Morgunblaðið - 16.09.2017, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 16.09.2017, Qupperneq 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2017 H a u ku r 0 1 .1 6 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is • Mjög vel þekkt sérverslun sem hannar og lætur framleiða hágæðavörur fyrir heimilið. Löng og góð rekstrarsaga. Velta um 400 mkr. • Fyrirtæki sem er sérhæft á sviði jarðefna sem notuð eru í garða og kringum hús. Öflugur eigin vélakostur. Velta 45 mkr. og stöðugildi þrjú. • Gott fyrirtæki með áratuga sögu sem sérhæfir sig í vélaviðgerðum og sölu varahluta sem það flytur sjálft inn. Velta nokkuð stöðug undanfarin ár og jákvæð afkoma. • Mjög vinsæll og þekktur pizzastaður sem auðvelt væri að efla verulega með fjölgun útsölustaða þar sem núverandi staður gæti orðið fyrsti hlekkurinn í keðjunni. • Glæsilegt nýtt 30 herbergja hótel í virðulegu húsi í miðbæ Reykjavíkur. Hótelið er í útleigu með langan og góðan leigusamning við traustan og öflugan hótelaðila. • Ungt og vaxandi þjónustu- og verslunarfyrirtæki í tæknigeiranum. Fjögur stöðugildi. Velta er um 85 mkr. á ári og góður hagnaður. • Tíu ára gamalt fyrirtæki sem þróað hefur og selur í áskrift tölvukerfi sem þjóna skólakerfinu. Ríflega eitt stöðugildi og 30 mkr. velta. Hentar vel sem viðbót við fyrirtæki sem starfa á svipuðu sviði. • Hótelfasteignin Skúlagarður í Kelduhverfi. Um er að ræða 17 herbergja hótel á stórri lóð búið nýlegum herbergjum. Nálægt nýja Dettifossveginum. • Nýtt, lítið og sérlega fallegt hótel í Reykjanesbæ. Fær mjög góða dóma á bókunarsíðum. Yfir 90% nýting. Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Þórarinn Arnar Sævarsson fasteignaráðgjafi, thorarinn@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hæstaréttarlögmaður, sigurdur@kontakt.is Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Dreglar og mottur fyrir dýr & menn Margar stærðir og gerðir PVC mottur 50x80 cm1.440 66x120 cm kr 2.750 100x150 cm kr 5.280 Kletthálsi 7, Reykjavík Fuglavík 18, Reykjanesbæ Breidd: 67 cm Verð pr. lengdarmeter 1.490 Breidd: 1 metri Verð pr. lengdarmeter 1.780 3mm gúmmídúkur fínrifflaður 1.990pr.lm. Einnig til 6mm grófrifflaður kr. 3.490,- Gúmmímottur margar gerðir og stærðir, verðdæmi 62x91cm 2.190 Bása gúmmímotta (drain undir mottunni) 122x183cm x12mm 6.990 FRÉTTASKÝRING Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Lagning Sundabrautar hefur verið til umræðu í áratugi enda talin nauð- synleg samgöngubót á höfuðborg- arsvæðinu. Um er að ræða veg sem liggja mun frá Reykjavík yfir sundin til Kjalarness. Þetta verður þjóð- vegur í þéttbýli og því mun kostn- aðurinn greiðast úr ríkissjóði. Vega- gerðin mun annast framkvæmdina fyrir ríkissjóðs. Vegagerðin og Reykjavíkurborg hafa unnið að þessu verkefni sameiginlega frá árinu 1995 enda mun vegurinn að öllu leyti liggja um land Reykjavík- ur. Þegar skoðuð eru bréfaskipti milli stærstu leikendanna í þessu máli, Reykjavíkurborgar og Vegagerðar, má ljóst vera að embættismenn eru ekki að ganga í takt. Fyrst er til að taka að Hreinn Haraldsson vegamálastjóri ritaði umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur bréf hinn 12. maí síð- astliðinn. Þar kemur m.a. fram að Vegagerðin líti svo á að Reykjavík- urborg beri að fjármagna aukinn kostnað af lagningu Sundabrautar verði ódýrasta lausnin ekki valin, þ.e. svonefnd innri leið úr Gelgju- tanga í Gufunes. Vegagerðin fékk engin svör Jafnframt lýsti vegamálastjóri yf- ir óánægju með að Vegagerðin hefði ekki fengið nein viðbrögð við um- sögnum og athugasemdum frá borg- inni allt frá árinu 2014. Þær lutu að áformum borgarinnar að skipu- leggja íbúðabyggð á Geldinganesi, sem í raun útiloka innri leiðina. Vegagerðin hafi gert athugasemdir við þessa vinnu á öllum stigum hennar, þ.e. með formlegum erind- um til skipulagssviðs borgarinnar 26. febrúar 2014, 21. júlí 2014 og 17. maí 2016, þar sem lögð var meg- ináhersla á að ekki yrði ráðstafað lóðum nema norður að Kleppsmýr- arvegi fyrr en fyrir lægi sam- komulag milli Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar um legu Sunda- brautar. Dagur B. Eggertsson borg- arstjóri svaraði bréfi Hreins 5. sept- ember sl. Dagur segir að í bréfi Hreins hafi komið fram að Vega- gerðin hafi lagt formlega til á árinu 2004 að innri leið yrði valin. „Reykjavíkurborg hefur ekki und- ir höndum tilvitnaða tillögu og engin gögn finnast um hana í skjalasafni Reykjavíkurborgar,“ segir Dagur. Einu ummerki þess að Vegagerð- in hafi gert innri leið að tillögu sinni er að finna í skýrslu um mat á um- hverfisáhrifum frá því í febrúar 2004 án þess þó að henni hafi verið beint formlega að Reykjavíkurborg. Ekki þörf á rökstuðningi Eðli máls samkvæmt hafi Reykja- víkurborg því ekki rökstutt sér- staklega val sitt á ytri leið sam- kvæmt áskilnaði sem gerður er í 2. mgr. gr. vegalaga nr . 80/2007, þar sem formleg tillaga hafi ekki borist. Í umræddri lagagrein segir m.a: „Ákveða skal legu þjóðvega í skipu- lagi að fenginni tillögu Vegagerð- arinnar að höfðu samráði Vegagerð- arinnar og skipulagsyfirvalda.“ Á sama tíma og Reykjavíkurborg svarar ekki erindum Vegagerð- arinnar, sem hún taldi sér ekki skylt, er borgin í óðaönn að skipu- leggja íbúðabyggð sem útilokar þá leið sem Vegagerðin vildi að yrði valin. „Reykjavíkurborg hefur hins veg- ar um langt skeið verið kunnugt um áhuga Vegagerðarinnar þess efnis að velja skuli innri leið (leið III). Að sama skapi hefur Vegagerð- inni verið ljós afstaða Reykjavík- urborgar til þess að leggja Sunda- braut um ytri leið (leið I),“ segir borgarstjóri í bréfinu. Dagur segir að Vegagerðin hafi komið á framfæri sjónarmiðum sín- um í tengslum við gerð nýs að- alskipulags og nýs svæðisskipulags fyrir höfuðborgarsvæðið . „Þeim athugasemdum var svarað ýmist á fundum en einnig með hefð- bundnum hætti í umsögn um fram- komnar athugasemdir við viðkom- andi skipulagsáætlanir í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123 / 2010,“ segir Dagur. Sömu skipulagsáætlanir hafi verið stað- festar af Skipulagsstofnun án at- hugasemda er lutu að legu Sunda- brautar og staðfest af umhverfisráðherra án fyrirvara. Þá segir Dagur að ef eitthvað vanti upp á formhlið Reykjavík- urborgar í þessum efnum geti það eitt og sér ekki leitt til þess að Reykjavíkurborg verði gert að greiða umkrafinn kostnaðarmun á ytri leið og innri leið enda liggi fyrir gild skipulags-, umferðartækni - og umhverfissjónarmið sem styðji ákvörðun Reykjavíkurborgar um að velja ytri leið fyrir lagningu Sunda- brautar. Segir að formleg tillaga finnist ekki Morgunblaðið/Eggert Vogabyggð 1 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og fulltrúar stjórnar fast- eignafélagsins Festis ehf. undirrituðu í mars sl. samning um uppbyggingu.  Af þeirri ástæðu svaraði borgin ekki erindum Vegagerð- arinnar í þrjú ár  Innri leið Sundabrautar er úr myndinni Dagur borgarstjóri segir í bréfinu til Hreins vegamálastjóra að Reykjavíkurborg hafi óskað eftir viðræðum um Sundabraut við inn- anríkisráðuneytið með bréfi dag- settu 24. mars sl. Markmið viðræðnanna væri að vinna að arðsemismati og kostn- aðargreiningu, ákvarða endanlega útfærslu og legu brautarinnar og tímasetja framkvæmdina, í sam- ræmi við samþykkt borgar- stjórnar frá 21. sama mánaðar. „Ástæða er til að ítreka þetta erindi og beina því jafnframt að Vegagerðinni. Ekki hafa borist svör við erindinu,“ segir borg- arstjóri. Morgunblaðið sneri sér til sam- göngu- og sveitarstjórnarráðu- neytis (áður innanríkisráðuneytið) og spurði hverju það sætti að erindi borgarstjóra hefði ekki ver- ið svarað. Og svarið var einfalt: Ráðuneytið taldi að í bréfinu hefði ekki falist formleg ósk. Svarið var svohljóðandi: Samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðuneytinu barst bréf frá Reykja- víkurborg, dags. 24. mars, með þessari efnislínu: Tillaga borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokks um við- ræður við innanríkisráðuneytið vegna Sundabrautar. Í bréfinu er tilkynnt að samþykkt hafi verið á fundi borgarstjórnar 21. mars til- laga borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokks um að borgarstjórn sam- þykki „að hefja viðræður við innanríkisráðuneytið um Sunda- braut. Markmið viðræðnanna fæl- ist í því að vinna að arðsemismati og kostnaðargreiningu, ákvarða endanlega útfærslu og legu brautarinnar og tímsetja fram- kvæmdina“. Bíða eftir formlegri ósk Í bréfinu er einnig birt greinar- gerð með tillögunni svo og bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins og Framsóknar og flugvallar- vina um Sundabraut. Ráðuneytið staðfesti móttöku bréfsins með fyrrnefndri tillögu og bókun en leit jafnframt svo á að í kjölfarið myndi fylgja formleg ósk borgaryfirvalda um viðræður við ráðuneytið og eftir atvikum Vegagerðina um Sundabraut. Ekki talin formleg ósk og því var bréfinu ekki svarað BORGIN SKRIFAÐI RÁÐUNEYTINU BRÉF UM VIÐRÆÐUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.