Morgunblaðið - 30.09.2017, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 30.09.2017, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 273. DAGUR ÁRSINS 2017 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 997 KR. ÁSKRIFT 6.307 KR. HELGARÁSKRIFT 3.938 KR. PDF Á MBL.IS 5.594 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.594 KR. VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Ákærð fyrir að fletta upp … 2. Thomas Möller fær 19 ára dóm 3. Ráðamenn lentir á Höfn 4. Gunnar Bragi hættir í Framsókn  Björn Leó Brynjarsson hefur verið valinn nýtt leikskáld Borgarleikhúss- ins fyrir leikárið 2017 til 2018 og tekur hann þar með við af Sölku Guðmunds- dóttur. Var Björn Leó valinn af leikrit- unarsjóði Leikfélags Reykjavíkur und- ir forystu Vigdísar Finnbogadóttur og mun hann vinna að nýju leikriti sem stefnt er á að verði sett upp í Borgar- leikhúsinu leikárið 2018 til 2019. Björn Leó lauk BA-prófi í fræðum og framkvæmd úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2011 og hef- ur meðal annars setið í stjórn Stúd- entaleikhússins og verið stofn- meðlimur „action“-leikhúshópsins Cobra Kai. Þá hefur hann verið með- höfundur og aðstoðarleikstjóri verks- ins Petru í uppsetningu Dansaðu fyrir mig sem sýnt var á Lókal 2014 og leik- listarhátíðinni í Tampere 2015 og skrifað og leikstýrt verkinu Frami árið 2015 sem sýnt var í Tjarnarbíói og vakti mikla athygli áhorfenda og gagnrýnenda. Ljósmynd/Kristín Edda Gylfadóttir Björn Leó nýtt leikskáld Borgarleikhússins  Stefán Hilmarsson mun koma fram ásamt Gullkistunni á Kringlukránni á miðnætti í kvöld, laugardag. Í tilkynningu segir að ókrýndur sál- arkonungur Íslands ætli að stíga á svið og syngja nokkrar sígildar perlur svörtu sálartónlistar- innar frá sjöunda ára- tugnum. Honum til halds og trausts verða þeir Gunnar Þórðarson, Óttar Felix Hauks- son, Jón Ólafs- son og Sigfús Örn Óttarsson. Stefán Hilmarsson á Kringlukránni FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg vestlæg átt og úrkomulítið vestantil en snýst í suðvestan 5-10 og dregur úr úrkomu austantil í kvöld. Hiti 7 til 13 stig, hlýjast sunnanlands. Á sunnudag Austlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og dálítil væta á köflum. Hiti 6 til 10 stig. Á mánudag Norðlæg átt, 5-13 m/s. Skýjað og dálítil væta austantil og með norður- ströndinni en bjartviðri sunnan jökla. Hiti 4 til 10 stig, mildast syðst. Frumraun íslensks félagsliðs í Evr- ópukeppni í íshokkí reyndist Esju- mönnum þung í Belgrad í gærkvöld. Þeir mættu þá heimamönnum í Rauðu stjörnunni og máttu sætta sig við 6:1-tap. Þrátt fyrir góðan annan leikhluta Esjumanna má segja að sú niðurstaða hafi verið sanngjörn. Esja mætir búlgörsku meisturunum í Bel- grad í dag. »1 Rauða stjarnan reyndist of sterk fyrir Esju „Með tíð og tíma er alveg ljóst að okkur verður bannað að spila í Höllinni. Mannvirkið er barn síns tíma. Stjórnarmenn í evrópska sambandinu skilja að við erum fámenn þjóð þótt við séum stórþjóð í handbolta. Þeir átta sig á því að þetta verður ekki græjað einn, tveir og þrír. Við höfum hingað til mætt skilningi en þolinmæðin minnk- ar með hverju árinu,“ segir framkvæmdastjóri HSÍ. »4 Verður bannað að spila í Höllinni Reiknar með þrískiptri deild í vetur Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Kaflaskil voru hjá Landhelgisgæsl- unni í gær þegar Bergþór Atlason, varðstjóri í stjórnstöðinni í Skógar- hlíð var kvaddur og lét af störfum. Bergþór settist nú í helgan stein eft- ir að hafa unnið í Landhelgisgæsl- unni frá því árið 2005 og þar áður um áratugabil sem loftskeytamaður á strandstöðvum Pósts og síma á Siglufirði og í Vestmannaeyjum. Bergþór er síðasti starfsmaður Landhelgisgæslunnar sem er menntaður loftskeytamaður en slíkt nám var í boði á Íslandi frá 1918 til 1980 og hefur því enginn sérmennt- aður loftskeytamaður útskrifast í nærri því 40 ár. Bergþór segir nú skilið við tæplega hálfrar aldar feril í öryggismálum sæfarenda við Ís- landsstrendur og segist ánægður með störf sín. Í tilefni brottfarar hans var kveðjuhóf haldið í stjórn- stöðinni í Skógarhlíð þar sem boðið var upp á bakkelsi og kaffi. Ásgrím- ur L. Ásgrímsson, framkvæmda- stjóri aðgerðasviðs, segir LHG þar kveðja „góðan félaga og ötulan starfskraft“. „Síðustu Móhíkanarnir“ „Ég byrjaði í janúar árið 1972 að vinna á strandstöðinni á Siglufirði eftir að hafa verið á togara í þrjú ár,“ segir Bergþór. „Þá voru þetta marg- ar stöðvar; á Patreksfirði, í Siglu- firði, í Neskaupstað, Seyðisfirði, Hornafirði og Vestmannaeyjum. Ég vann hjá Landssímanum í 32 ár. Svo var þessu steypt saman og sett á einn stað hérna í Reykjavík þegar strandstöðvarnar, Tilkynninga- skyldan og stjórnstöð Landhelgis- gæslunnar voru sameinaðar. Ég vann á neyðarlínunni frá 2004 til 2006 en þá færði ég mig yfir til Landhelgisgæslunnar og endaði í Skógarhlíð. Margir af félögum mín- um úr Landssímanum vinna núna í flugútvarpinu hjá Isavia á Gufunesi. Þar eru allavega fjórir eða fimm aðr- ir menntaðir loftskeytamenn enn að störfum. Síðustu Móhíkanarnir eins og maður segir. Loftskeytamenn voru allsráðandi á þessum strand- stöðvum alveg fram á tíunda áratug- inn en þá var farið að þjálfa mennt- aða stýrimenn og flugmenn í starfið. Svo þarf auðvitað tæknimenntaða menn, en tæknikunnátta var líka mjög mikil hérna upphaflega því við þurftum að gera við allt sjálfir.“ Breyttir tímar Eins og vera ber breyttist starfs- umhverfið gríðarlega á starfsárum Bergþórs. „Vinnan er mjög breytt. Nú er þetta mest eftirlitsvinna með skipum á hafinu. Við verðum að að- stoða þyrlurnar, varðskipin og öll er- lend skip sem fara í gegn. Áður fyrr fór allt fram í gegnum talstöðvar en nú er þetta eins og með flugradar- inn; við sjáum allan flotann á skján- um okkar. Öll skip eru með þessi „target“ á sér. Aðeins skemmtibátar geta sleppt því að vera með þannig búnað en eru þess í stað með svo- kallaðan handbúnað fyrir eftirlit. Þá fer þetta fram í gegnum síma eða talstöð. Það er hægt að þjálfa hvern sem er í starfið en við þurfum samt að vera með siglingafræðinga. Yfir- leitt fáum við gamla stýrimenn og flugmenn sem eru ýmist að bíða eftir að fá að vinna aftur eða eru hættir, eins og í Gufunesi.“ „Nú er ég orðinn fullorðinn mað- ur,“ segir Bergþór um starfslokin. „Ég verð sjötugur á næsta ári. Ég ætlaði mér að vera hættur fyrir löngu en það dróst svo alltaf. Ég hef verið í hálfu starfi síðustu árin enda erfiðara að vinna vaktavinnu núna. Það var haldin flott veisla fyrir mig á vinnustaðnum. Þar var heilmikill fjöldi fólks sem ég hef verið að vinna með í gegnum tíðina; bæði strákarn- ir á flugvellinum, skipunum og fólkið á skrifstofunni og svo margt fólk sem ég hef kynnst á námskeiðum í kringum starfið. Það er hefð að kveðja fólk með svona kaffiveislu. Ég vil bara þakka öllum sjómönnum og öðrum fyrir samstarfið. Þetta er ógrynni af fólki. Ég er enn að tala við menn sem ég kynntist fyrir 30 árum; sjómenn á trillum, togurum og flutningaskipum.“ Síðasti loftskeytamaðurinn  Bergþór Atla- son sest í helgan stein frá LHG Ljósmynd/Jón Páll Ásgeirsson Loftskeytamaður Bergþór Atlason (í miðið) ásamt Björgólfi H. Ingasyni, aðalvarðstjóra vaktstöðvarinnar (til vinstri), og Georg K. Lárussyni, forstjóra LHG. Bergþór var kvaddur í kaffiboði í stjórnstöðinni í Skógarhlíð í gær. Keppni í Dominosdeild karla hefst á fimmtudaginn kemur. Íslandsmeist- arar KR eru að vanda líklegastir til að vinna þann stóra. Það má búast við því að deildin verði þrískipt í vetur. Það eru mjög góð lið, síðan góð lið og önnur lakari. Þetta skrifar Benedikt Guðmundsson, körfuboltasérfræð- ingur Morgunblaðs- ins, sem fer yfir liðin tólf sem leika í deildinni og spáir um röð þeirra. » 2-3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.