Morgunblaðið - 30.09.2017, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2017
Fararstjóri: Íris Sveinsdóttir
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Í ár bjóðum við upp á skemmtilega nýbreytni og höldum
í helgarferð til Frankfurt þegar hinn svarti föstudagur,
24. nóvember markar upphaf jólaverslunar. Farið verður
í hefðbundið bæjarrölt og gefst tækifæri til að kíkja á
listasöfn eða í siglingu á ánni Main. Í þessari ferð er tilvalið
að afgreiða allar jólagjafirnar á einu bretti!
Verð: 98.800 kr. á mann í tvíbýli.
Mikið innifalið!
sp
ör
eh
f.
23. - 26. nóvember
Svartur föstudagur í Frankfurt
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Thomas Fredrik Møller Olsen var í
gær dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir
morð og stórfellt fíkniefnalagabrot í
Héraðsdómi Reykjaness.
Fram kemur í dóminum að hann
hafi freistað þess með framburði
sínum að varpa sök á skipsfélaga
sinn. Er það meðal þess sem dóm-
urinn virti Thomasi til refsiþynging-
ar, en dómurinn taldi hann ekki eiga
sér neinar málsbætur.
Veittist að Birnu í bílnum
Í forsendum dómsins segir að
sannað þyki að Birna Brjánsdóttir
hafi verið í bílaleigubifreið sem
Thomas hafði á leigu og að veist hafi
verið að henni með ofbeldi, hún sleg-
in ítrekað í andlit og höfuð auk þess
sem hún hafi verið tekin kverkataki
og hert hafi verið að „með ofsa-
fengnum hætti“. Henni hafi síðan
verið komið fyrir í vatni, sjó eða
ferskvatni, rænulausri eða í það
minnsta ósjálfbjarga, þar sem hún
hafi drukknað með skjótum hætti.
Byggist niðurstaða dómsins m.a.
á DNA-rannsóknum á blóði sem í
bílnum fannst, áverkum á líki brota-
þola, staðsetningarupplýsingum úr
farsímum og upptökum úr eftirlits-
myndavélum.
Breyttri frásögn hafnað
Í skýrslutöku fyrir dómi breytti
Thomas framburði sínum, líkt og áð-
ur hefur komið fram. Í framburði
hans sagði að Nikolaj Wilhelm Her-
luf Olsen, skipsfélagi hans, hefði
keyrt á brott með Birnu þegar bíla-
leigubifreiðin hefði verið við hús
Golfklúbbs Kópavogs og Garða-
bæjar og komið aftur einsamall eftir
nokkra stund.
Í dóminum segir að frásögn
ákærða um atvik málsins fyrir dómi
verði vart skilin á annan hátt en þann
að hann teldi að Nikolaj hefði orðið
Birnu að bana. „Ekkert haldbært er
fram komið í málinu sem styður frá-
sögn ákærða af því að E [Nikolaj],
sem upplýst er að aldrei hefur öðlast
ökuréttindi, hafi ekið á brott með þá
konu sem þeir báðir könnuðust við
fyrir dómi að komið hefði inn í bíl-
inn,“ segir í dóminum. Á myndskeið-
um úr eftirlitsmyndavélum við Hafn-
arfjarðarhöfn sást Thomas þrífa
bifreiðina að innan í nokkurn tíma,
rétt fyrir hádegi 14. janúar. Fyrir
dómi gaf hann þær skýringar að
hann hefði verið að þrífa ælu úr aft-
ursæti hennar. Í dóminum segir að
ekkert haldbært hefði komið fram
sem styddi þann framburð. Hins veg-
ar væri sannað að blóð hefði fundist
víða í bílnum.
Norsk rannsókn til grundvallar
Við aðalmeðferð málsins var deilt
um gildi rannsóknar á fingraförum
sem fundust á ökuskírteini Birnu, en
það fannst um borð í togaranum Pol-
ar Nanoq, hvar Thomas starfaði.
Dómurinn lagði til grundvallar
niðurstöðu fingrafaradeildar KRI-
POS í Noregi, en fingrafarasérfræð-
ingar tæknideildar lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu höfðu ekki talið
skilyrði til að nota fingrafaraparta á
skírteininu til samanburðar. Einnig
rakti dómurinn að blóðkám hefði ver-
ið á úlpu Thomasar sem fannst í skip-
inu, áverkar á bringu hans hefðu lík-
legast verið af völdum átaka við
annan aðila; ennfremur vísaði dóm-
urinn til andlegs ástands Thomasar í
kjölfar atburðarásarinnar og þess að
honum hefðu verið gefin róandi lyf
um borð í skipinu eftir að það hélt af
stað til Grænlands og að rannsókn á
lífsýnum á skóm Birnu sem fundust
við Hafnarfjarðarhöfn benti eindreg-
ið til þess að þau væru úr brotaþola
og ákærða. Myndbönd sýndu að
Thomas hefði ekið bílnum mjög ná-
lægt þeim stað þar sem skórnir fund-
ust. Thomasi var gert að greiða for-
eldrum Birnu 3,5 milljónir króna í
miskabætur, hvoru um sig. Einnig
skal hann greiða föður hennar út-
lagðan kostnað vegna útfarar Birnu
auk málskostnaðar þeirra beggja,
750 þúsund krónur, hvoru um sig.
Thomas greiði einnig rúmar 28
milljónir króna í málskostnað, þ.m.t.
þóknun verjanda síns, um 21 milljón
króna og útlagðan kostnað verjand-
ans, um 2 milljónir króna.
Dæmdur í fangelsi í nítján ár
Thomas Olsen sakfelldur fyrir morð og stórfellt fíkniefnalagabrot Reyndi að koma sök á Nikolaj
Dómurinn hafnaði breyttum framburði Thomasar Foreldrar Birnu fá sjö milljónir króna í bætur
Morgunblaðið/Eggert
Polar Nanoq 18. janúar voru þrír skipverjar leiddir af lögreglu úr togaranum Polar Nanoq, en síðar var tveimur
þeirra sleppt. Sá þriðji, Thomas Olsen, hlaut í gær einn lengsta fangelsisdóm sem fallið hefur á Íslandi.
Í þeim kafla dómsins þar sem
dómurinn kemst að niðurstöðu
um refsingu yfir Thomasi segir
að með framburði sínum fyrir
dómi hafi hann freistað þess að
koma sök á skipsfélaga sinn, en
hann breytti framburði sínum
fyrir dómi í þá veru.
Atlaga Thomasar er sögð
hafa verið afar hrottafengin og
langdregin. „Þá liggur einnig
fyrir [...] að ákærði aðhafðist
margt til að leyna broti sínu. Þá
freistaði hann þess með fram-
burði sínum fyrir dómi að varpa
sök á skipsfélaga sinn,“ segir í
dóminum.
Vísaði Hæstiréttur til 70. gr.
almennra hegningarlaga um
ákvörðun refsingar, þ.e. 1. tl.
sem vísar til þess hversu mik-
ilvægt það sé, sem brotið hafi
beinst að, 2. tl., sem vísar til
þess hversu yfirgripsmiklu tjóni
brotið hafi valdið, 3. tl. um það
hversu mikil hætta hafi verið
búin af verkinu, einkum þegar
til þess væri litið hvenær, hvar
og hvernig það var framkvæmt,
6. tl. um það hversu styrkur og
einbeittur vilji brotamanns hafi
verið og 8. tl. um það hvernig
framferði hans hefði verið eftir
að hann hefði unnið verkið.
Vísaði Hæstiréttur einnig til
dómafordæma auk þess sem
hliðsjón var höfð af því að
Thomas væri einnig sakfelldur
fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot.
Vildi koma
sök á Nikolaj
TIL REFSIÞYNGINGAR
Gæsluvarðhald yfir karlmanni á fer-
tugsaldri, sem grunaður er um að
hafa orðið Sanitu Braune að bana á
Hagamel 21. september, var fram-
lengt um fjórar vikur í dag. Varð-
haldið gildir til 27. október, en Hér-
aðsdómur Reykjavíkur féllst á þessa
kröfu lögreglunnar eftir hádegi í
gær.
Að þessu sinni fór lögregla fram á
varðhald á grundvelli almannahags-
muna, en ekki rannsóknarhagsmuna
líkt og í upphafi. Verður maðurinn
því ekki í einangrun.
Hefur reynst samvinnufús
Maðurinn var yfirheyrður í fyrra-
dag og gekk yfirheyrslan vel sam-
kvæmt upplýsingum frá lögreglu.
Hefur hinn grunaði verið sam-
vinnufús, en ekkert nýtt kom þó
fram í umræddri yfirheyrslu. Ekki
hefur verið tekin ákvörðun um það
hvenær hann verður næst yfirheyrð-
ur og ólíklegt er að það verði um
helgina.
Atburðarás málsins liggur fyrir að
mestu en lögregla hefur ekki upp-
lýst hvort maðurinn hafi játað sök.
Vopni eða áhaldi var beitt við árás-
ina, en ekki liggur fyrir hvert áhald-
ið var.
Varðhald
framlengt
um mánuð
Óljóst um morð-
vopn eða áhald
Ákveðið hefur verið að Kaupfélag
Skagfirðinga og Sláturhús KVH á
Hvammstanga, sem er í helmings-
eigu KS, greiði 13% viðbótarálag til
sauðfjárbænda á það verð sem gefið
var út í upphafi sláturtíðar nú í
haust. Viðbótarálagið verður greitt á
hvert kíló dilkakjöts, sem lagt er inn
hjá afurðastöðvum KS á Sauðár-
króki og SKVH á Hvammstanga.
Þetta kemur fram í bréfum félag-
anna til sauðfjárbænda.
Greitt verður fyrir innlegg í sept-
ember og október samkvæmt áður
útgefinni verðskrá, en 13% viðbótar-
verð verður greitt til sauðfjárbænda
20. nóvember. Í bréfinu frá KS segir
að þetta sé meðal annars gert á
grundvelli heldur betri rekstrar-
horfa en lagt var upp með í sumar.
Þar megi nefna að gengi erlendra
gjaldmiðla, sér í lagi evru, virðist
ætla að verða heldur hagstæðara en
á síðustu verðtíð.
Aðstoð ríkisvaldsins óljós
Í bréfinu sem Ágúst Andrésson,
forstöðumaður kjötafurðastöðvar
KS, ritar undir segir að aðstoð ríkis-
valdsins við sauðfjárbændur sé óljós
og að óvissa ríki í stjórnmálum. Því
sé vandi sauðfjárbænda mikill, en
KS vonist til þess að erfiðleikarnir
verði tímabundnir. Á meðan ástand-
ið hins vegar vari sé nauðsynlegt að
draga úr framleiðslu og koma upp
betra kerfi til að stjórna framleiðslu-
magni í takt við horfur á mörkuðum
hverju sinni.
Í niðurlagi bréfsins segir að mik-
ilvægt sé að hið opinbera styðji
áframhaldandi átaksverkefni í út-
flutningi dilkakjöts. Það skili mest-
um árangri við þessar aðstæður.
athi@mbl.is
Fá 13% meira
fyrir kjötið
Greiða sauðfjárbændum viðbótarálag
Morgunblaðið/Árni Torfason
Lömb KS greiðir bændum hærra
verð en búið var að gefa út.