Morgunblaðið - 30.09.2017, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2017
Í tilefni af Degi þýðenda í dag,
laugardaginn 30. september, heldur
Bandalag þýðenda og túlka sitt ár-
lega málþing kl. 14 - 16.30 í Veröld,
húsi Vigdísar.
Á málþinginu verður fjallað um
efni sem mörgum er hugleikið um
þessar mundir, annars vegar verður
velt upp spurningunni hvort ís-
lenskan sé í útrýmingarhættu og
hins vegar fjallað um þátt þýðinga í
tungumálinu. Bandalag þýðenda og
túlka, Þot, fékk til leiks fólk bæði
úr háskólasamfélaginu og utan
þess til að flytja fyrirlestra og
ræða málin.
Eftirtaldir flytja erindi á mál-
þinginu, sem er öllum opið:
Sebastian Drude, forstöðumaður
Vígdísarstofnunar, Ágúst Einarsson,
prófessor emeritus við Háskólann á
Bifröst, og Halla Kjartansdóttir,
þýðandi og íslenskukennari.
Pallborðsumræðum stýrir Kristín
Vilhjálmsdóttir, formaður Þots.
Boðið verður upp á léttar veit-
ingar að þingi loknu.
Vefsíðan www.thot.is
Halló! Málþing Bandalags þýðenda og túlka er öllum opið á Degi þýðenda á
morgun. M.a. verður fjallað um hvort íslenskan sé í útrýmingarhættu.
Þáttur þýðinga í tungumálinu
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Gaman, gaman Börnin voru himinlifandi með Víkingatreyjurnar sínar og tóku sig virkilega vel út í búningunum.
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Gleðin skein úr andliti nem-enda í Navi MumbaiMunicipal Corporation-barnaskólanum á Indlandi
þegar starfsmenn BEC-klíníkur-
innar, undirfyrirtækis Actavis og
rekstraraðila skólans, komu færandi
hendi með innpakkaðar Víkings-
treyjur handa hverjum einasta nem-
anda. Afhendingin fór fram með
pomp og pragt um miðjan mánuðinn
og voru börnin, sem eru 163 talsins á
aldrinum sex til fjórtán ára, ekki
lengi að bregða sér í þessar líka fínu
rauð- og svartröndóttu boli. Ekki
spillti gleðinni að með treyjunum
fylgdi sælgætispakki.
Tildrög gjörningsins voru þau
að Davíð Rúrik Ólafssyni, lyfjafræð-
ingi hjá Actavis, einlægum stuðn-
ingsmanni og stjórnarmanni hjá
Víkingi til margra ára, rann til rifja
að um 200 lítið notaðir bolir sem fé-
lagið þurfti að skipta út fyrir nýja
voru engum til gagns.
Búningar í tugavís
„Þegar félög skipta um bún-
ingaframleiðanda kemur oft upp að
eftir sitja hjá félaginu búningar í
tugavís í góðu ásigkomulagi. Það er
nauðsynlegt að skipta út öllum bún-
ingum í einu til að heildarmynd lið-
anna líti vel út og að nýjum styrkt-
araðilum sé komið á framfæri eins
og samningar kveða á um,“ útskýrir
hann.
Þessi staða kom upp hjá Víking-
um þegar þeir skiptu úr Nike-
treyjunum fyrir aðrar frá Makron.
Davíð Rúrik segir þær gömlu vera
gæðatreyjur sem eingöngu hafi ver-
ið notaðar í keppnisleikjum í barna-
og unglingastarfinu.
Mikil fátækt
„Sú hugmynd kom upp að koma
þessum treyjum til barna sem ekki
hafa efni á slíkum munaði. Börnin í
þessum skóla búa við mikla fátækt. Í
starfi mínu er ég í miklum sam-
skiptum við Indland og þá sérstak-
lega við BEC klíníkina, sem gerir
klínískar prófanir fyrir Actavis; gef-
ur fólki lyf, mælir blóðsýni og þess
háttar. Mér fannst liggja beinast við
að nýta þessa Indlandstengingu og
koma búningunum til fátækra
barna, sem sannarlega hefðu not
fyrir þá.“
Davíð Rúrik voru hæg heima-
tökin. Fyrsta skrefið var að koma að
máli við forsvarsmenn TVG-
ZIMSEN sem hefur verið styrkt-
araðili Víkings um alllangt skeið og
biðja þá um að sjá um flutninginn.
Hann þurfti ekki að fara bón-
leiður til búðar því þar á bæ kveðst
hann hafa fengið frábærar viðtökur.
Fyrirtækið styrkti verkefnið með
því að sjá alfarið um flutninga og
pappírsvinnu við að koma treyjunum
til Indlands.
„Í stuttu máli þá sótti TVG-
ZIMSEN búningana í Víkina og
kom þeim í hendur viðtakanda á
Indlandi á sinn kostnað,“ segir
Davíð Rúrik og kann TVG-ZIMSEN
bestu þakkir fyrir greiðviknina.
„Það er afar ánægjulegt að sjá
að hægt er að láta félagsbúninga fá
nýtt líf á stöðum þar sem þörfin er
augljós,“ segir Davíð Rúrik og
kveðst reiðubúinn til að veita öðr-
um íþróttafélögum aðstoð vilji þau
feta í fótspor Víkinga að þessu
leytinu.
Ja, hver rauð- og svartröndóttur!
Alls staðar eru þessir Vík-
ingar gætu einhverjir
hugsað sem leið ættu í
námunda við barnaskóla
nokkurn í afskekktu
þorpi í Navi Mumbai á
Indlandi. Þar um slóðir
er þó fátt um íslenska
ferðalanga sem velta
vöngum yfir rauð- og
svartröndóttum bolum,
sem 163 börn skrýðast
gjarnan, og þau fengu að
gjöf frá Knattspyrnufélag-
inu Víkingi á dögunum.
Gjafir Dr, Hari Sankar sem fer fyrir BEC-klíníkinni fór ásamt samstarfsmönnum og afhenti treyjurnar fyrir hönd Víkings, TVG-ZIMSEn og Actavis.
Heilsu- og forvarnarvika á Suður-
nesjum hefst mánudaginn 2. október
og stendur til sunnudagsins 8. októ-
ber. Af því tilefni býður Bókasafn
Reykjanesbæjar upp á hádegishug-
leiðslu kl. 12.15-12.30 á neðri hæð
safnsins frá mánudegi til föstudags
þá vikuna.
Enginn aðgangseyrir og allir hjart-
anlega velkomnir!
Heilsu- og forvarnarvika á Suðurnesjum 2.-8. október
Hádegis-
hugleiðsla
í bókasafni
Hugleiðsla Bókasafn er notalegur
staður til að stunda hugleiðslu.
Samspil forma
og ljóss er við-
fangsefni
Aðalbjargar
Þórðardóttur á
hennar sjö-
undu einka-
sýningu,
Skuggsjá
konu, sem
opnuð verður
kl. 14 í dag,
laugardaginn
30. september,
í Gallerí Fold. „Skuggaspilið sem
myndast þegar sólin skín skært,
endurkast forma sem skapa dýpt og
skerpu. Öllu fylgir einhver skuggi,
bæði í eiginlegri og óeiginlegri
merkingu, og í þessum málverkum
leitast ég við að túlka hvort
tveggja,“ segir Aðalbjörg um verkin
á sýningunni.
Aðalbjörg (Abba) útskrifaðist með
BSc í líffræði frá Háskóla Íslands
1979. Hún settist svo aftur á skóla-
bekk í MHÍ 1981-1983, í málaradeild
eftir fornám. Stundaði síðan nám
við Konstskolan Hälsingborg 1984-
1986 en lauk svo prófi í grafískri
hönnun við MHÍ 1988.
Öllum er velkomið að koma og
þiggja léttar veitingar.
Sýningin stendur til og með 14.
október.
Gallerí Fold
Öllu fylgir
einhver
skuggi
Aðalbjörg Þórðardóttir
(Abba).
Sigurður Petersen, útskurðar-
meistari og skapari karlanna,
sem nú standa keikir á sýn-
ingunni Karlarnir í Kringlunni
í Borgarbókasafninu, Kringl-
unni, mætir í safnið með verk-
færin sín kl. 14 í dag, laugar-
daginn 30. september.
Þar mun hann í tvo klukku-
tíma gefa gestum og gang-
andi innsýn í hvernig hann
breytir óunnu tré í sannkall-
aðan fyrirmyndarkarl.
Sigurður hyggst endurtaka
leikinn á sama tíma að tveim-
ur vikum liðnum, laugardag-
inn 14. október.
Allir velkomnir.
Fyrirmyndarkarlar líta dagsins ljós í Borgarbókasafninu
Karlarnir í Kringlunni
Tré Svipmiklir karlar úr smiðju Sigurðar.