Morgunblaðið - 30.09.2017, Page 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2017
H
a
u
ku
r
0
1
.1
6
Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is
• Sérhæfð fiskvinnsla í vönduðu 350 fm. leiguhúsnæði á
höfuðborgarsvæðinu. Velta um 260 mkr. Hagnaður af rekstri.
• Mjög vel þekkt sérverslun sem hannar og lætur framleiða
hágæðavörur fyrir heimilið. Löng og góð rekstrarsaga. Velta um 400
mkr.
• Fyrirtæki sem er sérhæft á sviði jarðefna sem notuð eru í garða og
kringum hús. Öflugur eigin vélakostur. Velta 45 mkr. og stöðugildi
þrjú.
• Verslun sem byggir á erlendri skartgripalínu með tvær verslanir í
borginni. Stöðugur rekstur og góð afkoma.
• Gott fyrirtæki með áratuga sögu sem sérhæfir sig í vélaviðgerðum og
sölu varahluta sem það flytur sjálft inn. Velta nokkuð stöðug
undanfarin ár og jákvæð afkoma.
• Mjög vinsæll og þekktur pizzastaður sem auðvelt væri að efla
verulega með fjölgun útsölustaða þar sem núverandi staður gæti
orðið fyrsti hlekkurinn í keðjunni.
• Traust sérverslun með góða afkomu sem býður upp á allt í sambandi
við rafmagnið. Velta 80 mkr. og góð afkoma.
• Glæsilegt nýtt 30 herbergja hótel í virðulegu húsi í miðbæ
Reykjavíkur. Hótelið er í útleigu með langan og góðan leigusamning
við traustan og öflugan hótelaðila.
• Ungt og vaxandi þjónustu- og verslunarfyrirtæki í tæknigeiranum.
Fjögur stöðugildi. Velta er um 85 mkr. á ári og góður hagnaður.
• Tíu ára gamalt fyrirtæki sem þróað hefur og selur í áskrift tölvukerfi
sem þjóna skólakerfinu. Ríflega eitt stöðugildi og 30 mkr. velta.
Hentar vel sem viðbót við fyrirtæki sem starfa á svipuðu sviði.
Guðni Halldórsson
lögfræðingur,
gudni@kontakt.is
Þórarinn Arnar Sævarsson
fasteignaráðgjafi,
thorarinn@kontakt.is
Gunnar Svavarsson
viðskiptafræðingur,
gunnar@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir
rekstrarhagfræðingur,
brynhildur@kontakt.is
Sigurður A. Þóroddsson
hæstaréttarlögmaður,
sigurdur@kontakt.is
30. september 2017
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 106.15 106.65 106.4
Sterlingspund 142.43 143.13 142.78
Kanadadalur 85.09 85.59 85.34
Dönsk króna 16.798 16.896 16.847
Norsk króna 13.343 13.421 13.382
Sænsk króna 13.038 13.114 13.076
Svissn. franki 109.11 109.71 109.41
Japanskt jen 0.9419 0.9475 0.9447
SDR 149.75 150.65 150.2
Evra 125.0 125.7 125.35
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 156.6187
Hrávöruverð
Gull 1286.95 ($/únsa)
Ál 2102.0 ($/tonn) LME
Hráolía 57.7 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Ferðaheildsal-
inn Tui veitti ný-
lega Bílaleigu
Akureyrar, um-
boðsaðila
Europcar á Ís-
landi, verðlaun
fyrir hæstu hlut-
fallsánægju
viðskiptavina.
Í tilkynningu
segir að árlega veiti Tui, sem er einn
stærsti ferðaheildsali heims, verðlaun
til samstarfsaðila sinna í ýmsum
greinum ferðaþjónustunnar. Hlaut
Bílaleiga Akureyrar verðlaun í flokki
bílaleiga með 200-2000 bókanir en í
þeim flokki eru meira en 100 bílaleig-
ur víðs vegar um heiminn. Mælt er
hlutfall milli bókana og kvartana og
mældist Bílaleiga Akureyrar með
99,8% ánægðra viðskiptavina, að því
er segir í fréttinni.
Bílaleiga Akureyrar
hlýtur verðlaun frá Tui
tímann. Ef þú verður fyrir tjóni færum
við gögnin úr honum yfir á nýjan síma
þér að kostnaðarlausu. Fólk er að
borga talsvert minna með þessu fyr-
irkomulagi en ef það kaupir símann og
trygginguna með, því við eigum tækið,
og þú skilar því til okkar í lok leigutím-
ans. Við seljum tækið svo úr landi fyrir
ákveðið skilagjald.“
Baldur segir að mikil eftirspurn sé
eftir þjónustu sem þessari hjá íslensk-
um fyrirtækjum og nú þegar sé eitt
fyrirtæki búið að panta 100 símtæki.
„Þetta verður hluti af daglegum
rekstri fyrirtækjanna sem þurfa þá
ekki að standa í að kaupa síma fyrir
starfsfólkið. Utanumhald um síma
starfsfólks getur verið tímafrekt og í
stórum fyrirtækjum geta verið 1-2
starfsmenn í slíkri umsjón.“
Baldur segir að þessi nýja þjónusta
geri námsmönnum og hinum efna-
minni tækifæri til að eignast dýrari
síma, enda ekki á allra færi að leggja
út á annað hundrað þúsund krónur
fyrir nýjum iPhone-síma, svo dæmi sé
tekið.
„Eftir því sem tækið er dýrara verð-
ur líka alltaf mikilvægara og mikilvæg-
ara fyrir fólk að vera með það tryggt.“
Í fyrsta skipti á Íslandi
Baldur segir að þetta sé í fyrsta
skipti sem þjónusta af þessu tagi sé í
boði hér á landi. Hún sé að erlendri
fyrirmynd, og þannig hafi þeir fengið
hugmyndina.
„Forsenda fyrir því að við getum
gert þetta er þjónustusamningur sem
við erum með við Apple, en við erum
viðurkenndur samstarfsaðili Apple og
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Fyrirtækið Viss, sem er að langstærst-
um hluta í eigu Baldurs Odds Baldurs-
sonar framkvæmdastjóra, og þeirra
Ingva Tómassonar og Guðmundar
Pálmasonar, sem eiga samanlagt 62%
hlut í sænska fyrirtækinu Strax AB,
sem framleiðir og selur aukahluti í síma
og er skráð í sænsku kauphöllina,
hyggst hefja farsímaleigu hér á landi í
næstu viku.
„Við munum bjóða fyrirtækjum og
einstaklingum þessa þjónustu í sam-
starfi við Símann og fleiri söluaðila
strax í næstu viku,“ segir Baldur í sam-
tali við Morgunblaðið.
Eitt ár í undirbúning
Hann segir að undirbúningur hafi
staðið í eitt ár, en meðal annars hafi
verið tímafrekt að þróa kerfi til að
halda utan um leiguna. „Þú borgar
ákveðna upphæð á mánuði og getur
valið um 18 eða 24 mánuði. Að þeim
tíma liðnum skilarðu okkur símanum,
og færð nýjan ef þú vilt.“
Baldur segir að kerfið sé einfalt.
Slegið verður inn verð símans sem á að
leigja, og mánaðargreiðslur reiknast
út. Sjálfkrafa verður til raðgreiðslu-
samningur eftir að búið er að athuga
með lánshæfi, og skrifað er undir með
rafrænum skilríkjum. Ferlið getur tek-
ið 2-3 mínútur. Leiguupphæð með inni-
falinni tryggingu verður svo skuldfærð
mánaðarlega af reikningi viðskipta-
vina. „Síminn er þannig tryggður allan
erum beintengdir inn á kerfi fyrirtæk-
isins.“
Auk þess sem unnið hefur verið í
smíði leiguforritsins, þá hefur verið
unnið að fjármögnun. „Ef þetta gengur
vel gæti þetta þýtt talsverð útgjöld því
við kaupum símana strax, og svo er fólk
að greiða af þeim næstu tvö ár. Ef vel
gengur og við leigjum til dæmis 10 -
20.000 síma, þá erum við að tala um
fjárfestingu sem hleypur á milljörðum.“
Baldur segir að til að byrja með verði
boðið upp á mest seldu símana á mark-
aðnum, iPhone 7 og 7+ og svo iPhone 8
og 8+ . Einnig verði boðið upp á þrjár
mest seldu tegundirnar frá Samsung.
„Svo er lítið mál fyrir okkur að bæta við
tækjum. Við teljum ekki ástæðu til að
fara með eldri eða ódýrari tæki inn í
þessa þjónustu,“ segir Baldur að lok-
um.
Leigja út síma til
fólks og fyrirtækja
Morgunblaðið/Ómar
Sími Það getur verið dýrt að týna eða skemma dýran síma. Með leigusímum Viss fylgir farsímatrygging.
Símamarkaður
» Hægt verður að leigja og
tryggja iPhone 7 fyrir 5.500-
6.000 krónur á mánuði.
» Einn eigenda Viss er Ingvi
Tómasson, stór eigandi Strax
AB og Hamborgarabúllunnar,
sem hann á ásamt föður sínum
Tómasi Tómassyni.
» Nú þegar hefur eitt fyrirtæki
pantað 100 símtæki.
» Hægt að leigja símana í 18
eða 24 mánuði og skipta þá
yfir í nýjan.
Eigendur Strax hluthafar Ódýrustu tækin ekki í boði
Heldur dró úr halla á vöruviðskipum
við útlönd í ágúst miðað við fyrri mán-
uði, en hann nam 6 milljörðum króna.
Það er minnsti halli síðan í október í
fyrra þegar síðast var afgangur á mán-
aðarlegum vöruviðskiptum. Hallinn
var einnig minni í síðasta mánuði en í
ágúst í fyrra þegar hann var 12,9 millj-
arðar króna, reiknað á gengi þess árs.
Halli á vöruviðskiptum á fyrstu 8
mánuðum ársins nam 114,5 milljörðum
króna, reiknað á fob-verðmæti. Frá
janúar til ágúst í fyrra voru vöru-
viðskiptin óhagstæð um 86,9 milljarða
króna og var því hallinn í ár 27,6 millj-
örðum króna meiri en á sama tímabili í
fyrra.
Verðmæti vöruútflutnings fyrstu 8
mánuði þessa árs var 32,9 milljörðum
króna minna en í fyrra, og er mismun-
urinn 9,2% á gengi hvors árs. Iðnaðar-
vörur voru 55,4% alls útflutnings og
jókst verðmæti þeirra um 0,2%.
Sjávarafurðir voru 37,9% vöruút-
flutnings og var verðmæti þeirra 21%
minna en í fyrra.
Verðmæti vöruinnflutnings var 5,3
milljörðum króna minna fyrstu 8 mán-
uðina í ár en í fyrra, sem er 1,2% lækk-
un milli ára á gengi hvors árs.
Dregur úr vöruskiptahalla
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vöruskipti Verðmæti útflutnings
var 9,2% minna fyrstu 8 mánuðina.
STUTT
Allt um sjávarútveg