Morgunblaðið - 16.09.2017, Page 43

Morgunblaðið - 16.09.2017, Page 43
DÆGRADVÖL 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2017 PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til kl. 16 mánudaginn 18. september SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur Í blaðinu verða kynntir margir möguleikar sem í boði eru fyrir þá sem vilja hafa fallegt í kringum sig, breyta og bæta heimilið. Skoðuð verða húsgögn og innréttingar, skrautmunir og fylgihlutir fyrir heimilið, litir og lýsing ásamt mörgu öðru sem er huggulegt fyrir veturinn. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Heimili & hönnun fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 22. september Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er ekki allt gull sem glóir og margt reynist eftirsókn eftir vindi. Nýttu þér lögmál aðdráttaraflsins. Enginn er fullkom- inn og þú þarft líka á skilningi að halda. 20. apríl - 20. maí  Naut Að þrá er yndisleg tilfinning og að vita hvað maður vill er jafnvel enn betra. Gættu þess bara að ganga ekki of langt og brjóta rétt á öðrum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nú er rétti tíminn til að hlaða raf- hlöðurnar fyrir það sem eftir er af árinu. Eitt- hvað vekur athygli á vandanum sem að steðj- ar, svo mikið er víst. Ný kynni gætu verið á næsta leiti. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú finnur löngun hjá þér til að gera eitthvað nýtt og gætir fengið tækifæri til þess fyrr en síðar. Hjarta þitt er stórt og gal- opið. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Gættu þess að þú standir ekki í vegi fyr- ir metnaðarfullum tilburðum samstarfs- manns þíns. Talaðu skýrt og skorinort. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Sjaldan er ríkari ástæða til að gæta heilsu sinnar en þegar streitan er í algleym- ingi. Bíddu með það að kynna nýjar hug- myndir fyrir samstarfsfólki. 23. sept. - 22. okt.  Vog Erfiðir einstaklingar og stormasöm sam- bönd eru tækifæri til þroska. Stingdu upp á að allir leggi sitt af mörkum við að skemmta hópnum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú lítur feiknavel út í augum annarra um þessar mundir. Gættu þess þeg- ar þú talar að velja orð þín af kostgæfni ann- ars geta þau haft óafturkræf áhrif. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er ekki nóg að sjá bara hinar breiðu línur því einnig þarf að skyggnast und- ir yfirborðið eftir smáatriðunum. Líttu á nána vini og maka sem spegil á hegðun þína. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ótti þinn við að rugga bátnum hef- ur leitt til þess að sambandið hefur strandað á skeri. Láttu einkamálin hafa forgang. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þér gætu boðist nýir möguleikar sem þú ert ekki viss um hvernig þú getur notfært þér. Þvermóðska kallar bara yfir þig vandræði. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert svo sannarlega í sviðsljósinu. Vertu svo vakandi fyrir nýjum tækifærum. Taktu vandamálunum af kæruleysi, þú hefur bæði fagmennsku og reynslu og svona ákvarðanir tilheyra ferlinu. Verk í framkvæmd örðugt er. Oft úr klípu bjargar sér. Ábyrgð hvílir þung á þér. Þú munt vera skyldur mér. Færri svör bárust við gátunni envant er og kvartaði ég yfir því við karlinn á Laugaveginum þar sem ég hitti hann á Skólavörðustígnum innan um ferðamennina. „Lát heyra,“ sagði karlinn og ég fór með gátuna. Hann velti vöngum, ská- blíndi upp á kirkjuturninn og sagði: Ekki milli mála fer mér það skapar vanda mín ef kerling úrill er á mér spjótin standa. Og var horfinn. Sjálfur skýrir Guðmundur gátuna þannig: Leyst nú vandaverkið er. Úr vanda oft má bjarga sér. Vandi hvílir þungt á þér. Þú ert vandabundinn mér. Þá er limra: Víða þó blasi vandi við á þessu landi, sem leysa má, er langt í frá, að Viðreisn sé viðbjargandi. Og síðan ný gáta eftir Guðmund: Morgunsólin gyllti grund, gliti brá á lognvær sund, gekk ég út með gæluhund og gátu samdi í þann mund: Svefnleysi það ástand er. Er þá beðið fyrir sér. Kvöldstund, meðan kveðið var. Kvöldið fyrir hátíðar. Lausnir á að senda á netfang mitt og þurfa þær að berast ekki seinna en á miðvikudagskvöld. Filli, – Friðrik Steingrímsson, – sá fréttir af setningu alþingis: Þétt er setinn sýnist mér salur fagurbúni, það er fullt af fíflum hér, fleiri en út á túni. Seinna um kvöldið skrifaði Frið- rik á Leirinn „nóg að gera“: Þreyttur er og þyrfti blund þó til verka fer ég, ýsur dreg ég æðistund á eftir hrúta sker ég. Jón S. Bergmann var ölkær og þótti gott að dveljast í sölum Bakkusar: Þar er gestum greitt til máls, glöggt er hvað þeir meina, því að gleðigyðjan frjáls gengur þar um beina. Kristján Fjallaskáld orti: Lát þá vinur áfengt öl örva hjartadreyra. Svo skal maður bæta böl að bíða annað meira. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vandi er illt rétt að brúka „ÉG SAMDI NÆSTA LAG SVO ÉG GÆTI MUNAÐ PIN-NÚMERIÐ MITT.“ „GÆTIRÐU SLÖKKT Á ÞESSARI VIFTU?!“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... sólskinið sem hann færir þér á hverjum degi. ÉG HEF ÞVÍ MIÐUR SLÆMAR FRÉTTIR ÞÚ ERT MEÐ ALVARLEGT… HNETUOFNÆMI NEEEEI!! ERFIÐAR FRÉTTIR FYR- IR ÍKORNA KARL, ÞÚ ERT EILÍFUR BJARTSÝNISMAÐUR! HEPPNI EDDI, HVAÐ ER GOTT Í MATINN? HRÓLFUR, ÞÚ ÆTTIR AÐ REYNA AÐ HRÓSA ÁHÖFNINNI ÞINNI… TIL AÐ LÉTTA LUND ÞEIRRA! ÞAÐ ER RÉTT! SEGÐU ÞAÐ BEINT ÚT, LÆKNIR Fyrir skemmstu var ákveðið aðlengja opnunartímann í Vest- urbæjarlaug og Breiðholtslaug til 22 alla daga. Um 3.200 manns skrifuðu undir áskorun leikarans Stefáns Karls Stefánssonar um að lengja opnunartíma Vesturbæjarlaugar og tók Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur áskoruninni. Opn- unartími hafði verið lengdur í sumar í tilraunaskyni. Þórgnýr Thorodd- sen formaður ráðsins sagði í samtali við Fréttablaðið að aðsókn að Vest- urbæjar- og Breiðholtslaug hefði aukist með lengri opnunartíma í sumar en sömu aukningu hefði ekki mátt greina í öðrum laugum. Þetta er sérkennileg athugasemd því ekki hafði verið prófað að hafa opið til 22 alla daga í Árbæjarlaug og því óvíst hver útkoman hefði orðið af því. x x x Með nýjustu ákvörðun ÍTR erverið að skilja Árbæjarlaug og Grafarvogslaug útundan. Þar verður aðeins opið til 20 á föstudögum og 18 um helgar. Talað er um að með lengri opnun í Vesturbæ sé verið að taka álagið af Laugardalslaug. Það getur vel verið að það þurfi en búið var að ákveða að bregðast við því. Þórgnýr bendir á í sama viðtali að þegar Sundhöll Reykjavíkur verði opnuð verði hún sömuleiðis opin til 22 alla dag. Niðurstaðan er þá sú að mjög stutt er á milli tveggja sund- lauga, Vesturbæjarlaugarinnar og Sundhallarinnar sem verða opnar til 22 alla daga. x x x Nú stendur yfir undirskriftasöfn-un um lengri opnunartíma Ár- bæjar- og Grafarvogslaugar. Strax hafa um 1.700 manns skrifað undir. Hvernig ætlar ÍTR að bregðast við þessari undirskriftasöfnun? Er það nauðsynlegt að einhver frægur standi fyrir undirskriftasöfnun með tilheyrandi fjölmiðlaathygli til að mark sé tekið á henni? Víkverja finnst ÍTR hafa farið illa að ráði sínu með því að láta undan þessum þrýst- ingi. Ef það er ekki til peningur til þess að hafa laugarnar í Vesturbæ, Grafarvogi og Árbæ allar opnar lengur hefði bara átt að sleppa þessu. Þetta er mikið ójafnrétti og skapar bara sundrungu og óánægju. vikverji@mbl.is Víkverji Betri er hnefafylli af ró en báðar hend- ur fullar af striti og eftirsókn eftir vindi. (Pred. 4.6)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.