Morgunblaðið - 30.09.2017, Side 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2017
✝ Erla Markús-dóttir fæddist í
Borgareyrum, V-
Eyjafjöllum 21. nóv-
ember 1936. Hún
andaðist á
Heilbrigðisstofnun
Suðurlands, Sel-
fossi, 18. september
2017.
Foreldrar hennar
voru Sigríður
Magnúsdóttir frá
Álfhólahjáleigu í Vestur-
Landeyjum í Rangárvallasýslu,
f. 30. apríl 1905, d. 11. febrúar
1997, og Markús Jónsson,
bóndi og söðlasmiður frá
Borgareyrum, f. 6. mars 1905,
d. 28. júlí 1988. Systkini Erlu
eru: Hulda, f. 24.2. 1930, d.
12.10. 1987, Hrefna, f. 23.5.
1931, Magnús Sigurður, f. 26.4.
1932, d. 25.7. 1991, Eygló, f.
10.7. 1933, d. 2.8. 2009, Ester,
f. 2.2. 1940, d. 10.3. 1945,
Grímur Bjarni, f. 21.5. 1942,
Ester, f. 18.7. 1944, Þorsteinn
Ólafur, f. 31.1. 1946, og Erna,
f. 9.8. 1947.
1989, maki Jón Reynir Sveins-
son, f. 14.10. 1986. Barn þeirra
Markús Alex, f. 19.6. 2013. B)
Berglind Eva, f. 21.4. 1992,
maki Baldur Þór Ragnarsson,
f. 23.2. 1990. 3) Hannes Hrafn,
f. 28.5. 1968. Börn hans og
Guðbjargar Rós Sigurðardótt-
ur: A) Haraldur Jóhann, f. 25.6.
1996, B) Sigurður Arnar, f. 5.8.
1999, C) Linda Rós, f. 13.1.
2003. 4) Jóhanna, f. 21.10.
1972. Barn hennar og Svavars
Hávarðssonar, Hákon, f. 8.7.
1995. 5) Jón, f. 3.9. 1974, maki
Ásdís Björg Ingvarsdóttir, f.
8.9. 1975. Börn hans og Önnu
Kristínar Gunnarsdóttur: A)
Hekla Björg, f. 18.8. 1999, B)
Gunnar Atli, f. 9.1. 2006. Börn
hans og Aðalbjargar Jóhönnu
Helgadóttur, C) Védís Kolka, f.
29.5. 2008, D) Helgi Leó, f.
23.7. 2011. Stjúpbörn hans, E)
Gísli Þór, f. 6.5. 1995, unnusta
Auður, f. 28.12. 1995, F) Inga
Dís, f. 10.2. 2008, G) Eva Sól, f.
10.3. 2011.
Erla bjó lengst af í Þorláks-
höfn sem húsmóðir og
fiskverkakona.
Útför Erlu fer fram frá
Þorlákskirkju, í dag, 30. sept-
ember 2017, klukkan 14.
Erla giftist 12.
desember 1964
Haraldi Ármanni
Hannessyni frá
Eyrarbakka, f.
1.1. 1932. Þau
eignuðust fimm
börn. Þau eru: 1)
Magnús Þór, f.
26.9. 1964, maki
Ásgerður
Eiríksdóttir, f.
25.3. 1962. Börn
þeirra: A) Jóhanna Ósk Ólafs-
dóttir, f. 14.3. 1981, maki
Ragna Ragnarsdóttir, f. 21.8.
1981. Barn Jóhönnu, Ásgerður
Elva, f. 23.5. 1998. B) Stefán
Ólafsson, f. 28.8. 1982, maki
Ewa Sieminska, f.10.8. 1976.
Börn þeirra, Oliver Þór, f. 7.12.
2008, og Gabríel Oscar, f. 6.7.
2012. C) Ármann Helgi, f. 29.7.
1990, maki Erika Celesova, f.
21.4. 1985. Barn þeirra Maxim
Leó, f. 20.4. 2013. D) Þorberg-
ur, f. 3.5. 1998. 2) Markús Örn,
f. 30.5. 1966, maki Guðbjörg
Ósk Kjartansdóttir, f.8.5. 1968.
Börn þeirra: A) Erla Sif, f. 5.2.
Elsku amma okkar. Í fáeinum
orðum langar okkur að minnast
þín og þeirra yndislegu og dýr-
mætu stunda sem við áttum
saman. Nú er við hugsum til
baka koma fyrst upp í huga
okkar allar heimsóknirnar til
þín og afa. Öll sú hlýja og vænt-
umþykja sem streymdi frá þér
þegar þú tókst á móti okkur eru
ómetanlegar og ekki voru
kveðjustundirnar síðri.
Samverustundirnar sem við
minnumst einkenndust fyrst og
fremst af söng og hljóðfæraleik,
alls kyns leikjum í stofunni þar
sem við fengum að umturna
öllu, gerðum báta, hatta og
skutlur úr pappír og að
ógleymdum sögustundum. Þú
varst alltaf til í glens og grín og
höfum við mikið hlegið saman af
gömlum minningum og stendur
„ljóta skömmin“ þar hæst upp
úr.
Elsku amma okkar, við þökk-
um þér kærlega fyrir allar sam-
verustundirnar, þín verður sárt
saknað.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
(Höf. ók.)
Erla Sif og Berglind Eva.
Ég flaug á vit ævintýranna
daginn eftir 19 ára afmælisdag-
inn minn. Ég var þá nýstúdent
og lendingin var Þorlákshöfn,
þar kynntist ég góðu fólki, þar á
meðal var Erla Markúsdóttir
sem seinna varð „plasttengda-
mamma“ mín og „plastamma“
drengjanna minna.
Þessi lending reyndist mér
giftusamleg og farsæl því þarna
opnaðist mér faðmur „plast-
tengdamömmu“ heill og sannur.
Erla var einstaklega kær-
leiksrík og heilsteypt mann-
eskja sem tók á móti mér
óhörðnuðum táningnum sem þá
taldi sig vera kominn í fullorð-
inna manna tölu.
Í Þorlákshöfn var langur
vinnudagur og auk þess var ný-
stúdentinn byrjaður að koma
þaki yfir höfuðið.
Á þessum árum var farið
heim í hádeginu og þá var alltaf
farið beint í byggingarvinnu en
ekki matseld.
Það var hægt því Erla tók þá
stöðu að sjá ungu hjónaleysun-
um fyrir næringu svo hægt væri
að nýta hádegishléið sem best
við húsbygginguna.
Ekki var hægt að fá að greiða
henni fyrir ómakið og því var
brugðið á það ráð að færa henni
gjafir, þá var sem hún hefði
himin höndum tekið og þakk-
lætið mikið.
Alla sína ævi vann Erla mikið
og oftast erfiðisvinnu, hún vann
í frystihúsi og skar úr netum í
bílskúrnum á Reykjabrautinni,
en þegar tími gafst tók lista-
gyðjan við, þá spilaði hún á org-
elið og seinna þegar eftirlauna-
árin runnu upp tók hún virkan
þátt í starfi eldri borgara og þar
blómstraði listagyðjan sem aldr-
ei fyrr, fagrir leirlistmunir
liggja eftir hana og hverjum
hefði dottið í hug að kórstjarna
á áttræðisaldri væri að fjár-
magna hljómdisk á Karolina
Fund. Ekkert stoppaði Erlu við
að gera það besta úr lífinu. Hún
fékk ekki bestu lífsspilin á hendi
en hún sannarlega spilaði vel úr
sínum spilum.
Daginn eftir áttræðisafmæl-
isdaginn hennar hringdi ég í
þessa snjöllu og skemmtilegu
konu til að óska henni til ham-
ingju með gærdaginn sem hún
sagði mér að hefði verið ein-
stakur í faðmi barna sinna og
eiginmanns.
Símtalið endaði hún með orð-
unum „ég þakka þér fyrir mig“
með sínum einstöku áherslum
og það flaug í huga mér að
þetta væru hennar lokaorð til
mín, sem svo reyndist vera.
Að leiðarlokum drýp ég höfði
og með orðum Erlu þakka ég
henni fyrir mig og samferðina.
Ég votta eiginmanni, börnum,
barnabörnum og barnabarna-
börnum samúð og óska þeim
blessunar. Erla Markúsdóttir er
kært kvödd og Guði falin.
Selma Filippusdóttir.
Erla Markúsdóttir
✝ Tumi HafþórHelgason
fæddist á Djúpa-
vogi 8. apríl 1967.
Hann lést á líknar-
deild Landspítal-
ans í Kópavogi 8.
ágúst 2017.
Foreldrar hans
eru Helgi Þór
Jónsson, f. 29.
ágúst 1938, og
Elsa Skúladóttir, f.
1. júní 1941, bændur í Urðar-
teigi við Berufjörð. Systkini:
Ásdís Hafrún Benediktsdóttir,
f. 20. mars 1959, Sigvaldi Haf-
steinn Jónsson, f. 12. ágúst
1961, og Sverrir Hafliði Helga-
son, f. 7. október 1971, d. 30.
nóvember 1986, börn þeirra
eru Jóhannes Guðmar Michel-
sen Vignisson, f. 1. september
2014, og Bergey Brá Vignis-
dóttir, f. 18. febrúar 2017. 2)
Helgi Týr Tumason, f. 2. sept-
ember 1991. 3) Lára Hafrún
Tumadóttir, f. 7. mars 1995.
Sambýlismaður hennar er Haf-
steinn Gunnlaugsson, f. 25. apr-
íl 1994. 4) Brynjar Berg Tuma-
son, f. 15. mars 2001.
Tumi ólst upp í Urðarteigi
við Berufjörð. Hann stundaði
nám við barnaskólann í Hamra-
borg í Beruneshreppi og við
Djúpavogsskóla og lauk námi í
húsasmíði frá Verkmennta-
skóla Austurlands . Hann starf-
aði lengst af við húsasmíði og
kom hann að byggingu margra
húsa á Djúpavogi. Tumi starf-
aði einnig til sjós en seinustu
árin vann hann hjá VHE.
Útför Tuma fór fram frá
Keflavíkurkirkju 22. ágúst
2017.
október 1978.
Tumi giftist Sig-
rúnu Þorsteins-
dóttur þann 8. apr-
íl 1990. Sigrún
fæddist í Reykjavík
30. september
1967. Foreldrar
hennar voru Þor-
steinn Brynjólfs-
son, f. 27. sept-
ember 1918, d. 9.
september 1995,
og Lára Lárusdóttir, f. 12. júlí
1927, d. 17. janúar 1989. Tumi
og Sigrún eignuðust fjögur
börn: 1) Sara Dís Tumadóttir,
f. 19. nóvember 1989. Sam-
býlismaður hennar er Vignir
Michelsen Jóhannesson, f. 28.
Ég kveð þig með fallegu
ljóði, Játning, sem þú ortir til
mín, elsku ástin mín.
Þegar villtir vindar þeysa,
veröld sem fer á skrið
er ljúft til þín að leita
og losna sorgir við.
Varða þau mér veginn þann,
þín bláu augu tær.
Sem ég með þér fyrrum fann,
til framtíðar vina kær.
Þung er þraut að skilja mig, en þú
veist ég elska þig.
Í dag, 30. september, er ég
fimmtug og vorum við í sumar
að plana að vera í Amsterdam á
Rolling Stones-tónleikum á af-
mælisdaginn. Okkur tókst ekki
að upplifa þann draum en ég
set Rolling Stones í spilarann
og ég veit að þú hlustar með
mér, kæri Tumi minn. Seinustu
vikur hafa verið erfiðar og erf-
itt er að finna svona til í hjart-
anu. Hugurinn gefur manni
engan grið og verst eru kvöldin
og næturnar, tómarúmið æpir á
mig og fæ ég engu ráðið.
Ég sakna þín allan daginn
alla daga, en ég rifja upp allt
það góða sem við áttum saman.
Börnin okkar Söru Dís, Helga
Tý, Láru Hafrúnu, Brynjar
Berg, tengdasyni okkar Vigni
og Hafstein og svo litlu afa- og
ömmugullin okkar Jóhannes og
Bergeyju.
Nú er haustið komið og vetur
í nánd og er þetta erfiður tími
sem er á næst leiti. Mér finnst
eins og þú sért í vinnuferð og
ég bíð eftir að þú komir heim til
mín svo ég fái að horfa í fallegu
bláu augun þín og fái faðmlag
og koss frá þér. Ég ætla bara
að leyfa mér að láta mig
dreyma það. Þú varst ótrúlega
næmur og vel að þér um nátt-
úruna, landið þitt fugla og ör-
nefni.
Þú tókst reglulega þátt í
spurningaleikjum og vannst
líka oft ýmislegt sem kom að
góðum notum.
Þú varst húsasmiður og allt
sem þú gerðir var upp á milli-
metra. Ekkert fúsk. Annars
sást þú ekki ástæðu til að koma
nálægt verkinu. Lífið hefur
ekki alltaf farið um þig mjúkum
höndum.
Þú greindist með Hodgkins-
eitlakrabbamein 18 ára og hafð-
ir betur í þeirri baráttu. 30 ár-
um síðar kemur skellur og þá
er það barátta upp á líf og
dauða, 4 stigs lungnakrabba-
mein.
Í rúmt eitt og hálft ár barðist
þú eins og ljón og varst ekkert
að gefast upp. Aldrei kvartaðir
þú þó að sumir dagar hafi ekki
verið auðveldir. Þú ert hetjan
mín og munt alltaf vera það.
Þegar ég strýk yfir menið sem
ég gaf þér með nafninu þínu á
hugsa ég um stjörnurnar á fest-
inni sem Megas söng um og ég
veit að tengsl okkar verða aldr-
ei slitin, þau eru skrifuð í
stjörnurnar, elsku ástin mín.
Við lærðum það seinustu tvö
ár að það er í lagi að gráta, það
er í lagi að vera dapur, reiður,
sár og að elska. Þú fórst að
vinna í erfiðri lífreynslu sem ör-
lögin sendu þér, bróðurmissin-
um, krabbameininu og það
veitti þér létti að geta talað um
þessa lífreynslu.
Þegar þú skildir við var ég
viss um að Sverrir litli bróðir
þinn biði þín og mundi vísa þér
veginn um himinhvolfið. Kæri
minn, þú varst elskaður og það
er það sem skiptir máli. Ég vil
þakka öllum þeim sem studdu
Tuma, mig og fjölskylduna fyrir
vináttuna og kærleikann. Það
er dýrmætur auður að eiga
góða að og mun ég aldrei
gleyma.
Elsku ástin mín, ég ætla að
eiga góðan afmælisdag eins og
við vorum búin að tala um og
ég veit að þú ert hér hjá mér,
núna og um ókomna tíð.
Þín
Sigrún.
Tumi Hafþór
Helgason
Ástkær móðir okkar, amma og langamma,
KATRÍN FRÍMANNSDÓTTIR,
lést fimmtudaginn 21. september í
Sunnuhlíð.
Útför hennar mun fara fram í Digraneskirkju
miðvikudaginn 4. október klukkan 11.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ingibjörg Ágústsdóttir
Gróa Ágústsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
GUÐRÚNAR ALFÍFU GÍSLADÓTTUR,
Leynisbraut 34,
Akranesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Vesturlands
fyrir einstaka umönnun og hlýhug.
Lilja Leifsdóttir Jens Ágúst Jónsson
Gísli Björnsson Kristín Hallsdóttir
Helga Björnsdóttir Óli Öder Magnússon
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ANNA FRIÐBJARNARDÓTTIR
íþróttakennari,
Kleppsvegi 142,
lést miðvikudaginn 27. september á
Landspítalanum.
Útförin verður gerð frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu
fimmtudaginn 5. október klukkan 11.
Hörður S. Óskarsson
Atli Ásmundsson Þrúður Helgadóttir
Kjartan Ásmundsson Sigrún Ásmundsdóttir
Anna Margrét Bragadóttir Birgir Jóhannesson
börn, barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
KRISTINN ÞORLÁKUR INGÓLFSSON,
lést á Landspítalanum þriðjudaginn
26. september.
Útförin fer fram frá Seljakirkju föstudaginn
6. október klukkan 13.
Már Kristinsson Herborg Harðardóttir
Kristín Kristinsdóttir Markús Sigurðsson
Ólöf Kristinsdóttir Steingrímur Birgisson
Gústav Sveinsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur bróðir okkar, mágur, frændi
og vinur,
RÓBERT PÁLSSON,
lést á líknardeild Landspítalans miðviku-
daginn 27. september.
Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 5. október klukkan 15.
Systkini, aðrir vandamenn og vinir hins látna