Feykir


Feykir - 27.11.2014, Blaðsíða 13

Feykir - 27.11.2014, Blaðsíða 13
1 32 01 4 Þær tegundir sem bragðað var á voru: Almáttugur Steðji Jólaöl, Einstök Doppel Bock Jólabjór, Jóla Kaldi, Gæðingur Jólabjór, Jólagull, Jóli, Steðji Jólabjór, Víking Jóla Bock, Víking Jólabjór, Þvörusleikir Rauðöl nr. 28 og Ölvisholt Jólabjór. Í stuttu máli þá voru ekki allir sammála í öllum tilfellum enda smekkur fólks jafn margbreytilegur og mannlífið. Eftirfarandi eru niðurstöður dómnefndar, samkvæmt útreiknuðu meðaltali einkunna þriggja hæst dæmdu bjóranna. Þvörusleikir þótti bera af UMSJÓN Berglind Þorsteinsdóttir Bragðað á jólabjórum ársins 2014 Jólabjórinn kom í verslanir Vínbúðarinnar þann 14. nóvember sl. en jafnan er mikil eftirvænting hjá landanum að bragða á ölinu sem íslensku brugghúsin reiða fram í tilefni hátíðanna. Bjóráhugafólkið hjá Bjórsetri Íslands á Hólum í Hjaltadal fer heldur betur ekki varhluta af því og hafa þau undanfarin ár komið saman og bragðað á úrvalinu. Feykir fékk að fljóta með að þessu sinni og fylgdist með dómnefndinni að störfum er hún framkvæmdi hávísindalega blindsmökkun á ellefu bjórtegundum þetta árið. Rækjan frá Dögun er hátíðarmatur RÆKJUVINNSLA HESTEYRI 1 SAUÐÁRKRÓKI & 453 5923 Gæði - Ferskleiki - Hollusta Óskum öllum landsmönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Selma & Tómas HÓTEL TINDASTÓLL - MIKLIGARÐUR info@arctichotels.is / www.arctichotels.is Sími 453 5002 / 453 6880 Þvörusleikir Rauðöl Bronslitaður tær bjór með fallega gulleita froðu. Lykt af kryddi og pipar. Bragð af pipar, ögn af kanil. Eftirbragðið er gott þar sem biturt humlabragðið vex eftir því sem drukkið er meira. 7,8/10 Almáttugur Steðji Jólaöl Rauðbrúnleitur tær með brún- leita þétta froðu. Í lyktinni má finna lykt af áfengi, rúsínum og smákökum. Bragðið er sætt, rúsínur með sterkum lakkrís í eftirbragðinu. 7,2/10 Víking Jóla Bock Dökkbrúnn, tær með gulleitri froðu. Hint af malti og kökum í lyktinni. Bragð af malti, karamellu með mildu sætbitru eftirbragði. 6,7/10 Dómnefnd að störfum. Frá vinstri: Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, Guðmundur Björn Eyþórsson, Bjarni Kristófer Kristjánsson, Broddi Reyr Hansen og Jón Sveinsson. MYNDIR: BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.