Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.09.2017, Síða 24
HEILSA Með því að hreyfa sig lengur eða með meiri ákefð er mögulegt að bæta heils-una enn frekar. Erfið hreyfing tvisvar í viku, 20-30 mínútur í senn, viðheldur og
bætir enn frekar þol, vöðvastyrk, liðleika, jafnvægi og beinheilsu hjá fullorðnum.
Meiri ákefð
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.9. 2017
Grafinn lax
- Láttu það eftir þér
Söluaðilar:10-11,Hagkaup,Kostur,Icelandverslanir,Kvosin,Melabúðin,
Nettó, Samkaup, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Sunnubúðin.
Það er óhætt að segja að sundhlaupið Ötillö sé
eitthvað það erfiðasta í heimi. Fyrirbærið sund-
hlaup varð til þegar fjórir vinir kepptu í tveggja
manna liðum sín á milli í því að hlaupa og synda á
milli eyja í sænska skerjagarðinum en þaðan kem-
ur einmitt nafnið Ötillö, eða frá eyju til eyju. Þetta
var árið 2002 en fjórum árum síðar varð þetta til
sem opinbert hlaup. Fyrstu árin tóku aðeins nokk-
ur lið þátt í sundhlaupinu en nú nýtur það mikilla
vinsælda en ávallt er keppt í liðum. Nú er nýaf-
staðið heimsmeistaramótið í sundhlaupi. Vega-
lengdin er 75 kílómetrar, þar af tíu kílómetrar í sjó
og 65 km hlaup á landi. Lengsta hlaupið á leiðinni
er 19,7 km og lengsta sundið 1.750 m. Byrjað er
hjá Seglarhotel í Sandhamn og lýkur sundhlaupinu
hjá Utö Värdshus á Utö. Leiðin liggur í gegnum
stóru eyjarnar Runmarö, Nämdö og Ornö. Ötillö-
sundhlaupið hefur nú breiðst út til annarra landa
og verður m.a. haldið í Hvar í Króatíu næsta vor.
Nánari upplýsingar á otilloswimrun.com.
NÝJASTA ÞREKRAUNIN
Sundhlaup á milli eyja
Mynd/Ötillö-Jakob Edholm
Fólk á miðjum aldri er hvatt tilþess að ganga hraðar til þessað halda heilsu en lítil hreyf-
ing er skaðleg fyrir fólk á þessum
aldri. Lýðheilsustöð Englands PHE
(Public Health England) segir að
fólk fari að hreyfa sig minna upp úr
fertugu. Lýðheilsustöð hvetur fólk á
milli 40 og 60 ára að fara í reglulega
göngutúra og ganga þá hratt. PHE
segir að aðeins tíu mínútur á dag
gætu gert gæfumuninn og minnkað
líkurnar á ótímabæru dauðsfalli um
15%. Samkvæmt PHE er staðan nú
þannig að aðeins fjórar af hverjum
tíu 40-60 ára manneskjum ganga
ekki einu sinni rösklega í tíu mín-
útur á mánuði, hvað þá á dag. Eitt af
hverjum sex dauðsföllum þar teng-
ist hreyfingarleysi og fólk gengur 24
kílómetrum minna að meðaltali á ári
en það gerði fyrir tveimur áratug-
um.
App til að auka hraðann
PHE sendi af þessu tilefni frá sér
nýtt app sem heitir Active 10 en
appið er fáanlegt í App Store. Appið
fylgist m.a. með gönguhraðanum og
sýnir fólki hvenær það þurfi að auka
hraðann til þess að bæta heilsuna.
„Ég veit af eigin reynslu hversu
erfitt það er að takast á við allt sem
er í gangi í hversdagslífinu og það
þýðir að líkamsrækt verður ekki að-
alatriði. En bara það að ganga í búð-
ina í stað þess að keyra eða fara í tíu
mínútna rösklega göngu í hádeg-
ishléinu á hverjum degi, getur bætt
mörgum heilbrigðum árum við lífið,“
sagði Jenny Harries, yfirmaður
lækninga hjá PHE, í samtali við
fréttavef BBC.
Heimilislæknar eru einnig hvattir
til að fá skjólstæðinga sína til að
ganga rösklega, sem þýðir hraðar en
á 4,8 kílómetra hraða á klukkustund.
Á þeim hraða er fólk farið að anda
hraðar og ná hjartslættinum upp.
„Allir heimilislæknar ættu að
ræða við skjólstæðinga sína um
kosti þess að ganga rösklega og
mæla með Active 10-appinu,“ sagði
Zoe Williams, frá samtökum heim-
ilislækna í Bretlandi.
Lýðheilsustöðin leggur áherslu á
þennan aldurshóp vegna þess að í
honum fer hreyfing minnkandi.
Einnig vegna þess að vonast er til að
með því að ná til þessa aldurshóps
sé hægt að hafa áhrif á börnin líka.
Mælt er með því í Bretlandi að
fólk hreyfi sig í 150 mínútur á viku
en helmingur fólks milli fertugs og
sextugs nær því ekki og einn af
fimm hreyfir sig minna en í hálf-
tíma.
Tíu mínútna röskleg ganga á dag
dugar ekki til að ná þessu markmiði
en er nóg til þess að skipta máli
hvað varðar blóðþrýsting, syk-
ursýki, þunglyndi, stress og fleira.
Mælt er með því í Bretlandi að fólk hreyfi
sig í 150 mínútur á viku en helmingur fólks
milli fertugs og sextugs nær því ekki og
einn af fimm hreyfir sig minna en í hálftíma.
Getty Images/iStockphoto
Þurfa
að ganga
hraðar
Samkvæmt lýðheilsuráðleggingum í Englandi þarf
fólk á milli fertugs og sextugs að hreyfa sig meira.
Mælt er með því að ganga rösklega í tíu mínútur á
dag, það geti skipt sköpum fyrir heilsuna.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
„Á Íslandi eins og
annars staðar
minnkar hreyfing
alla jafna með
hækkandi aldri,“
segir Gígja Gunn-
arsdóttir, verk-
efnastjóri hreyf-
ingar hjá
Embætti land-
læknis. „Kannanir benda til að
um 17-20% fullorðinna Íslendinga
hreyfi sig lítið sem ekkert og er
það hlutfall enn aðeins hærra á
meðal miðaldra en þeirra sem
yngri eru,“ segir hún.
Munurinn virðist þó fara
minnkandi og samkvæmt nýlegri
norrænni könnun tvöfaldaðist
hlutfall 18-24 ára Norðurlanda-
búa sem hreyfa sig ekkert á ár-
unum 2011 til 2014 og var þá
orðið sambærilegt og í eldri hóp-
um. Gígja segir að það sé því full
ástæða til að vera vakandi fyrir
hreyfivenjum Íslendinga á öllum
aldri.
„Út frá sjónarhorni lýðheilsu er
mikilvægast að takmarka lang-
varandi kyrrsetu og að sem flest-
ir stundi einhverja miðlungserfiða
hreyfingu, líkt og rösklega göngu,
í minnst 30 mínútur daglega
samanber ráðleggingar Embættis
landlæknis fyrir fullorðna. Til að
það sé raunhæft þarf fólk að hafa
valkosti til að hreyfa sig reglu-
lega, í samræmi við áhuga sinn
og getu, í sínu nánasta um-
hverfi,“ segir hún og bætir við að
meginmarkmið Heilsueflandi
samfélags og skóla, sem Embætti
landlæknis stýrir, sé einmitt að
styðja samfélög og skóla í því að
meta stöðuna og skapa aðstæður
sem stuðla að heilbrigðum lífs-
háttum, líkt og reglulegri hreyf-
ingu, heilsu og vellíðan allra.
Hreyfing minnkar með aldrinum
Gígja
Gunnarsdóttir