Morgunblaðið - 16.09.2017, Blaðsíða 13
Vonbrigði og veikindi taka sinn toll.
En það er gleðin og litlu sigrarnir
sem verða að stórum sigrum sem
gefur baráttunni gildi.“
Margrét Lísa segir að breyt-
ingar frá því fyrir 30 árum liggi
helst í því að nú séu fötluð börn sýni-
leg og njóti sama réttar og aðrir.
Misjafnar skoðanir séu á því hvað
henti best. En því meira sem í boði
sé því betra.
Elskum Álfaland
„Við fjölskyldan elskum Álfa-
land og Bryndís Emma er alltaf
voða spennt að fara í Álfaland, henni
finnst það gaman,“ segir Harpa Dís
Úlfarsdóttir, móðir Bryndísar
Emmu Pálsdóttur sem dvelur í Álfa-
landi að minnsta kosti fimm sólar-
hringa á mánuði.
Harpa segir að Bryndís Emma
sé með 5p-heilkenni. Því fylgi
þroskahömlun sem lýsi sér meðal
annars í miklum tilfinningum og
hömluleysi. „Bryndís Emma byrjaði
í Álfalandi rétt rúmlega fimm ára.
Áður höfðum við haft stuðnings-
fjölskyldur en því fylgdi töluvert
óöryggi. Í Álfalandi erum við alltaf
örugg með 5 sólarhringa dvöl á mán-
uði og fáum fleiri ef pláss losnar,“
segir Harpa. Hún segir að þau nýti
sjaldan úrrræðið fimm sólarhringa í
röð.
Harpa og eiginmaður hennar
eiga tvö önnur börn. 11 ára stelpu
sem var fimm ára þegar Bryndís
Emma fæddist og tveggja og hálfs
árs strák. „Stelpan hefur alltaf verið
góð við Bryndísi. Hún lokar bara
herberginu sínu ef hún vill frið.
Strákurinn aftur á móti er oft pirr-
aður á systur sinni. Hún lætur hann
aldrei í friði, aldrei og nú er hann
bókstaflega farinn að bíta frá sér. “
Harpa segir það mikla hvíld
fyrir bróðurinn þegar Bryndís
Emma fer í Álfaland. „Það er líka
hvíld fyrir okkur og við getum gert
meira með hinum börnunum. Farið í
keilu öll saman eða við foreldrarnir
fengið pössun og gert eitthvað sam-
an,“ segir Harpa og bætir við að það
sé auðvelt að koma systkinunum
tveimur í pössun. Hún segir það
ekki auðvelt að biðja fólk um að
passa Bryndísi Emmu og það sé líka
erfitt fyrir hana að fara í pössun.
„Álfaland er hennar annað heimili
og þar er hún örugg. Það er meiri
agi þar á hlutunum. Heima er aðeins
frjálslegra, en hún þarf mikinn aga.
Þegar Bryndís Emma kemur heim
eftir dvöl í Álfalandi er meiri ró yfir
henni. Það er eins og hún nái að
núllstillast þar,“ segir Harpa og
bætir við að það skipti máli að þegar
Bryndís Emma komi heim þá komi
hún með öll fötin sín hrein. Álfaland
þvoi fötin sem hún notar þar.
Harpa segir að Bryndís Emma
sé mjög dugleg. Hún elski börn í
hjólastólum og sé mjög hjálpsöm.
Bangsarnir hennar eru nefndir eftir
börnum í Álfalandi og hún býr um
þá í kerru sem hún er búin að breyta
í hjólastól. Hjólastólnum fylgir svo
taska sem Bryndís Emma segir að
innihaldi sondur, smekki, næringu
og þess háttar.
„Bryndísi Emmu skortir höml-
ur og ef henni dettur í hug að taka
vatn af borðinu og hella yfir bróður
sinn þá gerir hún það. Það liggur við
að ég öfundi hana stundum af því að
leyfa sér að gera það sem henni
dettur í hug, “ segir Harpa hlæjandi.
Hjálpsöm Bryndís Emma með
bangsa í hjólastól og tilheyrandi.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2017
Ársreikningaskrá RSK
Lokafrestur til að skila ársreikningum
til ársreikningaskrár RSK rennur út
20. september 2017
Áskorun um skil á ársreikningum hefur nú verið birt á
þjónustusíðu (skattur.is) þeirra félaga, sem ekki hafa staðið skil á
ársreikningi sínum til ársreikningaskrár. Forráðamenn viðkomandi
félaga eru hvattir til að bregðast skjótt við og senda ársreikning
rafrænt, þannig að ekki þurfi að koma til sektarákvörðunar.
Unnt er að finna á rsk.is yfirlit yfir þau félög sem ekki hafa
skilað ársreikningi.
Vakin er athygli á að örfélög sem hafa skilað skattframtali geta
nýtt sér Hnappinn. Þá er farið inn á þjónustusíðu ríkisskattstjóra
skattur.is og valið að láta ríkisskattstjóra útbúa ársreikning
félagsins og skila til ársreikningaskrár.
4421000
Þjónustuver 9:30-15:30rsk@rsk.is
Áskorun vegna
skila ársreikninga!
hinum ýmsu sveitum jarðar. Natasha
Royal kennir breikdans, Erna Guðrún
Fritzdóttir skapandi dans, Margrét
Erla Maack Bollywood-dansa og
Veska Jónsdóttir Balkandansa.
Síðasta vetur stóðu Íbúasamtökin
fyrir málþingum og smiðjum í
Spennistöðinni og verður framhald á
því í vetur. Heil brú er smiðjur og
málþing sem haldin eru í Spenni-
stöðinni og styrkir Reykjavíkurborg
verkefnið sem hófst haustið 2016.
Heilli brú var hleypt af stokkunum til
að tengja saman alla notendur
Spennistöðvarinnar, félags- og
menningarmiðstöðvar miðborg-
arinnar, og eru einkunnarorð þess:
Sköpum, ræðum og leikum okkur
saman. Markmiðið með verkefninu
er að bæta hverfisandann og sam-
heldnina í hverfinu og þær eru ætl-
aðar öllum íbúum í miðbænum.
Heil brú hófst með leikjadegi, síð-
an var haldið málþingið Sambýlið við
ferðaþjónustuna og rak hver uppá-
koman aðra, blússmiðja, galdra-
stafa- og flugdrekasmiðja, leiksmiðja
og málþingin Börnin í miðbænum,
Góðir grannar og Landbúnaður í 101.
Í vetur stendur m.a. til að halda
örnámskeið í sirkuslistum og fönd-
ur- og tónlistarsmiðjur. Málþingin
verða á sínum stað og stendur með-
al annars til að ræða fegurð í bygg-
ingarlist og skipulagi og sambýlið
við ferðaþjónustuna. Vert er að taka
fram að dagskráin er ekki fullmótuð
og auglýst er eftir hugmyndum að
smiðjum og málþingum. Hægt er að
senda póst með hugmyndum á net-
fangið:
midbaerinn@midbaerinn.is.
Í Álfaland kemur breiður hópur fatlaðra barna. Flest eru þroskaheft og
fjöldi þeirra er alvarlega fatlaður með óstöðugt heilsufar.
Öll börn í Álfalandi eru í sólarhringsdvöl í einn til fimm daga.
Allt að 40 börn nýta sér þjónustuna á ári.
Aldrei eru fleiri en sex börn í Álfalandi á sólarhring.
Yngstu börnin eru á fyrsta ári og þau elstu á 13. ári.
Meðaldvalartími barns eru 60 dagar á ári.
Starfsmenn eru 26 og starfsmannavelta nánast engin.
Nýting heimilisins er nánast 100%. Ef barn getur ekki nýtt dvöl er
öðru barni boðin hvíldarinnlögn.
Meðalfjöldi hvíldardaga er sjö á mánuði.
Hvíldardvöl er á virkum dögum og löngum fjögurra daga helgum.
Brugðist er við þörfum fyrir aukadvalir vegna sumar- og eða vetrarfría
og ef veikindi koma upp í fjölskyldunni.
Húsið er tæplega 185 fm að meðtalinni 28 fm nýrri viðbyggingu.
Þjónusta allan sólarhringinn
KYNNING Á REKSTRI ÁLFALANDS