Morgunblaðið - 16.09.2017, Page 24

Morgunblaðið - 16.09.2017, Page 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2017 30 ÁRA RÚN HEILDVERSLUN run.is SHE WILL FIGHT YOU FOR THEM Útsölustaðir: • Hagkaup • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar - Laugavegi • Herrahúsið - Laugavegi • Karlmenn - Laugavegi • Vinnufatabúðin - Laugavegi • Fjarðarkaup – Hafnarfirði • JMJ - Akureyri • Bjarg - Akranesi • Kaupfélag V-Húnvetninga • Eyjavík - Vestmannaeyjum • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands - Selfossi • Kaupfélag Skagfirðinga • Verslun Haraldar Júlíussonar - Sauðárkróki • Blómsturvellir - Hellissandi • Efnalaug Vopnafjarðar • Sigló Sport - Siglufirði • Verslun Bjarna Eiríkssonar - Bolungarvík • Verslun Grétars Þórarinssonar - Vestmannaeyjum Mér hefur lengi verið minnisstæð smásagan Síðasta kennslu-stundin eftir einn af eftirlætishöfundum mínum, AlphonseDaudet. Vettvangur hennar er lítil skólastofa í héraðinu El-sass sem lengi var bitbein Frakka og Þjóðverja. Sagan á að gerast eftir ósigur Frakka í stríðinu 1871, þar sem sigurvegararnir láta kné fylgja kviði og banna að framvegis verði kennd franska í skólum hér- aðsins. Sögumaður er ungur drengur að nafni Frans sem hefur greinilega verið hyskinn við námið, sérstaklega málfræðina. Hann er á leið í móðurmáls- tíma hjá skólameistaranum sem er ekki vanur að taka nemendur sína með silkihönskum og kvíðir því að verða tekinn upp og segja frá frönsku lýs- ingarháttunum. Inni í skólastofunni sátu ekki einungis nemendur heldur margir bæjarbúar, flestum var þungt í skapi og grafarþögn ríkti. Skóla- meistarinn ávarpaði hópinn virðulega: „Börnin mín, þetta er síðasta kennslu- stund mín með ykkur. Fyr- irskipun hefur komið frá Berlín að einungis þýska verði kennd í skólum El- sass og Lothringen. Nýi skólameistarinn kemur á morgun.“ Flestir í kennslustofunni voru nið- urlútir og Frans litli varð skelfingu lostinn. Hann iðraðist þess sárlega að hafa ekki rækt námið betur og gerði sér nú grein fyrir því hvað honum þótti vænt um málið sitt. Skólameistarinn las yfir hópnum og sagði að allir hefðu frestað lærdóm- inum og gert sig seka um andvaraleysi. „Nú hafa þessir náungar þarna úti ástæðu til að segja við okkur: Hvernig stendur á því að þið látist vera Frakkar en þið kunnið ekki að tala málið ykkar? Í skólastofunni ríkti graf- arþögn.“ Í skáldsögunni Íslandsvísu eftir Ingimar Erlend Sigurðsson árið 1967 kveður við svipaðan tón. Vettvangur hennar er íslensk skólastofa. Landið er nánast hernumið, blátt bann liggur við því að kenna nemendum ljóð Jónasar Hallgrímssonar og annarra ættjarðarskálda og unglingarnir í sög- unni taka það mjög nærri sér. Þjóðin skiptist í fylkingar, enska verður flestum munntamari en íslenska og sú hætta vofir yfir að landsmenn verði fluttir úr landi, nauðugir viljugir. Lengi vel, þegar ég leiddi hugann að því hvort íslenskan myndi deyja út, hélt ég að það yrði einhvern veginn á svipaðan hátt. Erlendir innrás- arherir myndu smám saman útrýma tungunni með grimmdarlegu vald- boði. Mér kom hins vegar seint í hug að málið okkar tærðist upp að innan, að smábörn fengju í æð stöðugt áreiti á ensku, unglingum þætti sjálfsagt að tjá sig á ensku og íslenskan léti undan síga í verslun og viðskiptum. Franski skólameistarinn hans Daudet talaði um andvaraleysi og er það ekki einmitt rétta orðið um hvernig komið er? Kemur kannski bráðlega að síðustu kennslustundinni? Síðasta kennslustundin Tungutak Guðrún Egilson Andvaraleysi Kemur kannski bráðlega að síðustu kennslustundinni? Stundum er það ekki atburðurinn sjálfur heldurviðbrögðin við honum, sem mestu máli skipta ístjórnmálum.Það var ekki innbrotið í Watergate, sem leiddi til þess að Richard Nixon hrökklaðist úr Hvíta húsinu á sínum tíma. Það voru viðbrögð hans og sam- starfsmanna hans við þeim atburði. Þegar þetta er ritað snemma á föstudagsmorgni er at- burðarásin, sem leiddi til falls ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar, í fyrrakvöld og fyrrinótt, ekki nægilega skýr til að hægt sé að meta hana sem slíka en ljóst er að atburðarásin í tengslum við umdeilda uppreist æru hefur leitt til þess að skyndilega hefur orðið alger trún- aðarbrestur á milli stjórnarflokkanna. Og miðað við þær upplýsingar sem fyrir liggja á þess- ari stundu virðist Björt Framtíð hafa tekið ákvörðun um að slíta stjórnarsamstarfi af sinni hálfu án samráðs við bandalagsflokk sinn, Viðreisn, en það var náið bandalag þeirra tveggja flokka, sem var forsendan fyrir því stjórn- arsamstarfi, sem nú hefur endað með óvæntum hætti. Fall ríkisstjórnarinnar er stað- reynd en nú skiptir öllu máli fyrir helztu leikendur í þessu „drama“ hvernig þeir bregðast við þessum tíð- indum. Versti kosturinn fyrir stjórn- arflokkana er innbyrðis rifrildi um hverjum sé að kenna. Það mundi ekki auka veg þeirra í augum kjósenda. Auðvitað er hugsanlegt að reynt verði að mynda nýja meirihlutastjórn á því Alþingi, sem nú situr. En hafi samstarf vinstri flokkanna og Pírata við Viðreisn verið hugsanlegt eftir síðustu þingkosningar er heldur ótrú- legt að það séu raunhæfar forsendur fyrir því nú. Ástæð- an er sú að vinstri flokkarnir hafa séð „inn í“ Viðreisn á þeim tíma, sem liðinn er frá stjórnarmyndun og hugnast áreiðanlega ekki það sem þeir sjá. Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð var samstarf af hálfu vinstri flokkanna við Framsóknarflokkinn nán- ast óhugsandi af mörgum ástæðum. Það kann að hafa breytzt. VG, Píratar, Framsóknarflokkur , Samfylking og Björt Framtíð hafa samtals 35 þingmenn á Alþingi. Einn af þeim er að vísu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og ekki víst að aðrir flokkar mundu treysta honum en jafn- vel þótt hans atkvæði væri ekki öruggt, mundi slíkt sam- starf byggjast á rúmum meirihluta á þingi. Á móti kemur að það er alls ekki víst að aðrir flokkar mundu treysta sér í samstarf við Pírata. Það er alveg eins líklegt að þeir muni telja það betri kost að fara í kosningar en byggja stjórnarsamstarf á þingflokki, sem þeir vafalaust telja að sé til alls vís. Og þess vegna má vel vera að bezti kosturinn sé sá sem þingflokkur Viðreisnar benti á í fyrrinótt að efna til nýrra kosninga. Það er fordæmi fyrir því að efnt hafi verið til þing- kosninga snemma í desember. Það var gert í desember 1979 og gekk upp, þrátt fyrir efasemdir margra um að það væri framkvæmanlegt vegna veðurfars, sem gæti hamlað því að fólk kæmist á kjörstað. Þess vegna er engin ástæða til að útiloka þann kost. Þessi óvænta þróun mála mun setja allt á annan end- ann í herbúðum stjórnmálaflokkanna. Landsfundur er framundan hjá bæði Vinstri grænum og Sjálfstæð- isflokknum. Katrín Jakobsdóttur lá undir ámæli meðal vinstri manna fyrir að hafa ekki náð að mynda vinstri stjórn að loknum þingkosningum fyrir ári. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn snemma í nóvember. Þar geta tilfinningar orðið blendn- ar en líklegast að þeir, sem þann fund munu sitja átti sig á að nú skipti öllu máli fyrir sjálfstæðismenn að snúa bökum saman. Eitt af því sem blasir við á sviði lands- mála er að í kjölfarið á þessum uppá- komum komist til valda flokkar, sem vilji endurvekja aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Gerist það verð- ur það auðveldur leikur vegna þess að fyrrverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks tókst ekki að ljúka þeim málum með formlegri afturköllun aðildarumsóknar Íslands. En um leið getur það hjálpað Sjálfstæðisflokknum að andstæðingar aðildar Íslands að ESB geri sér grein fyrir að hann sé líklegastur flokka til að koma í veg fyrir að sá leikur verði hafinn aftur. Svo má vel vera að samkomulag náist um það milli allra flokka að þjóðin sjálf taki sínar ákvarðanir í þeim málum, sem hún fékk ekki í tíð þeirrar ríkisstjórnar Samfylkingar og VG, sem við tók eftir hrun. Annað stórt mál, sem framundan er, eru auðvitað nýir kjarasamningar. Meiri líkur en minni eru á, að kjara- samningum á almennum vinumarkaði verði sagt upp í vetur. Athygli vakti í umræðum um stefnuræðu forsætis- ráðherra nú í vikunni, að þögn ríkti um Kjararáð og ákvarðanir þess í þeim umræðum. Ástæðan var auðvitað sú, að þar áttu allir þingflokkar hlut að máli. Þessa stóru mynd verða forystumenn stjórn- málaflokka og framboða að hafa í huga á næstu dögum og vikum í samráði sín í milli. Hún er mikilvægari, þegar horft er yfir sviðið út frá þjóðarhagsmunum en innbyrðis deilur á milli fráfarandi stjórnarflokka um ástæður þess að stjórnarsamstarfið sprakk í loft upp með svo óvæntum hætti. Það er ekki fráleitt að ætla að við stöndum á ákveðnum vegamótum nú. Það eru vísbendingar um vax- andi vandamál í efnahags- og atvinnumálum. Það væri hörmulegt ef upplausnarástand í stjórn- málum leiddi til þess að við misstum tök á þeim flóknu viðfangsefnum, sem framundan eru á þeim vettvangi. Viðbrögð við óvæntum tíðind- um geta ráðið úrslitum Innbyrðis deilur um ástæður stjórnarslita verða engum að gagni Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Í skýrslu Rannsóknarnefndar Al-þingis um bankahrunið eru þeir Geir H. Haarde og Árni M. Mat- hiesen sakaðir um margvíslega vanrækslu árin fyrir bankahrunið, þegar þeir voru ráðherrar. Eins og nefndin viðurkennir sjálf (í 21. kafla) smíðaði hún sér miklu víðara hugtak um vanrækslu í opinberu starfi en viðtekið hafði verið á Ís- landi. Var hið nýja hugtak, sem beitt var aftur í tímann, aðallega, að valdsmenn hefðu átt að bregðast skjótar og snarpar við hættum, sem litlar upplýsingar voru til um, aðeins áleitinn grunur örfárra manna, þar á meðal seðla- bankastjóranna þriggja (sem líka voru sakaðir um vanrækslu, þótt ótrúlegt megi virðast). Alþingi ákvað að sækja ekki Árna til saka, en ákæra naums meiri hluta gegn Geir hlaut háðulega útreið, þegar Landsdómur fann hann aðeins sek- an um að hafa ekki fært neitt til bókar á ríkisstjórnarfundum um erfiðleika bankanna. Hitt er umhugsunarefni, hvað vansagt er í skýrslunni. Þeir Geir og Árni höfðu báðir verið fjármála- ráðherrar, og í þeirra tíð voru skuldir ríkisins greiddar upp. Rík- issjóður var nánast skuldlaus árið 2008. Þetta var áreiðanlega úrslita- atriði um, að ekki fór verr. Þeir Geir og Árni stóðu síðan að neyð- arlögunum 6. október 2008, en samkvæmt þeim var kröfum inn- stæðueigenda á bankana beint að búum þeirra sjálfra, ekki að rík- issjóði. Jafnframt var innstæðueigendum veittur forgangur fram yfir aðra kröfuhafa. Ísland reyndist þar brautryðjandi í Evrópu. Sviss var eina landið í Vestur-Evrópu, sem þá hafði þennan hátt á: Þar höfðu allir innstæðueigendur forgang fram yfir aðra kröfuhafa á fallna banka, en sjálfseignarsjóður í umsjá banka tryggði innstæður að öðru leyti. Með tilskipun frá 2014 hefur Evrópusambandið hins vegar tekið upp slíkan forgang. Í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins frá 2016 um kostnað við banka- hrunið kemur síðan í ljós, að hagn- aður ríkissjóðs af því nemur um 9% af landsframleiðslu! Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Lastað þar sem lofa skyldi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.