Morgunblaðið - 30.09.2017, Síða 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2017
Söfn • Setur • Sýningar
LISTASAFN ÍSLANDS
FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Valin verk úr safneign 7.4.2017 - 31.12.2019
HRAFNHILDUR ARNARDÓTTIR / SHOPLIFTER
Taugafold VII / Nervescape VII 26.5. - 22.10. 2017
PABLO PICASSO - Jacqueline með gulan borða (1962) /
Jacqueline au ruban jaune (1962) Langtímasýning
COMPARATIVE VANDALISM 26.8. - 21.1.2018
- Heimildaljósmyndir úr verkefni Asgers Jorn
Scandinavian Institute of Comparative Vandalism
ORKA 14.9. - 7.1.2018
Sýning á vídeóinnsetningunni Orka eftir Steinu í Vasulka-stofu
Dr. Selma Jónsdóttir – Aldarminning 22.8. - 22.10 2017
SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is.
Listasafn Íslands er opið alla daga kl. 11-17 nema mánudaga.
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
SAMSKEYTINGAR 3.9.2016 - 15.10.2017
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
Kaffistofa – heimabakað meðlæti
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
ÓGNVEKJANDI NÁTTÚRA 2.10.2016 - 1.12.2017
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17
Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is
Sunnudagur 1. október kl. 14: Barnaleiðsögn
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
grunnsýning Þjóðminjasafnsins
Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi í Bogasal
Guðmundur Ingólfsson – Á eigin vegum í Myndasal og á Vegg
Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru
Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Sunnudagur 1. október: Tveir fyrir einn af aðgangseyri
Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög,
ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira
Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14. öld
Spegill samfélagsins 1770
Almúgi og embættismenn skrifa Danakonungi
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Julia&Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi.
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210
www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/
Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17
SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200,
www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17.
Astrid Lindgren-tónleikar Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands verða haldnir í
Eldborgarsal Hörpu í dag, laugar-
dag. Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 14
og þeir seinni kl. 16.
Á tónleikunum verður flutt úrval
tónlistar úr leikritum og kvikmynd-
um sem byggjast á ævintýrum Astrid
Lindgren. Tónlist úr Línu langsokki,
Emil í Kattholti, Bróður mínum
Ljónshjarta og Á Saltkráku hljómar
nú í fyrsta sinn á tónleikum Sinfóníu-
hljómsveitarinnar í nýjum útsetn-
ingum Jóhanns G. Jóhannssonar.
Gáskafull tónlistin með grípandi
laglínum undirstrikar vel kenjar og
óknytti sögupersónanna en einnig er
að finna hrífandi og hugljúfa tónlist
sem fangar vináttu og væntumþykju
betur en nokkur orð. Líf og fjör ein-
kenna þessa tónleika þar sem uppeld-
issjónarmið fullorðinna eru teygð og
toguð og hugmyndir æskunnar um
lífið og tilveruna fá að njóta sín til
fulls, segir í tilkynningu.
Leikararnir Þórunn Arna Krist-
jánsdóttir og Sigurður Þór Óskarsson
bregða sér í hlutverk ýmissa söguper-
sóna og færa okkur sagnaheim Lind-
gren í tali og tónum ásamt Kór Kárs-
nesskóla og Sinfóníuhljómsveit
Íslands. Um tónsprotann heldur
finnski hljómsveitarstjórinn Anna-
Maria Helsing.
Ljósmynd/Haraldur Jónasson
Lína Þórunn Anna mun bregða sér í hlutverk ýmissa sögupersóna á tónleikunum.
Astrid Lindgren-tónleikar í Hörpu í dag
VIÐTAL
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Werner Herzog, einn virtasti og
áhrifamesti kvikmyndagerðarmaður
sögunnar, er einn af heiðursgestum
Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í
Reykjavík sem hófst í fyrradag.
Fimm verka hans, þar af þrjár heim-
ildarmyndir, verða sýnd á hátíðinni
og mun hann sitja fyrir svörum að
loknum sýningum á tveimur þeirra,
auk þess að bjóða upp á meistara-
spjall. Herzog er með endemum af-
kastamikill og fjölhæfur listamaður,
hefur gert tugi kvikmynda og heim-
ildarmynda sem einkennast m.a. af
ljóðrænum og óhefðbundnum tökum
hans á viðfangsefnum sínum. Hann
leikstýrði sinni fystu stuttmynd, Her-
akles, árið 1962 en fyrsta kvikmynd
hans í fullri lengd, Lebenszeichen,
eða Lífsmörk, var frumsýnd árið 1968
og hlaut hann fyrir hana Silfurbjörn-
inn á kvikmyndahátíðinni í Berlín
sama ár. Voru það fyrstu verðlaunin
af ótalmörgum sem Herzog hefur
hlotið og hann er hvergi nærri hætt-
ur, orðinn 75 ára.
Herzog fæddist í München árið
1942 en ólst upp í afskekktu fjalla-
þorpi í Bæjaralandi og vissi ekki af
tilvist kvikmynda fyrr en hann var
orðinn ellefu ára. Hann stundaði nám
í sagnfræði og þýskum bókmenntum í
München og Pittsburgh og var einn
af fremstu kvikmyndagerðarmönn-
um Nýju þýsku kvikmyndastefn-
unnar, var þar í hópi manna á borð
við Volker Schlöndorff og Rainer
Werner Fassbinder. Þessir leik-
stjórar höfðu úr litlu fjármagni að
spila og einkenndist stíll þeirra af
þátttöku viðfangsefna í heimildar-
myndargerðarformi, sem var á sama
tíma undir handleiðslu eða undir
áhrifum leikstjórans sjálfs. Þessir
leikstjórar áttu til að fara með við-
fangsefni sín í óvæntar áttir og ögra
þeim, hvetja eða brjóta niður, segir á
vef RIFF. Þessi stíll var einkum
áberandi í heimildarmyndum en var
einnig beitt í kvikmyndum.
Óbilandi þrautseigja
Ein þekktasta kvikmynd Herzog,
Fitzcarraldo frá árinu 1982, verður
sýnd á RIFF en hún er líklega þekkt-
asta dæmið um þrautseigju hans og
hversu langt hann er tilbúinn að
ganga þegar kemur að listrænni
sköpun og sýn. Það tók um fimm ár
að klára kvikmyndina sem var tekin
upp í regnskógum Perú án leyfis yfir-
valda. Í henni segir af ræningjabar-
óninum Brian Sweeney Fitzgerald
sem einsetur sér að byggja óperuhús
í miðjum Amason-regnskóginum. Til
að fjármagna bygginguna hyggst
hann sölsa undir sig gúmmískóg en til
þess þarf hann að flytja mörg hundr-
uð tonna gufuskip, með aðstoð frum-
byggja, yfir bratta hæð. Herzog vildi
ekki beita kvikmyndabrellum við
gerð myndarinnar, lét smíða tvö
gufuskip og fékk aðstoð frumbyggja
við að flytja annað þeirra yfir hæð í
skóginum og gekk það ekki áfalla-
laust fyrir sig. Fræg eru átök Her-
zogs og aðalleikara myndarinnar,
Klaus Kinski, á tökustað en Kinski
var þekktur af æðisköstum sínum.
Herzog hlaut verðlaun sem besti leik-
stjórinn á kvikmyndahátíðinni í Can-
nes árið 1982 fyrir kvikmyndina sem
þykir mikið þrekvirki.
Fjölhæfur listamaður
Herzog hefur komið víða við því
auk þess að skrifa handrit og leik-
stýra kvikmyndum og heimildar-
myndum hefur hann skrifað fjölda
handrita og bóka og leikstýrt óp-
erum, auk þess að bregða sér af og til
í hlutverk leikara. Þannig hefur hann
léð persónu í einum þáttanna um
Simpson-fjölskylduna rödd sína og
leikið illmenni í kvikmyndinni Jack
Reacher á móti Tom Cruise. Þá hefur
hann vakið athygli hin síðustu ár sem
álitsgjafi og greinandi og má m.a.
nefna áhugaverða greiningu hans á
myndbandi við lag Kanye West,
„Famous“, sem vakti mikla athygli í
netheimum.
Herzog hefur tvisvar verið til-
nefndur til Gullpálmans, fyrir Woy-
zeck árið 1979 og Where the Green
Ants Dream árið 1984 og hlaut sína
fyrstu Óskarsverðlaunatilnefningu
árið 2007 fyrir heimildamyndina
Encounters at the End of the World
sem fjallar um lífið á Suðurskautinu.
Ein af þekktustu heimildarmyndum
hans, Grizzly Man, var frumsýnd
tveimur árum fyrr og vakti hún mikla
athygli fyrir efnistök Herzog en í
henni segir af lífi Timothy Treadwell
sem kallaður var Bjarnarhvíslarinn
en hann og unnusta hans voru drepin
af birni árið 2003.
Starfar með Gorbatsjof
„Ég fékk mjög ungur áhuga á kvik-
myndagerð, 15 eða 16 ára og ég vissi
að ég yrði að framleiða myndirnar
líka því enginn vildi framleiða þær.
Þannig að ég fór að vinna nætur-
vaktir í stálverksmiðju sem logsuðu-
maður en á daginn var ég í skóla,“
segir Herzog, spurður að því hvenær
áhugi hans á kvikmyndagerð hafi
kviknað. Þannig hafi hann safnað fé
til að framleiða sínar fyrstu stutt-
myndir. „Ég hef ekki stoppað síðan. Í
gær og fyrradag var ég að mynda í
Moskvu með Mikhail Gorbatsjof.“
– Máttu segja frekar frá því verk-
efni?
„Við vitum ekki enn hvert það mun
leiða okkur,“ svarar Herzog. „Mér
var bara boðið til Rússlands og ég
greip tækifærið. En þú ert s.s. að
ræða við mann sem var að mynda í
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Heiðursgestur Þýski kvikmyndagerðarmaðurinn Werner Herzog.
Ljónatemjari hins
Werner Herzog
er einn af heiðurs-
gestum RIFF
Aguirre, der Zorn Gottes/
Aguirre, reiði guðanna
Spænski rannsóknarrétturinn
leitar að hinum goðsagnakennda
El Dorado. Heill her hverfur spor-
laust í frumskóginum. Saga um
völd og geðbilun. Kvikmyndin er
frá árinu 1972 og með aðal-
hlutverk í henni fara Klaus Kinski,
Helena Rojo, Del Negro, Ruy Gu-
erra og Peter Berling.
Fitzcarraldo
Sagan um Sweeney Fitzgerald,
mjög staðfastan mann sem er
harðákveðinn í að byggja óp-
eruhús í miðjum frumskógi. Kvik-
myndin er frá árinu 1982 og með
aðalhlutverk fara Klaus Kinski,
Claudia Cardinale, José Lewgoy
og Miguel Ángel Fuentes.
Grizzly Man/Bjarnarmaðurinn
Heimildarmynd frá árinu 2005.
Líf „bjarnarhvíslarans“ Timothy
Treadwell var flækja af eldheitum
umhverfis-aktívisma, hug-
myndafræðilegum hálfsannleika
og hreinum og beinum lygum,
segir um myndina á vef RIFF.
Fimm verk eftir Herzog sýnd á RIFF
Apaspil Klaus Kinski með apa í
Aguirre, der Zorn Gottes.