Morgunblaðið - 30.09.2017, Qupperneq 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2017
Þegar rætt er um
skuldir gríska ríkisins
er meðal annars spurt
um hvað er réttlátt og
sanngjarnt. Tók ríkis-
stjórn landsins ekki lán
og er þá ekki rétt að
hún borgi þau? Skyn-
samlegt svar við þess-
ari spurningu hlýtur að
taka mið af því að
mönnum ber að greiða
skuldir sínar. Það er rangt að taka
lán án þess að sjá fram á að geta skil-
að peningunum aftur og reyna eftir
föngum að gera það. En þetta er að-
eins önnur hliðin, því skynsamlegt
svar hlýtur líka að taka mið af því að
bönkum ber að lána af ábyrgð og það
er til góðs fyrir hagkerfið að bankar
sem ausa út fé af ábyrgðarleysi fari á
hausinn. Ef þeim er alltaf bjargað þá
er engin pressa á bankakerfið að
gæta vel þess fjár sem það varðveitir.
Hér hef ég ýjað að tveim reglum
sem varða gott siðferði lánþega og
lánveitenda. Það má orða þær á ýmsa
vegu. Ein leið er að segja að hag-
kerfið þurfi á hvorutveggja að halda
að:
Fyrirtæki, fólk og ríki taki ekki
lán án þess að standa í skilum.
Fjármálastofnanir, sem ávaxta
annarra fé, leggi raunsætt mat á
getu lántakenda til að greiða
skuldir og stilli áhættu í hóf.
Seinni reglan þýðir ekki að áhætta
sé ævinlega slæm. Áhættusöm lán
eru æði oft driffjöður framfara. Ef
fyrirtækjum er ekki komið á lagg-
irnar nema það sé fyrirfram alveg
öruggt að þau skili arði verður lítið
um nýsköpun. Raunar komst kapítal-
ismi nútímans ekki á
flug fyrr en fundust að-
ferðir til að takmarka
ábyrgð lántakenda.
Þekktasta leiðin er að
skrifa hlutafélög fyrir
lánunum. Ef illa fer
getur lánveitandi ekki
gengið að öðru en eign-
um félagsins og menn-
irnir á bak við það
halda persónulegum
fjármunum þótt það
fari á hausinn. Sú regla
að öllum lánum sé und-
antekningalaust skilað mundi rústa
því hagkerfi sem sér mannkyninu
fyrir mat og öðrum nauðsynjum.
Áhættusöm lán eru yfirleitt veitt á
hærri vöxtum en áhættuminni lán.
Þegar þjóðum Suður-Evrópu er lán-
að fé á hærri vöxtum en tíðkast til
dæmis í Þýskalandi þá er það vænt-
anlega að einhverju leyti vegna þess
að lán til þeirra eru talin áhættusam-
ari. Það má því búast við að sumum
þeirra verði aldrei skilað.
Ranglát leið og óhagkvæm
Mér sýnist að í aldarbyrjun hafi
eigendur banka tekið áhættunni sem
fylgdi útlánavíkingum af of mikilli
léttúð. Trúlega er hluti skýring-
arinnar sá að bankamenn virtust
gera ráð fyrir að yfirvöld sæju til
þess að bankar færu aldrei á hausinn
og að öll ríki Evrópusambandsins
stæðu í skilum hvað sem það kostaði.
Á algerlega frjálsum markaði hefðu
fjármagnseigendurnir í norðrinu
sennilega ekki lánað suðrinu allt
þetta fé. Það er víðar en hér á Íslandi
sem kapítalistar verða ábyrgðar-
lausir ef þeir fá að hanga í pilsfaldi
ríkisins.
Ég veit ekki um neinar reglur sem
takmarka ábyrgð borgara í skuldug-
um ríkjum með svipuðum hætti og
ábyrgð hluthafa á skuldum hluta-
félaga er takmörkuð. Það getur þó
varla verið réttlátt að ábyrgð borg-
ara á skuldum ríkis sé ótakmörkuð
og það megi hirða hvað mikið sem er
af þeim í skatta til að ríkið standi í
skilum.
Þetta ættu Þjóðverjar svo sem að
skilja manna best, því þegar efna-
hagur þeirra reis úr rústum á sjötta
áratug síðustu alda, var það að
nokkru vegna þess að Bandaríkin
knúðu lánardrottna þeirra í Evrópu
til að gefa eftir mjög verulegar
skuldir.
Ég treysti mér ekki til að segja
mikið meira um hvað réttlátt er að
ganga hart að Grikkjum til að ríkis-
sjóður landsins borgi sem stærstan
hluta skulda sinna. Ég get þó fullyrt
að sú leið sem var mörkuð með skil-
málum „neyðarlánanna“ 2010, 2012
og 2015 er ranglát, því skuldunum
var í raun þröngvað upp á skatt-
greiðendur annarra þjóða. Hún er
líka óhagkvæm því skilmálarnir
draga mátt úr grísku hagkerfi og
minnka þar með tekjumöguleika rík-
isins og kosti þess á að borga hluta af
skuldum sínum.
Vandi heillar heimsálfu
Efnahagsbandalag Evrópu
breyttist í Evrópusambandið með
Maastricht-sáttmálanum sem var
undirritaður 1992 og tók gildi 1993.
Á þeim árum, fyrir aldarfjórðungi,
mynduðu frjálslyndir borgara-
flokkar og jafnaðarmannaflokkar
breiða miðju í evrópskum stjórn-
málum. Þeir vörðu í senn borgaleg
og félagsleg réttindi, markaðs-
búskap og opinber velferðarkerfi.
Evrópusambandið, með sitt fjór-
frelsi, var að nokkru samtök um
stefnu þessara flokka.
Á árununum um og upp úr 1990
virtist flestum sem frjálslyndi og al-
þjóðahyggja ættu bjarta framtíð í
álfunni. Nú aldarfjórðungi síðar er
margt breytt: Útlánavíkingar og
ábyrgðarlausir gleiðgosar í fjár-
málaheiminum hafa dregið úr tiltrú
fólks á markaðshagkerfi; sameigin-
legur gjaldmiðill evruþjóða spillir
sambúð þeirra, enda er hann óhag-
stæður löndum sem þurfa að fella
gengi gjaldmiðla sinna; meðferðin á
Grikkjum á sinn þátt í að menn eiga
erfitt með að trúa því að Evrópusam-
bandið styðji félagsleg réttindi og
samhjálp þegar á reynir. Það virðist í
vaxandi mæli handbendi þeirra ríku.
Kreppan í Grikklandi er ekki eina
ástæðan, og ekki aðalástæðan, fyrir
því að frjálslyndir flokkar, sem ég
kenni við breiða miðju, fara nú hall-
oka í kosningum. En hún á sinn þátt í
því. Jafnaðarmannaflokkar sem
styðja skilmála þríeykisins hafa svik-
ið sína jafnaðarstefnu með því að
samþykkja aðför að velferðarkerfi
Grikkja. Frjálslyndir hægriflokkar,
sem styðja þessa skilmála, hafa líka
svikið eigin málstað, með því að fall-
ast á að borgarar vítt og breitt um
álfuna séu skattlagðir til að bjarga
bönkum sem áttu að réttu lagi að
fara á hausinn. Þetta dregur úr trú-
verðugleika þessara flokka og það á
tímum þegar alls konar snælduvit-
laust afturhald er í sókn. Meðal ann-
ars þess vegna er kreppan í Grikk-
landi ekki vandamál eins lands
heldur að minnsta kosti einnar
heimsálfu.
Ranglæti og vond stjórnmál
Eftir Atla
Harðarson »Kreppan í Grikk-
landi er ekki vanda-
mál eins lands heldur að
minnsta kosti einnar
heimsálfu, segir Atli
Harðarson í lokagrein
sinni um kreppuna í
Grikklandi.
Atli Harðarson
Höfundur er heimspekingur og dós-
ent við Menntavísindasvið Háskóla
Íslands.
Grikkland Vörður í fullum skrúða við þinghúsið í Aþenu í Grikklandi.
Nýjar vörur frá geoSilica
Kísill Íslenskt kísilsteinefni
Kísill er okkur lífsnauðsynlegur og hefur oft verið kallaður hið gleymda næringarefni.
Hann er eitt algengasta steinefni jarðar og gegnir mikilvægu hlutverki í myndun og
styrkingu bandvefs. Bandvefur getur t.d. verið beinvefur, sinar, liðbönd og húð.
Kísilsteinefni geoSilica er unnið úr 100% náttúrulegum jarðhitakísli úr hreinu íslensku
vatni og inniheldur því engin aukaefni.
Recover Fyrir vöðva og taugar
Kísilsteinefni styrkir allan bandvef líkamans t.d. brjósk, sinar og liðbönd. Þanig getur
geoSilica Recover dregið úr tíðni meiðsla hjá íþróttafólki og þeim sem stunda reglulega
hreyfingu. geoSilica Recover er magnesíumbætt, en magnesíum er lífsnauðsynlegt
steinefni sem dregur úr þreytu, gefur aukna orku og styður við eðlilega starfsemi
taugakerfisins.
Renew Fyrir húð, hár og neglur
Rannsóknir* sýna að kísilsteinefni stuðlar að skilvirkari myndun kollagens
í líkamanum. Þannig getur geoSilica Renew styrkt húðina og gert hana stinnari.
geoSilica Renew getur einnig grynnkað örhrukkur og lagað húðskemmdir af
völdum of mikils sólarljóss. geoSilica Renew er sink- og koparbætt. Sink og kopar
eru lífsnauðsynleg steinefni en rannsóknir* sýna að þau stuðla að styrkingu nagla
og hárs auk þess að minnka hárlos og klofna enda.
Repair Fyrir bein og liði
geoSilica Repair getur aukið beinþéttni en rannsóknir* sýna að dagleg inntaka kísils
getur dregið úr beinþynningu og jafnvel hægt á henni á byrjunarstigi, sérstaklega hjá
konum. geoSilica Repair er manganbætt en það á ríkan þátt í að viðhalda eðlilegum
beinvexti s.s. myndum brjósks og liðvökva og er nauðsynlegt heilbrigði tauga og
ónæmiskerfis.
*http://instituteofmineralresearch.org/mineral-elements
Fæst í öllum helstu apótekum, heilsuvöruverslunum, Hagkaupum, Nettó,
Fjarðarkaupum og vefverslun geoSilica.
Nánari upplýsingar má finna á www.geosilica.is