Morgunblaðið - 16.09.2017, Page 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2017
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
„Ég reyni eftir fremsta megni að
láta þessi verk mynda ákveðna
heild í einni sýningu. Síðast gerði
ég það sama undir öðrum formerkj-
um og væntanlega þar á undan og
svo framvegis. Ég vann að þessari
sýningu fyrst og fremst með því að
reyna að byrja oft á tíðum um tíu-
leytið og vinna fram eftir degi. Eins
og með allar hinar sýningarnar,“
segir Halldór Ragnarsson myndlist-
armaður, en hann mun halda sölu-
sýningu á verkum sínum 16. sept-
ember til 22. október nk. í
Listamönnum galleríi við Skúlagötu
32 í Reykjavík.
Starfið brunarústir
Halldór varð fyrir því óláni að
vinnustofan hans á Grettisgötu 87
brann til grunna í fyrravor. Um 80
verka hans brunnu til ösku í brun-
anum, aðeins mánuði fyrir sýningu.
Halldór er nú búinn að koma sér
upp nýrri vinnuaðstöðu úti á
Granda.
„Ég náði að endurgera verkin
sem þurfti til að halda sýninguna
samt sem áður og hélt þá sýningu
fjórum mánuðum seinna,“ segir
Halldór, en sýningin sem hann ætl-
ar að halda núna er tólfta einkasýn-
ingin hans. Hún ber nafnið „Svona
sirka svona“.
Halldór lærði heimspeki áður en
hann fór að stunda listina af ein-
hverjum krafti og segir innblástur
verka sinna m.a. vera málspeki og
tungumálaheimspeki, en tungu-
málið og merking orðanna hafi hon-
um fundist áhugaverðast úr heim-
spekináminu. Verkin hans séu sett
upp í ákveðnu samhengi á sýn-
ingum, orðin flæða stundum út úr
þeim og út á veggi og niður á gólf.
Verkin hafi því ákveðna merkingu í
því samhengi sem þau eru í á sýn-
ingunni sem geti breyst þegar þau
fari annað og í nýtt samhengi.
„Hvað er það sem gerist á þess-
um tíma þar sem maður er einn
uppi á vinnustofu? Hvað ferðast um
í höfðinu á manni þegar maður
ákveður að taka skref að einhverri
hugmyndafræði og vinna að henni
svo mánuðum skiptir?
Það ferli hefur mér alltaf þótt
áhugavert og er oftast það fyrsta
sem fer um í höfðinu á mér þegar
ég skoða sýningar annarra. En
skiptir það máli hvað er sett fram?
Er bara nóg að vera listamaður og
gera gult málverk? Hvað með að
fjalla bara um gjörðina að gera
myndlist? Að gjörningurinn að gera
listina sé inntak og heild sýning-
arinnar eins og ég lagði upp með
hér?“ eru spurningar sem Halldór
veltir upp með sýningunni. Hann
segir jafnframt að sýningin og
verkin séu nokkuð sjálfhverf þar
sem hann er að velta fyrir sér sjálf-
um sér og sinni vinnu með fram-
setningunni.
„Ég ákvað í byrjun að hafa ferlið
opið í alla enda og láta innsæið ráða
öllum skrefum að gerð þessarar
sýningar, ekkert ósvipað og kannski
rithöfundurinn lætur eitt leiða af
öðru í söguþræði sínum. Sem er að
mínum dómi stórkostlega falleg
klisja.
Eftir allt er ég í raun og veru
bara að spyrja mig nokkurra spurn-
inga á meðan ég er að smíða saman
sýningu. Kannski mun áhorfandinn
spyrja sig eitthvað svipað líka. Ég
vona að minnsta kosti eitthvað,“
segir Halldór vongóður.
Morgunblaðið/RAX
Listgjörningur Halldór Ragnarsson á sýningu sinni í Listamönnum galleríi.
Málspekin er
mér innblástur
Listgjörningurinn sjálfur inntakið
Kvikmyndin Eraserhead frá 1977 í
leikstjórn Davids Lynch verður á
dagskrá Svartra sunnudaga í Bíó
Paradís annað kvöld kl. 20. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Bíó Para-
dís er það „líklega í fyrsta sinn sem
sú mynd er sýnd opinberlega í ís-
lensku kvikmyndahúsi síðan á
Kvikmyndahátíð Listahátíðar í
Regnboganum árið 1982.
Myndin er tekin upp í svarthvítu
og er næsta súrrealísk, en ber
sterkan svip af þeim verkum Lynch
sem á eftir fylgdu, þó hún sé ein-
stök í höfundarverki hans.“
Eraserhead á Svörtum sunnudegi
Frumraun Stilla úr kvikmyndinni
Eraserhead í leikstjórn Davids Lynch.
The Square
Metacritic 74/100
IMDb 8,0/10
Bíó Paradís 17.15, 22.15
The Limehouse
Golem
Bíó Paradís 22.15
Klám í Reykjavík
IMDb 5,1/10
Bíó Paradís 18.00
Kongens nei
IMDb 7,3/10
Bíó Paradís 22.15
Stella í orlofi
Bíó Paradís 20.00
Mother! 16
Það reynir á samband pars
þegar óboðnir gestir birtast.
Metacritic 76/100
IMDb 6,3/10
Sambíóin Álfabakka 17.20,
20.00, 22.50
Sambíóin Egilshöll 17.25,
20.00, 22.35
Sambíóin Kringlunni 17.00,
19.40, 22.20
Sambíóin Akureyri 20.00,
22.50
Sambíóin Keflavík 20.00,
22.35
American Assassin 16
Metacritic 44/100
IMDb 6,8/10
Laugarásbíó 20.00, 22.20
Smárabíó 20.00, 22.30
Borgarbíó Akureyri 20.00,
22.20
47 Meters Down 16
Metacritic 52/100
IMDb 5,8/10
Smárabíó 20.10, 22.20
Háskólabíó 21.00
Borgarbíó Akureyri 22.10
American Made 12
Metacritic 63/100
IMDb 7,5/10
Sambíóin Egilshöll 15.00,
17.30, 20.00, 22.30
Smárabíó 19.40, 22.15
Borgarbíó Akureyri 17.40
Everything,
Everything
Metacritic 52/100
IMDb 6,3/10
Sambíóin Álfabakka 17.50,
20.00
Sambíóin Egilshöll 13.00
Sambíóin Akureyri 17.50
Annabelle:
Creation 16
Metacritic 62/100
IMDb 7,0/10
Sambíóin Álfabakka 22.10
Kidnap 12
Karla er fráskilin móðir sex
ára stráks, Frankies.
Metacritic 44/100
IMDb 6,0/10
Háskólabíó 21.00
Dunkirk 12
Myndin fjallar um Operation
Dynamo árið 1940.
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 94/100
IMDb 8,4/10
Sambíóin Kringlunni 17.40,
20.00
Emojimyndin Metacritic 12/100
IMDb 2,0/10
Laugarásbíó 14.00, 16.00,
18.00
Sambíóin Keflavík 14.00,
16.00
Smárabíó 13.00, 15.20,
17.40
Háskólabíó 15.40
Spider-Man:
Homecoming 12
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 73/100
IMDb 7,9/10
Smárabíó 16.40
Pirates of the
Caribbean:
Salazar’s Revenge 12
Sambíóin Álfabakka 14.50
Logan Lucky
Metacritic 78/100
IMDb 7,5/10
Laugarásbíó 20.00
Atomic Blonde 16
Morgunblaðiðbbbmn
Metacritic 63/100
IMDb 7,1/10
Laugarásbíó 22.30
Ég man þig 16
Morgunblaðiðbbbbn
IMDb 7,8/10
Háskólabíó 15.40, 18.10,
20.50
The Glass Castle 12
Metacritic57/100
IMDb 7,0/10
Háskólabíó 18.00
Skrímslafjölskyldan
IMDb 7,6/10
Sambíóin Álfabakka 13.30,
13.50, 15.40, 16.00, 17.50
Sambíóin Egilshöll 13.00,
14.00, 15.00, 17.40
Sambíóin Kringlunni 13.00,
15.10
Sambíóin Akureyri 13.30,
15.40, 17.50
Sambíóin Keflavík 13.30,
15.40, 17.50
Sonur Stórfótar
IMDb 6,1/10
Laugarásbíó 14.00, 16.00,
18.00
Smárabíó 13.10, 15.30,
17.50
Háskólabíó 15.50, 18.20
Storkurinn Rikki Metacritic 55/100
IMDb 5,9/10
Sambíóin Álfabakka 13.20,
15.20
Sambíóin Egilshöll 13.00,
15.10
Sambíóin Kringlunni 13.00,
15.00
Sambíóin Akureyri 13.30,
15.40
Bílar 3 Metacritic 59/100
IMDb 7,4/10
Sambíóin Álfabakka 13.30,
15.40
Sambíóin Kringlunni 13.00,
15.20
Aulinn ég 3 Metacritic 55/100
IMDb 6,6/10
Smárabíó 13.00, 15.20
Agnes grípur Atla við að horfa á gamalt kynlífs-
myndband, hendir honum út og meinar honum að
umgangast fjögurra ára dóttur þeirra. Atli flytur
inn á foreldra sína sem eiga í deilu við fólkið í
næsta húsi. Stórt og fagurt tré sem stendur í
garði foreldranna skyggir á garð nágrannanna,
sem eru orðnir langþreyttir á að fá ekki sól á pallinn.
IMDb 7,2/10
Laugarásbíó 16.00, 18.00, 20.00, 22.00
Smárabíó 12.50, 15.10, 17.20, 17.40, 19.30, 19.50, 21.45,
22.00
Háskólabíó 15.30, 18.10, 20.40
Borgarbíó Akureyri 17.50, 20.00
Sambíóin Keflavík 18.00, 20.00
Undir trénu 12
The Hitman’s Bodyguard 16
Besti lífvörður í heimi fær nýjan viðskiptavin, leigumorðingja
sem þarf að bera vitni hjá
alþjóða glæpadóm-
stólnum. Þeir þurfa að
leggja ágreiningsmál sín til
hliðar rétt á meðan.
Metacritic 55/100
IMDb 7,0/10
Sambíóin Álfabakka
17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 20.00,
22.30
Kvikmyndir
bíóhúsannambl.is/bio
It 16
Sjö vinir í bænum Derry í
Bandaríkjunum komast á
snoðir um að í holræsum
bæjarins er á kreiki óvættur.
Metacritic 70/100
IMDb 8,5/10
Sambíóin Álfabakka 14.00, 17.00, 18.10, 20.00, 21.00, 22.50
Sambíóin Egilshöll 17.15, 20.00, 22.45
Sambíóin Kringlunni 17.15, 20.00, 22.20, 22.50
Sambíóin Akureyri 20.00, 22.50
Sambíóin Keflavík 22.05
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna