Morgunblaðið - 30.09.2017, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2017
Baldur Arnarson
Arnar Þór Ingólfsson
Vinstrihreyfingin – grænt framboð
mælist áfram stærst í nýrri könnun
Félagsvísindastofnunar Háskóla Ís-
lands sem unnin var fyrir Morgun-
blaðið 25. til 28. september. Sjálfstæð-
isflokkurinn er á svipuðum slóðum og
í síðustu könnun Félagsvísinda-
stofnunar en Viðreisn fengi ekki
mann kjörinn á þing.
Um er að ræða sameinaðar niður-
stöður úr fjórum kosningaspurn-
ingum: Ef gengið yrði til kosninga í
dag, hvaða flokk eða lista myndir þú
kjósa? En hvaða flokk eða lista finnst
þér líklegast að þú munir kjósa? En
hvort heldurðu að sé líklegra, að þú
kjósir Sjálfstæðisflokkinn eða ein-
hvern annan flokk eða lista? Hvaða
flokk eða lista kaust þú utankjör-
fundar í Alþingiskosningunum sem
haldnar eru á þessu ári?
Samkvæmt könnuninni mælist VG
með 28,8% fylgi og skilar það flokkn-
um áfram 22 þingmönnum. Flokk-
urinn er með 10 þingmenn.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist annar
stærsti flokkurinn með 24,3% fylgi og
18 menn á þing, borið saman við 21
þingmann nú.
Píratar mælast þriðji stærsti flokk-
urinn með 11,6% fylgi sem skilar 8
mönnum á þing. Flokkurinn tapar
tveimur þingsætum samkvæmt
þessu. Samfylkingin mælist fjórði
stærsti flokkurinn með 7,5% fylgi og
skilar það 5 þingmönnum. Flokkurinn
er nú með þrjá þingmenn.
Tapa fjórum þingmönnum
Fimmti stærsti flokkurinn, sam-
kvæmt könnuninni, er Framsóknar-
flokkur með 7% fylgi. Það skilar
flokknum 5 þingsætum, borið saman
við 8 þingmenn í síðustu kosningum.
Flokkur fólksins mælist sjötti
stærsti flokkurinn með 6,5% fylgi.
Það myndi skila flokknum 5 þingsæt-
um. Flokkurinn fékk 3,5% greiddra
atkvæða í síðustu kosningum og náði
því ekki inn á þing.
Bendir könnunin því til að þrír
flokkar muni hafa jafnan þingstyrk.
Viðreisn kemur næst með 4,8%
fylgi sem dugar ekki til að koma
manni inn á þing. Viðreisn er nú með
7 þingmenn. Flokkar þurfa minnst
5% fylgi yfir landið til að eiga mögu-
leika á þingsæti á Alþingi.
Níundi stærsti flokkurinn er fram-
boð Sigmundar Davíðs Gunnlaugs-
sonar, Miðflokkurinn, með 4,6% fylgi.
Björt framtíð mælist svo níundi
stærsti flokkurinn með 4,3% fylgi.
Flokkurinn fékk 7,2% í síðustu kosn-
ingum og fjóra þingmenn.
Saman með 40 þingmenn
Könnunin bendir til að Viðreisn og
þessir tveir flokkar nái ekki inn
manni á þing, þ.e. ef þeir ná ekki inn
kjördæmakjörnum þingmönnum.
Hvað varðar möguleika til
stjórnarmyndunar er staðan óbreytt
frá síðustu könnun. Samstarf VG og
Sjálfstæðisflokksins er eini möguleik-
inn á tveggja flokka stjórn. Samtals
skilar fylgið flokkunum 40 þingsæt-
um. Til samanburðar hafði ríkisstjórn
Samfylkingar og VG 34 þingsæti
2009, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks 38 þingmenn 2013
og fráfarandi ríkisstjórn Sjálfstæðis-
flokks, Viðreisnar og Bjartrar fram-
tíðar 32 þingmenn, eða minnsta
mögulega meirihluta.
Þegar litið er á bakgrunn kjósenda
bendir könnunin til að 41% kvenna
styðji VG en 18% karla. Um 28%
karla styðja Sjálfstæðisflokkinn en
21% kvenna. Þá styðja um 13% karla
Pírata en 10% kvenna.
3% kvenna styðja Framsókn
Athygli vekur að 3% kvenna styðja
Framsóknarflokkinn en 10% karla.
Um 9% karla styðja Samfylkinguna
og 6% kvenna. Þá styðja um 8% karla
Flokk fólksins en 5% kvenna. Alls
styðja 15% karla annan flokk eða
framboð og 13% kvenna.
Þegar litið er til menntunar bendir
könnunin til að 32% háskólamennt-
aðra kjósenda styðji VG. Hjá þeim
sem hafa framhaldsskólamenntun er
hlutfallið hæst hjá Sjálfstæðis-
flokknum eða 30%. Þá styðja flestir
þeirra sem hafa grunnskólamenntun
VG, eða 28% kjósenda.
Þátttakendur voru spurðir fleiri
spurninga. Meðal annars voru þeir
spurðir hversu líklegt eða ólíklegt
væri að þeir kysu framboð Sigmund-
ar Davíðs. Sögðu 79% það vera mjög
ólíklegt, 9% frekar ólíklegt, 6% hvorki
líklegt né ólíklegt, 3% frekar líklegt
og 4% mjög líklegt. Þeir síðasttöldu
eru 4% kjósenda á höfuðborgar-
svæðinu og 5% kjósenda á lands-
byggðinni.
Tvö þúsund manns í úrtaki
Könnunin var síma- og netkönnun,
gerð dagana 25. til 28. september. Tvö
þúsund manns voru í úrtaki og skipt-
ust jafnt milli síma og nets. Fjöldi
svarenda var 952 og af þeim svöruðu
413 í síma en 539 á netinu. Samsvarar
þetta 48% þátttöku. Um 53% þátttak-
enda voru karlar en 47% konur.
Búseta þátttakenda skiptist þannig
að 63% búa á höfuðborgarsvæðinu en
37% á landsbyggðinni. Vikmörk í
könnuninni eru allt að 3,1%. Um 84%
sögðu mjög líklegt að þeir myndu
kjósa og 9% frekar líklegt.
Niðurstöður skoðanakönnunar fyrir Morgunblaðið um fylgi stjórnmálaflokkanna
Könnunin var gerð dagana 25. til 28. september 2017.
Eftirfarandi flokkar eða listar voru að auki nefndir á nafn í svörum
þátttakenda: Alþýðufylkingin, Dögun, Íslenska þjóðfylkingin og
„annar flokkur eða listi“, en allir með hverfandi fylgi.
Úrtakið var 2.000 manns. Um var að ræða bæði síma- og
netkönnun. Fjöldi svarenda var 952, sem er 48% þátttökuhlutfall.
Úrslit kosninga 29. október 2016
Fylgi í % og fjöldi þingmanna
Könnun 19.-21. september 2017
Fylgi í % og fjöldi þingmanna
Könnun 25.-28. september 2017
Fylgi í % og fjöldi þingmanna
30%
25%
20%
15%
0
4,6%
Heimild: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands
0
3,5%
5
9%
5
6,5%8
11,5%
7
11%
5
7,0% 7
10,5%
3
6%
0
4,8%
10
14,5%
6
10%
8
11,6%
3
5,7%
5
8%
5
7,5%
10
15,9%
22
30%
22
28,8%
21
29,0%
15
23%
18
24,3%
4
7,2%
0
3%
0
4,3%
A Björtframtíð B Framsóknar-flokkur C Viðreisn D Sjálfstæðis-flokkur F Flokkurfólksins P Píratar M Miðflokkurinn S Samfylkingin V Vinstri græn
Afgerandi forysta hjá VG
Ný könnun Félagsvísindastofnunar bendir til að VG fái 22 þingmenn Fylgi VG mælist 28,8%
Viðreisn nær ekki inn manni á þing Framboð Sigmundar Davíðs mælist með 4,6% stuðning
„Það er langt í
kosningar. Ég er
ekkert ósáttur
við það að við
hækkum og ég
hef mikla trú á
því að við getum
sótt meiri stuðn-
ing. Ég finn að
það er mjög góð-
ur andi í okkar
hópi og hjá okk-
ar stuðningsmönnum,“ segir Bjarni
Benediktsson, formaður Sjálfstæð-
isflokksins.
„Vonandi fáum við út úr þessum
kosningum sterka ríkisstjórn sem
getur leitt landið áfram, við þessar
góðu aðstæður sem við búum við.“
Hefur trú á að geta
sótt meiri stuðning
Bjarni
Benediktsson
Katrín Jakobs-
dóttir, formaður
VG, segist
„ánægð og þakk-
lát að finna þenn-
an stuðning
áfram.“ „Okkar
markmið er að
ná umtalsvert
betri árangri en
síðast. Við teljum
að okkar mál-
flutningur mælist vel fyrir. Hann
snýst fyrst og fyrst um að við viljum
sjá stefnubreytingu þegar kemur
að uppbyggingu velferðarsam-
félagsins, heilbrigðiskerfisins og
skólanna og skýrari sýn í um-
hverfismálum,“ segir Katrín.
Sýnir að kjósendur
vilja stefnubreytingu
Katrín
Jakobsdóttir
„Það virðist vera
að mælingar
þessa dagana
sýni þetta svona.
Það hefur verið
frekar neikvæð
umræða um
flokkinn síðustu
daga og við erum
búin að vera í
vinnu við að búa
til framboð og
höfum ekki verið mikið í fjölmiðlum
sjálf. Nú er kosningabaráttan að
hefjast. Ég vænti þess að við náum
að snúa þessu verulega við í þeirri
baráttu. Það er ætlun okkar,“ segir
Sigurður Ingi Jóhannsson, formað-
ur Framsóknarflokksins.
Neikvæð umræða
um flokkinn
Sigurður Ingi
Jóhannsson
„Ég segi nú bara
enn og aftur –
mér finnst gam-
an þegar það fer
upp og leiðinlegt
þegar það fer
niður. Það er allt
í kortunum og
mjög erfitt, ef
ekki ómögulegt,
að átta sig á því
hvernig þróunin
verður,“ segir Helgi Hrafn Gunn-
arsson, Pírati.
„Ég er alveg sannfærður um það
að við eigum meira inni út frá mál-
efnunum okkar, en það er spurning
hvort okkur tekst að tjá þau nógu
skýrt til kjósenda.“
Sannfærður um að
eiga meira inni
Helgi Hrafn
Gunnarsson
Sigmundur Dav-
íð Gunnlaugsson,
stofnandi Mið-
flokksins, segir
niðurstöðu könn-
unarinnar
ánægjulega, þá
miðað við að hún
var framkvæmd
að mestu áður en
flokkurinn, Mið-
flokkurinn, var
formlega stofnaður í fyrradag.
„Mér finnst þetta frábært miðað
við hvenær könnunin var tekin og
að Miðflokkurinn var ekki orðinn
til fyrr en í gær [í fyrradag]. Það er
ánægjulegt að sjá svona mælingu,“
segir Sigmundur Davíð.
Segir niðurstöðuna
vera ánægjulega
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
„Við þurfum að
bæta okkur veru-
lega til þess að
verða nógu
sterkur val-
kostur til að
tryggja hér fé-
lagshyggju-
stjórn,“ segir
Logi Már Einars-
son, formaður
Samfylkingar-
innar, um niðurstöður könnunar-
innar. Spurður um markmið Sam-
fylkingarinnar í kosningunum
segir Logi Már flokkinn „fyrst og
fremst ætla að tryggja einn þing-
mann í hverju kjördæmi (6)“. „Allt
umfram það yrði gott,“ segir hann.
Samfylking þarf að
bæta sig verulega
Logi Már
Einarsson
„Þetta er svona í
lægri mörk-
unum. Auðvitað
erum við óhress
með það að vera
undir mörkum í
þessu,“ segir
Benedikt Jó-
hannesson, for-
maður Við-
reisnar.
„Það hefur
náttúrlega margt verið að gerast í
pólitíkinni að undanförnu og við
höfum kannski ekki verið eins áber-
andi með okkar mál og margir. En
ég hef sterka trú á því að þegar við
minnum betur á okkur aftur þá eigi
þetta eftir að batna.“
Fylgið aukist þegar
Viðreisn minni á sig
Benedikt
Jóhannesson
„Auðvitað líst
manni vel á þeg-
ar maður mælist
betur. Mér finnst
þetta sýna það að
kjósendur eru á
miklu róti, enda
kannski ekki
skrítið miðað við
óvæntar kosn-
ingar og skrítna
tíma í pólitíkinni.
Það er auðvitað búinn að vera
mikill hávaði varðandi innanflokks-
átök og klofninga í flokkum og það
hefur auðvitað mikil áhrif á um-
ræðuna,“ segir Óttarr Proppé, for-
maður Bjartrar framtíðar, sem trú-
ir því að flokkurinn eigi mikið inni.
Hávaði og skrítnir
tímar í pólitíkinni
Óttarr
Proppé
KOSNINGAR 2017
„Ég er bara
ánægð, það er
ekkert annað.
Það eru allir að
gera kannanir
núna þannig að
maður má varla
vera að því að
fylgjast með
þessu.
Ég er rosalega
ánægð með allt
sem sýnir að við eigum okkar fasta
fylgi og það er gleðilegt. Allt annað
er bara plús fyrir okkur og við bíð-
um og spyrjum að leikslokum. Við
erum bara bjartsýn og brosandi í
Flokki fólksins,“ segir Inga Sæland,
formaður flokksins.
Ánægð með að eiga
sitt fasta fylgi
Inga
Sæland