Morgunblaðið - 16.09.2017, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 16.09.2017, Qupperneq 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2017 við úr upprunalegu lögreglurann- sókninni gegni hlutverki bæði raun- verulegra og ímyndaðra minninga. „Við máluðum veggina gráa í sýningarsalnum sem á að tákna að þetta sé grátt svæði. Það eru ljós- myndir af lykilstundum í málinu og svæðum sem tengdust rannsókn- inni, en það eru líka myndir sem eru ekki tengdar málinu og hug- myndin er sú að þegar þú gengur um sýninguna, veistu ekki hvað er satt og hvað er ósatt. Ég tók t.d. mynd af gullfiskunum hennar Erlu Bolladóttur og við tölum um gull- fiskaminni. Ef þú hefur lent í því að fá minnisvafaheilkenni er mjög ljóð- rænt og áhugavert að eiga gullfiska að gæludýrum; dýr með slæmt minni sem er geymt í búri. Það eru margar ljósmyndir á sýningunni sem tengjast meira fólkinu en málinu sjálfu, og það má líka skoða dagbækur Guðjóns Skarphéðinssonar sem aldrei hafa verið sýndar áður. En þær eru sönnun þess að þetta fólk var með falskar minningar. Í upphafi veit hann að hann er saklaus, en þeim mun lengra sem líður á yfirheyrsl- urnar í dagbókinni endar þetta á því að hann heldur að hann sé sek- ur. Við unnum með lögreglunni í Reykjavík sem hefur reynst okkur alveg frábærlega og Þjóðskjalasafni Íslands þannig að við gátum nálg- ast upphafleg sönnunargögn; máls- skjöl, upphaflegar ljósmyndir, lögregluskissur auk þess sem skúlptúrinn Leirfinnur verður einn- ig til sýnis í fyrsta skipti,“ segir Latham sem hlakkar til að hitta sem flesta Íslendinga á sýningunni til að ræða málið og myndirnar. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vafi? Jack Latham spyr gesti sýningar sinnar hvað séu raunverulegar og hvað séu ímyndaðar minningar. Nú liggur fyrir hvaða kvikmyndir verða sýndar í flokknum Vitranir á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF, sem hefst 28. sept- ember nk. Í Vitrunum eru sýndar myndir sem keppa um aðalverðlaun RIFF, Gullna lundann, kvikmyndir sem eru annaðhvort fyrsta eða önnur mynd leikstjóra í fullri lengd en þess- ar myndir „ögra viðteknum hefðum í kvikmyndagerð og leiða kvikmynda- listina á nýjar og spennandi slóðir“, eins og segir í tilkynningu frá RIFF. Þeirra á meðal er kvikmynd Hlyns Pálmasonar, Vetrarbræður, eða Vin- terbrødre, sem er dönsk-íslensk og jafnframt opnunarmynd hátíð- arinnar. „Kvikmyndin gerist í ein- angraðri verkamannabyggð yfir kaldan vetur. Þar fylgjum við tveim- ur bræðrum í gegnum venjur þeirra og hefðir og verðum vitni að því þeg- ar ofbeldisfullar deilur brjótast út milli bræðranna og annarrar fjöl- skyldu á vinnustaðnum. Þetta er saga um skort á ást með áherslu á yngri bróðurinn og þörf hans fyrir að vera elskaður,“ sagði Hlynur í viðtali við Morgunblaðið á dögunum. Sjálfsskoðun og ferðalög Aðrar kvikmyndir í Vitrunum eru eftirfarandi: God’s own country frá Bretlandi, eftir leikstjórann Francis Lee. Í henni segir af ungum manni sem rek- ur bóndabæ föður síns. Rúmeninn Gheorge er ráðinn til starfa á bænum og brátt myndast lostafullt samband milli mannanna tveggja. Bandaríska kvikmyndin The Rid- er, í leikstjórn Chloé Zhao, segir af kúreka sem stendur á tímamótum eftir hörmulegt reiðslys sem gerir hann ófæran um að sinna ástríðu sinni. Brady leggst í sjálfsskoðun sem leiðir hann á ótroðnar slóðir. Gabriel e a montanha er frönsk- brasilísk, eftir leikstjórann Fellipe Barbosa, og segir af Gabriel nokkr- um sem ákveður að ferðast um heim- inn áður en hann hefur háskólanám í Bandaríkjunum. Eftir margra mán- aða ferð endar hann við Mulanje-fjall í Malaví. Spænska kvikmyndin Júlia ist eftir leikstjórann Elenu Martín fjallar um arkitektúrnemann Júlíu sem gerist Erasmus-nemi í Berlín en lífið í Berl- ín reynist langt frá því að vera æv- intýri. 3/4 eftir Ilian Metev er búlgörsk- þýsk kvikmynd sem fjallar um unga stúlku, Milu, sem er píanóleikari og undirbýr sig fyrir áheyrnarprufu er- lendis. Niki, bróðir hennar, truflar hana með óæskilegum og furðu- legum uppátækjum og faðir þeirra virðist ekki geta tekist á við kvíða barna sinna. Soldatii. Poveste din Ferentari er rúmensk-serbnesk-belgísk fram- leiðsla, eftir leikstjórann Ivönu Mla- denovic, og fjallar um mannfræðing- inn Adi sem flytur í fátækrahverfi í Búkarest eftir að kærastan segir honum upp og ætlar sér þar að skrifa um manela-tónlist, popptónlist Róm- afólks. Þar hittir hann fyrrverandi fanga og Rómamann, Alberto, og fljótlega hefst ástarsamband milli þeirra tveggja. M er frönsk kvikmynd eftir leik- stjórann Söru Forestier og segir af Lilu og Mo sem eru gjörólík en laðast þó hvort að öðru. Mo lumar hins veg- ar á leyndarmáli. Ítalska kvikmyndin Disappearance eftir íranska leikstjórann Ali Asgari gerist í Teheran. Þar flakka ungir elskendur milli sjúkrahúsa í von um hjálp en brátt þurfa þau að horfast í augu við hörmulegar afleiðingar barnaskapar síns. Miracle eftir leikstjórann Egle Vertelyte er lithásk-búlgörsk-pólsk og segir af Irenu, eiganda svínabús. Hún er á barmi gjaldþrots en fær að- stoð úr óvæntri átt. Elliheimili í tveimur myndum Dreams by the Sea eftir Sakaris Storá er dönsk-færeysk og segir af Ester sem lifir tilbreytingasnauðu lífi á afskekktri eyju og hlýðir trúuðum foreldrum sínum án mótmæla. Dag einn flytur hin uppreisnargjarna Ragna í bæinn og saman njóta þær sumarnáttanna og láta sig dreyma um eitthvað annað og betra. Distant Constellation er tyrknesk- bandarísk eftir leikstjórann Shevaun Mizrahi og er í tilkynningu lýst sem draumkenndri mynd sem gerist á elliheimili í Istanbúl. Íbúar sem lifað hafa tímana tvenna baða sig í athygli myndavélarinnar. Þau eru stríðn- ispúkar, sagnfræðingar og kvenna- bósar, segir m.a. um myndina. Að lokum er það svo ítalska kvik- myndin Dove cadono le ombre eftir leikstjórann Valentinu Pedicini sem keppir um Gullna lundann. Í henni segir af hjúkrunarfræðingnum Önnu og aðstoðarmanni hennar, Hans. þau vinna á elliheimili sem áður var mun- aðarleysingjahæli, voru fangar á hæl- inu sem börn og virðast enn vera fangar í tíma og rúmi, eins og því er lýst. Kvikmyndirnar hafa flestar hlotið verðlaun og þá m.a. á virtum hátíð- um, t.d. í Cannes og Feneyjum. Vitranir RIFF kynntar Júlía Elena Martín í hlutverki Júlíu í spænku myndinni Júlia ist.  Kvikmyndirnar sem keppa munu um Gullna lundann Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Elly (Stóra sviðið) Sun 17/9 kl. 20:00 10. sýn Fös 6/10 kl. 20:00 17. sýn Sun 29/10 kl. 20:00 23. sýn Fim 21/9 kl. 20:00 11. sýn Lau 7/10 kl. 20:00 18. sýn Lau 4/11 kl. 20:00 24. sýn Fös 22/9 kl. 20:00 12. sýn Sun 8/10 kl. 20:00 aukas. Fös 10/11 kl. 20:00 25. sýn Sun 24/9 kl. 20:00 13. sýn Fös 13/10 kl. 20:00 19. sýn Sun 12/11 kl. 20:00 26. sýn Fim 28/9 kl. 20:00 14. sýn Sun 15/10 kl. 20:00 20. sýn Þri 14/11 kl. 20:00 aukas. Fös 29/9 kl. 20:00 15. sýn Lau 21/10 kl. 20:00 21. sýn Sun 1/10 kl. 20:00 16. sýn Sun 22/10 kl. 20:00 22. sýn Sýningin sem sló í gegn síðasta vor snýr aftur. 1984 (Nýja svið) Lau 16/9 kl. 20:00 2. sýn Sun 24/9 kl. 20:00 5. sýn Lau 30/9 kl. 20:00 8. sýn Fös 22/9 kl. 20:00 3. sýn Fim 28/9 kl. 20:00 6. sýn Sun 1/10 kl. 20:00 9. sýn Lau 23/9 kl. 20:00 4. sýn Fös 29/9 kl. 20:00 7. sýn Stóri bróðir fylgist með þér Úti að aka (Stóra svið) Lau 16/9 kl. 20:00 1. sýn Lau 30/9 kl. 20:00 3. sýn Lau 23/9 kl. 20:00 2. sýn Lau 14/10 kl. 20:00 4. sýn Sprenghlægilegur farsi! Kartöfluæturnar (Litla svið) Fim 21/9 kl. 20:00 Frumsýning Fös 29/9 kl. 20:00 4. sýn Fös 13/10 kl. 20:00 7. sýn Fös 22/9 kl. 20:00 2. sýn Fös 6/10 kl. 20:00 5. sýn Sun 15/10 kl. 20:00 8. sýn Fim 28/9 kl. 20:00 3. sýn Sun 8/10 kl. 20:00 6. sýn Fös 20/10 kl. 20:00 9. sýn Fjölskyldukeppni í meðvirkni! Brot úr hjónabandi (Litli salur) Fös 10/11 kl. 20:00 1. sýn Mið 15/11 kl. 20:00 4. sýn Mið 22/11 kl. 20:00 7. sýn Lau 11/11 kl. 20:00 2. sýn Lau 18/11 kl. 20:00 5. sýn Fim 23/11 kl. 20:00 8. sýn Sun 12/11 kl. 20:00 3. sýn Sun 19/11 kl. 20:00 6. sýn Fös 24/11 kl. 20:00 9. sýn Draumur um eilífa ást. Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Sun 29/10 kl. 13:00 48. sýn Sun 5/11 kl. 13:00 49. sýn Sun 12/11 kl. 13:00 50. sýn Fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 17/9 kl. 13:00 Sun 8/10 kl. 13:00 Sun 22/10 kl. 13:00 Sun 24/9 kl. 13:00 Sun 15/10 kl. 13:00 Sun 29/10 kl. 13:00 Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa! Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið) Sun 17/9 kl. 19:30 8.sýning Sun 24/9 kl. 19:30 9.sýning Sun 1/10 kl. 20:00 Lokasýning ATHUGIÐ SNARPUR SÝNINGARTÍMI. SÝNINGUM LÝKUR Í OKTOBER. Tímaþjófurinn (Kassinn) Sun 24/9 kl. 19:30 Sun 8/10 kl. 19:30 Sun 22/10 kl. 19:30 Lokasýning Fös 29/9 kl. 19:30 Sun 15/10 kl. 19:30 Sun 1/10 kl. 19:30 Fim 19/10 kl. 19:30 Einstakt verk um ástina ■ um óslökkvandi þrá, höfnun og missi Eniga Meninga (Stóra sviðið) Lau 28/10 kl. 13:00 Risaeðlurnar (Stóra sviðið) Fös 20/10 kl. 19:30 Frumsýning Fös 27/10 kl. 19:30 3.sýning Fim 26/10 kl. 19:30 2.sýning Fös 3/11 kl. 19:30 4.sýning Óvinur fólksins (Stóra sviðið) Fös 22/9 kl. 19:30 Frumsýning Fim 28/9 kl. 19:30 3.sýning Lau 23/9 kl. 19:30 2.sýning Lau 30/9 kl. 19:30 4.sýning Faðirinn (Kassinn) Lau 7/10 kl. 19:30 Frumsýning Fös 20/10 kl. 19:30 4.sýning Sun 29/10 kl. 19:30 7.sýning Fim 12/10 kl. 19:30 2.sýning Lau 21/10 kl. 19:30 5.sýning Fös 3/11 kl. 19:30 8.sýning Fös 13/10 kl. 19:30 3.sýning Fös 27/10 kl. 19:30 6.sýning Smán (Kúlan) Lau 16/9 kl. 19:30 3.sýning Fös 22/9 kl. 19:30 4.sýning Fim 28/9 kl. 19:30 Aukasýning Mið 20/9 kl. 19:30 Aukasýning Lau 23/9 kl. 19:30 5.sýning Lau 30/9 kl. 19:30 6.sýning Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 4/10 kl. 20:00 Mið 18/10 kl. 20:00 Mið 11/10 kl. 20:00 Mið 25/10 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Hafið (Stóra sviðið) Þri 26/12 kl. 19:30 Frumsýning Fös 29/12 kl. 19:30 2.sýning Fim 4/1 kl. 0:30 3.sýning Pétur og úlfurinn (Brúðuloftið) Lau 14/10 kl. 13:00 Lau 21/10 kl. 15:00 Lau 4/11 kl. 13:00 Lau 14/10 kl. 15:00 Lau 28/10 kl. 13:00 Lau 4/11 kl. 15:00 Lau 21/10 kl. 13:00 Lau 28/10 kl. 15:00 Brúðusýning leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Hvað er í bíó? mbl.is/bio

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.