Morgunblaðið - 30.09.2017, Side 40
40 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2017
Ég er stödd í Varsjá og verð hérna um helgina en maðurinnminn verður með tvenna tónleika í borginni. Ég skrapp þvíhingað yfir og átti stefnumót við hann,“ segir Halla Oddný
Magnúsdóttir, sem á 30 ára afmæli í dag.
Eiginmaður Höllu er Víkingur Heiðar Ólafsson og hann ætlar að
spila verk eftir J.S. Bach og Philip Glass í óperuhúsinu í Varsjá í
kvöld. „Ég fæ tónleika í afmælisgjöf. Svo ætlum við annaðhvort að
fara á gyðingasafnið eða leita að hjarta Chopins í kirkjugarðinum hér
– hann óskaði þess á dánarbeði í París að hjartað yrði tekið úr sér og
flutt heim til Póllands.“
Halla sá um menningarhlutann í Kastljósinu á RÚV síðastliðinn vet-
ur ásamt Bergsteini Sigurðssyni, en ákvað að söðla um og dvelja í
Berlín þennan veturinn.
„Við hjónin höfum verið með annan fótinn þar og mér fannst þessi
tímamót heppileg til að drífa mig út og sjá hvaða ævintýri bíða. Mér
finnst gaman að vera innan um alla söguna og menninguna á megin-
landi Evrópu. Við eigum heima í Pankow sem var hluti af Austur-
Berlín, eiginlega hálfgert kommisarahverfi. Þar eru göturnar nefnd-
ar eftir hetjum að austan – eins og Tsjaíkovskí og Majakovskí. Ég
vinn sjálfstætt og held áfram að taka að mér ýmislegt fyrir RÚV.“
Halla lærði mannvísindi, eða Human Sciences, við Oxford-háskóla
en er líka píanómenntuð og hefur vítt áhugasvið, svo sem bókmenntir
og sögu. Síðasta verkefni hennar hjá RÚV var að vera kynnir á róm-
uðum óperutónleikum sem voru haldnir í Hörpu og var sjónvarpað
beint í Ríkissjónvarpinu. Foreldrar hennar eru Jóhanna Ólafsdóttir
ljósmyndari og Magnús Tómasson myndlistarmaður.
Sjónvarpskonan Frá Degi rauða nefsins sem Halla Oddný og Gísli
Marteinn Baldursson stýrðu á RÚV í sumar.
Leitar að hjarta
Chopins í Varsjá
Halla Oddný Magnúsdóttir er þrítug í dag
R
agnheiður Elín Árna-
dóttir fæddist á Land-
spítalanum 30.9. 1967
en ólst upp í Keflavík.
Hún var í sveit þrjú
sumur á bænum Steig í Mýrdal: „Þar
fékk ég þann merka titil „kúarektor“
frá Stíg Guðmundssyni, bónda í
Steig.“
Ragnheiður var í Barnaskóla
Keflavíkur sem nú er Myllubakka-
skóli, á gagnfræðastigi í Holtaskóla,
lauk stúdentsprófi frá Kvennaskól-
anum í Reykjavík 1987 og var þá dúx
skólans. Hún var skiptinemi á vegum
AFS í Boise, Idaho 1984-85, lauk
prófi í stjórnmálafræði frá HÍ 1991
og MSFS-gráðu í alþjóðasamskiptum
frá Georgetown University í Wash-
ington DC 1994.
Ég hef heyrt því fleygt Ragnheiður
að Filippus VI., Spánarkonungur,
hafi verið skólafélagi þinn í George-
town University og að þið séuð síðan
perluvinir?
„Já, reyndar kynntumst við, urð-
um góðir vinir og höfum ræktað þá
vináttu. Við vorum síðast í SMS-
samskiptum í gær. Við hjónin vorum í
brúðkaupinu þeirra og þau við okkar
brúðkaup. Auk þess hefur hann mætt
í stórafmæli hjá mér. Líklega er það
tilviljunarkennt hvernig vinátta fólks
myndast, en kjarni málsins er auðvit-
að sá að þau hjón eru góðir vinir sem
við metum mikils.“
Með námi vann Ragnheiður við
farþegaafgreiðslu hjá Flugleiðum í
Keflavík í sjö sumur og vann eitt ár
með stjórnmálafræðináminu hjá Ör-
yggismálanefnd. Hún starfaði síðan
hjá Útflutningsráði Íslands (nú Ís-
landsstofu) fyrst í New York sem við-
skiptafulltrúi og var síðar verkefnis-
stjóri í Reykjavík. Að námi loknu
starfaði hún í sendiráði Íslands í
Washington um sex mánaða skeið við
sérverkefni.
Ragnheiður hefur lengst af verið
að vasast í stjórnmálum það sem af er
starfsævinnar, var aðstoðarmaður
ráðherra, Geirs H. Haarde frá 1998-
2007, í fjármálaráðuneytinu í sjö ár,
eitt ár í utanríkisráðuneytinu og eitt í
forsætisráðuneytinu.
Ragnheiður var kjörin á þing fyrir
Sjálfstæðisflokkinn í SV-kjördæmi
árið 2007, færði sig í Suðurkjördæmi
fyrir kosningarnar 2009, var þar odd-
viti flokksins í kosningunum, 2009 og
Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrv. alþm. og ráðherra – 50 ára
Ferming Árna Þórs F.v.: Gígja Sigríður, Árni Þ. Þorgrímsson, faðir Ragnheiðar, afmælisbarnið, Helgi Matthías,
Guðjón Ingi, Árni Þór, Karítas Sveina, og tengdaforeldrar, Sveinbjörg Laustsen og Guðjón M. Guðjónsson.
Ætlaði aldrei í pólitík
Icesave-klumpur? Nei, ráðherrann
vígir Íshellinn í Langjökli.
Á morgun, sunnudaginn 1. október, eiga hjónin í Víðiholti, S-Þing., Jón Helgi Jó-
hannsson og Unnur Sigríður Káradóttir, 50 ára hjúskaparafmæli. Þau voru með
mjólkurframleiðslu alla sína búskapartíð. Þau verða að heiman á þessum merku
tímamótum.
Árnað heilla
Gullbrúðkaup
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Meira til skiptanna