Morgunblaðið - 16.09.2017, Síða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2017
Sími 555 2992 og 698 7999
Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra
Gott fyrir:
• Maga- og þarmastarfsemi
• Hjarta og æðar
• Ónæmiskerfið
• Kolesterol
• Liðina
Læknar mæla með selaolíunni
Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð
Óblönduð
– meiri virkni Selaolía
Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en
konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika
í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð
að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar
breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið
niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað
áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var
með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir
að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og
húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað
Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni
bætta líðan og heilsu.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir.
„Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga
á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
BAKSVIÐ
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Stefán Broddi Guðjónsson, for-
stöðumaður greiningardeildar
Arion banka, segir að markaðir hafi
brugðist harkalega við fregnum af
falli ríkisstjórnarinnar.
Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,9% í
gær og gengi krónunnar veiktist um
1,5% gagnvart evru. „Þá lækkaði
verð óverðtryggðra ríkisskulda-
bréfa í talsverðri veltu,“ segir Stef-
án Broddi. „Það leiddi til þess að
ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa
hækkaði um liðlega 50 punkta en í
því felast talsvert harkaleg neikvæð
viðbrögð við þessum alvarlegu frétt-
um úr íslensku stjórnmálalífi og
endurspeglar hækkun á verðbólgu-
væntingum á markaði. Sama þróun
átti sér stað á hlutabréfamarkaði
þar sem lækkun á verði stærstu fé-
laga hefur verið á bilinu 1,8-5,1%,“
segir hann.
Óvissa um framhaldið
„Harkaleg viðbrögð eru í sam-
ræmi við það hversu óvænt og dap-
urleg atburðarásin hefur verið. Við
tekur óvissa um framhaldið. Hvern-
ig mun fjárlagafrumvarpi reiða af?
Hvers konar ríkisstjórn tekur við?
Hvaða stefnu mun ný ríkisstjórn
fylgja í ríkisfjármálum, skattamál-
um, peningamálum, uppbyggingu
innviða og í málefnum sem snúa að
gjaldtöku fyrir nýtingu auðlinda?
Svo ég nefni dæmi um þá óvissu
sem við stöndum frammi fyrir,“
segir Stefán Broddi.
Krónan oft veikst svipað
Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur
hjá hagfræðideild Landsbankans,
vekur athygli á því að frá því að
fjármagnshöftum var aflétt í vor
hafi verið mikið flökt á krónunni.
Hún hafi oft veikst með sambæri-
legum hætti og í gær án þess að
sérstök tíðindi hafi borist þann dag.
Ekki væri hægt að sjá mikil bein
áhrif á fréttum gærdagsins á gjald-
eyrismarkaði í gær enda var veltan
ekki mjög mikil. „Fjárfestar eru
ekki að fara með fjármagn úr landi í
stórum stíl út af þessu,“ segir hann.
„Hreyfingar innan dags á hluta-
bréfamarkaði þurfa ekki alltaf að
vera rökréttar. Krónan veiktist en
samt sem áður lækkaði Marel um
rúmlega 3%. Það vekur athygli því
félagið nýtur góðs af veikingu krónu
og erfitt er að ímynda sér að póli-
tískt umrót hér á landi hafi mikil
áhrif á alþjóðlegan rekstur þess. Til
dæmis eru aðrar skýringar en frétt-
ir gærdagsins að Eik lækkaði mest
allra hlutabréfa. En þetta endur-
speglar að eignamarkaðir kunna af-
ar illa við óvissu,“ segir hann.
Óvissa einkenndi markaði
Morgunblaðið/Kristinn
Óvissa Harkaleg viðbrögð eru í samræmi við óvænta atburðarás, segir forstöðumaður greiningar Arion banka.
Úrvalsvísitalan féll um 2,9% í gær Ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa hækkaði
um liðlega 50 punkta Endurspeglar hækkun á verðbólguvæntingum á markaði
Eik leiddi lækkunina
» Fasteignafélagið Eik lækk-
aði um 5,1% í gær.
» HB Grandi lækkaði um
3,8%.
» N1 lækkaði um 3,6%.
» Icelandair, Hagar og Síminn
lækkuðu um 3,4%.
» Gengi krónu veiktist um
1,5% gagnvart evru í gær.
eignarhlut í Arion banka með
beinni hlutdeild. Trinity fer með
um 9,99% hlut í bankanum auk
4,7% hlutar í Kaupþingi, eða sem
nemur um 2,7% óbeinum hlut í
bankanum.
Þá lagði Fjármálaeftirlitið mat á
hæfi tengdra aðila til að fara með
virkan eignarhlut í Arion banka
með óbeinni hlutdeild, þeirra á
meðal sjóðinn Attestor Value
Master Fund LP á Caymaneyjum
sem fjármagnar Trinity Invest-
ments.
Fjármálaeftirlitið hefur metið
Attestor Capital LLP og tengda
aðila hæfa til að fara með virkan
eignarhlut í Arion banka sem nem-
ur allt að 20%, samkvæmt tilkynn-
ingu sem sett var á vef eftirlitsins
síðdegis í gær, föstudag.
Attestor Capital stýrir fjárfest-
ingum og eignum Trinity Invest-
ments DAC og Attestor Value
Master Fund LP. Í tilkynningu
FME kemur fram að eftirlitið hafi
einnig lagt mat á hæfi Trinity In-
vestments til að fara með virkan
Attestor metinn hæfur eigandi Arion
Má fara með allt að 20% virkan hlut
Morgunblaðið/Ómar
FME Vogunarsjóðirnir Attestor og Taconic eiga hvor um sig 9,99% hlut í Arion.
● Fiskafli íslenskra skipa í ágúst var
120.627 tonn sem er 1% meiri afli en í
ágúst 2016. Þetta kemur fram á vef
Hagstofu Íslands. Þar segir einnig að
botnfiskafli hafi numið rúmum 39 þús-
und tonnum og hafi aukist um 18%, þar
af nam þorskaflinn ríflega 21 þúsund
tonnum sem er 25% meiri afli en í
ágúst 2016. Uppsjávarafli nam rúmum
77 þúsund tonnum í ágúst og dróst
saman um 7%. Flatfiskaflinn nam um 3
þúsund tonnum sem er 16% aukning
miðað við ágúst 2016. Skel- og krabba-
dýraafli nam 1.273 tonnum samanborið
við 1.493 tonn í ágúst 2016.
Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá
september 2016 til ágúst 2017 var
1.120 þúsund tonn sem er 7% aukning.
Fiskaflinn í ágúst jókst
um 1% milli ára
16. september 2017
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 106.36 106.86 106.61
Sterlingspund 140.41 141.09 140.75
Kanadadalur 87.32 87.84 87.58
Dönsk króna 17.005 17.105 17.055
Norsk króna 13.47 13.55 13.51
Sænsk króna 13.259 13.337 13.298
Svissn. franki 109.97 110.59 110.28
Japanskt jen 0.9625 0.9681 0.9653
SDR 150.85 151.75 151.3
Evra 126.55 127.25 126.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 155.3405
Hrávöruverð
Gull 1325.0 ($/únsa)
Ál 2064.0 ($/tonn) LME
Hráolía 55.02 ($/fatið) Brent
● Tap Sjóklæða-
gerðarinnar
66°norður af
áframhaldandi
starfsemi var tæp-
lega 38,8 milljónir
króna á síðasta
ári, miðað við
rúmlega 6,6 millj-
óna króna tap árið
áður.
Rekstrartekjur
jukust um 3% á milli ára og námu lið-
lega 3,6 milljörðum króna. Rekstr-
arhagnaður ársins var tæp 141 milljón
króna. Eigið fé í árslok var tæplega
275 milljónir króna og eiginfjárhlutfall
var 11%.
Tap 66°norður tæplega
40 milljónir króna í fyrra
Sjóklæði Tekjur
jukust um 3%.
STUTT