Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.10.2017, Side 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.10.2017, Side 29
Þessi mynd af umslagskjól Balenciaga frá 1967 er áberandi í kynningarefni V&A um sýninguna. einnig til sýnis málverk og húsgögn úr eigu meistarans. Sýningin stendur yfir til 7. janúar 2018. Yfirlitssýning á verkum Yves Saint Laurent Næstkomandi fimmtudag verður ennfremur opnað safn tileinkað arf- leifð Yves Saint Laurent við Avenue Monceau númer fimm í París þar sem hönnuðurinn starfaði lengi en þar voru höfuðstöðvar tískuhússins. Fyrsta sýningin verður yfirlitssýn- ing á verkum hönnuðarins sem stendur yfir í ár. Á eftir því fylgir sýning á þeirri hönnun Saint Laur- ent sem fékk innblástur frá Asíu. Ný sýning í MoMA Í New York stendur líka mikið til en sunnudaginn 1. október verður opn- uð sýning tileinkuð tískuheiminum í MoMA. Sýningin ber nafnið „Items: Is Fashion Modern“ og stendur til 28. janúar 2018. Það eru liðin 70 ár frá síðustu sýningu nútíma- listasafnsins þar sem tíska er út- gangspunkturinn svo það má vænta mikils af henni. Þarna verða 111 þekktar flíkur til sýnis, þeirra á með- al bómullarstuttermabolur, mót- orhjólaleðurjakki og Converse All Stars-íþróttaskór. Þarna verða einn- ig flíkur frá fjarlægum löndum og líka dýrar hönnunarvörur á borð við Rolex-úr og Birkin-tösku frá Her- mès. Tilgangurinn með sýningunni er að fá fólk til að velta fyrir sér merk- ingu ýmissa flíka og gripa sem við tökum sem sjálfsögðum hlut. Eitt er víst, að með þessum spenn- andi sýningum verður auðvelt fyrir ferðalanga að auðga andann í borg- arferðunum sem framundan eru. Í París er 70 ára afmæli tísku- húss Christians Dior fagnað með stórri yfirlitssýningu. AFP ’Bestu ferðirnar inni-halda yfirleitt sittlítið af hverju; mat,drykk, verslun, göngu- ferðir og síðast en ekki síst safnaferðir. Skissur eftir Yves Saint Laur- ent við hlið myndar af hönnun hans í nýja safninu í París. 1.10. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Danskur lakkrís með súkkulaði og lakkrískurli Safn tileinkað hönnuðinum Yves Saint Laurent verður opnað í Marrakesh í Marokkó 19. október næstkomandi. Það er því líka hægt að fara á framandi og fjarlægari slóðir til að skoða tískusafn. Saint Laurent kom fyrst til Marra- kesh árið 1966 og varð fyrir miklum áhrifum af menning- unni. Hann ákvað að kaupa hús þar og heimsótti landið reglulega. Safnið stendur við götu sem er tileinkuð hönnuðinum, Rue Yves Saint Laurent, og er beint á móti hinum þekktu görðum Jardin Majorelle, sem eru vinsæll ferðamannastaður í Marokkó. Safnið er hannað af arkitektastofunni Studio KO. LÍKA Á FJARLÆGARI SLÓÐUM YSL-safn í Marokkó

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.