Morgunblaðið - 30.09.2017, Page 26

Morgunblaðið - 30.09.2017, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Miðað viðhvernigumræð- ur fyrir komandi kosningar fara af stað hjá þeim stjórnmálaflokk- um sem komnir eru fram og hafa kynnt einhver stefnu- mál er ástæða til að óttast um hag skattgreiðenda. Þegar vinstristjórn Sam- fylkingar og Vinstri grænna komst til valda á árinu 2009 hallaði mjög undan fæti fyrir skattgreiðendur og þeir eiga langt í land með að jafna sig á þeim ósköpum sem þá dundu yfir. Vinstristjórninni fylgdu stöðugar skatta- hækkanir og því miður hefur lítið verið gert síðan til að vinda ofan af álögunum og jafnvel verið bætt í á sumum sviðum. Sem dæmi má nefna að þegar vinstristjórnin tók við var staðgreiðsla skatta ein- staklinga, sem samanstend- ur af tekjuskatti til ríkis og útsvari til sveitarfélaga, 35,7% í einu einföldu þrepi. Þegar vinstristjórnin fór frá árið 2013 voru þrepin orðin þrjú og öll hærri en þrepið sem var áður, eða 37,3%, 40,2% og 46,2%. Stjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsókn- arflokks fækkaði um eitt þrep og lækkaði neðra þrep- ið og skatthlutföllin eru nú þessi: 36,9% og 46,2%. Niðurstaðan er því sú að þeir skattar sem einstakl- ingar greiða beint eru mun hærri nú en þeir voru áður en vinstrimenn hrintu draumum sínum í fram- kvæmd í stjórnarráðinu og kerfið er flóknara að auki. Vinstristjórnin lét sér þó ekki nægja að fara dýpra í vasa einstaklinganna, fyrir- tækin urðu einnig fyrir barðinu á skattahækkun- unum. Tekjuskattur fyrir- tækja hafði verið lækkaður mikið frá því sem áður var og var kominn niður í 15% þeg- ar vinstristjórnin komst til valda og hækkaði hann uppi í 20%. Þar er skatthlutfallið enn. Hærri tekjuskattur fyrir- tækja er þó sennilega ekki skaðlegasta skattahækkunin fyrir atvinnulífið. Trygg- ingagjaldið er verra, enda leggst það á launagreiðslur og hamlar þannig mögu- leikum fyrirtækja til að ráða fólk og bæta kjör starfs- manna. Áður en vinstristjórnin komst með putt- ana í trygginga- gjaldið var það 5,34% en hækkaði svo mikið og fór hæst í 8,65%. Það hefur síð- an þokast niður en er enn rúmum 1,5 prósentustigum hærra en það var áður en vinstristjórnin hóf aðför sína að atvinnulífi og almenningi. Fyrir þessu háa trygg- ingagjaldi eru engin hald- bær rök og fyrir flest fyr- irtæki er þessi hækkun tryggingagjaldsins gríð- arlega íþyngjandi. Laun hafa hækkað mikið á liðnum miss- erum með miklum kjarabót- um í þeirri litlu verðbólgu sem verið hefur. Þetta er fagnaðarefni, en felur líka í sér að auknar álögur ríkisins ofan á laun eru þeim mun meira íþyngjandi fyrir rekst- urinn. Mikilvægt er að í þeirri umræðu sem nú er að hefjast vegna kosninganna eftir tæpan mánuð verði rætt um það sem skiptir máli fyrir al- menning og fyrirtæki. Og hafa þarf í huga að þetta eru ekki aðskildir heimar, al- menningur og fyrirtæki. Til að heimilin geti búið við bætt kjör verða fyrirtækin í land- inu að geta staðið undir hærri launagreiðslum. Vax- andi verðmætasköpun og kjarabætur almennings verða ekki til úr engu og ekki án öflugra fyrirtækja. Flestum stjórnmálamönn- um er tamt að tala um hvað ríkið eigi að gera og að gefa fyrirheit um hversu miklu meira ríkið eigi að gera. Vissulega þarf ríkið að standa sig á þeim sviðum sem það starfar á, en það þarf að takmarka sig og leita um leið allra leiða til að hag- ræða og draga úr kostnaði. Og stjórnmálamenn þurfa að beina sjónum sínum meira að því mikilvæga verkefni að draga úr álögum á almenn- ing og fyrirtæki. Eins og sjá má á þeim fjár- lögum sem kynnt hafa verið og á flestum hagtölum þá er árferðið gott í efnahagslíf- inu. En um leið er ástandið viðkvæmt og hætt við að það fari að daprast, ekki síst ef menn gæta ekki að sér og gleyma að bæta starfs- umhverfi fyrirtækjanna og lækka álögur á almenning. Nú þarf umræður um lækkun á álög- um á fyrirtæki og einstaklinga} Áframhaldandi skattpíning er hættuleg H vað kallast það þegar menn vilja ekki svara spurningum? Þegar þeir neita ítrekað að veita upp- lýsingar eða afhenda gögn? Þegar þeir ættu með réttu, lagalega eða siðferðilega, að leggja spilin á borðið en kjósa að gera það ekki? Í umræðunni síðustu vikur og mánuði hafa menn gripið til þess að nota „leyndarhyggja“ en það skiptir í raun engu máli hvaða orð er notað; það er eitt- hvað rotið í Danaveldi. Enn um uppreist æru: Það er óumdeilt að stjórnvöld þráuðust við að veita upplýsingar sem þau áttu með réttu að gera. En hvað varðar ákvörðun dóms- málaráðherra að upplýsa forsætisráðherra um æruvottun föður hans var spurningin ekki bara sú hvort hún hefði mátt það, heldur af hverju hún gerði það. Þetta voru ekki upplýsingar sem voru forsætisráðherra nauðsynlegar starfs hans vegna. Það er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að dómsmálaráðherra hafi upplýst kollega sinn vegna þess að hann var vinur, flokksfélagi; vegna þess að þetta voru óþægilegar upplýsingar og e.t.v. nauðsynlegt að grípa til ráðstafana. Vera undirbúinn, í það minnsta. Það var vond lykt af þessu. Það sem er einna dapurlegast við þráa ráðamanna við að koma hreint fram er að í langflestum tilvikum þá ein- faldlega borgar það sig. Stjórnmálamenn eru sjálfum sér verstir hvað þetta varðar. Eitt besta dæmið er Sigmund- arsaga Davíðs Gunnlaugssonar í kjölfar Wintris-viðtalsins örlagaríka. Í stað þess að anda djúpt og svara heiðarlega greip hann til undanbragða. Hélt svo áfram að grafa eigin gröf með því að benda á alla aðra en sjálfan sig og búa til hulduóvini meðal fjölmiðla- og samflokksmanna. Það má vel vera að hann hafi átt óvildarmenn fyrir; ég þekki ekki pólitíkina innan Framsóknar, en að sjálfsögðu þurfti hann að víkja þegar á hólm- inn var komið. Hann var búinn að tapa öllum trúverðugleika meðal annarra en hörðustu stuðningsmanna sinna. Nú er hann snúinn aft- ur, því það „er aftur orðið gaman“, eins og hann komst að orði í viðtali við mbl.is. Það verður spennandi að sjá hversu skýr svörin verða í kosningabaráttunni. Til að gæta fullrar sanngirni ber að geta þess að það er pottur brotinn víðar. Ég er ekki viss um að almenningur geri sér grein fyrir því hversu mikið hark það er að fá upplýsingar úr kerfinu, jafnvel með blaðamannsskírteini í rassvasanum. Það getur verið nær ómögulegt að ná í nokkurn mann hjá borginni og fyrir nokkru tjáði starfsmaður mér að hann, sérfræð- ingurinn, mætti ekki tjá sig. Ýmsar stofnanir samfélagsins sem eiga rekstur sinn undir fjárframlögum frá skattgreið- endum veigra sér ekki við því að fela sig á bakvið orðið „trúnaðarmál“ eftir geðþótta. Meira að segja Píratar, riddarar gegnsæis, vísuðu á blaðafulltrúa í síðustu stjórnarmyndunarviðræðum á meðan flestir aðrir tóku símtöl. Það mega því fleiri hugsa sinn gang. holmfridur@mbl.is Hólmfríður Gísladóttir Pistill Óþefurinn í loftinu STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Rúm hálf milljón manna,flestir þeirra rohingjar,hafa flúið frá Búrma á ein-um mánuði vegna ofbeldis sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur lýst sem „þjóðernis- hreinsun“. Breska ríkisútvarpið hafði í gær eftir starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna og hjálparstofnana að æðstu embættismenn SÞ í Búrma hefðu brugðist rohingjum síðustu ár. Þeir hefðu reynt skipulega að koma í veg fyrir að ásakanir um mannrétt- indabrot gegn rohingjum væru rædd við stjórnvöld í landinu. Um milljón rohingja, sem eru flest- ir múslímar, hefur búið í Rakhine- fylki á vesturströnd Búrma. Rohingj- arnir hafa sætt ofsóknum yfirvalda í Búrma sem líta á þá sem ólöglega innflytjendur frá Bangladess. Ráða- mennirnir í Búrma segja að rohingjar séu ekki sérstakur þjóðflokkur, held- ur Bengalar sem hafi komið til Búrma þegar landið var bresk ný- lenda. Rohingjar hafa ekki fengið rík- isborgararétt í Búrma og njóta því ekki sömu réttinda og aðrir lands- menn. Þeir geta t.a.m. ekki gengið í skóla og hafa ekki ferðafrelsi. Um 86% íbúa Búrma eru búddistar og rohingjar hafa sætt ofsóknum. Mannskæð átök blossuðu upp milli rohingja og búddista í Rakhine árið 2012 og um 140.000 rohingjar þurftu að flýja heimkynni sín og hafast við í flóttamannabúðum í fylkinu. Síðan þá hafa minni háttar átök og árásir öfga- hóps, sem tengist rohingjum, torveld- að flutninga á hjálpargögnum til flóttafólksins. Búddistar í Rakhine hafa einnig lagst gegn aðstoðinni við rohingja og stundum reynt að hindra hana, jafnvel með því að ráðast á flutningabíla hjálparstofnana. Forðuðust umræðu um málið Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og hjálparstofnana voru í erfiðri stöðu og þurftu að tryggja samstarf við stjórnvöld í Búrma og búddista í Rakhine til að geta komið hjálpar- gögnum til rohingja. Þeir vissu að ef þeir töluðu um mannréttindabrotin gegn rohingjum myndi það reita marga búddista til reiði, torvelda samstarf við þá og hugsanlega hindra aðstoð við flóttafólkið. Breska ríkisútvarpið segir að emb- ættismenn Sameinuðu þjóðanna í Búrma hafi því ákveðið að leggja áherslu á þróunaraðstoð til langs tíma í Rakhine í von um að bætt lífs- kjör í fylkinu yrðu til þess að spennan milli rohingja og búddista minnkaði þegar fram liðu stundir. Heimildarmenn BBC segja að þetta hafi orðið til þess að starfs- mönnum samtakanna hafi nánast verið bannað að tala um ofsóknirnar á hendur rohingjum opinberlega. Embættismenn samtakanna hafi forðast að nota orðið rohingjar í fréttatilkynningum, m.a. vegna þess að stjórnvöld í Búrma vilja ekki nota það orð og kalla rohingja Bengala. Æðsti embættismaður samtakanna í Búrma hafi einnig reynt að hindra að fulltrúar mannréttindasamtaka færu á svæði rohingja, koma í veg fyrir að málið yrði rætt á fundum og einangra starfsmenn sem vöruðu við hættunni á fjöldamorðum á rohingjum. SÞ sagðar hafa brugðist rohingjum AFP Í neyð Flóttafólk úr röðum rohingja bíður á vegi í Bangladess. Rúm hálf milljón rohingja hefur flúið þangað frá Rakhine-fylki í Búrma frá 25. ágúst. Tugir hafa drukknað » Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ræddi ofbeldið gegn rohingjum í fyrradag á fyrsta formlega fundi sínum um mál- ið í átta ár. Ráðið náði ekki samkomulagi um ályktun. Rússar og Kínverjar studdu stjórnvöld í Búrma. » Mannréttindasamtök segja að hermenn Búrmastjórnar hafi kveikt í þorpum rohingja og skotið á flóttafólk. » Margir rohingjar hafa flúið á bátum til Bangladess og að minnsta kosti 130 manns hafa drukknað á leiðinni, að sögn yfirvalda. 150 km NAYPYIDAW KÍNA TAÍLAND RAKHINE BÚRMA Rúm hálf milljón manna hefur flúið frá Rakhine-fylki í Búrma norður yfir landamærin til Bangladess B A N.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.