin varað í mörg ár.“
Skjálftar og skæð veikindi
Nú í vikunni settist lögreglan nið-
ur með Hvergerðingum um al-
mannavarnamálin. Þar var í fyrstu
fundað með helstu stjórnendum
sveitarfélagsins sem allir gegna
ábyrgðarmiklu hlutverki í hættu-
ástandi komi til þess svo og eftirmál-
unum. Þá var rætt við stjórnendur
slökkviliðs, sjúkraflutninga, björg-
unarsveitar og Rauða krossins og að
lokum var almennur íbúafundur.
Þar flutti annarra erindi Kristín
Jónsdóttir, sviðsstjóri náttúruvár
hjá Veðurstofu Íslands, en eðlilega
var jarðskjálftavá ofarlega í baugi í
Hveragerði, svo illa varð bærinn úti
í Suðurlandsskjálftanum vorið 2008.
„Á fundunum í Hveragerði voru
nefnd alls um 30 atriði sem talist
gætu almannavarnamál, svo sem ef
ný hverasvæði gætu myndast í bæn-
um eða skæð veikindi kæmu upp.
Frá því í síðasta mánuði var fólki í
fersku minni veirusýkingin á Úlf-
ljótsvatni, þaðan sem flytja þurfti
um 180 manns til aðhlynningar í
fjöldahjálparstöð í Hveragerði. Þeg-
ar allt kemur til alls er býsna margt
sem valdið getur víðtækri röskun í
samfélagi og því þarf að vera hægt
að bregðast fumlaust við,“ segir
Víðir. Hann er nú að vinna almanna-
varnaáætlanir fyrir sveitarfélögin á
Suðurlandi sem eru alls fjórtán. Þar
við bætast áætlanir vegna sértækra
atriða, svo sem eldgosa í Heklu,
Eyjafjallajökli og Kötlu, skipskaða
við suðurströndina og hugsanlegra
flugslysa á Hornafjarðarflugvelli.
Með náttúruhamförum á Suður-
landi á undanförnum árum hefur
skapast margþætt þekking sem nýt-
ist vel í núverandi áætlanagerð.
„Hjá stofnunum hvers sveitarfé-
lags þarf hlutverk hvers og eins
starfsmanns að vera skýrt afmarkað
og til skráð á einu A4-blaði. Fyrstu
stundirnar skipta mestu en síðan
verða líka að vera til skýrir ferlar
fyrir framhaldið. Menn verða líka að
huga að mikilvægum þáttum í flóknu
samfélagi, til dæmis að ef rafmagn
fer af þá detta fjarskipti út, greiðslu-
miðlunarkerfi og fleira. Við þurfum í
sem flestu að hafa plan B,“ segir
Víðir Reynisson sem á næstu vikum
mun funda um almannavarnamál í
öllum sveitarfélögunum og næst á
Flúðum, það er Hrunamannahreppi.
Auk sveitarstjórna og björgunarliða
þar stendur svo til að eiga samtöl við
fulltrúa ferðaþjónustu.
Þekkir ekki aðstæður
„Aukinn ferðamannastraumur
hefur breytt samfélaginu. Mun
fleira fólk á ferðinni sem þekkir ekki
til aðstæðna og náttúru á hverjum
stað og er því útsettara en ella fyrir
hættu,“ segir Víðir sem telur mik-
ilvægt að áætlanir um almannavarn-
ir séu endurskoðaðar á þriggja til
fjögurra ára fresti og æfingar haldn-
ar árlega.
Sveitarfélög vinni sig
fljótt út úr áföllunum
Almannavarnir á Suðurlandi Hlutverk fólks séu skýr
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Náttúruhamfarir Eldgosið í Eyjafjallajökli 2010 olli usla víða um lönd.
Víðir
Reynisson
Fæst íapótekum,Hagkaup,Fjarðarkaup,
NettóogGrænheilsa.
Bragðlaust duft í kalt vatn
5 mán skammtur
Styður:
Efnaskipti og öflugri brennslu
Minni sykurlöngun
Slökun og svefn
Vöðva og taugastarfsemi
Gott á morgnana og kvöldin
1/3 tsk = 350mg - ekkert bragð
Mikil virkni
Náttúrulegt
Þörungamagnesíum
ENGIN
MAGAÓNOT
Nýjar
umbúðir
sömu gæði
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
Opið í dag 11-16
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Kr. 8.500
100% bómull
Str. S-2XL - Fleiri litir
Síðar peysur
Searching for Heiða Jónsdóttir
who attended I.P.C. in Denmark in ‘67 - ‘68.
At one time lived at Fellsmúla 5 in Reykjavík.
Please contact kristine.harder@gmail.com
HAUSTYFIRHAFNIR
Dúnúlpur - Ullarkápur
Fylgdu okkur á facebook.com/laxdal.is
Skipholti 29b • S. 551 4422 • laxdal.is
Atvinna