Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.09.2017, Blaðsíða 35
24.9. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35
Danskur lakkrís
með súkkulaði
og lakkrískurli
Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna.
– fá þig til að slaka á, sofa bet
og vakna endurnærð/ur
ur
Í gegnum aldirnar hefur sítrónumelis (Lemon balm)
jurtin, Melissa officinalis, verið vinsæl meðal
grasalækna.
Þetta vísindalega samsetta náttúrulyf er hannað
til að stuðla að góðum nætursvefni og vakna
endurnærð(ur) án þess að innihalda efni
sem hafa sljóvgandi áhrif.
Sítrónumelis (Lemon balm) taflan inniheldur
náttúrulegu amínósýruna L-theanine, sem hjálpar
til við slökun auk alhliða B vítamín, sem stuðlar að
eðlilegri taugastarfsemi.
Auk þess inniheldur taflan mikið magnmagnesíum,
sem stuðlar að eðlilegri vöðvastarfsemi og dregur
þar með úr óþægindum í fótum og han
Melissa Dream-töflurnar
„Hvílist betur með Melissa Dream“
Lísa Geirsdóttir”
Valið besta
bætiefni fyrir stressihjá National Nutrition
í Kanada
Geymdur og gleymdur orðaforði heitir
rit eftir Sölva Sveinsson þar sem hann
fjallar um á sjöunda hundrað orða,
greinir uppruna þeirra og rekur upp-
runalega merkingu og það hvernig sú
merking hefur oft breyst í aldanna rás.
Hverju orði fylgja dæmi og skýringar,
greint er frá tíðni orðanna í fornritum
og í ritmáli síðari alda og birtar tilvitn-
anir sem sýna hvernig þau voru notuð.
Geymdur og gleymdur orðaforði kemur út í ritröð Sölva
Sveinssonar um íslenskt mál. Iðunn gefur út.
Geymd og gleymd orð
Ljósaseríubækur Bókabeitunnar eru
sniðnar að þörfum nýrra lesenda og
ætlaðar þeim sem eru að æfa sig í lestri,
misþungar en með hæfilega stóru letri
og rúmu línubili. Ný bók í röðinni er
Pétur og Halla við hliðina – Fjöruferðin
eftir Ingibjörgu Valsdóttur. Í bókinni
segir frá Pétri sem vill helst vera kyrr
en svo flytur Halla í húsið við hliðina og
hún vill alltaf vera á fleygiferð. Þetta er
fyrsta bók Ingibjargar en hún hefur starfað við ritstjórn og
þýðingar. Auður Ýr Elísabetardóttir myndskreytti bókina.
Ný Ljósaseríubók
Verðlaunaskáldsaga Kims Leines, Spá-
mennirnir í Botnleysufirði, vakti mikla
athygli á sínum tíma og hlaut meðal
annars Bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs. Nú hefur Sæmundur gefið út
skáldævisögu Leines, Kalak. Í bókinni
segir frá ungum manni sem alinn er
upp í samfélagi Votta Jehóva í norskri
sveitabyggð, heldur síðan til Kaup-
mannahafnar að búa með samkyn-
hneigðum föður sínum, en hrökklast þaðan til Grænlands
ásamt fjölskyldu sinni. Jón Hallur Stefánsson þýddi.
Skáldævisaga Kalaks
BÓKSALA 13.-19. SEPTEMBER
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1
Stúlkan sem gat ekki
fyrirgefið
David Lagercrantz
2 Með lífið að veðiYeonmi Park
3 Gagn og gamanHelgi Elíasson/Ísak Jónsson
4 NorninCamilla Läckberg
5 Bláköld lygiQuentin Bates
6 AfæturJussi Adler-Olsen
7 Verstu börn í heimiDavid Walliams
8 Pottur, panna og NannaNanna Rögnvaldardóttir
9 Independent PeopleHalldór Laxness
10
Kóngulær í sýningar-
glugganum
Kristín Ómarsdóttir
1 Gagn og gamanHelgi Elíasson/Ísak Jónsson
2 Verstu börn í heimiDavid Walliams
3 Goðheimar 8 - BrísingameniðPeder Madsen
4 Engillinn í eyjunniLevi Henriksen
5 Óvættaför 28 - KoldóAdam Blade
6 Hulduheimar 1 - ÁlagahöllinRosie Banks
7 Allir geispaAnita Bijsterbosch
8 Litli prinsinnAntoine de Saint-Exupéry
9
Afi sterki - Hættuför að
Hlíðarvatni
Jenný Kolsöe
10
Hulduheimar 2 - Dalur
einhyrninganna
Rosie Banks
Allar bækur
Barnabækur
Ég var að enda við að lesa Suð-
ursveitarbækurnar hans Þórbergs,
Steinarnir tala, Rökkuróperan og
Um lönd og lýði. Ég tek þær fram
reglulega og þær
veita mér alltaf jafn
mika ánægju. Ég er
búin að lesa þær
nokkrum sinnum,
frásagnargleðin er
svo mikil og stíl-
snilldin; það lifnar allt við og skín í
gegn hve honum þótti vænt um
sveitina sína og fólkið sitt og þótt
hann sé að segja frá þessum gamla
tíma tengir maður alltaf við hann.
Svo tók ég fram
glæpasöguna Týndu
stúlkurnar eftir Ang-
elu Marsons og hún
lofar bara góðu.
Þetta er þriðja bókin
sem er þýdd eftir
hana og þriðja bók
hennar sem ég les. Ingunn Snædal
þýðir bækurnar og það hefur líka
mikið að segja.
Af því ég er kenn-
ari er ég að lesa
Nonna og Manna
fyrir nemendur mína
og þeir lifa sig inn í
frásögnina þótt
þetta séu gamlar
bækur að segja frá gömlum tíma,
það truflar þau ekkert. Ég vil bara
brýna það enn og aftur hversu mik-
ilvægt það er að lesa fyrir börn.
ÉG ER AÐ LESA
Anna Margrét
Birgisdóttir
Anna Margrét Birgisdóttir er
kennari og bókasafnsfræðingur.
Konunglega
brezka vísinda-
félagið, The Roy-
al Society, kynnti
á dögunum árleg
bókaverðlaun
sín. Vísindabók
ársins 2017 er
Testosterone
Rex eftir bresk-kanadíska sál-
fræðinginn Cordelia Fine, en
eins og nafnið ber með sér
fjallar bókin um karlkynshorm-
ónið testósterón.
Í bókinni rekur Fine viðteknar
ranghugmyndir um testósterón
og það hvaða áhrif það hafi á
hegðun og framkomu og bendir
á það hvernig það sem menn
hafa talið víst varðandi muninn
á heilastarfsemi karla og kvenna
í gegnum aldirnar hafi alltaf snú-
ist um það að viðhalda sam-
félagslegri stöðu kynjanna.
Þetta er fjórða bókin sem
Fine skrifar um efni tengt
mannsheilanum og starfsemi
hans, en tvær fyrri bækur henn-
ar, Delusions of Gender og A
Mind of Its Own, voru til-
nefndar til fjölda verðlauna á
sínum tíma.
BÓKAVERÐLAUN
Testósterónvillur
Cordelia Fine