Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.09.2017, Side 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.09.2017, Side 29
24.9. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Í heild er Edinborg með mjög mörg góð spahótel og þangað er blessunarlega ekki nema tveggja og hálfs tíma flug. Sheraton Grand Hotel & Spa er á merkilega góðu verði miðað við gæði en hótelið er í öðru sæti yfir bestu hótel Ed- inborgar á Tripadvisor. Heilsulind hótelsins þykir ein sú besta í borginni, með 19 metra innisundlaug og sjö meðferð- arsvæðum fyrir ýmiss konar nudd og gufur en á þaki hótelsins er einnig mjög skemmtileg slökunar- aðstaða með laug. Þeir sem vilja æfa sig meira en að taka sund- sprett geta farið í tækjasal hótels- ins sem er vel útbúinn eða skropp- ið á golfvöllinn sem er í göngufæri við hótelið. Hótelið er á Festival Squeare á Lothian Road og útsýnið úr her- bergjunum er yfir vesturhlið Ed- inborgarkastala og stutt er að ganga í gamla bæinn. Þess má geta að bæði veitingastaður og heilsu- lind hótelsins hafa hlotið ýmiss konar ferðatengd verðlaun en engu að síður er hægt að fá nótt á hótelinu á um 20.000 krónur. Umhverfi hótelsins er mjög smekk- legt og veit- ingastaðirnir rómaðir. Gott verð í Edinborg Í næsta nágrenni við hið einstaka einkalistasafn norsku Astrup- Fearnley-fjölskyldunnar, í nátt- úrufegurð Óslóarfjarðar, er hót- elið The Thief. Hótelið er í eigu hönnunarfyr- irtækisins Thief Furnishing en all- ar innréttingar og húsgögn eru hönnun alþjóðlegra og norskra hönnunarstjarna svo sem Anton- ios Citterios, Brunos Rainaldis, Toms Dixons og Anne Haavind. Í hverju herbergi eru sérvalin og mjög merkileg listaverk, engar eftirprentanir. Þá eru öll herbergin með sér- stöku handbragði og stíl sem að- greinir þau frá næsta herbergi, sem gerir yfirbragðið og and- rúmsloftið mjög persónulegt. Öll herbergi hafa einkasvalir, king size-rúm, glugga sem ná frá gólfi til lofts og stórt baðker með „regnskógasturtu“. Meira að segja baðslopparnir og værð- arvoðirnar eru hönnun, gerð af Maggie Wonka. Heilsulindin er punkturinn yfir i- ið en hægt er að kaupa sérstakt kvöld þar með mat, nuddi, ávöxt- um, tei, drykk á barnum og öllu tilheyrandi. Flugferð til Ósló tekur ekki nema um tvær og hálfa klukku- stund og ef listasafn og hönn- unargripir hótelsins eru ekki nóg fyrir augað er stutt að skreppa yfir í Astrup-Fearnley-listasafnið en safnið einbeitir sér að alþjóðlegri myndlist, sérstaklega samtímalist. Listadvöl í Ósló Meira að segja gesta-móttakan á Hotel Thief í Ósló er eins og úr ævintýri. Portavadie-hótelið í skoska hér- aðinu Argyll and Bute er ekki nema í tveggja klukkustunda akst- ursfjarlægð frá Glasgow og með flugferð er það ekki nema um 3 klukkutíma fjarlægð frá Keflavík, vesenið því ekki mikið meira en að keyra vestur á Snæfellsnes. Hótelið hefur fengið fjölmargar viðurkenningar, sérstaklega fyrir margrómaða heilsulindina, en það er á vesturströnd Skotlands og sameinar yndislegt sjávarútsýni sem sést meira að segja úr gufu- baðinu, fallega náttúru, góðan mat og notalegt umhverfi. Þrátt fyrir ekki mikla fjarlægð frá þétt- býli er það vel falið bak við hæðir. Hótelið er kjörið fyrir skamm- degishelgarferð við kertaljós og veitingastaðurinn býður upp afar gott úrval af alls kyns sjávarfangi. Innisundlaug er til staðar en það er líka hægt að fara allan ársins hring í útisundlaug hótelsins sem er stærsta upphitaða sundlaug Skotlands. Af veitingastaðnum er horft beint á bryggjuna þar sem bátar liggja við landfestar. Hótelið býður upp á alls kyns ágætis tilboð, fjölskyldupakka og einnig sérstök hátíðartilboð í des- embermánuði. Það er mjög gott kynningarmyndband um hótelið á heimasíðu þess, portavadie.com sem sýnir allt umhverfið. Í felum á skosku strandhóteli Dublin er einn af þeim stöðum sem auðvelt er að fljúga til og enginn þjáist af flugþreytu á aðeins tveggja tíma og 40 mínútna ferðalagi. Í borginni eru fjölmörg fín hótel en fyrir dvöl lúxusferðalanga sem ætla sér jafnvel ekki að fara neitt út fyrir hótelsins dyr stendur The Marker- hótelið öðrum framar, með einni glæsilegustu heilsulind borg- arinnar. Hótelið er með þeim nýrri í borginni og stendur á Grand Canal-torginu í menningarhjarta borgarinnar, þar sem stutt er í aðalleikhús Dublinarborgar, en arkitektúr byggingarinnar dregur dám af írsku landslagi. Þrátt fyrir að hótelið sé stórt er það friðsælt og hægt að fá herbergi sem eru sérstaklega hljóðein- angruð ef fólk vill upplifa algera þögn hvíldarhelgina sína. Veitinga- staðir hótelsins leggja mikið upp úr hollum en girnilegum mat en heilsusamlegur lífsstíll er alltum- lykjandi og gestir geta fengið jóga- dýnur og nýtt sér jógatíma á þak- verönd hótelsins á morgnana. Morgunmaturinn í kjölfarið er samansettur af hollustu; bústi, ávöxtum og öllu því sem jógi þarf eftir smáæfingar. Á þakverönd hótelsins er einnig mjög skemmtilegur veitingastaður og bar og hægt að velja úr þremur skemmtilegum svæðum þar til að sitja á með drykk og snarl. Afslappaður jógi í Dublin Morgunjógað á hótelinu og morgunverð- urinn eftir á er guðs gjöf.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.