Morgunblaðið - 16.09.2017, Side 28
28 MESSUR Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2017
AKRANESKIRKJA | Kvöldguðsþjón-
usta kl. 20. Sálmar sungnir. Sr. Eð-
varð Ingólfsson þjónar. Sveinn Arnar
Sæmundsson og félagar úr kór Akra-
neskirkju sjá um tónlistarflutninginn.
Sunnudagaskóli kl. 11.
AKUREYRARKIRKJA | Fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 11. Biblíusaga, mik-
ill söngur og Hafdís og Klemmi. Um-
sjón sr. Sunna Dóra Möller og Hjalti
Jónsson. Organisti er Eyþór Ingi Jóns-
son og félagar úr Kór Akureyrarkirkju
syngja. Léttar veitingar í Safn-
aðarheimilinu að stund lokinni.
ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11 með virkri þátttöku fermingar-
barna. Emma Eyþórsdóttir og Jón
Heiðar Þorkelsson syngja og leika á
hljóðfæri. Kór Árbæjarkirkju syngur
undir stjórn Krisztinu Kalló Szklenár
organista. Sr. Petrína Mjöll Jóhannes-
dóttir, sr. Þór Hauksson og Ingunn
Jónsdóttir djákni þjóna. Sunnudaga-
skóli á sama tíma í safnaðarheimilinu
í umsjón Önnu Lilju og Ingibjargar.
ÁSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta
kl. 11 í umsjá séra Sigurðar, Benja-
míns og Dags. Söngur og sögur, bæn-
ir og brúður. Að guðsþjónustunni lok-
inni verður kynningarfundur um
fermingarstarfið í vetur.
ÁSTJARNARKIRKJA | Guðsþjón-
usta kl. 11. Kór Ástjarnarkirkju syngur
undir stjórn Keiths Reed. Prestur er
Kjartan Jónsson og meðhjálpari er
Sigurður Þórisson. Sunnudagaskóli á
sama tíma. Samfélag og hressing á
eftir.
BESSASTAÐASÓKN | Sunnudaga-
skóli kl. 11 í Brekkuskógum 1. Um-
sjón með stundinni hafa Sigrún Ósk
og Guðmundur Jens.
BORGARNESKIRKJA | Guðsþjón-
usta kl. 20. Organisti Steinunn Árna-
dóttir. Prestur Þorbjörn Hlynur Árna-
son.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Sameiginleg
messa Breiðholtskirkju og Eldriborg-
araráðs kl. 11. Svala Sigríður Thom-
sen djákni predikar og þjónar fyrir alt-
ari ásamt séra Þórhalli Heimissyni og
Þóreyju Dögg Jónsdóttur djákna. Kór
Breiðholtskirkju leiðir almennan safn-
aðarsöng undir stjórn Arnar Magn-
ússonar. Einsöng flytur Marta Guðrún
Halldórsdóttir. Eldri borgarar og ferm-
ingarbörn aðstoða við messuna. Eftir
stundina verður boðið upp á veitingar
í safnaðarheimili kirkjunnar.
BÚSTAÐAKIRKJA | Barnastarf kl.
11. Hreiðar Örn, Ragnar Bjarni, Jónas
Þórir og Pálmi leiða samveruna.
Guðsþjónusta kl. 14. Messutíminn
breytist í vetrartíma kl. 14. Félagar úr
Kór Bústaðakirkju ásamt kantor Jón-
asi Þóri leiða tónlistina. Messuþjónar
aðstoða. Heitt á könnunni eftir
messu. Prestur Pálmi Matthíasson.
DIGRANESKIRKJA | Messa og
sunnudagaskóli kl. 11. Prestur Gunn-
ar Sigurjónsson. Orgelleikari Sólveig
Sigríður Einarsdóttir. Félagar úr
Kammerkór Digraneskirkju syngja.
Súpa í safnaðarsal að messu lokinni.
Dómkirkja Krists konungs,
Landakoti | Messa á sunnud. kl.
8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku,
kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku.
Messa virka daga kl. 18, og má. mi.
og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og
kl. 18 er sunnudagsmessa.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Hr.
Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar
og þjónar fyrir altari. Kári Þormar leik-
ur á orgel og félagar úr Dómkórnum
leiða sönginn.
EGILSSTAÐAKIRKJA | Messa kl.
18. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Tor-
vald Gjerde. Kór Egilsstaðakirkju
syngur. Boðið verður upp á súpu í
Safnaðarheimilinu (Hörgsási 4) eftir
messu og endurbótum í húsinu fagn-
að. Sunnudagaskóli kl. 10.30.
FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjón-
usta og sunnudagaskóli kl. 11. Sr.
Guðmundur Karl Ágústsson þjónar og
predikar. Jóhann Örn Thorarensen
fiðlunemandi frá Tónskóla Sig-
ursveins leikur á fiðlu. Kirkjukórinn
syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðs-
dóttur organista. Kaffi og djús eftir
stundina. Meðhjálpari Jóhanna Freyja
Björnsdóttir.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjón-
usta kl. 14. Séra Hjörtur Magni Jó-
hannsson leiðir stundina. Sönghóp-
urinn við Tjörnina leiðir tónlistina
ásamt Erni Arnarssyni, gítarleikara.
Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra
eru hvött til að mæta.
GLERÁRKIRKJA | Messa og sunnu-
dagaskóli kl. 11. Sameiginlegt upp-
haf í messu. Gunnlaugur Garðarsson
þjónar. Kór Glerárkirkju syngur. Org-
anisti er Valmar Väljaots.
GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjón-
usta kl. 11. Sr. Guðrún Karls Helgu-
dóttir og sr. Sigurður Grétar Helgason
þjóna. Fermingarbörnum úr Folda-
skóla og foreldrum þeirra er sér-
staklega boðið. Vox Populi leiðir söng
og organisti er Hilmar Örn Agnarsson.
Eftir guðsþjónustuna er stuttur kynn-
ingarfundur um fermingarfræðsluna.
Sunnudagaskóli á neðri hæð kirkj-
unnar kl. 11. Þóra Björg Sigurðar-
dóttir og Hólmfríður Frostadóttir hafa
umsjón. Undirleikari er Stefán Birki-
sson.
GRAFARVOGUR - KIRKJUSELIÐ Í
SPÖNG | Selmessa kl. 13. Séra Guð-
rún Karls Helgudóttir prédikar og þjón-
ar. Kór Grafarvogskirkju syngur og org-
anisti er Hákon Leifsson.
GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður
kl. 10 og bænastund kl. 10.15.
Barnastarf kl. 11, umsjón hefur Daní-
el Ágúst o.fl. Messa kl. 11. Alt-
arisganga. Samskot til Hjálparstarfs
kirkjunnar. Messuhópur þjónar. Fé-
lagar úr kirkjukór Grensáskirkju
syngja. Organisti Erla Rut Káradóttir.
Prestur Ólafur Jóhannsson. Molasopi
eftir messu. Messa fimmtudag kl.
18.10-18.50. Þorvaldur Halldórsson
sér um tónlist.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti |
Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11.
Prestur Leifur Ragnar Jónsson, organ-
isti Hrönn Helgadóttir og kvennakór
Guðríðarkirkju. Barnastarf í umsjá
Sigurðar Óskars og Hákons Darra.
Kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir.
Kaffi og djús í boði eftir messu.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa
og sunnudagskóli kl 11. Í messunni
verður fjallað um umhverfisvernd.
Prestur er Jón Helgi Þórarinsson. Org-
anisti Guðmundur Sigurðsson.
Sunnudagaskólinn hefst í kirkjunni en
síðan fara börnin með Erlu og Hjördísi
í safnaðarheimilið. Kaffisopi á eftir.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og
barnastarf kl. 11, sr. Irma Sjöfn
Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir
altari ásamt messuþjónum. Félagar
úr Mótettukórnum syngja, organisti er
Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón
barnastarfs hefur Ragnheiður Bjarna-
dóttir. Bænastund alla mánudag kl.
12.15, fyrirbænastund alla þriðju-
daga kl. 10.30, morgunmessa kl. 8
alla miðvikudaga,
HÁTEIGSKIRKJA | Messa og barna-
starf kl. 11. Kvennakórinn Léttsveit
Reykjavíkur sér um sönginn í mess-
unni. Stjórnandi er Gísli Magna Sigríð-
arson. Barnastarfið er í umsjá Hilm-
ars Kristinssonar. Prestur er Eiríkur
Jóhannsson.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa
kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar.
Organisti Guðný Einarsdóttir. Félagar
úr kór Hjallakirkju leiða söng og mes-
susvör. Sunnudagaskóli á sama tíma
í salnum niðri í umsjón Markúsar og
Heiðbjartar. hjallakirkja.is
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Barna-
kirkja/fjölbreytt starf fyrir aldursskipta
hópa kl. 13 og almenn samkoma
með lofgjörð og fyrirbænum. Bjarki
Clausen prédikar. Eftir stundina verð-
ur kaffi og samfélag.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Kl. 11 er
messa og sunnudagaskóli. Kórfélagar
syngja við undirleik Arnórs Vilbergs-
sonar organista. Hjónin Ólöf og Krist-
inn Þór eru messuþjónar. Fermingar-
foreldrar matreiða súpu og brauð sem
boðið verður upp á í lokin. Sr. Erla
þjónar. Miðvikudag 20. sept. kl. 12 er
kyrrðarstund í Kapellu vonarinnar. Sr.
Erla og Arnór organisti leiða stundina.
Súpa og brauð.
KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson
héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir
altari. Kór Kópavogskirkju syngur und-
ir stjórn Peter Máte. Sunnudagaskól-
inn verður í safnaðarheimilinu Borg-
um kl. 11 með þeim Grímu Katrínu
Ólafsdóttur og Birki Bjarnasyni leið-
togum.
LANGHOLTSKIRKJA | Guðsþjón-
usta kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir
þjónar. Graduale Futuri undir stjórn
Rósu Jóhannesdóttur leiðir safn-
aðarsöng. Organisti er Magnús Ragn-
arsson. Eftir stundina stendur kórinn
fyrir kaffihlaðborði í safnaðarheimili.
Sunnudagaskólinn fer fram á sama
tíma. Hafdís og Sara taka á móti
börnum á öllum aldri.
Hljómsveitin Eva og vinir leiða Glæð-
ingamessu kl. 17 sama dag. Óhefð-
bundið helgihald óháð trúarafstöðu.
Frjáls framlög við inngang.
LAUGARNESKIRKJA | Messa
kl.11. Kór Laugarneskirkju og El-
ísabet Þórðardóttir organisti. Sr. Dav-
íð Þór Jónsson þjónar fyrir altari og
prédikar. Sunnudagaskóli í safn-
aðarheimilinu á meðan. Kaffi og sam-
vera á eftir.
Fimmtudagur 21. 9. Kyrrðarstund kl.
12. Tónlist, hugvekja, altarisganga og
fyrirbænir. Súpa í safnaðarheimilinu á
eftir. Félagsmiðstöðin Dalbraut 18-
20. Helgistund kl. 14. Sr. Davíð Þór
og Elísabet Þórðardóttir. Hásalurinn
Hátúni 10 kl. 16. Helgistund með sr.
Davíð Þór og Hjalta Jóni.
LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Sr. Kristín Pálsdóttir prédikar
og þjónar fyrir altari. Kirkjukór Lága-
fellssóknar leiðir safnaðarsöng undir
stjórn Þórðar Sigurðarsonar org-
anista. Sunnudagaskóli kl. 13. Söng-
ur og sögur fyrir yngri börnin. Umsjón
Hreiðar Örn og Þórður.
LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl.
20. Kór Lindakirkju syngur undir
stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Guð-
mundur Karl Brynjarsson þjónar.
Fermingarbörn eru sérstaklega boðin
velkomin og fjölskyldur þeirra.
LÖGMANNSHLÍÐARKIRKJA |
Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Sr. Gunn-
laugur Garðarsson þjónar. Kross-
bandið sér um tónlist.
NESKIRKJA | Gróðurmessa og
uppskeruhátíð kl 11. Fjallað verður
um lífið og jörðina í tali og tónum.
Frumflutt verður verk organistans
Steingríms Þórhallssonar við ljóð
Huldu: Mold. Félagar úr kór kirkjunnar
syngja. Prestur er Skúli S. Ólafsson.
Krásir úr jurtagörðum velunnara kirkj-
unnar verða seldar og gefnar að
messu lokinni og grænmetissúpa bor-
in fram. Barnastarfið á sínum stað í
umsjón Ásu, Ara og Yrju.
SALT kristið samfélag | Sameigin-
legar sunnudagssamkomur SÍK og
Salts kl. 17 í Kristniboðssalnum Háa-
leitisbraut 58-60, 3. hæð. Túlkað á
ensku. Barnastarf.
SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11,
umsjón Guðbjörg Arnardóttir og Jó-
hanna Ýr Jóhannsdóttir. Félagar úr
kórum kirkjunnar leiða söng undir
stjórn Edit Molnár. Eftir messuna
verður boðið upp á veitingar í safn-
aðarheimilinu og kynning á starfi kirkj-
unnar í vetur. Kvöldsamvera verður í
safnaðarheimilinu kl. 20. Í tilefni af
500 ára afmæli siðbótarinnar flytur
dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson erindi um
Lúther og lífsgleðina, Kirkjukórinn og
leiðir söng á Lútherssálmum.
SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ólaf-
ur Jóhann Borgþórsson predikar og
þjónar fyrir altari. Kór Seljakirkju leiðir
söng. Organisti Tómas Guðni Eggerts-
son.
SELTJARNARNESKIRKJA | Guðs-
þjónusta og sunnudagaskóli kl. 11.
Guðsþjónustan er helguð umhverfis-
málum. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjón-
ar fyrir altari. Sr. Halldór Reynisson
prédikar. Friðrik Vignir Stefánsson er
organisti. Leiðtogar sjá um sunnu-
dagaskólann. Kammerkór Seltjarnar-
neskirkju syngur. Kaffiveitingar og
samfélag eftir athöfn. Grænmet-
ismarkaður til styrktar Hjálparstarfi
kirkjunnar innanlandsaðstoð í safn-
aðarheimilinu.
SEYÐISFJARÐARKIRKJA | Æðru-
leysismessa kl. 20. Hildur Þórisdóttir
deilir reynslu, styrk og von. Benedikt
Hermann Hermannsson sér um tón-
listina. Tónlistin er eftir Megas. Prest-
ur er Sigríður Rún Tryggvadóttir og Jó-
hann Grétar EInarsson er
meðhjálpari. Kaffi og konfekt í safn-
aðarheimili eftir messu.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa
kl. 11. Egill Hallgrímsson sóknar-
prestur annast prestsþjónustuna.
Organisti er Jón Bjarnason.
VÍDALÍNSKIRKJA | Messa kl. 11.
Sr. Sigfinnur Þorleifsson prédikar og
þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór
Vídalínskirkju leiða söng undir stjórn
Jóhanns Baldvinssonar organista.
Sunnudagaskóli á sama tíma í safn-
aðarheimilinu. Biblíusögur. brúðuleik-
hús og tónlist. Kaffi og djús eftir at-
höfn.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði |
Fjölskylduhátíð kl. 11. Solla stirða
kemur í heimsókn. Hressing eftir
guðsþjónustu.
YTRI-Njarðvíkurkirkja | Guðsþjón-
usta kl. 11. Séra Baldur Rafn Sigurðs-
son prédikar og þjónar fyrir altari.
Kirkjukór Njarðvíkur syngur undir
stjórn Stefáns Helga Kristinssonar
organista. Meðhjálpari Pétur Rúðrik
Guðmundsson.
ÞORLÁKSKIRKJA | Messa kl. 14.
Fermingarbörn og foreldrar þeirra sér-
staklega hvött til að koma. Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Hafdís og Guð-
mundur kynna nýtt efni.
Orð dagsins: Tíu
líkþráir.
(Lúk. 17)
Morgunblaðið/Sigurður Sigmund
Hrunakirkja
✝ Árni Þór Guð-mundsson sjó-
og verkamaður
fæddist á fæðingar-
deild Landspítalans
í Reykjavík 5. mars
1946. Hann varð
bráðkvaddur í Þor-
lákshöfn 9. sept-
ember 2017.
Foreldrar Árna
voru Guðmundur
Sigfússon bóndi og
síðar verkamaður, f. 1913, d.
1996, og Þorbjörg Pálsdóttir
húsmóðir, f. 1915, d. 2002.
Systkini Árna eru: Jónína Björg,
f. 1937, d. 2011, Guðmundur, f.
1939, búsettur á Hvolsvelli,
Garðar, f. 1941, búsettur í
Reykjavík, Svein-
veig, f. 1942, búsett
í Hafnarfirði, Þór-
dís, f. 1949, búsett í
Hafnarfirði, Svan-
hildur, f. 1950, bú-
sett í Hafnarfirði,
Heimir, f. 1957, bú-
settur í Þorláks-
höfn, og óskírður
drengur, f. 1959, d.
1959.
Árni var lengst
af sjómaður og réri á bátum frá
Þorlákshöfn. Eftir að hann
hætti á sjó vann hann við ýmis
störf í Trésmiðju Heimis.
Útför Árna fer fram frá Þor-
lákskirkju í Þorlákshöfn í dag,
16. september, klukkan 11.
Ég fékk símhringingu á laug-
ardagskvöldið og mér tilkynnt
andlát Árna bróður. Það kom
mér mikið á óvart því hann
hringdi í mig fyrr um daginn og
var að spyrja frétta og var
hann mjög hress. Oft hefur
hann orðið mikið lasinn og við
óttast um hann, en ekki núna,
hann var búinn að vera svo
hress.
Árni var mikill einstæðingur,
en hann var heimagangur hjá
okkur Laufeyju, kom til okkar
mjög reglulega og var nær allt-
af hjá okkur um jólin.
Hann vann í mörg ár hjá
okkur og náði hann vel til
strákanna í Trésmiðjunni, hann
hafði góðan húmor og svaraði
skemmtilega fyrir sig. Eftir að
hann hætti að vinna kom hann
reglulega til okkar í heimsókn á
verkstæðið að taka stöðuna.
Það var ómetanlegt þegar við
Laufey ákváðum að byggja
okkur nýtt einbýlishús, þá kom
hann og hjálpaði til og þegar
kom að því að mála, þá var
hann til í að aðstoða við það, því
það var eitt það skemmtilegasta
sem hann gerði og var vand-
fundinn eins vandvirkur maður
í það verkefni.
Árni var hættur að vinna, en
hafði gaman af því að þvælast
um með mér. Eitt það síðasta
sem hann spurði mig að var
hvort við ættum ekki að fara að
taka upp kartöflurnar í Fljóts-
hlíðinni sem við settum niður
saman í vor.
Árni fylgdist alltaf vel með
okkar börnum og spurði reglu-
lega hvað þau væru að gera.
Hann bar ekki gæfu til að eign-
ast fjölskyldu sjálfur, en fáir
vita þó að það þráði hann heitt.
Bakkus fylgdi honum alla tíð og
setti líf hans í farveg sem hann
sjálfsagt hefði viljað að orðið
hefði annar en hann varð.
Þökk fyrir allt, Árni minn,
far þú í friði.
Heimir og Laufey.
Óvænt bárust mér þau tíð-
indi að Árni Guðmundsson móð-
urbróðir minn væri látinn. Ég
frétti af honum hjá Heimi bróð-
ur sínum örfáum dögum áður.
Þá var hann góðglaður sem
endranær.
Árni var nokkurra mánaða
gamall þegar fjölskyldan flutt-
ist að Fljótsdal í Fljótshlíð og
þar bjuggu þau fram yfir ferm-
ingu Árna en árið 1960 fluttist
fjölskyldan til Þorlákshafnar og
þar ól Árni allan sinn aldur eft-
ir uppvaxtarárin í Fljótsdal.
Þegar fjölskyldan flutti í
Höfnina, eins og Þorlákshöfn er
oft nefnd manna á millum, voru
einungis örfá hús í þorpinu. Það
hefur eflaust verið erfitt fyrir
feiminn sveitadrenginn að
kynnast nýju fólki á framandi
stað en Árni var einmitt mikið
til baka, feiminn og hlédrægur.
Árni var duglegur til vinnu og
var lengst til sjós og sá þá oft-
ast um eldamennskuna fyrir
bátsverjana.
Þá vann hann um hríð á
millilandaskipi. Eftir að hann
hætti á sjónum vann hann í
mörg ár hjá bróður sínum í
Trésmiðju Heimis ehf. og þar
kom sér vel að Árni var bæði
duglegur og laghentur.
Árni var góður drengur innst
inni og næmur á marga hluti.
Aldrei gekk ég svo langt að
ræða þau mál við Árna en oft
hefur maður leitt hugann að því
hvort hægt sé að finna skýr-
ingar á því af hverju Árni ákvað
að eyða lífi sínu eins og hann
gerði en áfengisdrykkja var alla
tíð mjög stór hluti af hans lífi.
Kannski voru það aðstæður
sem hann hafði enga stjórn á og
hlutir sem aldrei var rætt um.
Kannski hefðu hlutirnir getað
verið örðu vísi, kannski ekki.
Árni leitaði sér nokkrum
sinnum aðstoðar við að losna
við áfengisbölið en einhverra
hluta vegna náði hann ekki
þeirri stjórn á lífi sínu sem
hann sóttist þó eftir. Ekki verð-
ur hjá því komist að minnast
þess að Árni naut ávallt að-
stoðar á margs konar hátt frá
Heimi bróður sínum og Lauf-
eyju mágkonu sinni sem sýndu
honum ótrúlega þolinmæði og
gjafmildi, hvort heldur sem var
á aðfangadag jóla eða aðra
daga ársins, og fyrir það ber að
þakka. Ég votta systkinum
Árna og fjölskyldum þeirra
samúð.
Guðbjörn Árnason.
Árni Þór
Guðmundsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum.
Minningargreinar