Morgunblaðið - 16.09.2017, Síða 17

Morgunblaðið - 16.09.2017, Síða 17
., '*-�-��,�rKu�, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI Funahöfða 7 | 110 Reykjavík | Sími 577 6666 Loftkæling & varmadælur Iðnaðareiningar mikið úrval Kæli- & frystibúnaður í allar gerðir sendi- og flutningabíla Sala, uppsetning og þjónusta á kæli og frystibúnaði Kæli- & frystiklefar í öllum stærðum MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2017 Alls bárust 12 tilboð í niðurrif Sem- entsverksmiðjunnar á Akranesi en tilboð voru opnuð í síðustu viku. Mikill munur var á lægsta og hæsta tilboði eða 819 milljónir króna. Eftirtalin tilboð bárust, raðað eftir fjárhæðum. Work North ehf. 175.279 þúsund krónur, ABLTAK ehf. 274.790, Ellert Skúlason ehf. 279.620, Skóflan hf. 378.000, G. Hjálmarsson hf. 460.838, Háfell ehf. 495.048, Þróttur ehf. 509.585, Ístak hf. 556.088, Wye Valley 618.969, Íslandsgámar hf. 666.575, Húsarif ehf. 794.210 og sérfélag stofnað um verkefnið 994.790 þús- und krónur. Kostnaðaráætlun Mannvits var rúmar 326 milljónir króna. Næsta skref í málinu er að ganga til samninga við verktaka. Reiknað er með að niðurrif hefjist nú á haustmánuðum og því ljúki haustið 2018. Alls verða 16 mannvirki rifin en önnur fá að standa, til dæmis sem- entstankarnir og strompurinn, sem setja mikinn svip á umhverfið. Reiknað er með að alls verði rifnir 140 þúsund rúmmetrar af mann- virkjum. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sementsverksmiðjan Mannvirkin verða rifin á næstu tveimur árum. Mikill munur á tilboðum í niðurrif  Sementsverk- smiðjan verður rifin Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur samþykkt að veita Mjólkursamsölunni vilyrði fyrir 40 þúsund fermetra lóð á Hólmsheiði við Suðurlandsveg. Þarna hyggst fyrirtækið reisa 11.000 fermetra byggingu fyrir birgðahald, vöru- dreifingu og skrifstofur. Fram kemur í bréfi sem skrif- stofa eigna og atvinnuþróunar ritaði borgarráði að Mjólkursamsalan hafi óskað eftir því að fá þessa lóð út- hlutaða. Fyrirtækið starfi nú í 15 þúsund fermetra leiguhúsnæði á Bitruhálsi 1, sem stendur á 65 þús- und fermetra lóð. Vegna breytinga á starfsemi Mjólkursamsölunnar sé lauslega áætlað að húsnæðisþörf fyrirtækisins sé um 11.000 fermetr- ar. Staðsetning lóðar á Hólmsheiði verði nánar ákveðin í deiliskipulagi. Mjólkursamsalan geti óskað eftir úthlutun lóðar þegar deiliskipulagið hafi tekið gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Mjólkursamsalan mun greiða gatnagerðargjöld og markaðsverð fyrir byggingarrétt á lóðinni. Verð byggingarréttarins mun ráðast af meðaltali mats tveggja löggiltra fasteignasala á verðmæti hans. Mjólkursamsalan er rekstrarfélag mjólkuriðnaðarins á Íslandi og er í eigu um 600 kúabænda um land allt. Fyrirtækið er í eigu Auðhumlu (90,1%) og Kaupfélags Skagfirðinga (9,9%). Auðhumla er samvinnufélag u.þ.b. 600 kúabænda og fjölskyldna þeirra víðs vegar um landið. Fyrir- tækið varð til við samruna félaga innan mjólkuriðnaðarins, segir á heimasíðu þess. Höfuðstöðvar félagsins eru á Bitruhálsi 1 í Reykjavík. Fyrirtækið rekur fimm framleiðslustöðvar; í Reykjavík, Búðardal, á Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi. MS Reykjavík er aðalvöruhús fyr- irtækisins sem geymir birgðir af öll- um framleiðsluvörum MS, þar með taldar allar tegundir ferskvöru, osta og smjörvöru, auk geymsluþolinna vara. Þar fer fram umfangsmikil vörutiltekt og þaðan er stöðug dreif- ing á mjólkurvörum um höfuðborg- arsvæðið og stóran hluta landsins. Alls eru 170 starfsmenn hjá MS Reykjavík. Mjólkursamsalan fær lóð á Hólmsheiði  Fyrirtækið hyggst reisa þar 11.000 fermetra byggingu Morgunblaðið/Árni Sæberg Bitruháls Höfuðstöðvar MS hafa verið í þessu húsi um margra ára skeið. Ævar Þór Benediktsson hlaut fjöl- miðlaverðlaun umhverfis- og auð- lindaráðuneytisins og Sigþrúður Jónsdóttir fékk Náttúruverndar- viðurkenningu Sigríðar í Brattholti í gær. Verðlaunin voru veitt í tengslum við Dag íslenskrar nátt- úru, sem er í dag. Ævar Þór hlaut verðlaunin fyrir að hafa fjallað um umhverfið, nátt- úruna og náttúruvernd í sjónvarps- þáttum sínum Ævar vísindamaður og útvarpsþáttunum Vísindavarpið á Rás 1, veturinn 2016-2017. Sigþrúður Jónsdóttir hlaut sína viðurkenningu fyrir áralanga bar- áttu fyrir verndun Þjórsárvera, rekin áfram af hugsjón. Náttúruverðlaun veitt  Fóru til Ævars og Sigþrúðar Náttúra Ævar Þór Benediktsson og Sigþrúður Jónsdóttir fyrir miðju með verðlaunin, ásamt fulltrúum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.