Morgunblaðið - 16.09.2017, Blaðsíða 40
40 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2017
Aðalheiður Þorsteinsdóttir, píanóleikari og Þingeyingur í húð oghár, á 50 ára afmæli í dag. Hún er undirleikari fyrir söngnem-endur í FÍH í djasssöng og vinnur hjá Íslenskri tónverkmiðstöð
sem er miðstöð fyrir tónverk og tónskáld. Hún situr í sálmabókanefnd ís-
lensku þjóðkirkjunnar sem er að fara að gefa út nýja sálmabók, en hún
kemur út næsta haust. Hún hefur enn fremur unnið með Kvennakirkjunni
í 20 ár og með Léttsveit Reykjavíkur í rúm 20 ár og svo er hún einnig org-
anisti að mennt.
„Ég er einnig mikið í frílans spileríi og í útsetningum, en ég hef útsett
talsvert fyrir kóra, sérstaklega fyrir kvennakóra og spilað líka undir hjá
fjölmörgum söngvurum.“ Þegar blaðamaður ræddi við hana í gær var
Aðalheiður nýbúin að leika fyrir eldri borgara. „Það er gaman að leika og
sprella með þeim.“ Hún hefur einnig sungið með Bjargræðiskvartettinum
og sönghópnum Reykjavík 5.
Tónlistin tekur daga og nætur,“ segir Aðalheiður, spurð út í áhugamál.
„Í sumar fór ég í mikla fjallgöngu, en þá fór ég ásamt fleirum Strútsstíg á
Fjallabaksleið nyrðri, og þá rifjaðist upp fyrir mér fjallaáhuginn og stefni
ég á að fara oft í fjallgöngur þennan nýja áratug sem er að hefjast hjá
mér. Við fengum ægilegt óveður í göngunni en það stoppaði engan.“
Aðalheiður er í sambúð með Daða Magnasyni sjómanni og á þrjár stúp-
dætur.
Píanóleikarinn „Ég ætla að halda upp á afmælið aldrei þessu vant og
verð í góðra vina- og ættingjahópi,“ segir Aðalheiður.
Stefnir á að fjölga
fjallgöngunum
Aðalheiður Þorsteinsdóttir er fimmtug
Á
sgeir Long fæddist í
Hafnarfirði 16. sept-
ember 1927, nánar til-
tekið undir súð á
Brekkugötu 11 þar
sem hann ólst upp. Hann gekk í
barnaskóla í Hafnarfirði og stund-
aði síðar nám í Iðnskólanum í
Hafnarfirði og svo í Vélstjóraskól-
anum. Hann útskrifaðist sem vél-
stjóri og rennismiður og vann
nokkur ár á sjó sem vélstjóri.
Ásgeir stofnaði vélaverkstæðið
Litlu vinnustofuna árið 1953 á
Brekkugötunni þar sem boðið var
upp á viðgerðir á ýmiskonar tækj-
um. Hann byggði hús á Reykjavík-
urvegi 70 árið 1959 og fluttist
þangað með fjölskkyldu sína og
starfrækti Litlu vinnustofuna í
sama húsi. Hann tók sér síðan starf
á Reykjalundi árin 1962-1966 sem
verkstjóri á mótaverkstæði. Þangað
flutti hann ásamt konu sinni og
tveimur börnum, þar sem þau
dvöldu í nokkur ár.
Eftir góðan tíma á Reykjalundi
flutti fjölskyldan sig um set í
Garðabæ þar sem Ásgeir var með
eigin kvikmyndarekstur. Hann
stofnaði einnig báta- og vélaverk-
stæðið Barco árið 1978 sem var
starfrækt í mörg ár í nágrenni
heimilis hans. Eftir að því ævintýri
lauk fór hann að vinna sem tækja-
vörður í Tækniskólanum þar sem
hann vann út starfsaldur sinn.
Ljósmyndir og kvikmyndir
Áhugi Ásgeirs á ljósmyndum og
kvikmyndum kviknaði snemma.
Hann var ungur þekktur fyrir að
ljósmynda atvinnu- og bæjarlíf í
Hafnarfirði og liggja ótal ljós-
Ásgeir Long, kvikmyndagerðarmaður og vélfræðingur – 90 ára
Hjónin Ásgeir og Guðbjörg á góðri stund. Guðbjörg var jafnaldri Ásgeirs, en hún lést árið 2004.
Þúsundþjalasmiður
Vélstjórinn Ásgeir um tvítugt.
Í dag eiga 50 ára brúðkaups-
afmæli Valgerður Jónsdóttir
og Halldór Þorbergsson. Þau
gengu í hjónaband 16. sept-
ember 1967 í Norðfjarðarkirkju.
Árnað heilla
Gullbrúðkaup
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
FASTUS LÉTTIR
ÞÉR LÍFIÐ
Viper rafskutlan er smart
og þægileg í akstri með sæti
sem er hægt að stilla og snúa.
• Hámarkshraði 12,8 km/klst
• Hæð frá jörðu upp að stelli: 10 cm
• Hámarksþyngd notanda 160 kg
• Hámarksvegalengd á einni
hleðslu 48 km