Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.09.2017, Síða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.09.2017, Síða 36
Hljómsveitin Sycamore Treesendir frá sér sína fyrstuplötu, Shelter, um helgina og verða tónleikarnir á útgáfudag- inn, sunnudaginn 24. september, í Kaldalóni í Hörpu. Hljómsveitina skipa Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson. Þau eru bæði þekkt í öðrum listamanna- hlutverkum en Ágústa Eva er jafn- framt leikkona og Gunni er þekktur fatahönnuður (GK, Andersen & Lauth, Freebird). Það er ekki lengra síðan en í júlí í fyrra að hann sendi henni skilaboð um samstarf, sem hefur gengið vel og nú rúmlega ári síðar er fyrsta platan tilbúin. Nokk- ur lög hafa þegar komið út og hafa þessir hugljúfu tónar átt upp á pall- borðið hjá íslenskum útvarps- stöðvum. „Hann er náttúrlega færibanda- maður. Það eru ekki margir lista- menn sem eru með svona gott verk- vit og skipulag. Við getum verið með svolítið spes heila og verið í ákveðnu tímaleysi en þessi er búinn að fá svo góða þjálfun í tískubransanum,“ seg- ir Ágústa Eva um samstarfsmann sinn og hann viðurkennir það. Frelsi í skipulaginu „Í mínum heimi, ef þú missir af skilafrestinum, ertu dauður. Þú ert hluti af risastóru apparati sem geng- ur á tímalínu og þú verður bara að skila þínu. Þú getur ekki leyft þér munaðinn að vera sá listamaður sem vaknar upp dag eftir dag og segir: nei, mér líður ekki eins og ég geti skapað í dag,“ segir hann og heldur áfram: „Þú getur ekki leyft þér þann munað lengi að bíða eftir andagift- inni. Hún kemur með vinnunni,“ segir hann. „Það felst mikið frelsi í skipulag- inu,“ segir Ágústa Eva en þau eru bæði óhrædd við að framkvæma hlutina. Upphafið að þessu verkefni liggur hjá Gunna. „Ég ákvað að gera plötu 1. janúar 2016 og talaði við Ómar mánuði síðar,“ segir hann og á þar við Ómar Guðjónsson, gítarleikara með meiru, en hann útsetti lögin. Gunni notar símann í hugmynda- vinnu, tekur upp þegar hann spilar á gítarinn og grunnurinn að fyrsta laginu varð til strax á nýársdag. Það var lagið „My Heart Beats for You“ sem er fyrsta lagið á plötunni og jafnframt fyrsta lagið sem þau tóku upp. Þau þekktust ekki áður en Ómar er tengingin á milli þeirra tveggja en hann er góður vinur beggja. Hvernig vissirðu að Ágústa Eva myndi passa svona vel inn í þetta verkefni? „Það er bara röddin, ég hef alltaf verið svo hrifinn af röddinni henn- ar.“ Hann nefnir til dæmis Megasar- lagið „Lengi skal manninn reyna“ sem Ágústa Eva söng. Síðan má ekki gleyma Silvíu Nótt. „Alveg frábærar raddir í því verkefni, allt öðruvísi beiting en maður heyrir að það er ótrúlega mikil næmni í röddinni, sem við Ómar vissum að myndi passa fullkomlega fyrir þetta.“ Samstarf þeirra við Ómar hefur verið gefandi. „Hann er sjálfur ekki vanur að vera pródúsent fyrir aðra þó hann sé með mikla reynslu sem tónlistarmaður,“ segir Gunni. „Stór partur af honum er djass- inn, þessi spunaheimur þar sem allt er hægt og allt í boði. Þetta á vel við hann. Hann er ekki með fyrirfram ákveðnar hugmyndir frekar en við,“ segir Ágústa Eva um vinnslu plöt- unnar. Allsber og brothætt En hvernig skyldi henni síðan hafa fundist að syngja þessi lög? „Mér finnst það mjög eðlilegt. Þetta er ekkert mál einhvern veg- inn, þetta er allt á jafnsléttu. Vana- lega syng ég tónlist sem annað fólk hefur sungið áður. Það er allt ann- að. Núna er ég til dæmis að æfa fyr- ir Ellu Fitzgerald-tónleika. Það er bara söngleikfimi. Ég hef líka sung- ið arabískan söngspuna. Mér finnst gaman að ráðast í þannig verkefni en síðan er allt öðruvísi að ganga í eitthvað svona sem er algjörlega autt blað, bara einhverjar nótur. Þetta eru fallegar einfaldar ball- öður,“ segir hún og Gunni tekur við: „Fyrsta skrefið er að hittast tvö og vinna með lögin áður en við förum í stúdíóið, bara röddin hennar og gít- arinn. Þá eru lögin algjörlega allsber og brothætt.“ Þau lýsa þessu bæði sem skemmtilegu verkefni og segja ferlið hafa verið „eðlilegt og heiðarlegt“. Það er líka einhver einlægni og næmni í tónlistinni. „Það er grunn- urinn í þessu, þessir tilfinninga- strengir og svo er búið til heimili ut- an um þau,“ segir hún en lögin fjalla um ástina frá ýmsum hliðum en Gunni semur textana. Litbrigði ástarinnar „Við erum ekki viðkvæm að segja þessa hluti,“ segir hann. „Það er helst ég sem er viðkvæm fyrir því,“ segir Ágústa Eva. „Hann skrifar eitthvað fallegt og einlægt og ég segi bara, nei, þetta er alltof væmið! Ástin vekur allskonar tilfinn- ingar og er af öllum stærðum og gerðum hvort sem hún er til barns, fullorðins eða fjölskyldu. Litbrigði ástarinnar eru svo mörg,“ segir Ágústa Eva og bætir við að þó lögin séu ástarlög séu þau ólík. „Ástin er falleg, sár, ljót og bitur, sæt og allskonar,“ segir Gunni. „Líf- ið er langt og flókið. Við eigum mörg orð yfir snjó og slyddu en við ættum frekar að eiga svona mörg orð um ást. Hún er miklu flóknara fyrir- bæri.“ Gunni er búinn að vera með konu Skjól í hörðum heimi Ágústa Eva Erlends- dóttir veit ekki hvort hún hefði gefið verk- efninu séns ef hún væri ekki svona ástfangin en tímasetningin var góð og hún tók lögum Gunna Hilmarssonar um ástina fagnandi. Til varð hljómsveitin Syca- more Tree sem sendir frá sér sína fyrstu plötu um helgina. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is ’ Ástin er falleg, sár, ljót og bitur, sæt og allskonar.Lífið er langt og flókið. Við eigum mörg orð yfir snjóog slyddu en við ættum frekar að eiga svona mörg orðum ást. Hún er miklu flóknara fyrirbæri. Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson vinna vel saman. Morgunblaðið/RAX 36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.9. 2017 LESBÓK TÓNLIST Benjamin Clementine er hissa á því að Ed Sheeran hafi verið tilnefndur til Mercury-tónlistarverðlaunanna í Bretlandi fyrr á þessu ári. Clementine vann til verð- launanna árið 2015 fyrir markverða frum- raun sína, At Least For Now, og hafði bet- ur en Jamie xx, Florence + The Machine og Wolf Alice. Hann sagði í nýlegu samtali við Gigwise að honum þætti ekki lengur eins mikið til verðlaunanna koma. „Þetta var falleg stund en þú veist að ef Ed Sheeran er til- nefndur til þeirra er alveg hægt að gleyma þessu.“ Ósáttur við Sheeran Ekki eru allir ánægðir með að Sheeran hafi verið tilnefndur til Mercury-verðlaunanna. SJÓNVARP Maður sem vinnur við að finna töku- staði fyrir Narcos var myrtur meðan á vinnu hans fyrir Netflix-þættina stóð. Hann var að skoða mögulega tökustaði fyrir fjórðu þáttaröðina í Mexíkó en þá verður einblínt á Juárez-eiturlyfja- hringinn. Carlos Muñoz Portal, 37, hefur í mörg ár starf- að við að finna tökustaði fyrir bæði sjónvarp og kvikmyndir. Margir í mexíkóska kvikmyndaiðn- aðinum óttast að fyrirtækið muni eftir morðið hætta við uppptökur í landinu. Morðtíðni er há í landinu en á svæðinu í kringum Mexíkóborg voru 182 myrtir í júlí, sem er 12,2 morð á hverja 100.000 íbúa. Morð tengt Narcos Narcos segir frá risi og falli kólumbíska eiturlyfjabarónsins Pablos Escobars.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.