Morgunblaðið - 30.09.2017, Síða 43

Morgunblaðið - 30.09.2017, Síða 43
DÆGRADVÖL 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2017 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is MOVIE STAR hvíldarstóll Verð frá 398.000,- Skoðaðu úrvalið á nýju heimasíðunni okkar casa.is Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Vertu óhræddur við að opinbera hugmyndir þínar því þér gæti verið fengur að þeim. Gefðu þér tíma til að rækta líkama og sál því allt veltur á jafnvægi þar í milli. 20. apríl - 20. maí  Naut Láttu ekkert koma þér á óvart í dag. Sérstaklega þegar einhver reynir á sjálfs- álitið hjá þér. Brýndu raustina og segðu hvað þér finnst, því þú hefur líklega rétt fyrir þér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þótt þú eigir erfitt með að hemja tilfinningar þínar geturðu haft stjórn á þeim. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þótt fjármálin séu þér ofarlega í huga skaltu ekki láta þau ná svo miklum tök- um á þér að þú hafir ekkert annað að tala um. Náðu aftur sambandi við þá sem þú hef- ur saknað. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Eitthvað verður til þess að róta upp í gömlum tilfinningum svo þú þarft að koma þér í jafnvægi aftur. Notaðu eigin dómgreind og fylgdu þínu hjarta er taka þarf ákvörðun. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Oftast fyllistu ekki valkvíða, en val- kostirnir eru nú svo girnilegir að þú verður að hugsa þig vel um. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ættir að velja þá sem þú umgengst af meiri kostgæfni. Vandinn er bara að velja og hafna. Þú getur ekki bætt samband þitt við vin þinn með því að breyta honum/ henni. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Gættu þess að ganga ekki of langt í þrjósku í samskiptum við aðra því að það gæti valdið óbætanlegum skaða. Knús- aðu fast alla klikkuðu ástvini þína. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert staðráðinn í því að fara þínu fram, sama hvað það kostar. Þér kann að finnast þú umsetinn svo þú eigir erfitt með að gera nokkurn skapaðan hlut. 22. des. - 19. janúar Steingeit Nú skapast stund til þess að taka til hendinni heima fyrir. Ef það er valdabar- átta á milli framans og vinanna, leyfðu þá vinunum að vinna. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Reyndu að gera öllum eitthvað til góða en láttu það ekki hafa áhrif á þig þótt þú getir ekki bjargað öllum. Þetta getur orð- ið skemmtilegur dagur hjá þér. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú nýtur þess að ræða við vini þína í dag, ekki síst vinkonur. Heima fyrir er ein- hver sem elskar þig en getur ekki alltaf sýnt það. Þú hefur haft yfrið nóg að starfa að undanförnu en sérð nú fram á að eiga tíma aflögu fyrir sjálfan þig. Vísnagátan er sem endranæreftir Guðmund Arnfinnsson: Nafn, sem margur maður ber. Málmhylki í gufuvél. Hola víð og all djúp er. Í eldhúsinu þjónar vel. Lausn Hörpu á Hjarðarfelli: Ketill haldinn kauni. Ketill í gufuvél. Ketill kvos í hrauni. Ketill sýður vel. Guðrún Bjarnadóttir leysir: Með kolin hann Ketill fór, í kötlunum eldhólf stór. Kerið er ketill djúpur. Í katli má sjóða rjúpur? Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Ketill margur maður heitir. Málmhylki það ketill er. Skessuketill skjól oss veitir. Skjótt á katli sjóða fer. Þá er limra: Þar kemur, að Katla hún gýs og kolsvartur mökkur upp rís og blasir við hel, en brestur á él og Bjarki Kaldalóns frýs. Síðan er ný gáta eftir Guð- mund: Drjúgum líður daginn á, deigan síga láta öllu lengur ekki má án þess að klárist gáta: Kona þessi kann að spá. Krakki þetta leikfang á. Ég lítinn stein í lófa ber. Lítill heybaggi sá er. Á laugardaginn skrifaði Pétur Stefánsson í Leirinn: Árstíðin þessi angrar lítt, áfram veginn skundum. Staðreyndin er að haustið er hlýtt þó hvessi og rigni stundum. Friðrik Steingrímsson bætti við: Sáttur Pétur situr við sína lofar hagi, ef ekk’er talið óveðrið er allt í fína lagi. Föður mínum þótti vænt um Magnús í Magnússkógum vegna þess að í Landsbókasafninu voru falleg handrit skrifuð af honum. Í Bernódusrímu eru þessar vísur: Dundi raung, en stundi staung stýrin marra og rumdu murra hjól en urrar ól öldujóar þrumdu. Saung í reiða golan greið, gyltar voðir þandi, þar til sjóla arfi ól eggja hríð með brandi. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ekki er allt í katlinum sem krækt er ÞETTA VAR ALGJÖRT TÍSKUSLYS – ENDA FÁTT UM FÍNA DRÆTTI SUNNAN MIÐBAUGS. „ATHYGLI MÍN HEFUR VERIÐ VAKIN Á ÞVÍ AÐ ÞÚ ÁTT FIMM BÍLA OG LITLA LYSTISNEKKJU.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vera enn brjál- aður í hana, þrátt fyrir að hún dragi þig á listasöfn, ballettinn og í óperuna! HRÓLFUR! ÓVINURINN ER OF ÖFLUGUR! ERTU AÐ SEGJA AÐ ÞAÐ SÉ ENN TÍMI TIL ÞESS AÐ SKIPTA UM LIÐ?! EKKI LÁTA HUGFALLAST! ÞAÐ ER ENN TÍMI TIL ÞESS AÐ VINNA! GANGIÐ EKKI Á GRASINU GANGIÐ EKKI Á GRASINU GANGIÐ EKKI Á GRASINU GANGIÐ EKKI Á „GANGIÐ EKKI Á GRASINU“ SKILTINU Æ, LÁTTU EKKI SVONA! GJALDKERI Mikil heilsubót er fólgin í því aðfara í gönguferðir, eitthvað sem öll fjölskyldan getur gert saman og er alveg ókeypis. Víkverji fór um daginn í gönguferð við Helluvatn og Elliðavatn. Þarna voru þrjár kyn- slóðir á ferð og var yngsti fjölskyldu- meðlimurinn, fjögurra ára, mjög sprækur og til í svona ævintýra- göngu eins og amman kallar hana. Það er nefnilega margt hægt að gera í göngutúr, það er hægt að skoða plöntur, telja hluti og búa til hristu (úr lúpínufræjum). x x x Einna fegnastur varð Víkverji þóþegar hann sá að það er bannað að hjóla á stígnum þarna við Hellu- vatn. Ekki nema von enda er ekki pláss þarna fyrir bæði hjólandi og gangandi því þetta er bara mjór moldar/malarstígur. Merkingin er mjög greinileg og er víða. Engu að síður kom maður þarna hjá á hjóli og Víkverji vogaði sér að segja við hann: „Afsakið, það er bannað að hjóla hérna.“ Maðurinn snarstoppaði og sagði hátt: „Hvar í andskotanum á ég þá að vera?“ Afsakið orðbragðið en tilvitnunin er orðrétt. Víkverja og fjölskyldu snarbrá enda var maður- inn æstur. Hann hélt áfram og sagði: „Þið viljið ekki hafa okkur á stíg- unum og ekki á götunum“ og hélt áfram að tala án þess að leyfa öðrum að komast að. Víkverji hugsaði með sér að hann ætti að minnsta kosti ekki að hjóla þar sem væri sér- staklega bannað að hjóla. Eftir smá spjall róaðist maðurinn og hélt sína leið en vonandi skammast hann sín niður í tær fyrir að leyfa sér að æsa sig svona við ókunnugt fólk sem var aðeins að benda á staðreyndir. x x x Víkverji var nefnilega þarna á ferðtil að forðast hjólreiðafólkið. Það er ekki lengur öruggt að fara í göngutúr í Elliðaárdalnum með lítil börn út af tillitsleysi hjólreiðafólks á ofurhraða sem er þó aðeins gestir á göngustígunum. Eldra fólk í hverfinu sem hefur farið í reglubundnar göng- ur árum saman finnur líka fyrir þess- ari breytingu. Það er ekkert betra að vera hrakinn í burtu af hjólum en bíl- um. Niðurstaðan er sú sama. Gang- andi umferð fer illa með hjólaumferð og þetta þarf að laga. vikverji@mbl.is Víkverji Eins og hindin þráir vatnslindir þráir sál mín þig, ó Guð. (Sálm. 42:2)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.