Morgunblaðið - 30.09.2017, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 30.09.2017, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2017 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Um 300 manns eru á biðlista eftir plássi á Sjúkrahúsinu Vogi, sem SÁÁ rekur. Þrátt fyrir 40 ára starf SÁÁ er enn mikil þörf fyrir meðferð og eftirfylgd þeirra sem þjást af fíknisjúkdómum, að sögn Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, forstjóra Sjúkra- hússins Vogs og framkvæmdastjóra lækninga SÁÁ. Auk Sjúkrahússins Vogs rekur SÁÁ eftirmeðferðar- stöðvar í Vík á Kjalarnesi og Staðar- felli, göngudeildir í Reykjavík og á Akureyri og sambýlið Vin. SÁÁ fær um helgina afhenta lykl- ana að nýrri viðbyggingu við Vík. „Vík mun hýsa alla okkar eftir- meðferð í framtíðinni,“ sagði Val- gerður. „Nýja húsið er sérhannað fyrir þessa starfsemi og glæsilegt í alla staði. Það verður tekið fljótlega í notkun. Við munum hafa nýja húsið til sýnis í næstu viku.“ Gamla húsið í Vík verður gert upp og starfsemin á Staðarfelli flutt í Vík þegar því er lokið. Nýja húsið er um 3.500 fermetrar og framkvæmdirnar kosta um 1,3 milljarða. „Við höfum byggt sjálf utan um alla okkar starfsemi. Það hefur eng- inn komið að þessari byggingu nema SÁÁ. Engir opinberir aðilar hafa styrkt þetta,“ sagði Valgerður. Í Vík verður pláss fyrir 61 sjúk- ling, 21 pláss fyrir konur og 40 pláss fyrir karla. Meðferð karla og kvenna verður aðskilin að öllu leyti. Á Sjúkrahúsinu Vogi er pláss fyrir um 60 sjúklinga. Um þriðjungur þeirra fer í inniliggjandi eftirmeðferð og annar þriðjungur fer í göngudeild- armeðferð frá Vogi. „Helsti styrkur SÁÁ er að hafa tryggt aðgengi að meðferð og að hafa gefið fólki kost á að grípa inn í vandann,“ sagði Valgerður. „Stærsta skrefið er þegar fólk gengst við því um vanda sé að ræða og axlar þá ábyrgð að takast á við hann.“ Áfengi enn helsti bölvaldurinn Þegar SÁÁ hóf göngu sína var áfengisvandi algengastur. Svo er enn þrátt fyrir fjölbreyttara úrval vímugjafa í dag en fyrir 40 árum. „Neyslan er orðin mjög blönduð,“ sagði Valgerður. „Þótt fólk sé í vanda vegna áfengis þá er oft önnur neysla með. Stór hluti af yngra fólki notar kannabis og amfetamín. Síðan eru vímugefandi lyf eins og örvandi ávanabindandi lyf og sterk verkja- lyf.“ Valgerður sagði að stundum gæti verið flókið að afeitra fólk þeg- ar það hefur verið í blandaðri neyslu. Fólk sem sprautar vímuefn- um í æð getur orðið gríðarlega veikt, m.a. fengið lifrarbólgu C. Vogur hef- ur veitt meðferð við henni í sam- vinnu við Landspítalann síðastliðin tvö ár. Valgerður sagði mikilvægt að heilbrigðisþjónusta SÁÁ væri hluti af heilbrigðiskerfinu. Samhliða henni veitir SÁÁ skjólstæðingum sínum félagslegan stuðning og veitir fjölskyldum skjólstæðinga þjónustu. „Ég held að SÁÁ hafi framar öðr- um komið þessum málum í það horf sem þau eru í dag. Íslendingar líta á þetta sem sjúkdóm sem eitthvað er hægt að gera við. Maður mætir ekki endilega því viðhorfi í öðrum lönd- um,“ sagði Valgerður. „SÁÁ hefur meðhöndlað um 7,5% af af öllum Ís- lendingum 15 ára og eldri. Flestir hafa komið bara einu sinni í með- ferð. Af þessum 24-25 þúsund sjúk- lingum hafa um 300-400 komið oftar en tíu sinnum. Það er veikasta fólkið sem oft þarf hreinlega á líknandi meðferð að halda.“ Valgerður segir að ekki sé hugsað nógu vel um þá sem hafa heilabilun vegna neyslu og eigi ekki neina von um lækningu. Þeir fái ekki sömu þjónustu og sjúklingar sem eru með heilabilun af öðrum ástæðum. Einn- ig vanti góð úrræði fyrir ungar kon- ur í vanda sem þurfi endurhæfingu. Það séu því mörg verkefni. Morgunblaðið/Árni Sæberg SÁÁ 40 ára Valgerður Á. Rúnarsdóttir er forstjóri Sjúkrahússins Vogs og lækningaforstjóri SÁÁ. Nýtt hús fyrir eftir- meðferð á afmælinu  Eftirmeðferðarstöð SÁÁ í Vík kostar um 1,3 milljarða SÁÁ samtökin halda upp á 40 ára afmæli sitt um þessar mundir. Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ) voru stofnuð á fjölmennum borgara- fundi í Háskólabíói 1. október 1977. Haldið verður upp á fertugsafmælið á sama stað á sunnudagskvöld. For- seti Íslands, Guðni Th. Jóhannes- son, verður sérstakur gestur af- mælisfundarins. Fluttar verða ræður og fjölbreytt tónlist. Fram koma m.a. Karlakórinn Fóstbræður, KK band, Jóhanna Guðrún, Pálmi Gunnarsson og Kvennakórinn Létt- sveit Reykjavíkur. Í tilefni afmælisins verður haldin ein viðamesta ráðstefna um fíkn sem haldin hefur verið hér á landi. Hún verður dagana 2.-4. október á Hilton Reykjavík Nordica. Sér- stakur gestur ráðstefnunnar verður dr. Nora Volkow, forstjóri National Institute on Drug Abuse (NIDA) í Bandaríkjunum. NIDA er undir- stofnun National Institute of Health (NIH), heilbrigðisstofnunar Bandaríkjanna, og er einn öflug- asti bakhjarl rannsókna á heilsu- farslegum þáttum fíknar og vímuefnamisnotkunar. Dr. Volkow er í fremstu röð vísindamanna á sínu sviði og hefur birt fjölda vís- indagreina. Á ráðstefnunni verður m.a. fjallað um fíkn og áhrif hennar á íslenskt samfélag. Einnig verða á dagskrá fjölbreyttir fyrirlestrar og málstofa um kannabis. Þá mun Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar (ÍE), fjalla um rannsóknir á erfðum fíknar sem ÍE hefur stundað í sam- vinnu við SÁÁ. Nánar má lesa um ráðstefnuna á heimasíðu samtak- anna, saa.is. SÁÁ fagnar 40 ára afmæli AFMÆLISHÁTÍÐ OG ÞRIGGJA DAGA RÁÐSTEFNA Morgunblaðið/Árni Sæberg Meðferðarstöðin Vík Öll eftirmeðferð SÁÁ flyst þangað. Nýja húsnæðið verður afhent um helgina. Á myndinni sést tengibyggingin. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Ég get tekið undir flest það sem kemur fram í ályktun Lögreglu- félags Vestfjarða, m.a. að efla og styrkja þurfi lögregluna í landinu, t.d. með auknum fjárheimildum og fjölgun lögreglumanna,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, en hann segir ástandið vera orðið alvar- legt. „Alls staðar á landinu er skortur á lögreglumönnum og verkefnum fjölgar, m.a. erfiðum verkefnum.“ Í ályktun Lögreglufélags Vest- fjarða er sérstaklega minnt á þver- pólitíska skýrslu Innanríkisráðu- neytisins um löggæsluþörf, sem gefin var út árið 2014 þar sem kom fram að lögreglumenn á Vestfjörð- um skyldu vera 27 árið 2017. Fjár- heimildir í dag leyfa aðeins 21 lög- reglumann. Tekið upp 1987 Lögreglufélag Vestfjarða skorar einnig á stjórnvöld að ganga frá kjarasamningi sem gerður var við lögreglumenn haustið 2015. „Það er í gildi kjarasamningur til 2019 við lögreglumenn,“ segir Snorri en bendir á að hér sé vísað til svokallaðrar bókunar sjö um álags- greiðslur til lögreglumanna. Sam- kvæmt samningi átti bókunin að vera afgreidd 10.desember 2015. „Þessi bókun á sér langa sögu og segja má að langlundargeð lögreglu- manna endurspeglist ágætlega í baráttunni fyrir þessu ákvæði. Þetta mál á sér langan aðdraganda og kemur fram fyrst árið 1987. Áhersl- an nú byggist á aukinni kröfu til lög- reglumanna, t.d. með vopnaburði og þjálfun og ábyrgð. Bókun sjö nær til þessara þátta en gengið hefur verið til samninga við einstaka lögreglu- stjóra sem voru með vopnaða gæslu af einhverju tagi, t.d. á Keflavíkur- flugvelli, og fengust þá sérstakar álagsgreiðslur fyrir en við teljum að miðað við núverandi breytingar verði þetta að ná heilt yfir allan hóp- inn í stað einstakra lögregluliða.“ Gengið verði frá kjarasamningi  Álag mikið á lögregluna í landinu Morgunblaðið/Eggert Kjaramál Lögreglumenn vilja ákvæði um álagsgreiðslur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.