Morgunblaðið - 16.09.2017, Síða 23

Morgunblaðið - 16.09.2017, Síða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2017 Mótmæli Reglulega er einhverju mótmælt og mótmæli eru tíð á og við Austurvöll. Lögreglan var við öllu búin vegna mótmæla þar í gær og verðir laganna röðuðu sér upp við Dómkirkjuna. Kristinn Magnússon Kreppan í Grikk- landi bitnar verst á Grikkjum sjálfum, einkum fátækari hluta þjóðarinnar. En hún kemur okkur samt öll- um við. Á síðustu áratugum tuttugustu aldar og fram á þessa virtist Grikkjum vegna vel og betur en þjóðum ná- grannalandanna. Hagvöxtur var mikill. Milli 2001 og 2009 var hann að jafnaði ríflega tvöfalt meiri en að meðaltali á evrusvæðinu. Lands- menn töldust vinnusamir og vel menntaðir í alþjóðlegum sam- anburði og lífskjör fóru batnandi. Helsta áhyggjuefnið í aldarbyrjun var halli á ríkissjóði en opinber um- svif höfðu aukist talsvert í stjórn- artíð jafnaðarmanna (PASOK) á tí- unda áratugnum. Þegar skammt var liðið á þessa öld, fyrir um tíu árum síðan, skuldaði gríska ríkið um það bil 100% af árlegri landsframleiðslu. En tekjur jukust hraðar en skuldir svo flestum hagfræðingum virtist ástæðulaust að hafa áhyggjur af af- komu landsins. Um þessar góðu horfur í byrjun aldar má til dæmis lesa í bók eftir Stathis Kalyvas sem heitir Modern Greece: What every- one needs to know og kom út hjá Ox- ford University Press árið 2015. Árið 2008 skall á gerningaveður í bankakerfum heimsins. Þá sögu þekkja flestir. Þegar leið á árið römbuðu fjölmargir bankar Í Evr- ópu á barmi gjaldþrots. Gríska ríkið reyndi að bjarga nokkrum bönkum þar í landi og það jók enn á skuldir þess. Staðan þar var að því leyti verri en hér uppi á Íslandi að rík- issjóður var of skuldsettur en hér hafði ríkið nýtt veltiárin á undan til að borga skuldir sínar. George Papandreou, þáverandi forsætisráðherra Grikkja og leiðtogi Gríska jafnaðar- mannaflokksins (PA- SOK), lýsti því yfir í apríl 2010, að ríkið gæti ekki staðið í skil- um. Við þessa yfirlýs- ingu sáu allmargir bankamenn, einkum í Þýskalandi og Frakk- landi, sína sæng upp reidda. Þeir höfðu lán- að Grikkjum og máttu ekki við að nema lítið brot af skuldunautum þeirra lenti í greiðsluþroti. Stórveldi Evrópu ótt- uðust hrun eins og varð í bankakerf- inu hér á Íslandi. Þríeykið og fyrsta neyðarlánið Í gang fór atburðarás sem gerðist að miklu leyti bak við tjöldin en end- aði á því að svokallað Þríeyki (sem kallast „Troika“ á grísku) knúði fram lánveitingar til að bjarga bönk- unum. Þetta þríþætta veldi saman- stendur af Framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins, Evrópska seðla- bankanum og Alþjóða gjaldeyris- sjóðnum. Þríeykið lét aðildarríki Evrópu- sambandsins og Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins slá í púkk. Þau gerðu það m.a. með því að taka lán – þau fá- tæku á hærri vöxtum en þau ríku eins og gengur. Summan varð ansi há, meira en eitthundrað milljarðar evra. Hún var hæsta lán sem veitt hafði verið í gjörvallri sögu heims- ins. Grikkir sáu minnst af þessum peningum. Það sem gerðist var ein- faldlega að vaxtagreiðslum og af- borgunum sem gríska ríkið réð ekki við var velt yfir á skattgreiðendur í öðrum löndum, sem sum voru, og eru, fátækari en Grikkland. Þessar mjög svo umfangsmiklu aðgerðir Þríeykisins eru stundum kallaðar fyrsta neyðarlánið til Grikkja. Hliðstæðar ráðstafanir 2012 og 2015 eru þá kallaðar neyðar- lán númer tvö og þrjú. Fyrsta láninu fylgdu harðir skilmálar. Gríska ríkið skyldi selja mikinn hluta eigna sinna, draga mjög úr opinberum út- gjöldum, meðal annars til velferðar- og heilbrigðismála, og hækka skatta. Jafnframt var hluti af innlendri hag- stjórn færður frá kjörnum stjórn- völdum til Þríeykisins. Með hverju nýju neyðarláni voru skilmálarnir hertir. Aðgerðir sem drógu mátt úr grísku efnahagslífi Þessar aðgerðir urðu ekki til þess að bæta hag ríkissjóðs Grikklands eða greiða fyrir því að hann gæti borgað lánardrottnum sínum. Þær urðu þvert á móti til þess að draga úr eftirspurn og umsvifum í hag- kerfinu, auka brottflutning mennt- aðs fólks úr landi og flótta fyr- irtækja frá Grikklandi til annarra landa á Evrópska efnahagssvæðinu. Það var næsta fyrirsjáanlegt að neyðarlánin björguðu ekki gríska ríkinu. Þegar stjórnvöld eru knúin til að stórhækka skatta og draga samtímis úr opinberri þjónustu hafa fyrirtæki ekki mikinn áhuga á að hefja starfsemi í landinu. Það dró úr fjárfestingu og efnahagslegum um- svifum og þar með líka úr tekjum ríkissjóðs. Kreppan sem af þessu hlaust varð ansi mikil og er það enn. Fjöldi fólks líður skort. Á árabilinu 2008 til 2014 minnkuðu tekjur ein- staklinga um þriðjung, atvinnuleysi fór upp í 27% og þjóðartekjur minnkuðu um fjórðung. Nú virðist harla óskynsamlegt að veita landi neyðarlán á kjörum sem draga úr getu þess til að borga skuldir og raunar er það þvert á stefnu og reglur Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins. Þetta er ekki til þess fall- ið að lánardrottnar fái fé sitt til baka. Sé einhver vitglóra í að leika samfélag svona grátt þá er hún lík- lega af svipuðu tagi og hugsunin á bak við skuldafangelsi og gapa- stokka fyrr á öldum. Þegar skuldugu fólki var refsað var það ekki til þess að það borgaði skuldir sínar heldur til að hræða annað skuldugt fólk til að standa í skilum. Framkoma Þríeykisins við Grikki verður raunar helst skilin sem einhvers konar til- raun til að hræða önnur aðildarríki Evrópusambandsins til að borga lán sín hvað sem það kostar. Ávinningur banka af neyðarlánun- um til Grikkja var því tvenns konar. Annars vegar hræddu skilmálarnir aðrar þjóðir til að reyna sitt ýtrasta til að standa skil á vöxtum og af- borgunum. Hins vegar voru þau leið til að fá skattborgara í öðrum lönd- um til að borga það sem Grikkir gátu ekki borgað. Þjóð í gapastokk Eftir Atla Harðarson Framkoma Þríeykisins við Grikki verður raunar helst skilin sem einhvers konar tilraun til að hræða önnur aðildarríki Evrópu- sambandsins til að borga lán sín hvað sem það kostar. Kokkari á Samos Á síðustu áratugum 20. aldar og fram á þessa virtist Grikkjum vegna betur en þjóðum nágrannalandanna. Hagvöxtur milli ár- anna 2001 og 2009 var að jafnaði ríflega tvöfalt meiri en að meðaltali á evrusvæðinu. Höfundur er heimspekingur og dósent við Menntavísindasvið Há- skóla Íslands. Morgunblaðið mun á næstu dögum birta greinaflokk eftir Atla Harðarson heimspeking og dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands um kreppuna í Grikklandi. Greinaflokknum er ætlað að varpa ljósi á það hvernig skuldavandi Grikkja tengist breytingum á efnahagslífi og stjórnmálum í Evrópu. Í þess- ari fyrstu grein af fimm er fjallað um það hvernig kreppan í Grikklandi bitnar verst á fátækari hluta grísku þjóðarinnar. Hún er þó ekki bara vandamál eins lands, því hún er hluti af ógöngum evrópskra stjórnmála, þar sem lýðræðisleg sjónarmið, frjálslyndi og jafnaðarstefna fara halloka. Atli Harðarson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.