Morgunblaðið - 16.09.2017, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.09.2017, Blaðsíða 52
Morgunblaðið/Árni Sæberg Sveifla Mikil tilþrif sáust hjá Valkyrjunum þegar þar æfðu fyrir leik Einherjanna sem verður í Kórnum í kvöld. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Á leikjum ruðningsliðsins Einherja að undanförnu hefur klappstýru- sveitin Valkyrjur vakið athygli fyrir líflega framkomu og kröftuga fram- komu. Leikir liðsins eru í Kórnum í Kópavogi og fyrir þá og í hléi hafa Valkyrjunar komið fram með fim- leika- og dansatriði og sýnt turna og píramída og fleira flott. Hefur þetta þótt setja skemmtilegan svip á am- erískan ruðningsboltaleik Einherja, sem einkennist af hraða og miklu kappi. „Í fyrra hitti ég Bergþór Phillip Pálsson sem er fyrirliði Einherjanna sem þá fór að tala um hvað klapp- stýrulið væru skemmtileg,“ segir Ósk Tryggvadóttir sem er fyrirliði Valkyrjanna. „Klappstýrulið fylgja gjarnan til dæmis ruðningsliðunum sem eru við marga háskóla í Banda- ríkjunum. Sjálf var ég mörg ár í fim- leikum, þekki til svona liða og fannst því alveg tilvalið að safna saman hóp og henda í eins og eitt lið. Þannig náðum við að mynda tólf stelpna hóp, en við höfum verið að koma saman að undanförnu á æfingum sem ganga talsvert út á að ná styrk og liðleika. Þetta er mjög skemmti- legt.“ Auglýsing og aðdráttarafl Amerískur ruðningur nýtur vax- andi vinsælda á Íslandi, en Einherj- arnir eru þó eina íslenska liðið sem fram hefur komið. Árangurinn hefur líka verið ágætur, en liðið hefur unn- ið tvo af þremur leikjum sínum til þessa. Sá fjórði verður í Kórnum í kvöld klukkan 20 en þar mæta Ein- herjarnir, með fulltingi Valkyrjanna, enska liðinu Exiles og má búast við fjöri og góðri stemningu. „Valkyrjurnar setja skemmtilegan svip á leiki Einherjanna og eru mik- ið aðdráttarafl. Þær hafa líka verið duglegar að auglýsa sig á samfélags- miðlum og annars staðar sem á sinn þátt í því að áhugi almennings á ruðningsbolta er að aukast,“ segir Bergþór Phillip. Fyrsta sýning Valkyrjanna var 11. mars á þessu ári og það hafa verið nokkrar síðan og fleiri eru fram- undan svo sem 4. nóvember þegar Einherjarnir eiga leik á móti þýsku liði. Íþrótt í sókn Ruðningur er íþrótt í sókn, segir Bergþór Phillip sem telur mikilvægt að greinin verði kynnt fyrir ungu íþróttafólki og því gefinn kostur á að spreyta sig. Fari allt að vonum muni ruðningur ná flugi á Íslandi – eins og víða annars staðar. Valkyrjur setja svip á leikina  Söfnuðu í hóp og hentu í lið  Sýningar í ballett og dansi við upphaf ruðnings- boltaleikja Einherjanna í Kórnum  Íþróttin er í sókn og áhuginn að aukast Fimi Hópurinn stillti sér upp saman fyrir framan myndavélina. LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 259. DAGUR ÁRSINS 2017 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 941 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Kaflaskiptur fyrsti hringur … 2. Bergur: Einhver samtrygging … 3. Viðbrögð forsætisráðherra … 4. Fórst í eldsvoða á Héraði  Kosning er hafin hjá meðlimum ÍKSA um Óskarsframlag Íslands. Kos- ið er á milli fjögurra mynda sem upp- fylla skilyrði bandarísku kvikmynda- akademíunnar og eru frumsýndar á bilinu 1. október 2016 til 30. sept- ember 2017. Myndirnar í stafrófsröð eru A Reykjavik Porno, Ég man þig, Hjartasteinn og Undir trénu. Kosn- ingu lýkur á miðnætti 20. september. Kosið um Óskars- framlag Íslands  Skriftamál ein- setumannsins er yfirskrift dag- skrár sem haldin verður í minningu Sigurjóns Frið- jónssonar skálds í Norræna húsinu í dag milli kl. 15 og 17. Síðar í mán- uðinum eru 150 ár liðin frá því Sig- urjón fæddist. Af því tilefni kemur út önnur prentun af annarri útgáfu bók- ar hans Skriftamálum einsetumanns- ins. Bókin kom fyrst út 1929 en var endurútgefin af Hinu íslenska bók- menntafélagi 1999. Skriftamál einsetu- mannsins í dag  15:15 tónleikasyrpan í Norræna hús- inu hefur göngu sína að nýju á morg- un, sunnudag, kl. 15.15. Þar leika Björg Brjánsdóttir flautuleikari og Jane Ade Sutarjo píanó- leikari verk eftir C. Ph. E. Bach, Báru Gísladótt- ur, Snorra Sigfús Birgisson og César Franck. 15:15 tónleikar í Norræna húsinu FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Bjart með köflum á A-verðu landinu, en rigning V-til og einnig sums staðar N-lands síðdegis. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast á NA- og A-landi. Á sunnudag Sunnan 5-10 m/s, en 10-15 V-lands. Súld eða rigning á SV- og V-landi, ann- ars skýjað með köflum. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast á NA-verðu landinu. Á mánudag Sunnan 5-10 m/s og víða rigning, en yfirleitt þurrt NA-til á landinu. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast NA-lands. „Mér hefur gengið vel að komast inn í samfélagið í Ungverjalandi, er í góðu húsnæði í ágætri borg. Tungumálið er hins vegar mjög erfitt. Það kemur ekki að sök í kringum handboltann því þjálf- arinn er spænskur og samherjar mínir eru af ýmsu þjóðerni. Öll samskipti okk- ar á milli fara fram á ensku,“ segir Stef- án Rafn Sigurmannsson, leikmaður Pick Szeged í Ungverjalandi. »1 Stefán Rafn er ánægður í Ungverjalandi Fjölnir leikur í úrvalsdeild karla í handknattleik í fyrsta sinn á keppnistímabilinu sem er nýhafið en 27 ár eru liðin síðan félagið sendi fyrst meistaraflokk karla til leiks á Íslandsmóti. Morgunblaðið mun á næstu vikum og mán- uðum fjalla ítarlega um keppnislið í ýmsum íþrótta- greinum og karlalið Fjölnis í handbolta er fyrst í röðinni. »2-3 Fyrsta ár Fjölnis meðal þeirra bestu „Shahab býr yfir frábærum eig- inleikum, hann er eldsnöggur og fljótur og hefur smám saman verið að læra á okkur og við á hann. Það var gott að sjá hann spila vel gegn KR og svo fylgdi hann því eftir með þessum mörkum gegn Grindavík. Þar sýndi hann hversu góður hann er í að nýta færin,“ seg- ir Kristján Guð- mundsson, þjálfari knattspyrnuliðs ÍBV, um Shahab Zahedi, sóknarmann frá Íran, sem tryggði liðinu sigur á Grindavík í fyrradag. »4 Shahab sýndi hve góður hann er í að nýta færin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.