Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.10.2017, Síða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.10.2017, Síða 2
Við hverju megum við búast á tónleikunum? Það verður mikið fjör og gleði. Þetta verður ferðalag til Smá- landanna í Svíþjóð þar sem við fáum að njóta alls hins besta frá Astrid Lindgren og síðast en ekki síðst, dásamlegrar tón- listar. Átt þú þér uppáhalds-ævintýri eftir Astrid Lindgren? Það er mjög erfitt að velja eitthvað eitt því öll ævintýrin eru góð. En Bróðir minn Ljónshjarta er samt besta bók sem hefur verið skrifuð. Áttu þér eftirlætispersónu, sem þú tengir sérstaklega við, úr ævintýrunum? Það eru Lotta í Ólátagarði og Lína Langsokkur. Þær fylgja ekki alltaf reglunum sem eru í samfélaginu okkar heldur hlusta þær á hjartað og tilfinningarnar og þannig uppskera þær stórkostleg ævintýri. Hvað er það skemmtilegasta við að leika í barnasýningu? Einlægnin og viðbrögðin sem maður fær frá börnunum. Börn eru ekki með eins miklar hömlur og við fullorðna fólkið, þannig að mað- ur finnur svo ríkulega fyrir þeim. Hvað er framundan hjá þér í vetur? Ég er í Borgarleikhúsinu núna að leika í 1984. Svo er ég að fara að æfa íslenska barnasýningu, Skúmaskot, sem er nýtt verk eftir Sölku Guðmundsdóttur. Síðan fer ég í Rocky Horror í mars. Þannig að þetta er mjög fjölbreyttur og spennandi vetur framundan. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon ÞÓRUNN ARNA KRISTJÁNSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.10. 2017 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Nýr dagur færir nýtt upphaf. Nýjar kosningar hljóta að geta fært okk-ur nýtt upphaf líka. Í það minnsta eru þingkosningar í lok októbertækifæri til að byrja upp á nýtt. Þess vegna þurfum við að leggja við hlustir, meta það sem stjórnmálamenn segja og móta okkur sýn á það hvað við viljum fá út úr okkar atkvæði, okkar tækifæri til að hafa áhrif. Oft fallast manni hreinilega hendur, ekki síst í ljósi þess að það voru jú kosningar síðast fyrir ári. Það er því ákveðin hætta á að kjósendur sleppi því að mæta á kjörstað í einhvers konar uppgjöf. Hugsunin sem ræður för verð- ur þá kannski „æ-skiptir-þetta- nokkru-máli-hvort-sem-er?“ Sá þankagangur er skiljanlegur eftir rót síðustu ára í stjórnmálum hér á landi. En hann er hins vegar ekki gagnlegur. Það að kjörsókn verði dræm hjálpar engum, hvorki kjósendum né frambjóðendum. Lýð- ræðið hlýtur að virka best ef sem flestir taka þátt, það eiginlega segir sig sjálft. Leti er því ekki í boði á kjördag. Verst er, fyrir okkur kjósendur, að það virðist háttur stjórnmála- manna að vera alltaf upp á sitt allra besta síðustu vikur fyrir kosningar. Þá er splæst í fallegra bros, stærri loforð og almennt meiri gæði en aðrar vikur. Svona eins og maður setur inn magann og heldur honum inni rétt á meðan jólamyndin er tekin en slakar svo á þegar búið er að smella af … og jafnvel hneppir frá. Verkefni okkar kjósenda er ærið. Við þurfum að sjá í gegnum glansmynd- irnar, koma auga á það hvaða loforð er raunverulega hægt að efna og móta okkur skoðun á því hverjum við treystum fyrir stjórn landsins. Hver og einn þarf að gera upp við sig hvernig ákvörðunin um það hverjum skal greitt atkvæði er tekin. En hana þarf að taka, því við viljum styrkja lýð- ræðið en ekki draga úr því. Ísland er lítið land og það ættum við að nýta okk- ur í aðdraganda kosninga. Hvort sem við búum í þéttbýli eða dreifbýli þá ætti ekki að vera svo flókið að hitta frambjóðendur í eigin persónu eða að minnsta kosti hlusta á þá. Það er miklu erfiðara að líta vel út á fundi með alvöru fólki sem spyr spurninga heldur en í stuttu viðtali eða á fallegri kosningamynd sem myndi sóma sér vel á jólakorti. Kjósendur, við skulum hitta þá sem eru í framboði og spyrja þá spjörunum úr … af nógu er að taka, svo mikið er víst. Prúðbúnir stjórnmálamenn í sjónvarpsútsendingu fyrir kosningarnar 2016. Morgunblaðið/RAX Leti er í boði hina 364 daga ársins Pistill Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is ’Verst er, fyrir okkurkjósendur, að það virðist háttur stjórnmála-manna að vera alltaf upp á sitt allra besta síðustu vikur fyrir kosningar. Hallbjörg Embla Sigtryggsdóttir Nei, meira svona að jólaprófunum. SPURNING DAGSINS Ertu farin/n að huga að jólunum? Grímur Örn Grímsson Nei, ekki enn sem komið er. Morgunblaðið/Ásdís Dóra Jóhannsdóttir Nei, ég er ekki jólabarn. Ég ætla til útlanda um jólin. Hafþór Ari Gíslason Hver er það ekki? Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Eggert Jóhannesson Laugardaginn 30. september verða haldnir tvennir Astrid Lindgren-tónleikar í Hörpu. Leikararnir Þórunn Arna og Sigurður Þór bregða sér í hlutverk sögupersóna og færa þannig sagnaheim Lindgren inn í Eldborg ásamt Sinfóníu- hljómsveitinni og Kór Kársnesskóla. Fjörugt ferðalag til Smálandanna

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.